Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Bréf til jólasveinsins
6.3.2007 | 21:14
Ég rakst á gamla prófessorinn minn úr flugrekstrarfræðinni um daginn, hann Dr. Aceves. Hann var einn af mínum uppáhalds kennurum í flugdeildinni og er mikill húmoristi. Í fyrsta kúrsinum sem ég tók hjá honum setti hann okkur fyrir að skrifa "scholarship application" eða beyðni um námsstyrk sem við áttum síðan að senda á nokkra staði og snýkja peninga. Þetta var hugsað sem æfing í að skrifa umsóknir og í að koma sér á framfæri. Ég átti hins vegar í mesta basli með þetta verkefni því flestir styrkveitendurnir gera alls kyns kröfur um að maður verði að vera innfæddur, jafnvel frá tilteknu bæjarfélagi eða hafi gengið í þessa eða hina kirkjuna. Þar fyrir utan þótti mér afar erfitt að skrifa ritgerð um af hverju ég ætti skilið að hljóta styrkinn og hvað ég væri nú frábær, enda er ég fremur hógvær maður að eðlisfari.
Að lokum ákvað ég að slá þessu bara upp í létt grín og skrifa bréf til jólasveinsins. Það yrði bara að hafa það þó ég fengi F fyrir þetta verkefni. En mér til mikillar undrunar fékk ég mikið hrós frá prófessornum og A+ fyrir verkefnið! Þar að auki sagði hann mér um daginn að hann haldi ennþá uppá þetta verkefni mitt og sýni það öllum nýnemunum sem dæmi um vel skrifað "scholarship application". Ég læt þetta þess vegna bara flakka hérna og hver veit nema það skili sér til Santa?
To: Mr. Rudolph Reindeer, director of public relations
North Pole Enterprises, Inc.
1024 Santa Clause Plaza Suite 127
Artic Icecap - 9999N 0001W International Waters
Subject: Financial assistance request.
Saint Cloud, Minnesota December 12th 2002
Dear mr. Reindeer,
My name is Róbert Björnsson and I am an Aviation student at Saint Cloud State University in Minnesota. I have decided to come to you with a request for financial assistance in the hope that your renowned organization is continuing to reach out to the world community in the generous spirit of your founder, Mr. Santa Clause.
I was born in Iceland in 1977 and ever since I was a child I have been a great admirer of your companys positive image and I must say your philosophies have had a strong impact on my life. Your companys strategies and ability to keep strong in todays marketplace is ever so inspiring. My parents have been loyal customers of yours for decades.
In a way it was your founders incredible feats in aviation that made me fascinated with aviation at a very young age. I remember building model kits of his graceful sleigh and dreaming about one day flying around the globe at three-hundred times the speed of sound, covering the entire globe in under 30 hours. The amazing physics defying stunts caught my imagination and I knew I would devote my life to aeronautical technologies.
But it wasnt just the incredible aspect of Santas aviation accomplishments that made an impact on my life. Even more so was the unselfish nature of his work and the undevided devotion to his customers throughout his career. Santa Clauses passion for the wellbeing of children throughout the world, even in evil communist countries and lesser developed countries where lack of profit might have pushed other CEOs to back out and focus on more profitable areas shows that Santas sense of humanitarian responsibility did not dwindle even after the Coca-Cola Company aquired 49 % of North Pole Enterprises stock in the 1931 hostile takeover attempt.
I have tried to live my life in accordance to Santas philosophies. I have made every effort to be a productive and responisble citizen and made sure to do whatever I can to help people in need and help uphold that special holiday spirit all year long. Wether it has been through my unselfish work of teaching priviledged children how to play video games or my tireless efforts to explain the internet to the elderly I believe I have shown an exampliary postconventional attitude even if I do say so myself. I established myself on Santas list of good children and remained on his list through most of the Nineteen-Eighties.
Right now I am studying Aviation Maintenance Management at the prestigeous Saint Cloud State University and my goal is to have a positive impact on the aviation industry upon graduation and help keep aviation the worlds safest and most efficient mode of transportation. I ask you to consider aiding me in reaching my goals and in doing so also make the world a better, safer, more enjoyable place by donating an amount of your descretion towards payment of my tuition.
With best regards and holiday greetings,
Róbert Björnsson.
1821 15th Ave. SE #211
St. Cloud, MN 56304
USA
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vinur minn og Purpurahjörtun
2.3.2007 | 07:46
Um daginn fékk ég tölvupóst frá gömlum skólafélaga sem ég hafði ekki heyrt í lengi. Ýmislegt hefur dregið á daga hans síðan ég sá hann síðast, í október 2001. Mig langar til að deila með ykkur sögu hans.
Ég kynntist Terry Hudson í febrúar árið 2000. Við vorum samferða í gegnum nám í flugrafeindavirkjun (avionics) við Spartan School of Aeronautics, í Tulsa, Oklahoma. Þrátt fyrir mjög ólíkan bakrunn kom okkur strax mjög vel saman og við mynduðum ágætt teymi í verklegu tímunum ("lab parntners") auk þess sem við grúskuðum ýmislegt utan skólatíma.
Terry er svartur og ólst upp í gettóinu í suðurhluta Chicago. Til að sleppa undan fátækt, gengjastríðum og crack-cocaine faraldrinum, skráði hann sig í herinn 18 ára gamall. Það var árið 1990, árið sem Saddam Hussein heitinn réðst með offorsi inn í Kúvæt, sællar minningar. Terry var umsvifalaust sendur á svæðið til að taka þátt í Operation Desert Storm sem fallbyssuskytta á M1A1 Abrams skriðdreka. Hann var mjög súr yfir því að hafa aldrei lent í alvöru "combat" en þó kom hann heim með Purpurahjarta í farteskinu því hann fékk sprengjubrot í handlegginn þegar að Skud-flugskeyti lenti nálægt herskálanum hans í Sádí-Arabíu. Hann var voða stoltur yfir því blessaður að vera "wounded veteran".
Terry hélt áfram í hernum (active-duty) næstu 9 árin og lauk ferlinum sem Staff Sergeant (E-6). Hann ákvað svo að nýta sér skólagjaldastyrk hersins til þess að afla sér mentunar og skráði sig í Spartan, en í hernum hafði hann nokkra reynslu af viðhaldi á þyrlum og ýmsum vopnakerfum.
Um það leiti sem við vorum að útskrifast úr Spartan voru framin skelfileg hryðjuverk, kennd við 11. september, 2001. Terry var mikill "patriot" og sagðist sko ætla beint í herinn aftur til að taka í lurginn á þessum bansettu "towelheads". Þegar leiðir okkar skildu vissi ég að hann var búinn að skrá sig í varaliðið (Army reserves) en ætlaði samt að leita sér að vinnu í nýja faginu. Síðan heyrði ég ekki frá honum í nokkur ár.
Í ársbyrjun 2005 var varaliðs-deildin hans kölluð út og send til Írak. Þegar kallið kom hafði hann verið búinn að koma sér fyrir í sæmilegri vinnu hjá Lockheed Martin suður í Dallas, Texas. Eftir tæplega 4 mánaða dvöl í Írak særðist hann svo aftur þegar brynvarinn Hum-Vee sem hann var farþegi í keyrði yfir jarðsprengju. Hann slapp tiltölulega vel miðað við aðstæður, fékk í sig sprengjuflísar og hlaut innvortis blæðingar auk þess sem hann missti varanlega heyrn á öðru eyra. Félagi hans í jeppanum lét lífið.
Eftir einhverja dvöl á hersjúkrahúsi í Þýskalandi fór hann heim til Texas með nýja Purpurahjartað sitt í barminum. Þegar heim var komið komst hann að því að konan hans hafði haldið framhjá honum og var horfin á brott. Starfið hans hjá Lockheed Martin var sömuleiðis farið (fyrirtæki eru ekki skyldug til að taka aftur við varaliðsmönnum sem kvaddir eru á brott). Honum var bara tjáð að fyrirtækið hefði þurft að segja upp fjölda manns vegna samdráttar (ég sem hélt að það væri rífandi bisness hjá hergagnaframleiðendum á stríðstímum).
Terry var svo atvinnulaus í nokkra mánuði uns hann fór að vinna við afgreiðslu á bensínstöð! Hann er með sykursýki og þarf að kaupa insúlínið sitt sjálfur, því engin er sjúkratryggingin. Hann fær að vísu einhver "VA benefits" frá hernum en þau dekka ekki insúlínið. Nú ætlar hann svo að flytjast aftur til Chicago og reyna að byrja nýtt líf.
Já, svona er lífið hér í landi tækifæranna. Leiðin úr gettóinu í suðurhluta Chicago getur verið þyrnum stráð. En Terry Hudson er stoltur af Purpurahjörtunum sínum...þó svo öllum öðrum sé slétt sama.
Loksins snjór
24.2.2007 | 23:47
Það hlaut að koma að því...það hefur ekki snjóað mikið það sem af er vetri í Minnesota. Það er búið að vera kalt og þurrt í allan vetur og úrkoman langt undir meðalári. En loksins gefst færi á að búa til snjókarl og moka af svölunum.
Mikið er ég annars feginn núna að vera með upphitaðan bílskúr með sjálfvirkum hurðaopnara. Lúxus.
Bréf frá Obama
20.2.2007 | 23:17
Ég fékk bréf í póstinum í dag, sem væri svosem ekki í frásögu færandi nema hvað það var frá forsetaframbjóðandanum Barack Obama. Ekki veit ég nákvæmlega hvernig ég komst inná póstlistann hans en hann hóf bréfið á persónulegu nótunum með orðunum "Dear Friend, I am running for President of the United States". Svo heldur hann áfram á fjórum blaðsíðum og talar til mín um orkuvandann og náttúruvernd, stríðið í Írak, heilsutryggingar fyrir almenning og jafnrétti.
Hann endaði svo bréfið á þessum orðum:
"As I embark on this jouney -- as I invite you to join me -- I recall the words of Dr. Martin Luther King Jr.: "The arc of the moral universe is long, but it bends toward justice."
Dr. King was right. But his words are a challenge, not a prophecy, for justice is not a self-fulfilling creed. It is up to each of us to place our hands on that arc, to bend it toward the promise and possibilities of our moment in history -- and toward the America we know in our hearts we can achieve.
Today, that arc beckons for our hands. Please reach for it -- and join me in reclaiming the America we dream of.
Sincerely, Barack Obama."
Nú bíð ég bara spenntur eftir bréfi frá Hillary og John Edwards áður en ég tek endanlega ákvörðun um að endorsa Obama.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)