Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bréf frá Obama

Obama '08Ég fékk bréf í póstinum í dag, sem væri svosem ekki í frásögu færandi nema hvað það var frá forsetaframbjóðandanum Barack Obama.   Ekki veit ég nákvæmlega hvernig ég komst inná póstlistann hans en hann hóf bréfið á persónulegu nótunum með orðunum "Dear Friend,  I am running for President of the United States".  Svo heldur hann áfram á fjórum blaðsíðum og talar til mín um orkuvandann og náttúruvernd, stríðið í Írak, heilsutryggingar fyrir almenning og jafnrétti. 

Hann endaði svo bréfið á þessum orðum: 

"As I embark on this jouney -- as I invite you to join me -- I recall the words of Dr. Martin Luther King Jr.: "The arc of the moral universe is long, but it bends toward justice."

Dr. King was right.  But his words are a challenge, not a prophecy, for justice is not a self-fulfilling creed.  It is up to each of us to place our hands on that arc, to bend it toward the promise and possibilities of our moment in history -- and toward the America we know in our hearts we can achieve.

Today, that arc beckons for our hands.  Please reach for it -- and join me in reclaiming the America we dream of.

Sincerely,  Barack Obama."

Nú bíð ég bara spenntur eftir bréfi frá Hillary og John Edwards áður en ég tek endanlega ákvörðun um að endorsa Obama.

 


Hulunni svift af SAIC

saicÉg hlustaði á athyglisverða umfjöllun á NPR úvarpsstöðinni í dag um fyrirtæki sem heitir Science Application International Corporation eða SAIC.  SAIC er leynilegur verktaki fyrir Bandaríkjastjórn sem velti $8 billjónum á síðasta ári.  Hjá fyrirtækinu starfa nú um 44 þúsund manns, þar af flestir við svokölluð "svört verkefni" sem er haldið algerlega leynilegum fyrir almenningi.  Helstu "viðskiptavinir" SAIC eru CIA og NSA. 

Það merkilega er að hjá þessu fyrirtæki starfa margir háttsettir aðilar innan ríkisstjórnarinnar, þar af nánir samstarfsmenn Dick Cheney varaforsteta.  Einnig hefa komið í ljós eignartengsl við Halliburton.   Hafi einhver grætt á stríðinu í Írak þá eru það mennirnir á bak við þetta fyrirtæki og jafnvel er sagt að SAIC hafi haft hugmyndina að stríðinu og komið því í framkvæmd enda sé fyrirtækið svo valdamikið að það sé í raun og veru við stjórnvölinn í Washington á bak við tjöldin.

Í mjög ítarlegri grein í Vanity Fair er hulunni loksins svift af þessu dubious "skugga-fyrirtæki" og hvet ég áhugasama um að kíkja á þessa áhugaverðu lesningu.

 


Log Cabin Republicans

GayRepubsÞað er alltaf jafn gaman að honum Berlusconi.  Tounge   Litríkasti karakterinn í Evrópskum stjórnmálum fyrr og síðar.

Ég held að hann hafi þarna alveg rétt fyrir sér.  Ég efast um að það séu margir hommar í Forza Italia...og séu þeir einhverjir hljóta þeir að vera eitthvað meira en lítið brenglaðir í kollinum.

Svona rétt eins og furðufuglarnir í Log Cabin Republicans hér í Bandaríkjunum, en það er sem sagt félag samkynhneigðra Repúblikana sem dá og dýrka G.W. Bush.   Þetta er svona álíka "oxymórónískt" fyrirbæri eins og að heyra talað um blökkumannadeild KKK!   Ég sá um daginn heymildarmynd um þessi viðundur sem nefnist "Gay Republicans".  Ég vissi eiginlega varla hvort ég átti að hlægja eða gráta.

Ég hvet fólk til að kíkja á þetta skemmtilega brot úr spjallþætti Bill Maher´s þar sem hann ræðir m.a. við Barney Frank þingmann (D- Massachusetts) um gay republicans...og gott ef George úr Seinfeld er ekki þarna líka...

 


mbl.is Allir samkynhneigðir vinstra megin í stjórnmálum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klanið eflist

snemma beygist krókurinnÞað eru ekki bara meðlimir Frjálslynda flokksins og Nýs afls sem hafa áhyggjur af innflytjendamálum þessa dagana.


CNN hefur nýverið fjallað um mikinn uppgang Ku Klux Klan hér í Bandaríkjunum að undanförnu.  Fjöldi meðlima í Klaninu fjölgaði um 63% á milli áranna 2000 til 2005.  Ennfremur hefur fjölgað um 33% í öðrum öfgasamtökum svo sem hjá Ný-Nasistum en þessi samtök eru farin að vinna saman í auknu mæli og nota nú netið til að breiða út hatursáróður sinn.

Það vekur athygli að í dag leggur Klanið mestu áhersluna á að útrýma innflytjendum frá Mexíkó og Rómönsku Ameríku.  Það þarf svosem ekki að koma á óvart enda eru flestir meðlimir KKK ómenntað og óupplýst "White Trash" sem þarf að keppa við Mexíkanana um að fá störf við að þrífa klósettin í Wal-Mart.

Hinn dæmigerði Klansmaður er atvinnulaus alkóhólisti sem býr í hjólhýsi einhversstaðar í Suðurríkjunum, hefur lent í jailinu oftar en einu sinni fyrir að berja konuna sína, les biblíuna og mætir í messu á hverjum Sunnudegi á gamla pallbílnum sínum.  Horfir svo á Fox-"News" og kýs Repúblikanaflokkinn (sem outsourcaði verksmiðju-djobbið hans til Mexíkó).

Og hver ætli sé svo staðalímynd hins Íslenska rasista?  Æ...það er sennilega best að sitja á sér með það... en hvort þeir eru staddir í Grímsnesinu eða Alabama eru þeir báðir ekkert annað en aumkunarvert "White Trash"!

 


Cindy Sheehan

sheehanFriðar-aktívistinn Cindy Sheehan hélt fyrirlestur í skólanum mínum í gærkvöldi.  Cindy sem missti son sinn í Írak og hlekkjaði sig í framhaldinu við grindverkið á búgarði G.W. Bush í Crawford, Texas, var eins og við var að búast afar harðorð í garð forsetans. 

Hún lagði til að Bush yrði tafarlaust "impeached", tekinn úr embætti og ákærður fyrir stríðsglæpi.  Hún tók þó fram að ekki ætti að hengja karlpunginn því dauðarefsingar séu óréttlætanlegar...jafnvel þegar "vitfirrtir fjöldamorðingjar" eiga í hlut, eins og hún orðaði það. Tounge

Cindy er ein mest hataðasta kona veraldar í augum Repúblikana (á eftir Nancy Pelosi og Hillary) fyrir það hvað hún er dugleg að benda á lygarnar í Bush/Cheney.  En Cindy gaf demókrötunum engan grið heldur og gagnrýndi aðgerðarleysi þeirra á þinginu harðlega. 

Cindy var líka harðorð í garð Hillary Clinton sem hún sagði hafa verið fylgjandi stríðinu í Írak frá upphafi og væri peacemomekki líkleg til að tryggja frið í heiminum næði hún kjöri ´08.

Cindy er afar góður ræðumaður og fékk salinn til að hrífast með sér og mikið var um klapp og stuðningsöskur, en öryggisverðir þurftu líka að fjarlægja nokkra einstaklinga úr salnum sem létu ófriðlega með frammíköllum og ókvæðisorðum í garð Cindy sem þeir sögðu vera að "aiding and embedding the enemy". 

Cindy benti á eina áhugaverða staðreynd.  Stríðið í Írak kostar 10 milljónir dollara á KLUKKUSTUND og miðað við það tæki það einungis um 7 klukkustundir að borga upp skólagjöld allra nemenda í skólanum mínum (15 þús. talsins) í heilt ár ef peningunum væri varið í menntamál.

Ég vil benda áhugasömum á bók Cindýjar "Peace Mom - A Mother´s Journey through Heartache to Activism" og hér er linkur á vef samtaka hennar Gold Star Families for Peace.

 


Fórnarlömb stríðsins

Semper FidelisJonathan Schulze kom heim til Minnesota með tvö Purpurahjörtu í farteskinu frá Írak.  Þessi 25 ára gamli Landgönguliði var þó ekki hólpinn þó heim væri kominn.  Líf hans varð aldrei samt eftir skelfinguna sem hann varð vitni að í Írak.  Hann þjáðist af stöðugum martröðum og því sem kallast "Post Traumatic Stress Syndrome".  Þann 16. janúar síðastliðinn framdi hann svo sjálfsvíg.

Hann hafði farið á hersjúkrahúsið hér í St. Cloud nokkrum dögum áður og beðið um hjálp, en þar var honum tjáð að hann væri númer 26. í biðröðinni eftir að hitta sálfræðing og var sagt að það yrði nokkurra vikna bið.

Þegar talað er um fórnarlömb stríðsins gleymist stundum að telja þá með sem hlotið hafa varanleg örkuml bæði andlega og líkamlega.  Að minnsta kosti 500 bandarískir hermenn eru taldir hafa framið sjálfsvíg eftir veru sína í Írak...mun fleiri  ná aldrei fullri heilsu.  And for what???

Lesið grein um Schulze í Star Tribune hér.


State of the Union

uncle_sam_bushÞað verður áhugavert að horfa á hina árlegu "eldhúsdags" ræðu forseta vors í kvöld.  Hvaða gullkorn velta nú uppúr honum sem hægt verður að hlægja að næstu daga?  Sagan sýnir að fylgi forseta minnkar ávalt um hálft til eitt prósent eftir þessar ræður og má hann nú varla við því karl-greyið enda kominn niður í um 28% samkvæmt CBS

Eitt af því sem búist er við að hann geri að umræðuefni í kvöld (nótt á Fróni) er "global warming" og tillögur að úrbótum í orkubúskap þjóðarinnar, sérstaklega þróun á "alternative fuels".  Þetta verður væntanlega tóm sýndarmennska enda ekki búist við að hann leggi til neinar bindandi takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda.


Al Franken líklega á leið á þing

20051114_frankenSamkvæmt frétt CNN stefnir allt í að grínistinn Al Franken ætli að bjóða sig fram gegn Norm Coleman (R) sitjandi Öldungardeilarþingmanni Minnesota fylkis á næsta ári.  Franken er sennilega þekktastur fyrir fyrir að hafa verið leikari og handritshöfundur í Saturday Night Live hér á árum áður en einnig hefur útvarpsþáttur hans "The O´Franken Factor" notið mikilla vinsælda á Air America Radio útvarpsstöðinni. 

Franken er meið eindæmum orðheppin maður og ég mæli eindregið með bókunum hans "Lies and the Lying Liars who tell them - A Fair and Balanced Look at the Right" sem og "Russ Limbaugh is a Big Fat Idiot - And Other Observations"

Sumir spyrja sig hvort grínisti sé líklegur til afreka í pólitík og hvort treystandi sé á svoleiðis lið.  En ég spyr á móti: hver segir að einungis lögfræðingar og atvinnupólitíkusar séu hæfir til þingsetu?  Það hefur sýnt sig að almenningur kýs "frægt fólk" til valda sbr. Ahnold Swarzenegger í Calí og skemmst er að minnast glímukappans Jesse Ventura sem var óvænt kosinn Governor Minnesota hér um árið.   Það sem Franken hefur samt fram yfir Arnold og Ventura er að hann útskrifaðist með B.A. í stjórnmálafræði "Cum Laude" frá Harvard!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband