Pomp and Circumstance

grad

Nú um helgina var ég neyddur í svartan kjól og skotthúfu og látinn ganga uppá svið þar sem ég var svo "hood-aður" sem Master of Science.  Merkilegt nokk var þetta fyrsta útskriftar seremónían sem ég er viðstaddur eigin útskrift, en aðstæður voru þess valdandi að ég missti bæði af B.Sc. og Spartan útskriftunum mínum.  Það var því ekki um annað að ræða en að taka þátt í þetta skiptið og mér til mikillar ánægju mættu pabbi gamli í fylgd með tveimur bróðurbörnum mínum á staðinn.  Læt hér fylgja nokkrar myndir sem og video af því þegar ég fer yfir sviðið og lokum athafnarinnar.

folks

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 kolfreyjaingunn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 skarpi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 balsy

 


The Force is strong in this one!

Sá þetta hjá doctorE áðan og sem Star Wars fanatic og Obama stuðningsmaður stóðst ég ekki mátið og ákvað að skella þessu inn hér. Smile   The Empire Strikes Barack.


Internationallinn

Til hamingju með daginn bræður og systur!  

Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,
sem þekkið skortsins glímutök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum,
boða kúgun ragnarök.
Fúnar stoðir burtu vér brjótum!
Bræður! Fylkjum liði í dag -
Vér bárum fjötra en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag.
þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn í hönd,
því Internationalinn
mun tengja strönd við strönd.

Því miður er engin kröfuganga hér í Ameríkunni...  I wonder why? Whistling


mbl.is Kröfugöngur víða um heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggið situr á hakanum

Hér hefur lítið verið bloggað undanfarnar vikur og bið ég bloggvini nær og fjær afsökunar á því, sérstaklega ykkur 14 sem kíkið hérna við á hverjum degi þrátt fyrir að sjá aldrei neitt nýtt! Wink   Skýringin á bloggletinni er aðallega tilkomin út af skóla-stressi, en það er í mörg horn að líta svona á síðasta sprettinum.   Væntanlega verður lítil aukning á blogg afköstum mínum á allra næstu vikum, nema sérstakar ástæður/málefni gefi tilefni til.

Þar sem ég var búinn að lofa nokkrum frænkum mínum reglulegum updeitum af högum mínum og velferð, þá tilkynnist það hér með að ég hef það annars bara alveg með ágætum, er enn í góðum og sívaxandi holdum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, þökk sé hinu heilnæma Ameríska mataræði (egg, beikon og pönnukökur á morgnana, hormóna-borgarar með kransæðakremi í hádeginu og KFC á kvöldin! Tounge).   Hér er ég reyndar svosem ekki nema meðalmaður að stærð og fell vel inn í hópinn enn sem komið er...en það er hætt við að maður verði strappður niður og sendur á Reykjalund þegar maður kemur aftur til íslands...í gastric bypass og lyposuction áður en maður fær passa sem gildur þjóðfélagsþegn!  Den tid, den sorg.

Lamp of KnowledgeMyndin hér að neðan var annars tekin í síðustu viku á svokölluðu "Student Research Colloquium" sem er samkunda þar sem nemendur kynna rannsóknarverkefni sín fyrir gestum og gangandi.  Vinstra megin á myndinni er Robert nafni minn og umsjónar-prófessor, þá ég, og síðhærða horringlan hægra megin er Patrick vinur minn sem ég fékk lánaðann úr grunn-náminu í flugdeildinni til að aðstoða mig við verkefnið.  Þessir kanar eru svo glysgjarnir að þeir ákváðu að hengja svokallaðar "akademískar medalíur" um hálsinn á okkur í virðingarskyni fyrir þátttökuna.  Við eigum víst að bera þessar medalíur í útskriftar-seremóníunni, en þær eru skreyttar með hinu forna tákni mennta sem kallast "Academic Lamp of Knowledge".  Ekki safna ég medalíum í frjálsum íþróttum úr þessu, þannig að þessi kemur sér bara vel. Wink  

Verkefnið okkar, sem var könnun á möguleikum þess að nýta jarðvarma til að koma í veg fyrir ísingu og létta snjóruðning á flugbrautum, er svo líka komið í loka-umferð í hönnunarsamkeppni sem við tókum þátt í á vegum bandarísku flugmálastofnunarinnar, FAA.  Það kemur síðan í ljós í byrjun júní hvernig það fer, en ef við fáum eitt af þremur efstu sætunum þar, yrði okkur boðið til að halda fyrirlestur á ráðstefnu American Association of Airport Executives í New Orleans...sem væri náttúrulega stuð.

 SRC


John Adams

John_Adams_Presidential_DollarUndanfarin sunnudagskvöld hef ég verið límdur við imbakassann til að fylgjast með frábærri nýrri míní-seríu á HBO kapalstöðinni sem fjallar um lífshlaup annars forseta og eins af stofnendum (Founding Fathers) Bandaríkjanna, John Adams. 

Það sem gerir þessa þætti áhugaverða er hversu vel er vandað til verks en framleiðendur eru þeir sömu og gerðu "Band of Brothers" þættina vinsælu og executive producer er enginn annar en sjálfur Tom Hanks.  Þættirnir eru gerðir eftir metsölubók Pulitzer verðlaunahafans David McCullough og mikið er lagt í að gera þættina sem raunverulegasta, bæði hvað varðar leikmyndina og persónusköpun.

Þættirnir hefjast í Boston árið 1775 þegar sauð upp úr samskiptum Breta og íbúa Massachusetts nýlendunnar og sýna í framhaldinu hvernig John Adams átti stóran þátt í að sameina hin upprunalegu 13 fylki bandaríkjanna sem lýstu svo yfir sjálfstæði og fóru í stríð við Breta.  Þættirnir fylgjast svo með Adams í för hans til Evrópu þar sem gerði mikilvæga samninga við Frakka og síðar Breta og Hollendinga.  Þá er því líst hvernig hann varð fyrsti varaforseti bandaríkjanna (undir George Washington) og síðar annar forseti hins nýstofnaða lýðveldis.

Paul Giamatti (Sideways) fer á kostum í hlutverki Adams og Laura Linney sömuleiðis í hlutverki Abigail konu hans.  Stephen Dillane brillerar sem Thomas Jefferson og sömu sögu má segja um David Morse og Tom Wilkinson í hlutverkum George Washington og Ben Franklin.

Það sem gerir það að verkum að þessir þættir eiga erindi við okkur í dag er sú staðreynd að núverandi ríkisstjórn bandaríkjanna hefur traðkað á þeim gildum sem "the Founding Fathers" hugsuðu sér við stofnun bandaríkjanna og ekki síst sjálfri stjórnarskránni sem allir bandaríkjamenn líta á sem heilagt plagg.  Thomas Jefferson sem samdi sjálfstæðisyfirlýsingunna og stóran hluta stjórnarskrárinnar myndi snúa sér við í gröfinni ef hann vissi hvernig málum er háttað í dag. 

Enginn sem hefur áhuga á sögu bandaríkjanna ætti að láta þessa þætti framhjá sér fara en væntanlega koma þeir út á DVD innan skamms auk þess sem "óprúttnir náungar" geta eflaust fundið þá á torrentum internetsins.   Hér er að lokum þáttur um gerð "John Adams" míní-seríunnar.


Delta/NWA...ekki nýjar fréttir

northwest-airlines-n544us_442516

Að gefnu tilefni endurbirti ég nú þessa færslu mína frá 21. febrúar s.l. 

Viðræður virðast á lokastigi um samruna tveggja af elstu og stærstu flugfélögum Bandaríkjanna, Delta og North West Airlines.  Búist er við tilkynningu á allra næstu dögum um hvort samningar náist en í augnablikinu virðist málið geta strandað á því hvort samkomulag náist við stéttarfélög flugmanna beggja flugfélagana.

Ef af samrunanum verður mun nýja flugfélagið verða stærsta flugfélag í heimi með um 85 þúsund starfsmenn, þar af um 12 þúsund flugmenn.  Í dag er Delta þriðja stærsta flugfélag í heiminum á eftir American og United en NWA er í fimmta sæti.  Mikið liggur á að ganga frá sameiningunni áður en ný stjórn kemst í Hvíta Húsið því samruninn verður að fá samþykki þingnefndar á vegum dómsmálaráðuneytisins sem úrsurðar um það hvort hann stenst samkeppnislög.  Menn telja að auðveldara reynist að koma málinu í gegn á meðan að "pro big business" Repúblikanar sitja við völd.

Það sem gerir samþykki samkeppnisyfirvalda líklegra er sú staðreynd að leiðarkerfi flugfélaganna tveggja skarast tiltölulega lítið og þar af leiðandi yrði ekki um einokun á leiðum að ræða.  Samt búast menn við að þessi aukna samþjöppun á markaðinum muni skila sér í hærri fargjöldum.  Markaðssvæði Delta hefur að mestu verið á austurströndinni og suðurríkjunum sem og yfir Atlantshafið til Evrópu á meðan leiðakerfi NWA hefur fókusað á norðanverð miðríkin, vesturströndina og Kyrrahafsmarkaðinn til Asíu.  Hið nýja markaðssvæði yrði því gríðarlega umfangsmikið.

Delta757Hið nýja félag myndi að öllum líkindum halda nafni Delta þar sem það er þekktara "brand name" og sömuleiðis yrðu höfuðstöðvar nýs fyrirtækis í Atlanta (heimavelli Delta) og forstjóri Delta, Richard Anderson (sem áður var raunar forstjóri NWA), yrði forstjóri hins nýja sameinaða félags.  Þrátt fyrir þetta leggja menn áherslu á að þetta sé ekki yfirtaka Delta á NWA heldur sameining.

Bæði félög hafa staðið illa fjárhagslega um langt skeið og er talið að sameining sé eina leiðin fyrir fyrirtækin til þess að snúa við blaðinu og skila hagstæðum rekstri í framtíðinni.  Bæði félögin hafa svarið við sárt enni að ekki muni koma til stórfelldra uppsagna í kjölfar samrunans en þó er ljóst að töluverðar tilfæringar eru líklegar í hagræðingarskyni. 

Hér í Minnesota hafa menn miklar áhyggjur af glötuðum störfum því höfuðstöðvar NWA eru staðsettar í Minneapolis og þar starfa nú yfir 1000 manns en samtals er starfsfólk NWA í Minnesota um 12 þúsund talsins og er fyrirtækið því einn stærsti vinnuveitandi í fylkinu. Fyrir utan starfsfólk í höfuðstöðvunum hafa flugvirkjar áhyggjur af því að viðhaldsstöð NWA í Minneapolis yrði lögð niður.  Tim Pawlenty ríkisstjóri (R) og Amy Klobuchar öldungardeildarþingmaður (D) standa í ströngu til þess að tryggja að sem fæst störf færist frá Minnesota og virðist vera búið að tryggja að Minneapolis flugvöllur verði áfram "Hub" fyrir hið nýja flugfélag og því verði áframhaldandi flugsamgöngur í Minnesota tryggðar.  Jim Oberstar formaður samgöngumálanefndar fulltrúaþingsins (Demókrati frá Minnesota) hefur þó laggst þungt gegn fyrirhugaðri samþjöppun og hefur miklar áhyggjur af því að hún þýði minna framboð, hærri fargjöld og færri störf.

A330HeavyMaintenance_NorthwestNúverandi "Hubbar" eða aðal-skiptiflugvellir NWA eru Minneapolis, Detroit og Memphis á meðan Atlanta, Cincinatti og JFK sinna því hlutverki hjá Delta.  Talað er um að mesti samdrátturinn muni eiga sér stað í Memphis og Cincinatti.  Sumir benda þó á að ef hið nýja flugfélag muni einbeita sér að stærri mörkuðum muni það opna aðgang lággjaldaflugfélaga að minni mörkuðunum og það komi til með að koma einhverjum til góða.

Það verður áhugavert að sjá hvað verður úr þessu en það hlýtur að verða hrein martröð hjá stjórnendum að sjá um tæknilega útfærslu sameiningarinnar.  Það er ekki lítið mál að sameina ólíkan starfsmanna "kúltúr" hjá svo stóru fyrirtæki, að ég tali nú ekki um tölvukerfi og annað.  Ef ég væri yfirmaður flugrekstrar eða viðhaldsmála hjá hinu nýja fyrirtæki ætti ég a.m.k. erfitt með svefn.  Eitt af því sem á eftir að vera áhyggjuefni er sú staðreynd að núverandi flugflotar Delta og NWA eru gjörólíkir sem þýðir mikinn viðbótarkostnað varðandi viðhald og þjálfun áhafna.  Delta flýgur einungis Boeing vélum (737-800, 757, 767 og 777) á meðan floti NWA er mjög blandaður (Airbus A320, A330, B757, B747 auk hátt í 90 gamalla DC-9 og MD-80 varíanta sem til stendur að skipta út á næstu misserum fyrir A320 eða Embraer 190.  Þá staðfesti NWA nýverið pöntun á 30 splunkunýjum 787 Dreamliners. 


mbl.is Rætt um sameiningu Delta og Northwest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lá við stórslysi í Minneapolis

AA frozen wingAmerican Airlines kyrrsetur ekki MD-80 flotann sinn af ástæðulausu, enda fylgir þessum aðgerðum gríðarlegur kostnaður.  Samkvæmt frétt CNN (smellið hér) lá við stórslysi í Minneapolis í desember síðastliðnum þegar nefhjól MD-80 vélar AA fór ekki upp og við það bilaði afísingarbúnaður með þeim afleiðingum að ís hlóðst upp á vængi og stél vélarinnar sem og á framrúðuna.

Sam Meyer flugstjóri segir frá því að eftir flugtak frá MSP í miklum kulda og ísingu hafi nefhjólið ekki farið upp og stuttu seinna hafi hann heyrt mikinn hvell og allir fengið mikla hellu fyrir eyrun, en þá var ljóst að loftþrýstingur hafði fallið í vélinni.  Fljótlega fór ís að myndast á framrúðu vélarinnar en eftir vel heppnaða nauðlendingu fékk flugsjórinn áfall þegar hann sá hversu mikill ís hafði hlaðist upp á vélinni og líkti henni við íspinna.  Litlu hefur munað að vélin yrði ísingunni að bráð og í raun merkilegt að vélin skuli ekki hafa ofrisið í lendingunni.

Smellið hér til að sjá viðtalið við kaftein Meyer

Samkvæmt American Airlines hafa 23 atvik vegna bilunar í nefhjóli verið skráð frá nóvember til febrúar, en á móti kemur að AA starfrækir 1200 flug með MD-80 vélum á hverjum degi, svo í því samhengi er bilanahlutfallið etv. ekki hátt...og þó.

Nú er sjálfsagt mikið fjör í aðal viðhaldsstöð American Airlines sem er staðsett í Tulsa í Oklahoma.  Sjálfur var ég svo lánsamur að komast í ýtarlega skoðunarferð um viðhaldsstöðina á meðan ég var í avionics náminu í Spartan.  Þetta er stærsti (og fjölmennasti) vinnustaðurinn í Tulsa og tilkomumikið að koma þarna inn.  Ætli maður væri ekki bara að vinna þarna ef maður hefði nú haft atvinnuleyfi á sínum tíma. Crying

tul-aa


mbl.is Þúsund flugferðum aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Doh!


