Sotomayor lífgar uppá hæstarétt Bandaríkjanna
30.5.2009 | 03:52
Val Obama á eftirmanni David Souter hæstaréttardómara sem senn lætur af embætti er í senn áhugavert og ánægjulegt. Sonia Sotomayor verður aðeins þriðja konan frá upphafi og fyrsti Latino einstaklingurinn sem vermir stól hæstaréttar, en hún er ættuð frá Puerto Rico. Það veitir svo sannarlega ekki af að auka fjölbreytileika hæstaréttarins, sem ætti með réttu að innihalda fulltrúa sem flestra þjóðfélagshópa en í dag eru 7 af 9 dómurum miðaldra eða eldgamlir hvítir karl-fauskar og 5 af 9 eru kaþólikkar.
Hæstiréttur Bandaríkjanna er skelfilega íhaldssamur og er óhætt að segja að viðhorf og úrskurðir réttarins séu 20-30 árum á eftir almennings-álitinu hvað varðar samfélagsleg málefni. Það er mikið fagnaðarefni að Obama fái tækifæri til þess á næstu 8 (vonandi) árum að endurnýja hæstaréttinn töluvert og yngja hann upp auk þess sem vonir standa við að hann tilnefni dómara með mun frjálslyndari og nútímalegri viðhorf en verið hefur. Margir núverandi dómaranna eru komnir vel á aldur (sérstaklega Stevens og Ginsburg) en ég er helst að vona að Scalia hrökki uppaf þeirra fyrstur.
Kíkið á Obama kynna Sotomayor:
Fyrir skömmu úrskurðaði hæstiréttur Kalíforníu að umdeild tillaga um bann á hjónaböndum samkynhneigðra (Prop 8) myndi standa - en tillagan var samþykkt með 52% atkvæða kjósenda Kalíforníu s.l. haust eftir mikið áróðursstríð sem mormónar frá Utah, kaþólikkar og aðrir bókstafstrúarmenn dældu milljónum dollara í. Með blekkjandi auglýsingum, lygum og rógi tókst þeim að hræða nógu marga til að samþykkja þessi svívirðilegu brot á mannréttindum. En baráttunni er hvergi nærri lokið og réttlætið mun sigra fyrr en varir. Yfirgnæfandi líkur eru á að á næstu árum muni sjálfur Hæstiréttur Bandaríkjanna þurfa að úrskurða um hjónabönd samkynhneigðra á Federal leveli in hingað til hafa fylkin ráðið þessum málum sjálf og þrátt fyrir að nú séu samkynja hjónabönd lögleg í 5 fylkjum þurfa hin fylkin og alríkið ekki að viðurkenna þau - þökk sé DOMA (ó)lögunum (Defense of Marriage Act) sem líklega standast ekki stjórnarskránna.
Árið 1969 úrskurðaði hæstiréttur í máli Loving vs. Virginia að fólk af mismunandi kynþáttum mættu giftast - en fram að því máttu svartir og hvítir ekki ganga í hjónabönd. Þetta þætti okkur ótrúlegt og svívirðilegt í dag - en athugið að það eru aðeins 40 ár síðan! Það merkilega er að kynþáttahatrið og rasisminn grasseruðu enn svo mikið á þessum tíma í Bandaríkjunum að ef kosið hefði verið um þetta mál - hefði það verið fellt með talsverðum meirihluta. Mig minnir að um 60% Bandaríkjamanna hafi verið á móti blönduðum hjónaböndum í þá dagana. En mannréttindi eru nefnilega ekki mál sem ákvarðast eiga af einföldum meirihluta í kosningum. Þá yrðu nú litlar framfarir. Það verður að vera í verkahring hæstaréttar að skera úr um svona mál.
Eitt er víst - We Won´t Back Down
En nú ætti ég kannski að hætta að blogga um Amerísk málefni fyrst ég er fluttur heim í bili...og þó...efast um að ég tolli lengi í þessari útópíu Steingríms J. - A.m.k nenni ég ekki að blogga um sykurskatt og hækkuð olíugjöld. Það er nokkuð ljóst að þessu landi verður hreinlega ekki viðbjargandi úr þessu...þetta er búið spil. En þvílíkir snillingar að ætla sér að ná inn 2.7 milljörðum í ríkiskassann með nýju skattahækkununum á sama tíma og vísitala neysluverðs hækkar skuldir heimilana um 7 milljarða. (Má ég minna á að ríkis-kirkjan kostar okkur 6 milljarða á ári)
Obama ákvað að taka þannig á kreppunni í Bandaríkjunum að hækka ekki skatta heldur dæla pening í atvinnulífið og reyna að sjá til þess að fólk geti haldið áfram að eyða í neyslu til þess að koma í veg fyrir að hjól atvinnulífsins stöðvist. Þá hefur verið séð til þess að greiðslubyrgði af skuldum sé ekki hærri en 30% af heildar-tekjum fólks svo það haldi húsnæði sínu og eigi fyrir mat og nauðsynjum. Hér er hins vegar farið í að skattpína fólk í hel ofan á öll hin ósköpin. Úr verður fyrirsjáanlega vítahringur dauðans - einkaneysla dregst svo mikið saman að öll fyrirtæki fara á hausinn og atvinnuleysi stóreykst. Þá dragast virðisaukaskatts-tekjur verulega saman og fólk hættir að geta keypt bensín, fer að svíkja undan skatti í auknum mæli og brugga landa til að drekkja sorgum sínum. Það er greinilegt að þetta fólk sér ekki lengra en nef þeirra nær og úrræðaleysið og vanhæfnin er alger. Mér segir svo hugur að næsta búsáhaldabylting sem án efa mun eiga sér stað með haustinu muni ekki fara jafn friðsamlega fram og sú síðasta...en þá verð ég vonandi sloppinn aftur burt af þessari vonlausu eyju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Valdarán Kristinna þjóðernissinna innan Bandaríkjahers
21.5.2009 | 04:19
Nýlega voru gerð opinber minnisblöð og leyniskjöl úr Hvíta Húsinu sem tengdust innrásinni í Írak þar sem í ljós kom að Bush (sem segir að Guð hafi sagt sér að fara í stríð) og Donald Rumsfield höfðu það fyrir sið að demba Biblíu-tilvitnunum á forsíður skjala sem tengdust stríðsrekstrinum. (sjá nánar hér) Það hefur því verið sannað sem margan grunaði að Íraksstríðið var í raun og veru dulbúin "Krossför" (Jihad) geðsjúkra bókstafstrúarmanna sem heyrðu raddir.
Þó svo við öndum flest léttara yfir því að Obama sé nú kominn í Hvíta Húsið er samt enn ástæða til að hafa áhyggjur af uppgangi stórhættulegra ofsatrúarmanna innan Bandaríkjahers. Undanfarin ár hefur orðið gríðarleg breyting á samsetningu nýliða í öllum deildum hersins og markvisst hefur verið stefnt að því að gera Bandaríkjaher að "herdeild Krists".
Í stað þess að "mannaveiðarar" (recruiters) hersins sitji um menntaskóla dropouts eins og tíðkast hefur - hafa þeir nú fært sig um set yfir í kirkjurnar. Þar taka prestar og predikarar þátt í því að hvetja ungdóminn til þess að ganga í herinn og gerast Kristir Krossmenn í heilögu stríði gegn Íslam. Hver er munurinn á þessu og því þegar íslömsk hriðjuverkasamtök misnota moskur til þess að tæla til sín unga og áhrifagjarna heimskingja í Jihad?
En það eru ekki bara óbreytt fallbyssufóður (enlisted) sem tekin eru með trompi heldur á þetta líka við um liðsforingjaefni (officers) - sérstaklega áberandi í flughernum en trúar-áróðurinn (indoctrination) ku vera skelfilegur í Air Force Akademíunni í Colorado Springs þar sem allir cadetar eru nánast þvingaðir til að mæta í "born again evangelical" guðsþjónustur á hverjum degi og taka þátt í bænarhringjum. Þeir sem kjósa að taka ekki þátt í halelújah sirkusnum er refsað og þeir látnir vita að þeir standi ekki jafnfætis hinum trúuðu. Trúlausir eru jafnvel lagðir í gróft einelti og reynt að fá þá til þess að gefast upp á náminu og hætta í flughernum. Þá er klíka trúaðra orðin svo öflug meðal háttsettra hershöfðingja að til þess að öðlast frama í hernum og að hækka í tign á tilesettum tíma er nánast skilyrði að vera Jesus-freak.
Þrýstingur frá háttsettum aðilum innan hersins hefur orðið til þess að Obama hefur neyðst til þess að svíkja kosningaloforð sitt um að afnema þegar í stað "Don´t Ask - Don´t Tell" stefnuna sem bannar samkynhneigðum að þjóna í hernum. Það er enn verið að reka þrautþjálfaða og reynda hermenn með skömm úr hernum fyrir það eitt að vera samkynhneigðir. Síðan 1993 hafa tæplega 13 þúsund samkynhneigðir hermenn verið reknir - margir heiðraðar stríðshetjur sem og tungumálasérfræðingar, læknar og alls konar sérfræðingar. Á sama tíma er herinn farinn að taka við dópistum og fólki með sakaskrá (svo lengi sem þeir eru frelsaðir).
Þess má að auki geta að hermenn í Írak og Afganistan hafa stundað ágengt trúboð í boði Bandaríska skattgreiðenda. Tíðkast hefur meðal Bandarískra hermanna að dreifa Biblíum og myndasögum sem sýna Múhammeð spámann brenna í helvíti. Þá klæðast þeir gjarnan bolum í frítíma sínum sem kynna þá sem "Kristna Krossfara". Þetta getur nú varla talist gáfuleg aðferð til þess að minnka hatur og tortryggni íbúa hinna hernumdu landa gagnvart vesturlöndunum.
Það er áhugaverð staðreynd og umhugsunarefni nú á "uppstigningardegi" að samkvæmt nýjum skoðanakönnunum (sjá hér) er yfir helmingur þeirra Bandaríkjamanna sem stunda guðsþjónustur einu sinni í viku eða oftar - hlyntir pyntingum eins og stundaðar voru í Abu Graib og Guantanamo! Hæst er hlutfallið meðal Kaþólikka (3 af hverjum 4 hlyntir eða frekar hlyntir pyntingum og svosem ekkert nýtt að þeir séu haldnir kvalalosta) og Hvítasunnumanna (born again evangelicals - 60%). Oftar en ekki vitna trúaðir í Biblíu-vers sem réttlæta illa meðferð á villutrúarmönnum. Svo segja sumir að Biblían sé "fallegt" rit!
Til samanburðar er gaman að geta þess að einungis um 10% sekúlarista (trúlausra) telja að pyntingar geti verið réttlætanlegar. Hvað segir þetta okkur um Kristið siðgæði og almennt geðheilbrigði trúaðra, gott fólk?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bill Holm
22.4.2009 | 10:08
Bill Holm er eflaust mörgum Íslendingnum að góðu kunnur, enda eyddi hann síðustu sumrum sínum á Hofsósi þar sem hann sat við skriftir í húsi sínu, Brimnesi. Bill varð bráðkvaddur, aðeins 65 ára gamall, nálægt heimahögum sínum á Sléttunni miklu í suðvestur Minnesota þann 25. febrúar síðastliðinn.
Það gera sér kannski ekki allir grein fyrir því hversu vel þekktur og virtur Bill var hér í Minnesota - það má segja að hann hafi verið nokkurs konar Halldór Laxnes okkar Minnesota-búa. Bill var mikill Íslendingur í sér og menningararfur forfeðra hans var honum mjög hugleikinn. Menningarleg tengsl Minnesota og Íslands hafa verið mjög sterk í gegnum tíðina og Bill á ekki lítinn þátt í því að hafa viðhaldið þeim tengslum með gríðarlegri landkynningu í verkum sínum og máli hvar sem hann fór.
Bill var ófeiminn við að gagnrýna Bandarískt þjóðfélag og þá sérstaklega hvernig gömlu góðu gildin (heiðarleiki og mannvirðing) véku fyrir græðgisvæðingu og öðrum löstum nútímans. Réttlæti og jöfnuður voru honum ávallt efst í huga og það var honum mjög þungbært sem sönnum föðurlandsvin að horfa uppá ógæfuverk Repúblikananna sem lögðu Bandaríkskt þjóðfélag í rúst - rétt eins og kollegum og vinum Bush á Íslandi tókst að gera.
Nýlega las ég tvær bækur eftir Bill og höfðu þær báðar djúpstæð áhrif á mig, sín á hvorn mátann. "The Windows of Brimnes: An American in Iceland" er samansafn af hugleiðingum hans um lífið og tilveruna á Hofsósi samanborið við Bandaríkin og þá andlegu og veraldlegu hnignun sem hann taldi Bandaríkin hafa orðið fyrir á síðustu 40 árum.
Hin bókin höfðaði kannski meira til mín; "The Heart Can be Filled Anywhere in the World." Þar segir Bill frá uppvaxtarárum sínum í smábænum Minneota og sérstöku samfélagi afkomenda íslenskra innflytjenda.
Hann segir frá því hvernig hann þráði heitast að komast burt frá þessum stað, að sjá heiminn og að "meika það" í siðmenningunni. Það tókst honum raunar, hann komst í háskólanám og í kjölfarið ferðaðist hann um heiminn og naut velgengni.
Þegar hann var að nálgast fertugt gekk hann í gegnum erfiða tíma og hann neyddist til að fara heim blankur, atvinnulaus og fráskilinn. Hann hafði eitt sinn skrifað: "Failure is to die in Minneota, Minnesota" og þangað var hann mættur. Það fór hins vegar svo að hann fékk glænýja sýn á gamla smábæinn sinn og fólkið sem þar bjó og úr varð að hann festi rætur og tók miklu ástfóstri við samfélagið sitt, sögu, menningu og uppruna.
Þetta vakti mig til umhugsunar um hvernig mér gengi að aðlagast mínum gömlu heimaslóðum ef ég flytti heim...en ég verð að viðurkenna að oft hef ég hugsað: "Failure is to die in Selfoss, Iceland." Kannski ég taki þá hugsun til endurskoðunar einhvern daginn.
Eitt er víst að Minnesota og Slétturnar miklu, þar sem ég hef nú eytt hartnær þriðjungi ævi minnar, munu ætíð skipa stóran sess í hjarta mínu hvert sem ég fer. Fyrir mér er Bill Holm nokkurskonar tákngerfingur fyrir allt sem Minnesota stendur fyrir.
Annar "quintessential Minnesotan" var Paul Wellstone, öldungardeildarþingmaður, sem lést ásamt fjölskyldu sinni í hörmulegu flugslysi á afmælisdaginn minn, 25. október, árið 2002. Raunar man ég eftir því eins og það hafi gerst í gær því ég var staddur í kennslustund í "Aviation Safety" á fyrstu önninni minni í flugrekstrarfræðinni. Kúrsinn fjallaði einmitt m.a. um orsakir og rannsóknir á flugslysum og ég man að bekkurinn var mjög sleginn. Við vorum ekki lengi að kryfja orsök slyssins en vélin lenti í mikilli ísingu og reynsluleysi og röð mistaka flugmannsins ollu slysinu. Hér á þessu stutta myndbandi sést Bill Holm tala um Paul Wellstone.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Obama tekur í spaðann á Hugo Chavez
18.4.2009 | 06:03
Það verður fróðlegt að sjá viðbrögð Fox "News" við þessu...Russ Limbaugh á eftir að flippa yfirum ef ég þekki hann rétt og þeir sem hafa kallað Obama sósíalista mun nú sjálfsagt kalla hann kommúnista! En mikið rosalega er hressandi að sjá þetta...að hann ætli að standa við loforðin um gerbreytta utanríkisstefnu og framkomu. Hann er nýbúinn að rétta út sáttarhönd til Iran og lýsa því yfir að Bandaríkin séu ekki í stríði við Islam. Hversu svalt er það að Bandaríkjaforseti sýni umheiminum smá virðingu og hógværð!
Hail to the Chief!
Obama og Chávez heilsast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Gore Vidal
12.4.2009 | 06:38
Merkiskallinn Gore Vidal mætti í fantagott viðtal til Bill Maher í gær og ég má til með að deila því með ykkur.
Fyrir þau ykkar sem ekki þekkið til Vidal er hann einn af áhugaverðustu hugsuðum tuttugustu aldarinnar að mínu mati og án efa einn af skarpgreindustu rithöfundum og þjóðfélagsgagnrýnendum sem uppi hafa verið á seinni tímum. Það er gaman að sjá hvað kallinn er ennþá ern og beittur þrátt fyrir að vera orðinn 83 ára og bundinn hjólastól. Það er óhætt að segja að kallinn sé maður að mínu skapi hvað varðar pólitískar skoðanir, húmor, póstmódernískar pælingar, skoðanir á trúarbrögðum o.fl. Ein af fyrirmyndum og hetjum okkar Bills Maher.
Já og gleðilega páska til ykkar sem haldið uppá slíkt.
Bloggar | Breytt 30.4.2009 kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Magnaður róbóti úr smiðju DARPA
25.3.2009 | 21:21
Takið eftir hversu vel þessum vél-hundi tekst að fóta sig á hvaða undirlagi sem er - fer létt með hálku og stórgrýti. Hálf "creepy" samt.
Tékkið einnig á þessu stórkostlega "exoskeleton" frá Reytheon (sótti um hjá þeim um daginn við að setja saman stýribúnað fyrir flugskeyti og "smart bombs" - en þar sem ég er ekki US ríkisborgari fæ ég ekki Secret clearance því miður )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Obama boðar sömuleiðis 3% hátekjuskatt EN...
23.3.2009 | 19:45
Það þarf nú engum að koma á óvart að Steingrímur J. láti það verða sitt fyrsta verk að setja á "hátekjuskatt" og í fullkomnum heimi sósíaldemókratisma er það að sjálfsögðu réttlátt og sjálfsagt að þeir sem geta, borgi hlutfallslega meira til samfélagsins en hinir - þó svo færa megi rök fyrir því að "óheflaður" jafnaðar-ismi endi að sjálfsögðu með því að allir verða á endanum lágtekjufólk...og hvar á þá að taka hátekjuskattinn?
En raunveruleikinn sem blasir við okkur er auðvitað sá að einhvernvegin verðum við að fá meiri aur í þjóðarkassann og þrátt fyrir að fólk sé þegar að sligast undan myntkörfulánunum sínum, verðtryggingu, 17% stýrivöxtum, verðhjöðnun og eignar-rýrnun, töpuðu sparifé, launalækkunum og öðrum hörmungum...er samt um að gera að hækka skattpíninguna líka ofan á allt saman. Skítt með það þótt helmingur heimila og fyrirtækja í landinu sé á leiðinni í gjaldþrot og að hjól atvinnulífsins séu algerlega stopp vegna þess að fólk hefur ekkert á milli handana til þess að viðhalda eðlilegri neyslu.
Velferðar-flokkurinn VG hefur hingað til ekki sagt okkur hvernig þeir ætla sér að slá "skjaldborg um heimilin" né hvernig þeir hyggjast veita innspýtingu í hagkerfið til þess að koma atvinnustarfsemi af stað aftur í landinu. Hvar á að finna fleira "hátekjufólk" til að standa undir 15%-25% atvinnuleysi? Senda fleira fólk til Kanada bara...eða út í sveit að stunda sjálfsþurftarbúskap á samyrkjubúi?
Svo skemmtilega vill til að skynsemis-jafnaðarmaðurinn Barack Obama hefur sömuleiðis boðað til 3% hátekjuskatts hér í Bandaríkjunum. Það er hins vegar smávægilegur munur á því hvernig Steingrímur J. og Obama skilgreina hátekjufólk og hverjir þeir telja að tilheyri hinni svokölluðu millistétt. Jú sí, Obama áttar sig nefnilega á því að það er millistéttin sem verður að standa vörð um í þessu árferði og í stað þess að skattpína það fólk sem er þegar í hættu á að missa heimili sín og sjálfsbjargarviðleitni er skynsamlegra að gera þeim kleift að halda áfram að borga af sínum lánum, forðast gjaldþrot og ekki væri verra ef fólkið hefði svo einhvern aur afgangs til þess að fara út að borða eða í bíó svona endrum og eins til þess að halda atvinnulífinu gangandi.
3% hátekjuskattur Obama leggst því einungis á fólk með heildartekjur yfir $250 þúsund á ári (ca 28 milljónir kr. m.v. núverandi gengi). Millistéttin stendur í stað og þeir sem lægstar tekjur hafa fá aukinn skatta-afslátt! Athugið að þetta er gert þrátt fyrir að fjárlagahalli Bandaríkjanna sé nú yfir 1.8 trilljónir dollara (billjarðar samkvæmt evrópskum málhefðum) og heildarskuldir þjóðarbúsins sé yfir $11 trilljónum! IceSave hvað?
En comrad Steingrímur J. er greinilega sannfærður um að 500 þús. kr. á mánuði séu ofurlaun. Passleg millistéttarlaun í hans huga eru þá sennilega svona 250-350 þúsund á mánuði...sem er auðvitað fjandans nóg til þess að lifa af á íslandi í dag - ekki satt??? Já svo er um að gera að fækka þessum helvítis háskólum...alltof mikið af of-menntuðu fólki á íslandi í dag sem nennir ekki að vinna í framleiðslunni!
Munið X við O.
3% skattur á 500 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Svarthöfði berst við blöðruhálskrabba
18.3.2009 | 19:28
CNN sagði frá því í dag að "vinur minn" Dave Prowse undirgengist nú geislameðferð vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Prowse er að sjálfsögðu best þekktur fyrir að leika sjálfan Darth Vader í upprunalegu Star Wars trílógíunni. Eins og flestir vita sá þó James Earl Jones um röddina sem betur fer, enda er Dave frekar lágróma og talar með skelfilegum breskum cockney-hreim. Dave virkaði á mig sem alger ljúflingur þegar ég hitti hann á Star Wars Celebration IV í Los Angeles í hittifyrra og hann gaf sér góðan tíma til að spjalla og árita myndir fyrir okkur brjáluðustu SW nördana. Vonum að sjálfsögðu að kallinn nái sér fljótt og megi the Force be with him, always!
Hér má sjá nokkrar fleiri myndir frá Celebration IV þar sem ég hitti m.a. Carrie Fisher (Leia), Billy Dee Williams (Lando), Anthony Daniels (3PO), Kenny Baker (R2), Pete Mayhew (Chewie), Jeremy Bulloch (Boba Fett), Tamuera Morrison (Jango Fett), Daniel Logan (young Boba), Jake Lloyd (Anakin Ep.I), Ray Park (Darth Maul) og fleiri hetjur auk þess sem framleiðendur Robot Chicken og Family Guy þeir Seth Green og Seth McFarlane voru á staðnum.
Lucasfilm hefur staðfest að Celebration V muni fara fram annaðhvort á næsta ári eða 2011 en fjórar borgir keppast nú um að fá að halda hátíðina/ráðstefnuna sem dregur að sér yfir 30 þúsund gesti. Þetta eru Baltimore, Minneapolis, Chicago og Orlando.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mun NASA lifa af kreppuna?
16.3.2009 | 06:34
Eins og góðum geim-nörd sæmir var ég límdur við skjáinn í gær til að fylgjast með tignarlegu flugtaki geimskutlunnar Discovery - STS-119 - sem er á leiðinni til Alþjóðlegu Geimstöðvarinnar með síðastu sólar-rafhlöðurnar sem munu færa geimstöðinni næga orku til þess að auka áhafnafjölda hennar úr þremur í sex og til þess að unnt sé að framkvæma fleiri og stærri vísinda-rannsóknir um borð.
Smellið hér til þess að sjá beina útsendingu frá Mission Control í Houston og einnig er hægt að sækja sér "widget" fyrir Windows Vista Sidebar til þess að sjá NASA TV í beinni á skjáborðinu.
Maður kemst ekki hjá því að fyllast lotningu fyrir mannsandanum og því sem við getum áorkað í hvert skipti sem maður verður vitni að geimskoti. Fyrir nokkrum árum gafst mér tækifæri til þess að fylgjast með geimskoti frá Kennedy höfða á Flórída sem var hreint ógleymanlegt. Sömuleiðis hef ég notið þess í botn að skoða mig um í Johnson Space Center (Mission Control) í Houston, Texas. Þetta voru mínar Mekka-ferðir - eitthvað sem ég varð að upplifa a.m.k. einu sinni á æfinni (en vonandi oftar).
Nú stendur til að leggja geimskutluflotanum á næsta ári og þá munu Bandaríkjamenn ekki ráða yfir mönnuðu geimfari í nokkur ár þangað til Constellation prógrammið kemst í gagnið í kringum 2018. Þangað til mun NASA þurfa að reiða sig á Rússnesk Soyus geimför til þess að komast til ISS geimstöðvarinnar.
Constellation prógrammið er nokkurs konar Apollo prógramm á sterum en ætlunin er að fara (loksins) aftur til tungsins fyrir árið 2020 og í framhaldinu byggja þar mannaða bækistöð sem gæti síðar reynst mikilvægur stökkpallur fyrir mannaða ferð til Mars. Eitt af mjög fáum góðum embættisverkum George W. Bush var að lofa fjárveitingu til NASA uppá $105 milljarða dollara næstu 12 árin til þess að Constellation prógrammið geti orðið að veruleika.
Nú hafa heyrst háværar raddir um að sökum efnahagsástandsins verði að skera niður fé til NASA og jafnvel hætta alveg við áætlanir um að snúa aftur til tunglsins. Að mínu mati væri það skelfileg ákvörðun fyrir Bandaríkin og heimsbyggðina alla. Ef Bandaríkjamenn ætla sér að vera áfram fremstir í heiminum á sviði vísinda og tækniframfara geta þeir ekki leyft sér að hleypa Kínverjum og Indverjum framúr sér í geimferðakapphlaupinu. Kínverskur fáni á tunglinu yrði gríðarleg niðurlæging fyrir Bandaríkin og táknrænn ósigur fyrir hinn frjálsa heim.
Geimferða-áætlunin verður að halda áfram og þessir skitnu $105 milljarðar eru smámunir við hliðina á þeim billjónum sem nú er verið að dæla í hagkerfið til þess að bjarga bönkunum og Wall-Street. Apollo prógrammið skilaði mannkyninu stórkostlegum tækniframförum (sú einfaldasta kannski var franskur rennilás ) en ekki síður mikilvægt var hvað þetta mesta afrek mannkynssögunnar gerði fyrir "the human spirit". Eftir skelfileg ár í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum, morðin á JFK, Bobby Kennedy og Martin Luther King kveikti tungl-lendingin vonarneista og gleði í hjörtum allrar heimsbyggðarinnar. Okkur voru allir vegir færir! Það dásamlega við mannsskeppnuna er að við erum "explorers" í eðli okkar - og nú er geimurinn okkar "final frontier". Takmark okkar mun ætíð verða að "...explore strange new worlds, to seek out new life and new civilizations, to boldy go where no man has gone before."
Geimskot Discovery tókst vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Rappandi flugþjónn hjá svalasta flugfélaginu
15.3.2009 | 19:35
Þegar Herb Kelleher stofnaði fyrsta alvöru lággjaldaflugfélag heims í Dallas árið 1971 áttu fáir von á að Southwest Airlines ætti eftir að lifa lengur en Braniff, Pan-Am, TWA og nú NWA. Ekki nóg með það heldur var Southwest eina flugfélagið í Bandaríkjunum sem skilaði hagnaði á síðasta ári. Mörg flugfélög hafa reynt að herma eftir einstöku viðskipta-módeli Southwest (EasyJet, Ryan-Air, Jet-Blue, Sun-Country) en engu þeirra hefur þó tekist að herma eftir því sem í raun gerir Southwest frábrugðið öllum öðrum flugfélugum - léttleikanum um borð!
Southwest hefur aldrei tekið sig mjög alvarlega (eins og sést í auglýsingum þeirra) og þeir markaðssetja sig sem "hip og cool" valmöguleika til höfuðs þurrkunntulegum íhaldssömum flugfélögum sem leggja meiri áherslu á "fágaða framkomu" heldur en að reyna að gera flugferðina sem ánægjulegasta.
Maður veit aldrei hverju maður á von á þegar maður stígur um borð í eina af 530 Boeing 737 vélum Southwest - flugmennirnir og flugfreyjur/þjónar eiga það til að reyta af sér brandara alla leiðina og viðmótið er afar létt og þægilegt. Það hlakkar í mér núna því Southwest var að tilkynna að þeir ætla loksins að hefja þjónustu við Minneapolis og bjóða uppá hopp til Chicago fyrir aðeins $49.
Endilega kíkið á þennan ágæta flugþjón bjóða farþega velkomna á sinn hátt. Svolítið öðruvísi en hjá Icelandair!
Flott auglýsing frá 1972
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Flottur dómsmálaráðherra - "guðs-vírusinn" á undanhaldi
14.3.2009 | 20:28
Það er mikið gleðiefni að sitjandi dóms-og kirkjumálaráðherra, Ragna Árnadóttir, hefur ákveðið að láta endurskoða ákvæði laga um að börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélög. Það er mér hálfpartinn til efs að pólitískt kjörinn ráðherra hefði haft kjark í að taka á þessum málum en Ragna er greinilega fagmaður sem þarf ekki að óttast um kjörfylgi. Það færi betur ef fleiri ráðherraembætti væru skipuð á faglegum grundvelli í stað þess að vanhæfir pólitíkusar fari með umboð mála sem þeir hafa engan skilning á. Þá væri sennilega margt öðruvísi á Íslandi í dag.
Það hefur ekki alltaf þótt fínt að vera trúlaus á Íslandi og satt að segja eru fordómarnir enn ótrúlega miklir í okkar garð - þrátt fyrir að okkur yfirlýstum trúleysingjum fjölgi nú ört. Oft höfum við sem talað höfum gegn trúarbrögðum verið taldir sérvitrir rugludallar og vandræðagemlingar líkt og Helgi Hóseason - snillingur og hugaður brautryðjandi sem ég ber mikla virðingu fyrir!
Nú er þetta sem betur fer loksins að snúast við og hinir heittrúuðu eru komnir út á jaðar samfélagsins. Augu almennings hafa opnast gagnvart skaðsemi trúarbragða og þeim hörmungum og samfélagsmeinum sem t.d. kaþólska kirkjan og bókstafstrúaðir íslamistar valda út um allan heim. Mig langar að benda á nýútkomna bók eftir Dr. Darrel Ray sem ber heitið "The God Virus: How religion infects our lives and culture". Dr. Ray líkir trúarbrögðum við "samfélagslegan vírus" og útskýrir hvernig vírusinn hefur skaðleg áhrif á gáfnafar og persónuleika fólks, hvernig vírusinn dreifir sér og hvernig hægt er að stöðva hann. Það er sem betur fer til lækning við trúar-vírusnum!
Dr. Ray talar um hvernig trúarbrögðum er troðið inn á saklaus börn strax við fæðingu: "Virtually all religions rely upon early childhood indoctrination as the prime infection strategy. Other infection strategies include proselytizing, offering help and financial aid with strings attached, providing educational opportunities at religious institutions and many other approaches which we encounter frequently in the media and in daily exposure to religion."
Að lokum eru hér stórskemtileg vídeó þar sem Richard Dawkins les tölvupósta sem honum hafa borist - uppfullum af "kristnu siðgæði" að sjálfsögðu - og svo svarar hann spurningu "frelsaðs manns" af mikilli hreinskilni.
Endurskoða sjálfkrafa skráningu í trúfélög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Útsýnið úr Sears turninum
12.3.2009 | 21:25
Það er hálf hryggilegt að hið gamla Sears veldi sé nú liðið undir lok - en þetta er víst tímanna tákn. Hvað sem því líður er alltaf gaman að koma upp í Sears Tower enda er útsýnið úr honum hreint stórkostlegt. Chicago er einstök borg.
Sears turninn heyrir brátt sögunni til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Af katta-áti Kínverja
12.3.2009 | 05:38
Það er svolítið merkilegt hvað matarvenjur ólíkra menningarheima geta kallað fram heiftarleg viðbrögð og hversu mikið tabú okkur finnst sú tilhugsun að borða ketti og hunda að ég tali nú ekki um skordýr. Nú tek ég fram að ég er mikill kattavinur og fannst hörmulegt að sjá meðferðina á þessum yndislegu dýrum - En - af hverju ætli við gerumst sek um "speciesm" og finnist allt í lagi að borða sum dýr en ekki önnur?
Af íslenskum matarvenjum finnst Bandaríkjamönnum skelfilegast að heyra að við borðum hrossakjöt og hvalkjöt með bestu lyst. Þetta jaðrar við villimennsku að þeirra mati.
Þetta ratar meira að segja í trúarbrögðin - sumir mega ekki borða svín, aðrir kýr og enn aðrir neita sér um humar, krabba og annan skelfisk. Nú stendur yfir fasta kaþólskra (Lent) og hér í mínum rammkaþólska heimabæ (Saint Cloud, MN) er varla hægt að fara á veitingahús eða skyndibitastaði á föstudögum fyrir fiskifýlu - meira að segja KFC selur djústeiktan fisk! Sjálfur kýs ég að borða helst ekki fisk þar sem ég sé ekki til sjávar (af biturri reynslu) en Minnesota er eins langt frá sjó eins og hægt er að komast í Bandaríkjunum. (að vísu nóg af ferskvatnsfiski í vötnunum 10,000)
Kaþólikkarnir suður í Louisiana eru reyndar svo heppnir að það er ekkert í biblíunni sem bannar þeim að éta snáka, krókódíla og froska í hvert mál sem mér skilst að þeir nýti sér óspart!
En varðandi Kína þá var einn prófessorinn minn að stinga uppá því við mig að ég gæti fengið kennarastarf við systurskóla okkar í Tianjin í Kína, þar sem fer nú fram mikil uppbygging og þá hungrar í enskumælandi vesturlandabúa til að kenna þeim flugrekstrarfræði og viðhaldsstjórnun. Hann var ekki að grínast...en fjandakornið...Kína??? Tja...ef ekkert rætist úr því sem ég hef á takteinunum hér innan skamms þá verður maður alvarlega að fara að hugsa út fyrir rammann. Þangað til bíð ég eftir símhringingum frá San Antonio, Chicago, Salt Lake City og Fairfield, California. Því miður vilja fáir ráða útlending með tímabundið atvinnuleyfi en maður heldur í vonina aðeins lengur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Trúarbrögð á undanhaldi í Bandaríkjunum
11.3.2009 | 22:16
In God we Trust no more! Samkvæmt nýrri rannsókn Trinity College sem sagt var frá á CNN í fyrradag eru Bandaríkjamenn ekki eins svakalega trúaðir og þeir voru - sem hljóta að teljast mikil gleðitíðindi.
Nú telja 75% bandaríkjamanna sig vera Kristna (niður úr 86% árið 1990) og einn af hverjum fimm tilheyrir nú engu trúfélagi. Ennfremur segjast 27% aðspurða ekki kjósa trúarlega útför. Þá hefur okkur sem skilgreinum okkur opinberlega sem trúleysingja (atheists) fjölgað um helming frá árinu 2001 og erum við nú 12% íbúa Bandaríkjanna. Batnandi mönnum er best að lifa og við skulum vona að þetta trend haldi áfram og verði til þess að minnka enn-frekar skaðleg áhrif trúarbragða á þjóðlíf og menningu Bandaríkjanna sem og að stuðla að vitrænnari og frjálslyndari viðhorfum til lífsins og tilverunnar - byggðum á rökvísi, þekkingu og almennri skynsemi.
Come Out, Come Out - wherever you are!
Bloggar | Breytt 12.3.2009 kl. 05:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hindurvitna-ráðuneytið
7.3.2009 | 05:11
Eins og allir vita er mannorð íslendinga réttilega og gjörsamlega farið niður í svaðið út um allan heim. Hér í Bandaríkjunum erum við aðhlátursefni eins og annarsstaðar og ekki skánaði það eftir að svæsin en því miður mjög raunsæ grein Michael Lewis birtist í apríl-útgáfu Vanity Fair. Greinin hefur hefur greinilega vakið töluverða athygli en í fyrradag vitnaði hin stórskemmtilega og fluggáfaða Rachel Maddow, þáttastjórnandi á MSNBC í greinina og gantaðist með trú íslendinga á álfa og huldufólk! Hvernig væri að reyna að snúa þessu okkur í hag og taka upp formleg siðaskipti - leggja niður hina Evangelísk-Lúthersku Þjóðkirkju og breyta Kirkjumálaráðuneytinu í álfa-og huldumanna-ráðuneytið...eða bara Hindurvitna-ráðuneytið? Þetta gæti reynst frábært trick fyrir ferðamanna-iðnaðinn og svo er hvort sem er ósköp lítill munur á því hvort fólk trúir á ósýnilegan vin á himnum, bleika einhyrninga eða álfa og huldufólk! Sama ruglið en þó sýnist mér álfatrúin mun skaðlausari en Kristnin. Bjarni Harrrðar og Magnús Skarphéðinsson væru svo náttúrulega tilvalin ráðherra-efni!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)