1968 og 2008
1.3.2008 | 01:43
Það má færa rök fyrir því að bandaríska þjóðin standi í dag að mörgu leiti á svipuðum tímamótum og hún gerði árið 1968. Ástand þjóðmála árið ´68 voru að mörgu leiti lík og þau eru í dag. Víetnamstríðið var í algleymingi og hatrömm barátta skildi að stríðsandstæðinga og þá sem töldu nauðsynlegt að sigra stríðið sama hvað það kostaði. Bandaríkin voru tvístruð. Unga kynslóðin sem hafði fæðst á velmegunarárum eftirstríðsáranna ("baby boomers") gerði uppreisn gegn gömlum gildum og heimtaði breytingar. Mannréttindabarátta svartra stóð sem hæst og kvenfrelsishreyfingin fékk byr undir báða vængi. Fólk sameinaðist um von til þess að jákvæðar og nauðsynlegar þjóðfélagsbreytingar gætu átt sér stað.
Morðin á Robert Kennedy og Martin Luther King höfðu gríðarleg áhrif á þjóðarsálina og Vietnam stríðið hafði gert Lyndon B. Johnson, sitjandi forseta, svo óvinsælann að hann fékk ekki útnefningu Demókrataflokksins til þess að bjóða sig fram til annars kjörtímabils. Í kjölfarið hófst valdabarátta innan Demókrataflokksins sem átti eftir að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir heimsbyggðina. Unga kynslóðin sá von í öldungardeildarþingmanni Minnesota, Eugene J. McCarthy, og má segja að það hafi myndast nokkurs konar "Obama mania" í kringum hann. McCarthy var eini forsetaframbjóðandinn sem var andvígur Víetnam stríðinu og hét því að binda endi á það þegar hann tæki við embætti. En þrátt fyrir miklar vinsældir og sæta sigra í prófkjörum ákvað flokksmaskína Demókrata að útnefna annan Minnesota-búa, Hubert H. Humphrey sem forsetaefni á flokksþinginu sögufræga í Chicago. Humphrey var sitjandi varaforseti og fulltrúi gömlu kynslóðarinnar (nokkurs konar Hillary?). Eftir útnefninguna brutust út miklar óeirðir í Chicago þar sem stuðningsmenn McCarthy´s voru barðir niður af lögreglu.
Það sem gerðist í kjölfarið var að vonin dó. Unga kynslóðin og stríðsandstæðingar misstu tiltrú á stjórnmálum og lýðræðinu yfir höfuð. Ungir Demókratar höfðu gefist upp og sátu heima á kjördag í stað þess að kjósa Humphrey sem leiddi til þess að Richard Nixon var kjörinn forseti. Það sem meira er, þessi kynslóð Demókrata kom í raun aldrei til baka og fimm af næstu sjö forsetum urðu Repúblikanar.
2008
Í dag hefur unga kynslóðin fengið vonina um breytingar á ný. Bandaríska þjóðin er ennþá tvístruð. Í raun má segja að það ríki hatrammt stríð milli ólíkra menningarhópa (Culture Wars) þar sem tekist er á um grunngildi. Barack Obama hefur gefið fólki von um að það sé hægt að binda endi á stríð og áframhaldandi mannréttindabrot, að hægt sé að minnka bilið milli ríkra og fátækra, svartra og hvítra, karla og kvenna. Það hefur aldrei verið mikilvægara að vonin lifi. Það er mikið í húfi...fyrir demókrataflokkinn, bandaríkin og heimsbyggðina alla. Við megum ekki við því að unga kynslóðin missi vonina og hætti þátttöku í stjórnmálum. Hillary gæti orðið næsti Hubert H. Humphrey. John McCain gæti orðið næsti Richard Nixon. Það má ekki gerast!
Mig langar að lokum til að benda lesendum á áhugaverða ritgerð Andrew Sullivan, ritstjóra "The Atlantic", um "Why Obama Matters". Sömuleiðis vil ég benda á nýútkomna og mjög fróðlega bók fjölmiðlamannsins góðkunna Tom Brokaw sem ber nafnið "Boom! Voices of the Sixties: Personal Reflections of the 60´s and Today". Bókin fjallar að miklu leiti um atburði ársins 1968 og samhljóm við nútímann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skreppitúr til Íslands
28.2.2008 | 06:54
Ég var að enda við að bóka óvænta ferð á Klakann í næstu viku. Ástæðan er sú að snemma í gærmorgun vaknaði ég upp með andfælum við það að síminn hringdi og á línunni var maður sem spurði mig hvort ég væri til í að mæta í atvinnuviðtal, sem ég og þáði. Þið afsakið að ég vil síður tjá mig nánar um það hér, enda alls óvíst hvort eitthvað komi útúr því dæmi, en ég er þó nógu spenntur fyrir þessu til að leggja á mig smá ferðalag og vonandi væru þeir ekki að draga mig heimsálfanna á milli ef þeir hefðu ekki einhvern áhuga á mér. Kemur í ljós.
Það var einkennileg og heppileg tilviljun að það er frí í skólanum alla næstu viku út af Spring Break (þó lítið sé farið að vora hér ennþá). Margir skólafélagar mínir eru þessvegna á leiðinni í sólina til Cancún, Mexíkó...en ég hugga mig við það að maturinn er þó allavega betri á Íslandi!