Vopnaðir flugmenn

pilot_mg250Það voru miklar deilur um það á sínum tíma hvort leyfa ætti flugmönnum að bera skotvopn um borð í bandarískum farþegaflugvélum í kjölfar 9/11.  Eftir miklar vangaveltur skiluðu flugmálastjórnin (FAA) og samgöngumálaráðuneytið (DoT) frá sér ályktun gegn því, af öryggisástæðum, í maí árið 2002, en dómsmálaráðherrann John Ashcroft ásamt þingflokki Repúblikana og lobbí-hóps NRA virtu FAA og Dot að vettugi og stofnuðu hið svokallaða Federal Flight Deck Officer Program í apríl 2003.  Nú bera um 4000 bandarískir flugmenn á sér skotvopn en þeir þurfa einungis að fara á einnar viku námskeið til þess að fá heimild til að bera vopn, óháð því hvort þeir séu fyrrum hermenn eða hafi aldrei haldið á byssu áður. 

Helsta hættan sem stafar af því að hafa byssu í flugstjórnarklefanum er sú að hún falli í rangar hendur.  Það er vel hægt að ímynda sér slíkt scenario að flugræningi nái að yfirbuga flugmanninn og ná af honum byssunni.  Einnig er hægt að ímynda sér scenario þar sem að flugmaður snappar og beitir byssunni gegn öðrum áhafnarmeðlimum eða farþegum (þó slíkt sé væntanlega ólíklegt) og að lokum er greinilega hætta á voðaskotum.

Það er hins vegar alger mýta að flugvél "hrapi" þó svo að lítið gat komi á skrokkinn eftir byssukúlu.  Þess má geta að þrátt fyrir að það hafi ekki komið fram í frétt MBL þá fór kúlan í þessu atviki út um skrokk vélarinnar á vinstri hlið vélarinnar.  Gat eftir .40 cal. byssukúlu er mjög lítið og veldur ekki undir venjulegum kringumstæðum "explosive decompression".   Félagarnir í Mythbusters þáttunum ágætu eru löngu búnir að bösta þessa mýtu.   Atvikið sem átti sér stað í gær átti sér að vísu stað í aðflugi þar sem vélin var komin í litla hæð og þrýstingsmunurinn því minni en ella en engu að síður er það bara della að byssukúlugat geti grandað flugvél, jafnvel þó skotið sé í gegnum glugga.  Jafnvel þó svo kúlan færi í stjórntæki vélarinnar í flugstjórnarklefanum, þyrfti verulega óheppni til þess að mikil hætta stafaði af því.  Nú er ég að tala um eina kúlu...auðvitað eykst hættan ef við erum að tala um að heilu magasíni sé spreðað í flugstjórnarklefanum.

Mín skoðun er sú að vopnaðir flugmenn auki ekki öryggi flugfarþega og að nær væri að fjölga Federal Air Marshalls (óeinkennisklæddum sérþjálfuðum lögreglumönnum) sem eru um borð í um 1% innanlandsflugferða í bandaríkjunum í dag, séu menn virkilega svona stressaðir yfir hugsanlegum flugránum.  Flugmenn eru sérstakur þjóðfélagshópur, drykkfelldir montnir macho andskotar með yfirvaraskegg og tyggjó sem halda að þeir séu eitthvað og vilja bara fá að bera byssur til að bústa ego trippið hjá sér og fá aukna virðingu fyrir uniforminu! Wink  Persónulega þekki ég alltof marga flugmenn sem ég myndi aldrei treysta fyrir skotvopni! 


mbl.is Skot hljóp af í flugstjórnarklefanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NBA - Where Hi-5's happen

ShaddyÞað hefur gengið brösulega hjá hinu unga Timberwolves liði í vetur (18 sigrar - 51 töp so far) og því hefur þeim gengið fremur illa að selja miða á heimaleikina.  Venjulega hef ég farið á svona 10 leiki á ári en þó skömm sé frá að segja hafði ég bara farið á einn leik þetta season (þegar Boston og K.G. komu í heimsókn um daginn).  Nú stendur hins vegar yfir March Madness (úrslitakeppnin í háskólaboltanum) og þá er ekki sýnt beint frá NBA á kaplinum á meðan og því ekkert annað að gera í stöðunni en að skella sér í bæinn og í Target Center.  Svo skemmtilega vildi til að miðar í lower level seating voru á 50% off svo ég fékk mér sæti rétt fyrir aftan körfuna, alveg við útganginn að búningsherbergjunum.  Maður komst því í gott návígi við hetjurnar þegar þeir hlupu inn og út af vellinum og ég rétti að sjálfsögðu út spaðann í hálfleik og eftir leikinn og fékk hi-5 frá Corey Brewer, Ryan Gomes, Mark Madsen og Antoine Walker.  Nú þvær maður sér ekki um hendurnar næstu þrjár vikurnar! Tounge

Leikurinn var annars hin besta skemmtun og sigurinn aldrei í hættu gegn bitlausu liði New York Knickerbockers sem spilaði reyndar án sinna bestu leikmanna.  T'Wolves settu niður 42 stig strax í fyrsta leikhluta og héldu 20 stiga forskoti út leikinn og unnu 114-93.  Það er annars gaman að sjá að T'Wolves liðið er farið að spila mun betur núna á síðustu metrunum og ef þeir fá góðan rookie í sumar þá er aldrei að vita hvað þeir gera næsta vetur. 

...

Annars er maður bara búinn að vera á rúntinum alla helgina...enda ekki annað hægt þegar maður hefur glænýjan Mercedes Benz slyddujeppa að láni frá umboðinu.  Það er hrein unun að keyra þetta tryllitæki og ég held að ég sé þegar búinn að spæna upp 400 mílum um helgina og á samt eftir að fara í sunnudagsbíltúrinn. :-)  Það kemur sér vel að vera á 4-matic því hér er hálfgert páskahret...snjókoma og slabb. 


Amerískur infrastrúktúr að hruni kominn

Það muna kannski einhverjir eftir hruni 35-W brúarinnar í Minneapolis í fyrrasumar sem kostaði 13 manns lífið.  Nú í kvöld var verið að loka mestu umferðar-brúnni hér í Saint Cloud sem ég keyri yfir á hverjum degi, þar sem óttast er að hún sé að hruni komin.  Brúin sem um ræðir er fjögurra akreina og af sömu hönnun og sú sem hrundi í Minneapolis, smíðuð árið 1957.  Við skoðun í dag kom í ljós að burðarbitar voru bognir á sama stað og talið var að þeir höfðu gefið sig á 35-W brúnni. 

Umrædd brú er á mikilli umferðaræð yfir Mississippi fljótið, rétt við miðbæ Saint Cloud (hwy 23 - Division Street) og daglega keyra yfir hana 31 þúsund bílar.  Ekki er ljóst hvort hægt sé að gera við brúnna eða hvort það verði einfaldlega að rífa hana og byggja nýja, en slíkt var reyndar á áætlun fyrir árið 2015 samkvæmt MN-DoT.  Það er ljóst að þetta á eftir að gera traffíkina hérna skelfilega en það er þó ágætt að þeir taka enga sénsa lengur og enginn þarf að enda bíltúrinn ofan í Mississippi River. 

Fyrir áhugasama, þá er hér linkur á frétt KSTP (ABC) um málið (video er í glugga hægra megin) og hér er video úr fréttum KARE11 (NBC).

Að öðru leiti tek ég til baka allt slæmt sem ég sagði um Mercedes Benz í pirringskastinu í síðustu færslu.  Eða sko þannig... fyrir utan smá reliability issues...þjónustan er allavegana góð.  Öðlingarnir í umboðinu lánuðu mér barasta, free of charge, þennan líka geeðveika luxury SUV til afnota þangað til þeir koma gamla mínum í lag.  Probblemið er að ég vil helst ekki skila honum...glæsplunkunýr ML350 með öllu...$55 þúsund dollara kvikindi.  Fer á honum á morgun í mína árlegu Casino ferð, en undanfarin ár hef ég lagt það í vana minn á föstudaginn langa að skreppa uppá indíjánaverndarsvæði hjá Ojibwe ættbálknum og fara í smá bingó...já eða rúllettu og blackjack...spurning um að leggja jeppann undir?   Alltaf hægt að flýja til Mexíkó ef illa fer.

2008-mercedes-benz-m-class-ml350-edition-10-front-left


Double Whammy

Eg ætlaði ekki að ergja mig á því að blogga um gengishrunið, íslenskar fjármálastofnanir, myntkörfulánið mitt og allt það helvítis svínarí.  Hvað getur maður svosem sagt?  Nú eru bankarnir að kaupa íslensk krónubréf í massavís til þess að uppgjörið komi betur út um mánaðarmótin og það hefur þau áhrif að gengið lækkar ennþá meira...þeir greinilega virkilega njóta þess að taka fólk í þurrt þessir helvítis andskotar...já afsakið orðbragðið!  Hvað eru þetta annað en siðlausir glæpamenn?  Aarrgghh!!!  Hvernig getur fólk hugsað sér að búa sem þrælar á þessari djöflaeyju?  Það er reyndar ekki auðvelt að sleppa...enda flestir hnepptir í ánauð skuldafargansins...búnir að afsala lífi sínu og frelsi til handa lénsherrunum gráðugu.

Nei, fjandakornið...ég mun leita allra ráða til að komast hjá því að flytjast aftur til íslands þó svo skuldirnar fylgi mér hvert sem ég fer.  Skreppitúr minn á klakann um daginn var alveg nóg áminning um hvers konar bévað bananalýðveldi þetta er! 

Æi afsakið... ég bara varð.

En fyrst maður er byrjaður á að orga og kveina og hella úr skálum reiði sinnar...þá fær Mercedes Benz að heyra það líka.  Þetta er nú meira djöfulsins andskotans motherfucking piece of junk!!!  Af hverju í andskotanum þurfti ég að vera svo vitlaus að kaupa mér gamlan Benz í Ameríku?  Hvað var að Crown Viktoríunni minni?

Jú sí, Mercedes Benz ákvað á sínum tíma að rafmagnsleiðslur á vélinni yrðu einangraðar með umhverfisvænu "bio-degradable" gúmmíi sem þeir keyptu frá fokking 'Israel!  Fínt, ef 10 árum seinna væri það ekki orðið að fokking DUFTI og víraskammhlaup yrði ekki til þess að steikja aksturstölvuna og einhvern fokking Electronic Throttle Valve Actuator sem kostar litla fjögur þúsund dollara, plús $250 sem kostar að láta draga hræið í umboðið í Minneapolis!  UP YOURS FUCKING MOTHERFUCKER!!! 

Og á íslandi hlær bankimann yfir þessu öllu saman þegar maður hringir og betlar hærri yfirdrátt í íslenskum motherfucking krónum.

Er það furða þó fólk fari yfirum nowadays...


Oklahoma: háskóla-nemar beri skotvopn

Neðri deild fylkisþings Oklahoma samþykkti í dag lög þess efnis að leyfa háskólanemum í fylkinu að bera skotvopn innanklæða í skólanum.  Hugsunin er sú að vopnaðir nemendur geti komið í veg fyrir skotárásir og fjöldamorð í skólum með því að bregðast við og drepa meintan árásarmann.  Lausnin við auknu byssu-ofbeldi í villta vestrinu er sem sagt fleiri byssur.  Go figure!  Sjá frétt CNN  Lögin eiga þó eftir að vera samþykkt í efri deildinni og af ríkisstjóranum en það kæmi mér svosem ekki á óvart að þetta brjálæði næði í gegn.

Annars var ég svosem til í hvað sem er þegar ég bjó í Oklahoma eins og sjá má...en þessi 9mm semi-automatic "Saturday Night Special" sem ég keypti á $99 á byssusýningu í Tulsa var því miður algert drasl og entist ekki í nema tvær ferðir í skotsalinn þar sem ég náði að tæma kannski 10 magasín áður en hún jammaði og gormurinn í gikknum brotnaði.  Frown

crazy Bob


Skemmtilegur símahrekkur


Bill Maher góður í gær

Hér eru New Rules frá því í gærkvöldi.  Vinur minn hefur bara ekki verið jafn fyndinn síðan ég mætti í stúdíóið hjá honum í Hollywood í fyrravor.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband