Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Yfirgef Ísland á ný – hasta la vista, baby!
11.1.2012 | 17:26
Eftir tæplega þriggja ára viðdvöl á Íslandi er nú aftur komið að því að leggjast í Víking og herja á nýjar slóðir eftir nýjum tækifærum og ævintýrum. Í næsta mánuði flyt ég til hjarta Evrópu, Lúxemborgar, þar sem smérið drýpur af hverju strái.
Ég ákvað að grípa gæsina þegar mér bauðst starf (Maintenance Programs & Reliability Engineer) hjá hinu fornfræga og íslensk-ættaða flugfélagi Cargolux. Það verður spennandi áskorun og einstækt tækifæri til að vaxa faglega og taka þátt í metnaðargjarnri uppbyggingu hjá framsæknu fyrirtæki sem er leiðandi í heiminum á sínu sviði. Cargolux er þessa dagana að endurnýja flugflota sinn og er nýbúið að taka við heimsins fyrstu Boeing 747-8F flugvélunum sem er nýjasta útfærslan á gömlu góðu Júmbó-bumbunni eða Drottningu háloftanna. Nýja áttan er fimm og hálfum metra lengri en -400 týpan, ber allt að 29 tonnum meira og nýjir vængir og hreyflar gera hana allt að 16% sparneytnari. Sem áreiðanleikasérfræðingur mun ég vinna mjög náið með verkfræðingum Boeing sem fylgjast grannt með performance og öllum hugsanlegum byrjunarörðugleikum, bilunum og viðhaldsgögnum.
Það verður með miklum söknuði sem ég kveð frábæra félaga og kollega hjá Air Atlanta í bili en þessi bransi er lítill og aldrei að vita hvenær/hvar við sjáumst aftur. Þá á ég auðvitað eftir að sakna góðra vina, ættingja, Lúðrasveitarinnar Svans...og íslenskrar náttúru.
En nokkurra hluta reikna ég ekki með að sakna:
Íslenskrar stjórnmála-umræðu/menningar vanhæfs Alþingis.
Djöfulsins snillinga sem búa sig nú undir að taka við stjórnartaumunum á ný eftir að hafa talið þjóðinni trú um að hið svokallaða hrun hafi bara verið misskilningur sem enginn ber ábyrgð á.
Íslensku krónunnar
Verðtryggingarinnar
Verðsamráðs, neyslustýringar, okurs og skattpíningar
Íslenskra fjármálastofnanna
Íslensks réttarkerfis
Íslensks menntakerfis
Íslenskrar ríkis-kirkju og varðhunda hennar
LÍÚ og bændamafíunnar
Útvarps Sögu og valinkunnra ofstækisfullra og þjóðhollra Mogga-bloggara haldna ýmsum komplexum
Þjóðrembu og ótta við útlendinga og erlent samstarf
Idjóta sem láta sérhagsmunaklíkur blekkja og heilaþvo sig til hlýðni
Gillzenegger-væðingar
Heilbrigðis-og tryggingakerfis sem greiðir skinkum fyrir nýja sílíkon-púða í tútturnar á sér á sama tíma og þeir neita að taka þátt í að greiða fyrir handa-ágræðslu Guðmundar Grétarssonar.
Og svo mætti svosem lengi, lengi telja...en því í ósköpunum að ergja sig á því fyrst maður er svo gott sem sloppinn?
En þetta eru kannski hlutir sem þeir sem eftir sitja geta velt fyrir sér þegar allt unga og menntaða fólkið sem hefur tækifæri til að komast burt er farið? Kannski þarf einhverju að breyta hérna? Eða hvað? Það er svosem sem ég sjái það. Og kannski er bara landhreinsun af okkur landráðamönnunum sem svíkjum íslensku sauðkindina og fjallkonuna og stingum af til illa óvina-heimsveldisins ESB? Ísland er jú, hefur alltaf verið og mun áfram verða, bezt í heimi!.
Winds of Change
3.1.2009 | 23:05
Dear friends,
As we enter the new year, most of us are filled with emotions of anticipation, uncertainty and justifiable fear. Yet the feeling of HOPE is still alive in our hearts as we march on to face the daunting challenges that lie ahead. In a changing world where old ideologies have crumbled, a new brave world must rise from the ashes! Failure is not an option.
To my Icelandic blog-friends: I have decided to make the following changes to my blog while I continue to explore other blog-venues that are totally free of censorship. For the time being I have decided to remain here.
1. From now on, all my posts will be written in English in order to expand my audience to include my American friends and neighbors. I'm sure most of my Icelandic blog-friends are fluent in English anyway so I hope they will not be affected by this change. Please feel free to continue to leave comments in Icelandic if you prefer. I may also post some blogs in both English and Icelandic - especially if I link to news articles on the mbl.is news-site. I may also translate some of my older posts to English in the near future.
2. As a way to protest the decision of the editors of mbl.is and blog.is to limit the freedom of speech of those individuals who prefer to blog anonymously by preventing them from linking blogs to news articles and trying to make their blogs invisible, I have taken the following steps:
From now on my full legal name and picture will not appear on the frontpage of this blog. This is done to show my support to those bloggers whose opinions are being systematically silenced by concervative pro-government editors.
My full name will still appear on the author page and I will make no efforts to hide my true identity - this is a symbolic protest only!
3. I will not be bullied into silence and wow to make my future writings edgier than ever before! I will continue to critizise religion and right-wing nuts while also keeping the personal elements and humor intact. This blog will continue to be a strange mixed bag as I refuse to box myself in to a specific topic or style. As before, I will write about my personal thoughts and experiences pertaining to my interests which include: Aviation, Technology, Politics, Gay rights issues, Secularism and the seperation of Church and State, etc.
4. As I continue to evolve as a human being, I reserve the right to make further changes to this blog as I deem fit.
Thanks to all those who encouraged me to continue blogging and thanks for staying with me! And a very warm welcome to my new readers as I take this step into the wild blue yonder of the international blogosphere!
Halfway Down the Stairs
22.12.2008 | 23:55
Þetta lag hefur verið mér hugleikið í dag og ég ákvað að deila því með ykkur. Bestu hátíðarkveðjur og óskir um betri tíð með blóm í haga nú þegar dagsskíman fer að lengjast.
Vinir og fjölskylda | Breytt 23.12.2008 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Vídeó frá flakkinu til Washington
30.11.2008 | 19:51
Þá erum við félagarnir (við Alan Smithee myndatökumaður a.k.a. Skarphéðinn góðvinur minn og nágranni ) komnir heim í sveitina eftir vel heppnað road-trip til höfuðborgarinnar og samtals 38 klukkustundir á keyrslu (ca. 2500 mílur). Auðvitað þýddi ekkert annað en klippa strax saman smá brot af ferðalaginu og skella á youtube, for your viewing pleasure. (Ath. Mæli eindregið með að þið tvísmellið á myndböndin og farið inn á youtube síðuna og veljið "Watch in High Quality")
Og svona leit bíltúrinn út (38 tímar skornir niður í 10 mínútur) með undirleik Blues Brothers.
Og að lokum svipmyndir frá Smithsonian National Air & Space Museum.
Haustlitirnir
14.10.2008 | 07:20
Haustið er fagurt hér í Minnesota og fátt er betra fyrir geðheilsuna á þessum síðustu og verstu en að fara út í göngutúr og virða fyrir sér náttúruna. Við félagarnir gengum meðfram Mississippi fljótinu í gær í 22° hita og hressandi úða. Myndavélin var að sjálfsögðu með í för. (afsakið léleg myndgæði...mæli sterklega með að þið smellið hér og veljið "watch in high quality")
Einn prófessoranna minna hafði svo samband við mig um helgina og kallaði mig á sinn fund í dag. Prófessorinn hafði fengið heimsókn frá hausaveiðara í leit að útskriftarnemum og hann ákvað að segja frá mér og þeim verkefnum sem ég hef unnið að. Hausaveiðarinn var víst áhugasamur um að heyra í mér og bað prófessorinn um að skila til mín nafnspjaldinu sínu ásamt kynningarpakka frá fyrirtækinu...já og kaffi-hitabrúsa!
Fyrirtækið sem um ræðir er alhliða verkfræðistofa sem sérhæfir sig m.a. í flugvöllum. Höfuðstöðvarnar eru í Fargo, ND...af öllum stöðum...en ég ætla engu að síður að reyna að grípa gæsina og hafa samband við hausaveiðarann. Hér er vefsíðan þeirra.
Játningar eineltisbarns - vídeóblogg
25.7.2008 | 05:46
Dr. Phil hver???
Líkfylgdin í Monte Carlo
13.7.2008 | 06:45
Það getur verið vandræðalegt að lenda óvart inní miðri líkfylgd, sérstaklega þegar maður er að flýta sér og umferðin rétt lullast áfram á sannkölluðum jarðarfararhraða og maður kann engan vegin við að taka framúr. Sem betur fer gat ég skotið mér útúr röðinni og keyrt hliðargötur í dag þegar ég lenti í þessu en það minnti mig á aðra og svakalegri líkfylgd sem ég lenti í fyrir 18 árum síðan.
Foreldrar mínir höfðu tekið mig með í ferðalag til Evrópu (flug og bíll til Lux eins og vinsælt var á þessum árum) og höfðum við verið að þvælast um frönsku Riveriuna; Cannes og Nice og næst lá leiðin inní Monaco. Okkur þótti undarlegt að hvergi var sála á ferli, enginn að baða sig í Miðjarðarhafinu og allar verslanir virtust lokaðar. Við keyrðum sem leið lá í gegnum göngin frægu undir spilavítið (sem einhverjir kannast við úr Formúlu 1 kappakstrinum) og loks komumst við uppá aðalgötu þar sem eitthvað virtist um að vera og talsverð umferð.
Umferðin gekk frekar hægt þannig að auðvelt var fyrir pabba að taka beygjuna inná veginn og smella sér inní bílalestina. Við vorum svosem hætt að gapa yfir flottu bílunum enda annar hver maður þarna á Ferrari eða Lamborghini...en fljótt fór þó að renna á okkur tvær grímur. Þegar við fórum að líta betur í kringum okkur tókum við eftir því að fólk stóð prúðbúið á gangstéttunum og fylgdist með bílalestinni og virtist afar alvarlegt á svipinn...mér fannst eins og sumir væru að stara á okkur. Fyrir framan okkur var svört Benz límosína og þegar ég leit aftur fyrir okkur sá ég svakalegan silfurlitaðan Rolls Royce og númeraplatan "Monaco 1111"...þetta hlaut að vera einhver merkilegur...sennilega einhver úr Grimaldi fjölskyldunni.
Bílalestin hélt áfram uns við komum loksins að Chapelle de la Paix kirkjunni en þá áttuðum við okkur fyrst á því hvers lags var. Þá sáum við að u.þ.b. átta bílum fyrir framan okkur var líkbíll all glæsilegur og mikill mannfjöldi var samankominn fyrir framan kirkjuna. Pabbi náði sem betur fer á síðustu stundu að smeygja sér niður á bílastæði rétt hjá áður en við lentum í fasinu á ljósmyndurum og sjónvarpsvélum...það mátti ekki miklu muna. Við fylgdumst með hersingunni úr öruggri fjarlægð og sáum þarna sjálfan Rainer fursta, Albert krónprins og Karólínu prinsessu sem við vissum ekki fyrr en þá um kvöldið að var ný-orðin ekkja og var þarna að kveðja eiginmann sinn Stefano Casiraghi sem hafði látist þegar hraðbát hans hvolfdi á grunsamlegan hátt. Sumir halda því fram að ítalska mafían hafi þar átt hlut í máli.
Þess má geta að við ókum á grænum Ford Sierra station!
Vinir og fjölskylda | Breytt 16.7.2008 kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Pönnuköku Fly-in
10.7.2008 | 23:48
Nú um daginn fór fram árlegur "morgunverðar-flugdagur" á flugvellinum hér í St. Cloud, en þá vaknar fólk snemma og tekur á móti alls konar flygildum frá nágrannasveitafélögum og borðar saman hrærð egg og pönnukökur með bunch af sírópi! Það eru lókal flugklúbburinn, Civil Air Patrol og Minnesota National Guard sem standa að þessu í sameiningu og í þetta skiptið mættu m.a. gömul DeHavilland Beaver á sjóskíðum ásamt Chinook og Blackhawk þyrlum frá National Guard svo eitthvað sé nefnt.
Um næstu helgi er svo stefnan tekin á alvöru flugsýningu norður í Duluth, en þangað er von á listflugssveit sjóhersins "Blue Angels" sem er hreint stórkostlegt að horfa á (sá þá áður suður í Oklahoma)...þeir eru að mínu mati flottari en kollegar þeirra úr flughernum (Thunderbirds) sem ég sá suður í Arkansas um árið, enda líka á svalari græjum (F/A-18 Hornet). Auk Blue Angels verða sviðsettar "árásir" með sprengingum og látum (pyrotechnics) með A-10 Warthog og F-16. Þá verða þarna gamlar og fallegar orustuvélar úr seinni heimsstyrjöldinni svo sem P-38 Lightning og P-51 Mustang auk þess sem Patty Wagstaff mun sýna listir sínar á Extra-300. Semsagt spennandi helgi framundan og nú er bara að muna eftir sólar-vörninni og moskító-fælunni.
Minneapolis Gay Pride
30.6.2008 | 12:16
Það var góð stemmning á Pride í Minneapolis í gær enda frábært veður og um 125 þúsund manns mættu í sjálfa gönguna auk tugþúsunda til viðbótar sem létu sér nægja að mæta á útihátíð í Loring Park. Gangan var hin glæsilegasta, með yfir 120 atriðum (floats) og tók yfir tvo og hálfan tíma að hlykkjast niður Hennepin Avenue...en ég klippti það helsta niður í 10 mínútur og skellti á youtube handa ykkur!
Frægur í Senegal!
20.6.2008 | 22:12
Hahaha...ég sagði frá því um daginn að franska blaðið Le Nouvel Observeur birti myndbandið mitt sem ég tók af Obama í St. Paul á vefnum sínum...en þetta slær það þó út! Myndbandið mitt er "Vidéo du jour" á forsíðu Senegalska fréttavefsins sen-adresse.com í dag.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)