Anywho...mér varð ljóst að ég yrði að koma mér til Boston eða New York einhvern veginn þar sem Icelandair er enn í vetrarfríi á Minneapolis. Þeir byrja hins vegar að fljúga hingað aftur um næstu helgi þannig að ég slepp við innanlandsflug á bakaleiðinni.
Verðlag á flugfarmiðum getur oft verið ansi furðulegt og jafnvel eftir nokkra kúrsa í flugrekstrarfræði á maður stundum bágt með að átta sig á reiknimeisturunum sem ákveða verðin. (N.B. verð eru að hluta til reiknuð handvirkt samkvæmt flóknum formúlum þar sem breytur eru m.a. tímasetningar, fjöldi lausra sæta, verð og framboð keppinauta, eldsneytiskostnaður o.m.f.) One way ticket frá Minneapolis til Boston kostaði á umbeðnum degi heila 730 dollara miðað við beint flug! Hægt var að fá helmingi ódýrara fargjald ef maður nennti að skipta um vél í Chicago og Philadelphia...en hver nennir að eyða heilum degi í 3 leggi á leið sem annars tekur tvo og hálfan tíma? Og eiga svo eftir 5 tíma flug til Keflavíkur.
En viti menn...vegir flughagfræðinnar eru órannsakanlegir...nú hafði ég áður athugað hvað flugið til og frá Íslandi kostaði á vef Icelandair miðað við BOS-KEF-MSP. Þvínæst prófaði ég að slá inn MSP-BOS-KEF-MSP og merkilegt nokk, þá var mér boðið uppá beint flug frá MSP til Boston og við það LÆKKAÐI heildarfargjaldið um $50! Sem sagt...innanlandsflugið var ókeypis og gott betur! Svona bara uppá grínið prófaði ég að bæta einum legg við og sjá hvað það kostaði þá að fljúga bara alla leið héðan frá Saint Cloud og viti menn þá lækkaði heildarpakkinn um $20 í viðbót! WTF??? Ég marg double tékkaði þetta í gegnum Expedia, Travelocity og Orbitz og þetta var ekkert fluke.
Ég flýg nú afar sjaldan héðan frá St. Cloud því það er ekki nema 70 mílna keyrsla niður til MSP og þessi leggur kostar yfirleitt svona $80 hvora leið fyrir 25 mín. hopp á gamalli 19 sæta Saab 340. En what the heck...ef þeir vilja borga mér $20 fyrir það þá skal ég nokk fljúga! Þá sleppur maður líka við umferðarteppuna, sparar bensínið og þar að auki $8 á dag í bílageymslugjald...þvílíkt og annað eins. Svo getur maður notað tímann á MSP og kíkt á hið fræga karlaklósett þar sem Senatorinn og Repúblikaninn Larry Craig var gómaður í fyrra við "ósiðlegt athæfi" eins og allir muna.
Svo tók ég eftir því við bókunina að á Boston leggnum verður flogið með nýrri og skemmtilegri Brasilískri þotu sem ég hef ekki áður flogið með, Embraer E-175. Þessi vél er 76 sæta og er mjög hagvkæm á stuttum og meðal-löngum leiðum en hún keppir við Bombardier CRJ-700 og jafnvel Airbus A318. Nýstofnað dótturfyrirtæki Northwest Airlines, Compass Airlink, eru búnir að kaupa 20 stykki sem er liður í að endurnýja gamla DC-9 flotann hjá NWA. Vélar með færri en 100 sætum eru að verða mjög vinsælar í flugrekstri í dag, ekki síst vegna þess að kjarasamningar flugmanna kveða á um mun lægri laun fyrir vinnu á vélum sem eru skilgreindar sem "regional" heldur en þotum eins og B737 og A320 sem taka yfir 100 farþega. Ég dáist annars að þessum fallega flugstjórnarklefa og glæsilegri Honeywell Primus Epic avionics svítunni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Einn stofnanda Microsoft ánafnar milljörðum
27.2.2008 | 06:37
Ric Weiland varð fimmti starfsmaður Microsoft árið 1975 þegar skólabræður hans úr menntaskóla, þeir Bill Gates og Paul Allen réðu hann í hið nýstofnaða hugbúnaðarfyrirtæki. Weiland starfaði sem yfir-forritari hjá Microsoft til ársins 1988 þegar hann settist í helgan stein, vellauðugur, og snéri sér nánast alfarið að góðgerðarmálum.
Fyrir rúmu ári ákvað Weiland að binda endi á líf sitt, aðeins 53 ára gamall, eftir langa baráttu við þunglyndi. Weiland, sem var samkynhneigður, ánafnaði ýmsum réttindasamtökum samkynheigðra stærstum hluta auðæfa sinna, eða 65 milljónum dollara (4.3 milljarðar króna) en það mun vera lang rausnarlegasta upphæð sem einn aðili hefur gefið til þessara samtaka til þessa. Samtökin sem skipta með sér góssinu eru m.a. Lambda Legal; the National Gay and Lesbian Task Force; Parents, Families and Friends of Lesbians and Gays (PFLAG); the Gay & Lesbian Alliance Against Defamation (GLAAD); og amfAR, the Foundation for AIDS Research. Þá ánafnaði hann 19 milljónum dollara (1.25 milljarði króna) í skólastyrki og námssjóði fyrir GLBT nemendur. Það er ljóst að arfleifð Weilands á eftir að hafa gríðarleg áhrif á næstu árum og hans verður minnst með þakklæti.
Þess má að auki geta að Microsoft varð árið 1993 eitt fyrsta fyrirtækið á Forbes 500 sem hét því að mismuna starfsfólki ekki sökum kynhneigðar og um leið buðu þeir upp á fríðindapakka (tryggingar, lífeyrir o.s.f.) fyrir maka samkynhneigðra starfsmanna. Árið 2006 var Microsoft svo útnefndur sá vinnustaður í bandaríkjunum sem hefur staðið sig best í réttindamálum GLBT starfsfólks.
(N.B. Þessi færsla var rituð í Microsoft Internet Explorer og Microsoft Windows Vista Ultimate. )
En fyrst maður er nú kominn on topic þá langar mig líka að segja frá sorglegum atburði sem átti sér stað í Kalíforníu fyrir um hálfum mánuði síðan en þá átti sér stað enn ein skóla-skotárásin. Fjórtán ára nemandi skaut jafnaldra sinn tvisvar í höfuðið í skólastofu í miðskóla rétt fyrir utan Los Angeles. Fórnarlambið, Lawrence King, hafði komið út úr skápnum fyrir nokkrum vikum og var lagður í mikið einelti í kjölfarið. Ástæðan fyrir morðinu var sögð sú að Lawrence átti að hafa sagt vinum sínum frá því að hann væri hrifinn af morðingjanum, Brandon McInerney, sem samkvæmt frásögn Fox News fann skiljanlega fyrir mikilli niðurlægingu og ákvað að drepa skólabróður sinn...svona nánast í réttlætanlegri sjálfsvörn! Fox News hefur nefnilega snúið dæminu á þann veg að þetta hafi ekkert að gera með aðgengi að byssum og ofbeldi í skólum...heldur sé vandamálið að sífellt yngri krakkar þora núorðið að koma út úr skápnum í skólanum...sem veldur svo "heilbrigðu" börnunum mikilli sálarangist og áhyggjum!
Nú er verið að takast á um hvort réttað verði yfir morðingjanum (hægri myndin) sem fullorðnum en þá ætti hann yfir höfði sér 50 ára fangelsisvist. Annars sleppur hann á 21. afmælisdeginum sínum.
Hérna er að lokum áhugavert myndband um börn og innprentað hatur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Trúarbrögð á undanhaldi í Bandaríkjunum
26.2.2008 | 08:17
Í gær voru birtar mjög jákvæðar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á trúarlífi bandaríkjamanna sem gefa til kynna að ólíkt því sem margir kynnu að halda er trú á miklu undanhaldi í bandaríkjunum og fjöldi trúfrjálsra hefur stóraukist.
"The PEW Forum On Religion & Public Life" gerði könnunina úr gríðarstóru úrtaki, eða 35 þúsund manns og má skoða niðurstöðurnar hér. http://religions.pewforum.org/
Samkvæmt könnuninni standa 16.1% bandaríkjamanna utan trúfélaga í dag og er sú tala enn hærri meðal ungs fólks á aldrinum 18-29 ára eða heil 25% sem verða að teljast góðar fréttir. Á meðal þeirra sem standa utan trúfélaga segja flestir að þeir trúi "svosem ekki á neitt sérstakt" og að trú sé þeim lítið eða ekki mikilvæg. Þá skilgreina 4% þjóðarinnar eða um 12 milljónir manna sig sem "Atheist eða Agnostic", þ.e. "trúleysingja" eða efasemdarmenn. Þó svo 4% hljómi ekki sem svo ýkja há tala er þetta þó töluverð aukning og miðað við fjölda fólks utan trúfélaga má búast við að fleiri þori að koma út úr skápnum hvað varðar trúleysi á næstu árum en hér er það ennþá töluvert tabú í samfélaginu, sem er þó að breytast hratt í rétta átt.
Aðrar áhugaverðar tölur gefa til kynna að heill fjórðungur bandaríkjamanna hefur sagt skilið við þá trú sem þeir ólust upp í sem börn og annað hvort skipt um trú eða standa nú utan trúfélaga.
Kaþólska kirkjan hefur tapað langflestum sálum á undanförnum árum þrátt fyrir að "nettó" fjöldi kaþólskra standi nokkurn veginn í stað sökum fjölda spænskumælandi innflytjenda. Hátt í fjórðungur bandaríkjamanna teljast Kaþólskir en það sem er áhugavert er að Kaþólska kirkjan hefur misst 1/3 af þeim sem voru aldir upp í kaþólskri trú sem þýðir að heil 10% bandaríkjamanna eru "fyrrverandi kaþólikkar". Þess má geta að í dag er nærri helmingur kaþólikka á aldrinum 18-29 ára af "Latino" uppruna sem þýðir að kaþólska kirkjan eru á mjög miklu undanhaldi meðal hvítra.
Að lokum er áhugavert að skoða tekjuskiptingu og menntunarstig eftir trúarhópum en það kemur lítið á óvart að þeir trúuðu eru að jafnaði með mun minni menntun og hafa lægri tekjur en þeir sem standa utan trúfélaga.
Þessi könnun sýnir svo ekki verður um villst að trúarhneigð bandaríkjamanna fer minnkandi eins og annarsstaðar í hinum vestræna heimi og þrátt fyrir að eiga langt í land með að komast á stall með norður evrópuríkjum þá gefur könnunin góð fyrirheit um að þeir séu á réttri leið!
Japanskar menntaskólastelpur
24.2.2008 | 07:04
Eftir að hafa asnast til að horfa á brot úr evróvisjón viðbjóðinum sem var á RÚV áðan varð ég að hreinsa eyrun og hlusta á smá alvöru big band jazz/swing tónlist frá fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Ég fór að grafa upp Count Basie, Duke Ellington, Glenn Miller og aðra snillinga og rakst þá fyrir slysni á þessar merkilega snjöllu stelpur í The Big Friendly Jazz Orchestra en það er nafnið á skóla-jazz-bandinu við Takasago High School í Japan. Það er svolítið fyndið að horfa á þetta en by golly þær eru ótrúlega tæknilega flinkar miðað við aldur...að vísu svolítið mekanískar...en endilega tékkið á þessu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Veðurfréttamenn
23.2.2008 | 01:10
Þó svo hann spái áframhaldandi frosthörkum þá hlýnar manni alltaf (a.m.k. um hjartaræturnar) af því að horfa á fyrrum skólabróður sinn og súkkulaðisjarmörinn Sven Sundgaard flytja veðurfréttirnar á KARE11.
Það er skárra veðrið í Ohio sýnist mér
En þessi annars ágæti weatherman ætti að íhuga að flytja hingað norðureftir...þar sem er ekki eins mikið af pöddum!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Vinir McCain
22.2.2008 | 23:09
Ég held svei mér þá að ég myndi flytja til Kúbu ef John McCain yrði kjörinn forseti! Ef andrúmsloftið í Havana er eitthvað svipað og það er 90 mílum norðar á Key West, Flórída, þá er það líka örugglega dásamlegur staður.
![]() |
McCain vonast til að Kastró fari brátt yfir móðuna miklu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.2.2008 kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í lok næsta mánaðar tekur í gildi nýr loftferðasamningur milli Evrópusambandsríkja og Bandaríkjanna, svonefndur "Open Skies Agreement" sem gerir evrópskum og bandarískum flugfélögum kleift að fljúga á milli hvaða áfángastaða sem er án takmarkanna sem hingað til hafa verið töluverðar. Héðan í frá mega bandarísk flugfélög t.d. fljúga á milli ríkja í Evrópu án þess að upprunalegur brottfararstaður sé í bandaríkjunum. Þá detta úr gildi hömlur á flugi milli Bretlands og Bandaríkjanna en hingað til hafa einungis fjögur flugfélög (BA, Virgin, American og United) mátt fljúga milli London Heathrow og Bandaríkjanna og ákveðnar skorður hafa verið á flugfargjöldum sem nú verða gefin frjáls. Einnig hefur verið opnað fyrir aukið samstarf (codesharing) og jafnvel sameiningar flugfélaga beggja vegna Atlantshafsins.
En hvað þýðir þetta fyrir Icelandair? Ég sé fyrir mér að þetta nýja samkeppnisumhverfi gæti reynst erfitt fyrir Icelandair þar sem framboð á flugi yfir Atlantshafið mun væntanlega stóraukast. Hér í Minneapolis hefur Icelandair t.d. notið góðst af lítilli samkeppni í flugi til Evrópu því NWA hefur einungis boðið uppá flug til Amsterdam. Það mun nú breytast því NWA hefur tilkynnt að þeir muni hefja beint flug á milli Minneapolis og London (Heathrow) og Parísar (CDG) í lok næsta mánaðar. Þarmeð mun Icelandair væntanlega missa spón úr aski sínum.
Mun Icelandair hugsanlega bregðast við með því að bjóða uppá beint flug á milli Bandaríkjanna og Evrópu ÁN viðkomu á Íslandi? Eða fer Icelandair að fljúga á milli áfangastaða í Evrópu? Samkeppnin er mikil og erfið fyrir lítið félag eins og Icelandair. Nú er að duga eða drepast, gera verður alvarlega SWOT greiningu (strengths, weaknesses, opportunities and threats) og annaðhvort sækja á ný mið eða lúffa og sameinast SAS.
![]() |
Mjög dró úr hagnaði Icelandair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sameinast Delta og NWA?
21.2.2008 | 07:52
Viðræður virðast á lokastigi um samruna tveggja af elstu og stærstu flugfélögum Bandaríkjanna, Delta og North West Airlines. Búist er við tilkynningu á allra næstu dögum um hvort samningar náist en í augnablikinu virðist málið geta strandað á því hvort samkomulag náist við stéttarfélög flugmanna beggja flugfélagana.
Ef af samrunanum verður mun nýja flugfélagið verða stærsta flugfélag í heimi með um 85 þúsund starfsmenn, þar af um 12 þúsund flugmenn. Í dag er Delta þriðja stærsta flugfélag í heiminum á eftir American og United en NWA er í fimmta sæti. Mikið liggur á að ganga frá sameiningunni áður en ný stjórn kemst í Hvíta Húsið því samruninn verður að fá samþykki þingnefndar á vegum dómsmálaráðuneytisins sem úrsurðar um það hvort hann stenst samkeppnislög. Menn telja að auðveldara reynist að koma málinu í gegn á meðan að "pro big business" Repúblikanar sitja við völd.
Það sem gerir samþykki samkeppnisyfirvalda líklegra er sú staðreynd að leiðarkerfi flugfélaganna tveggja skarast tiltölulega lítið og þar af leiðandi yrði ekki um einokun á leiðum að ræða. Samt búast menn við að þessi aukna samþjöppun á markaðinum muni skila sér í hærri fargjöldum. Markaðssvæði Delta hefur að mestu verið á austurströndinni og suðurríkjunum sem og yfir Atlantshafið til Evrópu á meðan leiðakerfi NWA hefur fókusað á norðanverð miðríkin, vesturströndina og Kyrrahafsmarkaðinn til Asíu. Hið nýja markaðssvæði yrði því gríðarlega umfangsmikið.
Hið nýja félag myndi að öllum líkindum halda nafni Delta þar sem það er þekktara "brand name" og sömuleiðis yrðu höfuðstöðvar nýs fyrirtækis í Atlanta (heimavelli Delta) og forstjóri Delta, Richard Anderson (sem áður var raunar forstjóri NWA), yrði forstjóri hins nýja sameinaða félags. Þrátt fyrir þetta leggja menn áherslu á að þetta sé ekki yfirtaka Delta á NWA heldur sameining.
Bæði félög hafa staðið illa fjárhagslega um langt skeið og er talið að sameining sé eina leiðin fyrir fyrirtækin til þess að snúa við blaðinu og skila hagstæðum rekstri í framtíðinni. Bæði félögin hafa svarið við sárt enni að ekki muni koma til stórfelldra uppsagna í kjölfar samrunans en þó er ljóst að töluverðar tilfæringar eru líklegar í hagræðingarskyni.
Hér í Minnesota hafa menn miklar áhyggjur af glötuðum störfum því höfuðstöðvar NWA eru staðsettar í Minneapolis og þar starfa nú yfir 1000 manns en samtals er starfsfólk NWA í Minnesota um 12 þúsund talsins og er fyrirtækið því einn stærsti vinnuveitandi í fylkinu. Fyrir utan starfsfólk í höfuðstöðvunum hafa flugvirkjar áhyggjur af því að viðhaldsstöð NWA í Minneapolis yrði lögð niður. Tim Pawlenty ríkisstjóri (R) og Amy Klobuchar öldungardeildarþingmaður (D) standa í ströngu til þess að tryggja að sem fæst störf færist frá Minnesota og virðist vera búið að tryggja að Minneapolis flugvöllur verði áfram "Hub" fyrir hið nýja flugfélag og því verði áframhaldandi flugsamgöngur í Minnesota tryggðar. Jim Oberstar formaður samgöngumálanefndar fulltrúaþingsins (Demókrati frá Minnesota) hefur þó laggst þungt gegn fyrirhugaðri samþjöppun og hefur miklar áhyggjur af því að hún þýði minna framboð, hærri fargjöld og færri störf.
Núverandi "Hubbar" eða aðal-skiptiflugvellir NWA eru Minneapolis, Detroit og Memphis á meðan Atlanta, Cincinatti og JFK sinna því hlutverki hjá Delta. Talað er um að mesti samdrátturinn muni eiga sér stað í Memphis og Cincinatti. Sumir benda þó á að ef hið nýja flugfélag muni einbeita sér að stærri mörkuðum muni það opna aðgang lággjaldaflugfélaga að minni mörkuðunum og það komi til með að koma einhverjum til góða.
Það verður áhugavert að sjá hvað verður úr þessu en það hlýtur að verða hrein martröð hjá stjórnendum að sjá um tæknilega útfærslu sameiningarinnar. Það er ekki lítið mál að sameina ólíkan starfsmanna "kúltúr" hjá svo stóru fyrirtæki, að ég tali nú ekki um tölvukerfi og annað. Ef ég væri yfirmaður flugrekstrar eða viðhaldsmála hjá hinu nýja fyrirtæki ætti ég a.m.k. erfitt með svefn. Eitt af því sem á eftir að vera áhyggjuefni er sú staðreynd að núverandi flugflotar Delta og NWA eru gjörólíkir sem þýðir mikinn viðbótarkostnað varðandi viðhald og þjálfun áhafna. Delta flýgur einungis Boeing vélum (737-800, 757, 767 og 777) á meðan floti NWA er mjög blandaður (Airbus A320, A330, B757, B747 auk hátt í 90 gamalla DC-9 og MD-80 varíanta sem til stendur að skipta út á næstu misserum fyrir A320 eða Embraer 190. Þá staðfesti NWA nýverið pöntun á 30 splunkunýjum 787 Dreamliners.
Interesting stuff dontyathink? Hey einhver verður allavegana að hafa gaman af þessu.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Memoirs of a Spartan Alumnus
14.2.2008 | 07:07
Nú um helgina verða liðin nákvæmlega 8 ár frá því ég settist fyrst á skólabekk í Bandaríkjunum. Bill Clinton var forseti og heimsbyggðin andaði léttar eftir að ekkert varð úr aldamótavillunni ógurlegu (Y2k Bug). Ég var 22 ára tölvunörd, lítt lífsreyndur og saklaus, en staðráðinn í því að standa mig á eigin fótum í fyrsta sinn, í stóra útlandinu. Ég vildi "verða eitthvað".
Spartan School of Aeronautics er mörgum íslendingum að góðu kunnur. Hundruðir íslenskra flugvirkja og flugmanna hlutu þjálfun sína hjá Spartan, allt frá árinu 1947. Spartan nafnið hefur alla tíð verið þekkt í flugheiminum og alltaf þótt ákveðinn gæðastimpill fylgja því að útskrifast frá Spartan. (eða svo teljum við okkur trú um...sem létu plata okkur í að borga skólagjöldin! ) Í dag er reyndar skólinn búinn að breyta um nafn; heitir Spartan College of Aeronautics and Technology...sem er auðvitað miklu virðulegra. Því miður var ég í hópi allra síðustu íslendinganna sem stunduðu nám við Spartan. Haustið 2001, um það leiti sem ég útskrifaðist, tóku nefnliega í gildi nýjar sam-evrópskar flug-reglur (JAR-Ops) sem leiddu til þess að Amerísk FAA skírteini fyrir flugvirkja og flugmenn, sem fram að því höfðu verið tekin góð og gild út um allan heim, voru ekki lengur nógu góður pappír fyrir Evrópu-markað (þ.m.t. ísland). Þess má geta að JAR-Ops reglurnar eru nánast orð fyrir orð kópering á FAA reglunum en málið var pólitískt til þess að koma í veg fyrir að Evrópubúar sæktu "ódýrt" flugnám til Bandaríkjanna.
Merki og mottó Spartan - Svartur köttur með númerinu 13 - "Knowledge and Skill Overcome Superstition and Luck"
Ég man að þegar ég lenti í Tulsa, Oklahoma var 23 stiga hiti (í febrúar) og daginn eftir vaknaði ég upp við loftvarnar-sírenur. Ég hélt að Rússarnir væru komnir...en nei þá var það bara tornado af styrkleikanum F3 ásamt viðeigandi eldingum, hagléljum og vatnsveðri. Maður átti eftir að venjast veðrinu.
Þrátt fyrir að það væru sennilega á milli 20 og 30 íslendingar í Tulsa á þessum tíma átti ég frekar lítil samskipti við þá flesta. Íslensku nemendurnir skiptust reyndar í tvo ólíka hópa. Annars vegar voru það jafnaldrar mínir, sem flestir voru miklir stuðboltar og virtust margir hafa meiri áhuga á ódýra bjórnum og kaftein Morgan í kók, heldur en skólabókunum. Hins vegar voru þarna líka nokkrir eldri og rólegri menn, sumir með fjölskyldur með sér, sem flestir leigðu íbúðir í suðurhluta Tulsa (Woodland Oaks á Memorial og 71st, nálægt Broken Arrow). Ég tók þá stefnu að leigja í nágrenni þeirra eldri og sleppa partístandinu, enda annálaður bindindismaður og var kominn til að læra en ekki leika mér.
Varðandi partístandið á sumum, heyrði maður margar skrautlegar sögur af þessu liði. Satt að segja var maður ekkert að flagga því að maður væri íslendingur þarna því í gegnum tíðina var búið að banna íslendingum aðgengi að ansi mörgum skemmti- og veitingahúsum. Það þurfti víst að beila nokkra slagsmálahundana og fyllibitturnar úr jailinu oftar en einu sinni og einhverjir drifu sig heim með næstu vél áður en þeir þyrftu að mæta fyrir dómarann, enda eru þeir ekkert sérstaklega liðlegir í Oklahoma og lítið spennandi að dúsa í nokkur ár í fangelsi þar. Ég heyrði um einn sem átti bara sex vikur eftir í útskrift þegar honum varð á í messunni og lét sig hverfa. Með 20 þús. dollara skólagjöld á bakinu, ekkert skírteini og með handtökuskipun sem þýðir að hann á ekki afturkvæmt til USA - ever. Bömmer!
Anyway...önnur ástæða þess að ég átti lítil samskipti við íslendingana var sú að flestallir voru þeir að læra flugvirkjun - dirty grease monkeys - eins og við snobb-liðið í Avionics deildinni kölluðum þá. Flugvirkjarnir lærðu í gömlum skýlum uppá flugvelli (Tulsa Intl.) á meðan við rafeinda-nemarnir lærðum mestmegnis í loftkældum skólastofum á suður-kampusnum svokallaða.
Námið í Spartan byggðist upp á stífum 6 vikna lotum þar sem eitt námsefni var tekið fyrir í einu. Þannig var hægt að ljúka flugvirkja- eða flugrafeindanámi á 18-21 mánuðum. Námið var samtals um 2300 klukkustundir og ef maður missti úr tíma varð maður að vinna hann upp með því að sitja eftir næsta dag, engin miskun. Ef maður missti úr heilan dag, gat það verið meiriháttar mál og þeir sem misstu úr tvo og hálfan dag urðu að endurtaka allan 6 vikna kúrsinn! Námið stóð yfir frá 7:30 á morgnana til 2:30 á daginn og yfirleitt var theoría á morgnana og verklegir tímar eftir hádegi. Við þetta bættust 2-4 tímar í heimanám á hverjum degi (a.m.k. í avionics náminu). Það voru svo haldin próf hvern einasta föstudag svo það þýddi lítið að slaka á. Nánast allir kennararnir mínir höfðu þjónað í Sjóhernum eða Flughernum og sumir voru frekar tense og héldu uppi góðum aga.
Sjá kynningarmyndband Spartan um avionics námið:
Þetta fyrirkomulag virkaði einstaklega vel fyrir mig og ég fann mig vel undir þessu álagi. Satt að segja hafði ég hálfpartinn slæpst, áhugalítill, í gegnum framhaldsskólann á Íslandi og einkunnirnar mínar voru svosem eftir því...mediocre at best. Þess vegna var ég frekar stressaður þegar ég hóf námið í Spartan, því ég vildi sanna það fyrir sjálfum mér og öðrum að ég gæti staðið mig vel. Ég ætlaði sko ekki að gefast upp og fara heim með skottið á milli lappana. Sama hvað tautaði og raulaði, þá ætlaði ég að gera mitt besta. Það kom sjálfum mér þó mjög á óvart, hversu vel mér átti eftir að ganga.
Eitt af því sem hélt mér við efnið var að það kom fljótt í ljós ákveðin samkeppni meðal okkar sem best gekk í bekknum. Einkunnirnar voru alltaf hengdar uppá vegg þannig að við vissum nákvæmlega hvernig hver öðrum gekk. Það myndaðist fljótt hópur sem alltaf náði yfir 90% á öllum prófum og við vorum alltaf inná hinum svokallaða "President´s Honor Roll" og söfnuðum fyrir það hálfgerðum medalíum sem við festum á skólaskilríkin okkar, svona til að aðgreina okkur gáfnaljósin frá hinum bjánunum!
Svo gerðist það raunar strax eftir fyrstu tvær annirnar mínar að ég fékk tilkynningu um að ég hefði verið valinn "Student of the Quarter" sem var þónokkuð stór viðurkenning. Ég var boðaður í hádegisverð með forseta skólans auk æðstu yfirstrumpa þar sem mér var fært forláta viðurkenningarskjal með orðunum "For Positive Attitude, Exceptional Class Attendance, And Outstanding Work Ethic. Your Motivation And Enthusiasm For Learning Will Serve You Well In Your Studies And In Your Career. We Are Pleased To Recognize Your Achievement." Í ofanálag fékk "Student of the Quarter" sérmerkt bílastæði til afnota út ársfjórðunginn, sérstaka nælu á skólaskilríkin og nafninu var flassað á stóru ljósaskilti fyrir framan skólann...bara svona til að ALLIR vissu hver væri mesta nördið og kennarasleikjan! Mér þótti satt að segja frekar vandræðalegt hversu mikið var gert úr þessu en varð um leið áskynja að ég var töluvert öfundaður af þessum "bragging rights".
Ég veit annars bara um einn annan íslending sem fékk þessa viðurkenningu, en sá er fluggáfaður tappi og starfaði síðast þegar ég vissi hjá Icelandair. *Leiðrétting - Mér hefur verið bent á a.m.k. þrjá til viðbótar! *
Ég verð að játa að þessi viðurkenning hafði virkilega hvetjandi áhrif á mig. Ég hafði aldrei áður fengið svona hrós fyrir vel unnin störf og mér fannst ég nú verða að standa undir þessari viðurkenningu með því að standa mig enn betur og sýna að ég væri þeirra verðugur. Þess vegna slakaði ég aldrei á heldur hélt út allan tímann og útskrifaðist með GPA uppá 4.0 sem er hæsta einkunn (og fékk auðvitað aðra viðurkenningu fyrir það).
Það var svo eiginlega þessum námsárangri að kenna að ég er hérna ennþá, því námsráðgjafinn minn taldi mér trú um að ég yrði endilega að halda áfram og taka bachelors gráðuna og þá væru mér nú allir vegir færir og græna kortið og allez...well... síðan eru nú liðnir ár og dagar og alls óvíst hvernig þetta ævintýri endar allt saman. En það sem mestu skiptir er að ég hef haft gaman af þessu. Það hefur verið ómetanleg og þroskandi lífsreynsla að fá tækifæri til að kynnast þessu stórfurðulega samfélagi og ég er þakklátur fyrir að hafa drifið mig af stað í þetta ferðalag fyrir réttum átta árum síðan.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ísskápur Bandaríkjanna
12.2.2008 | 21:49
Ef International Falls er búið að tryggja sér nafnbótina "frystikista Bandaríkjanna" þá hljótum við hér 200 mílum sunnar að vera í ísskápnum. Hér er allavega búið að vera nógu andskoti kalt að undanförnu. Í fyrrinótt féll hitinn niður í um 28 stiga frost (-20 F) og auk þess var töluverður vindur þannig að með vindkælingu var raunhiti um -40°C. Þessi vetur er sagður sá kaldasti í Minnesota síðan 1997 en það eru komnir 10 dagar sem hitinn hefur ekki farið upp fyrir 0 F (-17.7°C).
En íbúar Minnesota láta kuldann hérna up nord lítið bíta á sig, enda flestir með skandínavískt blóð og frostlög í æðum, og taka þessu bara með jafnaðargeði. Þeir setja bara á sig köflótta húfu og keyra út á eitt af hinum 10,000 frosnu vötnum og dorga í gegnum ísinn hlustandi á Garrison Keillor í útvarpinu syngjandi á afsræmdri dönsku í þættinum sínum "A Prairie Home Companion" um Lake Wobegon "where all the women are strong, all the men are good looking, and all the children are above average".
En þó að nefhárin frjósi og mann verki í lungun við hvern andadrátt, þá verður maður nú að líta á björtu hliðarnar...kuldinn er í það minnsta "þurr kuldi" og venjulega lítil úrkoma...bara endalaus blár himinn, sólskin og logn. Svo fer nú bráðum að vora úr þessu... mánuður í spring break og þá fer nú allt að gerast dontyaknow! Ja, you bethca! Uff-dah.
![]() |
Frystikista Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Obama heimsækir Minneapolis
3.2.2008 | 18:34
Næsti forseti bandaríkjanna kom til Minneapolis í gær og troðfyllti Target Center (heimavöll Minnesota Timberwolves) þar sem hann flutti magnaða ræðu fyrir ríflega 20 þúsund dygga stuðningsmenn sína.
Ég gerði mér að sjálfsögðu far í bæinn og stóð í tveggja mílna langri biðröð í kuldanum fyrir utan Target Center í rúma 3 tíma. Ég hef satt að segja aldrei séð annað eins og þessa mögnuðu biðröð...stemmningin var engu lík og eftirvæntingin í andlitum fólks var greinileg. Ég heyrði í fólki sem var komið langt að, sumir frá Wisconsin og aðrir frá "way up north" og öllum leið leið okkur eins og við værum að taka þátt í sögulegum viðburði...ógleymanleg stund. Ég man ekki eftir sambærilegri stemmningu í Target Center fyrr, ekki einu sinni á tónleikum Bob Dylan né þegar Timberwolves spiluðu á móti L.A. Lakers í úrslitum vesturdeildarinnar í NBA vorið 2003. Stjarna Obama skín skært.
Smellið hér til að horfa á sjónvarpsupptöku NBC frá ræðu Obama í Target Center í gær.
Þess má geta að Hillary mætir til Minneapolis í dag og heldur fund í litlum íþróttasal Augsburg College (erhem...kristilegum einkaskóla!), Mitt Romney hélt í gær fund hjá einkafyrirtæki í Edina (úthverfi Minneapolis) og öfga-frjálshyggjumaðurinn skemmtilegi Ron Paul mætir í U of M á mánudaginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
John McCain og General Buck Turgidson
31.1.2008 | 23:10
Það er margt líkt með stríðshetjunum McCain og General Buck úr meistaraverki Stanley Kubrick - Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb.
![]() |
Schwarzenegger styður McCain |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
McPain vs. Willard
31.1.2008 | 08:43
Það er ekki á hverjum degi sem maður er sammála útvarpsstjörnunni og læknadópistanum Rush Limbaugh um nokkurn skapaðan hlut - en í dag eigum við það þó sameiginlegt að hafa lítið álit á forsetaframboði öldnu stríðshetjunnar John McCain. Auðvitað eru þó forsendur skoðanna okkar Limbaugh´s á "McPain" ansi frábrugnar. Limbaugh og hlustendur hans á öfga-hægrivæng Repúblikanaflokksins eru nefnilega á því að McCain sé of "liberal" og að hann sé sko ekki nógu mikill íhaldsmaður. Það er svosem skiljanlegt að þeir haldi það miðað við hvað karlinn er hrikalega tvísaga um málefnin. Kannski eru þetta bara elliglöp, enda karlinn orðinn 71 árs. Ætli Repúblikönunum þætti það ekki líka bara flott að kjósa mann með Alzheimers svo hann væri líkari Ronald Reagan...þvílík er nostalgíu-þráhyggjan í sumum.
Tékkið á þessu myndbandi - McCain vs. McCain
(Þar fyrir utan er McCain alræmdur Green Bay Packers fan...sem fer illa í okkur stuðningsmenn Minnesota Vikings!)
Keppinautur McCains er þó síst skárri þegar það kemur að flip-floppi. Smjaðurfésið Mitt (Willard) Romney sem fær stuðning flestra evangelistanna í biblíubeltinu þar sem hann hefur spilað sig sem mann "fjölskyldugildanna", þ.e. kvenfyrirlitningar og hommahaturs. Svo skemmtilega vildi meira að segja til að ofurbloggarinn kaþólski Jón Valur Jensson lýsti aðdáun sinni á Romney eftir sigur hans í forkosningunum í Michigan um daginn.
Í ljósi þess er nokkuð fyndið að rifja upp brot úr kappræðum frá árinu 1994 þegar Romney barðist fyrir því að verða fylkisstjóri í hinu "liberal" Massachusetts-fylki. Þarna segist hann vera gallharður stuðningsmaður réttinda kvenna til fóstureyðinga og ötull baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra! Já, árið 1994 var Romney frjálslyndari en sjálfur Teddy Kennedy. Hvað gerðist svo? Datt hann á höfuðið?
![]() |
Giuliani hættur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)