Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Fjallið mitt, jarðhiti og gróður-nasisminn

BúrfellÉg heimsótti ættar-óðalið mitt um helgina og virti fyrir mér jörðina mína eins og hver annar stór-greifi.  Það eru sko ekki allir sem eiga þúsund hektara lands og heilt fjall í Grímsnesinu!  Wink   Jæja ok...ég á það nú kannski ekki alveg allt sjálfur...ennþá.  Maður má nú samt gorta sig aðeins og spila sig svoítið stærri en maður er, svona til gamans endrum og eins.

Búrfell (I) í Grímsnesi er staðurinn sem um ræðir, en þar stunduðu afi minn og amma sinn búskap.  Ég ber alltaf frekar sterkar tilfinningar til Búrfells og finnst ég eiga þar mínar rætur og uppruna, þrátt fyrir að ég hafi aldrei búið þar.  Móðir mín var alltaf stolt af landinu sínu og þarna undi hún sér best.  Hún hvílir nú ca. 20 metra frá eldhúsglugganum sínum, í kirkjugarðinum að Búrfelli.  Jörðin er raunar nú í eigu föður míns og móðursystur, en þau hafa hingað til staðist áhlaup "ríku auðmannanna úr Reykjavík" sem vilja ólmir kaupa upp allt land á Suðurlandi undir hrossabúgarða og "frístundabyggðir".  Ekki veit ég hvernig það endar allt saman... en á meðan landið er enn í okkar eigu, held ég áfram að gorta mig af því að eiga heilt fjall. Smile

BúrfellÞarna eigum við góða granna, því næsta jörð fyrir norðan er Efri-Brú, en þar rak Guðmundur nokkur Byrgið sitt í mis-mikilli sátt við Guð og menn.  Nú er svo víst búið að brenna allar veggjatítlur á Efri-Brú og mættur til sögunnar annar Guðmundur með hyskið sitt.  Hárfagur maður líkt og forverinn en ku vera jarðbundnari og minna fyrir sado-masokisma.LoL

Það má svo geta þess að uppi á Búrfellsfjalli er eldgígur og í honum stöðuvatn þar sem finna má stöku silung.  Þjóðsögur herma að göng séu á milli gígsins á Búrfellsfjalli og Kersins í Grímsnesi, og að þar búi nykur, en það er grár hestur sem hófarnir og eyrun snúa öfugt á.  Ef einhver fór á bak nykursins þá hljóp hann með viðkomandi að vatninu í Kerinu eða á Búrfelli og stakk sér til sunds og drekkti þeim sem á baki var.


Búrfellskirkja og hús ömmu minnar

 

 

 

 

 

 

 

 

........

Nesjavallavirkjun - Ég fór í skoðunarferð um jarðvarma-virkjunina á Nesjavöllum í gær og þótti mikið til koma.  Glæsileg mannvirki og stórkostlegt að sjá þessa mikilvægu og óþrjótandi auðlind beislaða til að skapa umhverfisvæna orku. 

Ég var að spjalla við einn prófessorinn minn um jarðvarma-orku í vor og hann var grænn af öfund út í Íslendinga og jafnframt reiður Bandarískum stjórnvöldum og orkugeiranum fyrir að hundsa möguleikann á nýtingu jarðvarma í Bandaríkjunum.  Til eru nokkur jarðvarma-orkuver í Bandaríkjunum, flest í Kalíforníu og í Klettafjöllunum, nálægt Yellowstone hverasvæðinu.  Jarðvarmaorkan sem beisluð er í Bandaríkjunum í dag skapar einungis 0.3% orkubúskapar Bandaríkjanna, en tilfellið er að ef fé yrði lagt í uppbyggingu á fleiri virkjunum væri hæglega hægt að hækka þá tölu uppí 10% á næstu 20 árum, eða um 70,000 MW.  Staðreyndin er nefnilega sú að það er til nóg af háhitasvæðum í Bandaríkjunum sem standa algerlega ónýtt.  Meðfylgjandi kort sýnir svæðin sem um ræðir (í rauðum lit), aðallega í vestur-ríkjunum og Klettafjöllunum.  Einnig er gríðarlegt háhita-svæði á hafsbotni í Mexíkóflóa undan ströndum Texas og Louisiana, þar sem þegar er verið að bora fyrir olíu og gasi.

US Geothermal mapEn Bush stjórnin, í allri sinni visku, hefur tekið þá ákvörðun að leitin að endurnýtanlegum orkugjöfum sé of dýr og óhagkvæm.  Langtíma-stefna Bandaríkjanna í orkumálum er sú að byggja fleiri kjarnorkuver, halda áfram að brenna kolum og jarðgasi, dæla upp olíu í Alaska og breyta matarkistu heimsins (maís-ökrum Miðvesturríkjanna) í Etanól-bruggverksmiðju. 

Ljósi punkturinn er þó sá, að einstaka fylki hafa sett sín eigin lög og markmið í orkumálum sem eru mun framsæknari og gáfulegri en það sem kemur frá Washington DC.  Fylkisþing Minnesota, hefur t.d. samþykkt lög þess efnis að stóru orkufyrirtækin, eins og XCel Energy, verði skyldug til að framleiða 30% af sinni orku sem það selur íbúum Minnesota, með endurnýtanlegum orkugjöfum (t.d. sólar-rafhlöðum, vindmillum, jarðvarma) fyrir árið 2020.

........

Gróður-nasismi

Ég skoðaði mig um á Þingvöllum um helgina og tók eftir því að búið var að rífa upp nokkur stór og gömul barrtré.  Við nánari eftirgrennslan var mér tjáð að til stæði að fella öll barrtré í þjóðgarðinum af því að þetta væru aðflutt og óíslensk tré.  Stefnan er víst sú að allt eigi að líta út eins og um landnám!  Sama gildir um alla þjóðgarða landsins, þar á að rífa upp alla lúpínu, barrtré, Alaska-ösp...allt sem er ekki nógu Íslenskt og þjóðlegt.

Hvaða andskotans framsóknar-rugludallar fundu uppá þessu?  Ég hélt að það væri nú ekki of mikið af trjám og gróðri á þessu landi þó menn færu nú ekki að rífa allt upp með rótum á stórum svæðum.  Endilega setjið svo bara nokkrar rolluskjátur á þetta í leiðinni og búiði til almennileg rofabörð...eitthvað nógu Íslenskt!  Rekiði svo alla helvítis útlendingana í burtu sem voga sér að tjalda í þessum heilögu Íslensku þjóðgörðum í skjóli birkihríslanna!  Varla er svoleiðis hyski velkomið þar enda aðflutt og óíslenskt og hlýtur þarafleiðandi að skemma útsýnið fyrir hreinræktuðum þjóðernissinnum.


Hot town, Summer in the City

Where's Waldo?Ég brá undir mig betri fætinum í dag og keyrði niður til Minneapolis og eyddi deginum í Uptown og við Lake Calhoun.  Uptown hverfið, sem er staðsett rétt fyrir sunnan downtown (go figure), er svona hálfgert "kúltúr" hjarta Minneapolis.  Hverfið minnir örlítið á Greenwich Village í NY, mikið um listafólk og bóhema, kaffihús, bókabúðir, veitingahús og skemmtistaði.  Meðal ungra listamanna sem hófu ferilinn í Uptown var sjálfur Prince, sem á eftir Bob Dylan er kannski frægasti sonur Minnesota.

Ég skellti mér í hið fornfræga Uptown Theater kvikmyndahús, sem var byggt árið 1916 og miðað við rifin sætin og myglufýluna virðist ekki miklu hafa verið eytt í endurbætur á húsinu síðan.  Þrátt fyrir það er gaman að koma þarna, enda einhver sjarmi og stemmning í húsinu sem erfitt er að skilgreina.  Þarna eru eingöngu sýndar "independent" myndir sem ekki fá mikla dreifingu í stóru megaplexunum og í dag var verið að sýna Sicko myndina hans Michael Moore, sem enn er ekki kominn í almenna dreifingu.  Þetta, ásamt Lagoon bíóinu hinum megin við götuna eru einu bíóin sem sýna myndina í Minnestoa enn sem komið er.  Ég man reyndar eftir því að sama var upp á teningum með Farenheit 9/11 og meira að segja Brokeback Mountain.  Þær myndir voru ekki sýndar uppí St. Cloud fyrr en eftir dúk og disk og ég gerði mér far niðurí Uptown til þess að sjá þær með öllu hinu "líberal pakkinu".

Uptown TheaterMichael Moore brást ekki bogalistin með Sicko, sem er mynd sem allir verða að sjá.  Hún er virkilega sorgleg á köflum, en Moore tekst þó að halda uppi húmornum eins og honum er einum lagið.  Ég nenni ekki að tjá mig mikið um heilbrigðiskerfið hérna í Ameríkunni í þessari færslu...en djöfull er það rotið...eins og svo margt annað í þessu þjóðfélagi...sem samt á líka sínar góðu hliðar auðvitað!

Eftir Sicko var haldið á Famous Dave´s BBQ and Blues búlluna í Calhoun Square.  Þar var auðvitað étið á sig gat af svínarifjum og öllu tilheyrandi og hlustað á blús í leiðinni.

 

Lake Calhoun - Minneapolis skylineÞvínæst var kíkt niður að Lake of the Isles og Lake Calhoun og notið verðurblíðunnar.  Það er alltaf unun að fylgjast með fallega fólkinu með fullkomnu magavöðvana skokka og hjóla með smáhundana sína meðfram vatninu.  Það er auðvelt að missa sig í dagdraumum um hið ljúfa líf...eignast eina af þessum milljón dollara lakefront villum og Jagúarinn í innkeyrslunni.  Ekki væri verra ef báturinn og einn af þessum "stud muffins" með magavöðvana fylgdi með í kaupunum!  GetLost  Keep on dreamin´ boy.

My car - Not my house

 

 

Áður en maður kom sér heim í sveitina var svo komið við í Whole Foods Market og spurt um íslenskt lambakjét.  Þar var mér tjáð að þeir fengju bara eina sendingu á ári og sú næsta kæmi í byrjun nóvember.  Hann ráðlagði mér hins vegar að hringja um miðjan október og láta taka frá fyrir mig, því kjötið entist venjulega ekki út vikuna!  Það var heldur ekkert íslenskt skyr eða súkkulaði til, það fæst eingöngu á austurströndinni enn sem komið er, en ég keypti að gamni rándýra flösku af íslensku vatni.

Ég hefði kannski betur sleppt því, en ég fæ nóg af ókeypis íslensku kranavatni á mánudaginn!  Jamm...hætti við að fara á Oshkosh flugsýninguna í Wisconsin og er á leiðinni á klakann í sumarfrí. W00t


Titill þessarar færslu er annars tilvísun í þetta ágæta lag frá 1966 með The Lovin´Spoonful. Cool


Enn eitt fórnarlamb klukkunnar-faraldursins!

Það fór ekki svo að maður slyppi við þetta skaðræðis-klukk sem tröllriðið hefur bloggheimum síðustu daga eins og versti keðjubréfa-vírus.  Thanks a lot Margrét!

En hvað getur maður gert annað en tekið þátt í vitleysunni til að forðast að verða jinxaður.  Þetta gengur víst út á að uppljóstra 8 hlutum um sjálfan sig og klukka svo 8 aðra óklukkaða bloggara.  Mjög frumlegt!

Ok...here goes...

1.  Þegar ég var 5 ára var Bubbi Morthens í miklu uppáhaldi hjá mér, en það átti eftir að koma mér í koll því það leiddi til þess að ég var rekinn heim af Gæsló fyrir að taka mér stöðu uppá rennibrautinni og syngja hástöfum "Stórir strákar fá raflost" og "Ekki benda á mig" sem ég kunni orðið utanað.  Enn þann dag í dag skil ég ekki af hverju ég var rekinn heim fyrir þetta tónleikahald en sennilega hefur fóstrunni ekki þótt textarnir við hæfi á róluvellinum.  Þetta atvik hefur þó sennilega haft einhver bælandi sálræn áhrif á mig því uppfrá þessu varð ég ákaflega feiminn og óframfærinn krakki og var aldrei rekinn úr tíma í skóla eftir þetta og aldrei sendur til skólastjórans fyrir prakkarastrik.  Ég var beygður og kúgaður undir ægivald yfirvaldsins nógu snemma og hef aldrei fílað Bubba síðan! Grin  Þetta var örugglega svona "defining moment" sem eftir mörg sálfræðiviðtöl og dáleiðslur uppgötvast að gerðu mann eins og maður er!

2.  Ég var einu sinni skráður í Framsóknarflokkinn! Blush  Á mínu fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi kynntist ég ungum og harðpólitískum sveitalubba úr Rangárvallasýslunni.  Ég var alveg ópólitískur á þessum árum en hafði alltaf haft svolítið gaman af Denna Hermanns...ég verð að segja það.  Ég var ungur, vitlaus og áhrifagjarn og lét til leiðast að skrá mig í flokkinn og kjósa í einhverju prófkjöri...bara til að geta verið vinur þessa drengs, sem svo talaði ekki meira við mig eftir að hann var búinn að "nota mig" í prófkjörið.  Síðan hef ég ekki getað treyst framsóknarmönnum! GetLost  Ég hafði reyndar lúmskt gaman af því að stríða ömmu minni með þessu en hún var gallhörð Sjálfstæðis-kona og þótti þetta uppátæki mitt skelfilegt.

3.  Ég varð Íslenskur ríkisborgari í ágúst árið 1996 og hlýt því að teljast nýbúi!?  Fyrir þann tíma var ég óafvitandi ríkisfangslaus, þrátt fyrir að eiga Íslenskt vegabréf, alíslenska móður og hafa verið fæddur og uppalinn á Íslandi.  Þetta skrítna kerfis-rugl kom til af því að afi gamli, Robert Jensen, fluttist til dönsku nýlendunnar Íslands fyrir stríð og hóf störf við Mjólkurbú Flóamanna.  Þar kynntist hann íslenskri stúlku og átti með henni börn og buru.  Pabbi fæddist áður en Íslendingar sviku Kónginn og lýstu yfir sjálfstæði og var þess vegna kallaður "fullveldis-dani".  Merkilegt nokk erfðist þetta svo til mín, þrátt fyrir að móðir mín hafi verið alíslensk og pabbi ekki nema hálfur dani, fæddur á Íslandi.
Ég vissi ekki af því fyrr en að ég ætlaði að kjósa í fyrsta skipti að ég var ekki á kjörskrá.  Ég kaus nú samt utankjörstaðar og lét kæra inn atkvæðið mitt en vissi aldrei hvað varð úr því.  Nokkrum mánuðum síðar sótti ég um að endurnýja vegabréfið mitt (sem Sýslumaðurinn á Selfossi hafði gefið út vandkvæðalaust mörgum árum áður).  Þá fékk ég tilkynningu um það að samkvæmt þjóðskrá væri ég danskur ríkisborgari.  Danska sendiráðið vildi hins vegar ekkert kannast við mig og því var ég í raun ríkisfangslaus.  Þó mér væri það eiginlega þvert um geð, neyddist ég til þess að sækja náðursamlegast um íslenkst ríkisfang og fékk það daginn eftir og á sérstakt vottorð um það undirskrifað af þáverandi dómsmálaráðherra Þorsteini Pálssyni.  Ég held reyndar meira uppá kvittunina, sem á stendur: 1 stk. íslenzkur ríkisborgararéttur - kr. 1,600.  LoL  Spottprís if you ask me!

4.  Fékk ólæknandi áhuga á NBA körfuboltanum eftir að hafa fylgst með úrlsitakeppninni árið 1991 þegar Magic Johnson og LA Lakers kepptu við Michel Jordan og Chicago Bulls.  Ég hélt með Lakers og var harður Lakers aðdáandi þangað til ég fluttist til Oklahoma og gerði mér nokkrar ferðir suður til Dallas til að horfa á Mavericks spila.  Mavericks leikjunum var líka öllum sjónvarpað á kaplinum í Tulsa þannig að ég fór að fylgjast með þeim og sagði skilið við Lakers.  Svo þegar ég kom hingað til Minnesota þá fór ég að leggja ferðir mínar í Target Center og uppgötvaði Kevin Garnett.  Það má því kannski segja að maður sé kominn hringinn því Lakers liðið var upphaflega héðan frá Minnesota, en var keypt til Los Angeles árið 1960.

5.  Þegar ég var krakki og unglingur hafði ég óeðlilegan áhuga á hernaði og drápstólum.  Ég safnaði öllu sem ég gat sem tengdist herþotum, flugmóðurskipum (Top Gun var eitt sinn uppáhaldsmyndin mín...og ekki bara útaf Tom Cruise), kafbátum og las allt sem ég náði í eftir Tom Clancy.  Ég fílaði kalda stríðið í botn og hélt með George Bush eldri á móti Michael Dukakis í forsetakosningunum 1988 (þegar ég var 11 ára) af því að Dukakis ætlaði að skera niður til hernaðarútláta! Shocking 

6.  Þegar ég fluttist til Bandaríkjanna árið 2000 leist mér ágætlega á fylkisstjórann í Texas og forsetaframbjóðandann George W. Bush og Repúblikana almennt.  Ég var saklaus og trúði engu slæmu uppá kristna Ameríkana!  Þetta voru jú the good guys...ekki satt?

7.  Ég eltist og þroskaðist...uppgötvaði smám saman "sannleikann" um lífið og tilveruna og heimsmynd mín umturnaðist.  Breyttist úr frekar íhaldssömum og húmorsnauðum plebba sem hlustaði eingöngu á klassíska tónlist og leit niður á hippa og homma...yfir í ofurfrjálslyndan húmanista, trúleysingja og krata sem lærði að hlusta á rapp og reykja gras (og hætta því). - Og til að kóróna allt saman kom ég svo loksins útúr skápnum í leiðinni og losnaði úr viðjum sjálfshaturs og stöku sjálfsmorðshugleiðinga. Smile

8.  Vokenni elskulegum bróður mínum sem hefur ekki talað við mig síðan...sem og öllum þeim sem hafa ekki áttað sig á því að lífið er of stutt og dýrmætt til þess að lifa því ekki lifandi í sátt við sjálfan sig og aðra.  Mitt mottó er að Það er skylda okkar að vinna stöðugt í því að bæta okkur og ná fram því besta sem í okkur býr.  Eða eins og gamla recruiting-slóganið hjá Ameríska hernum var:  "Be all you can be!"

Yikes...þetta hlýtur að vera orðið með þeim lengri og svæsnari klukkunum.  Þarf svo að finna 8 óklukkuð skotmörk...best að sofa á því.


John Philip Sousa - Independence Day

SousaÞann fjórða júlí er tilvalið að minnast eins merkilegasta tónskálds Bandaríkjanna, John Philip Sousa (1854-1932).  Sousa þarf ekki að kynna fyrir áhugafólki um her-marsa og lúðrasveita-tónlist almennt, en hann hefur oft verið uppnefndur "konungur marsanna".  Meðal frægustu marsanna hans má nefna Stars and Stripes Forever, Washington Post og Semper Fidelis.

Þess má geta að þar sem hefðbundnar túbur eru of stórar og þungar til að bera með góðu móti í skrúðgöngum var fundið upp nýtt hljóðfæri sem hvílir á öxl hljóðfæraleikarans og bjallan kemur upp yfir höfuðið og snýr fram.  Þetta hljóðfæri var að sjálfsögðu nefnt Sousa-fónn til heiðurs meistaranum.

Ég hlóð nokkrum völdum mörsum inní tónlistarspilarann hér til hliðar og vona að einhver gefi sér tíma til að hlusta á eitt eða tvö lög.  Þetta USAF Sousakemur manni alltaf í þrusu-stuð sko! Wink

 

Í dag er svo ómissandi að mæta í skrúðgöngu, veifa Old Glory, sprengja kínverja og skella nokkrum borgurum og heitum hundum á barbeque-ið. 

 

FreedomFlagO say, can you see, by the dawn’s early light,
What so proudly we hailed at the twilight's last gleaming,
Whose broad stripes and bright stars, through the perilous fight
O’er the ramparts we watched, were so gallantly streaming?
And the rockets’ red glare, the bombs bursting in air
Gave proof through the night that our flag was still there;

O say, does that star-spangled banner yet wave
O’er the land of the free and the home of the brave?


Dinner at Bob's place

IMG_2078Ég tók mig til í dag og bauð nokkrum vinum í No-Name nauta-sirloins að hætti hússins með bökuðum kartöflum, corn-on-the-cob, bernaise og heimabökuðum croissants.

Þetta var allt saman voða þjóðlegt enda er 4th of July rétt handan við hornið.  Ég veit ekki hvað nautalundir kosta á Íslandi, en bara til að vera leiðinlegur get ég sagt frá því að ég borgaði $21 (1320 kr.) fyrir 8. stykki af 7 únsu center cut sirloins...sem sagt ca. 1.6 kg...eða 825 krónur kílóið. 

Engin furða að maður sé á stærð við meðal-Ameríkana Blush   Megrunin verður víst bara að bíða þangað til maður flytur aftur til Íslands...þá hefur maður hvort eð er ekki efni á að kaupa í matinn annað en gulrætur og jógúrt. Whistling

En en...ég tók nokkrar myndir hérna inni í dag og dembdi á vefinn og býð ykkur í heimsókn...smá innlit-útlit sans Vala Matt!

http://picasaweb.google.com/robert.bjornsson/DinnerAtBobSPlace


Transportation Academy

schoolbusÞessa dagana sit ég sumarkúrs sem fjallar um samgöngutækni, í lofti, láði og legi.  Þetta námskeið er samvinnuverkefni skólans míns (SCSU) og University of Minnesota og er kostað af miklu leiti af samgönguráðuneyti Minnesota (MN Department of Transportation).

Mér gafst reyndar kostur á að sitja svipaðan kúrs síðasta sumar en þetta er framhald af honum og byggist aðallega á heimsóknum og skoðunarferðum þar sem samgöngutækni er skoðuð frá ýmsum hliðum.  Meðal annars fengum við siglingu á Mississippi ánni með pramma-togbát, skoðuðum flutningalestar-kerfið og sporvagnakerfið ýtarlega, fórum í heimsókn í vöruflutninga-fyrirtæki sem rekur yfir 1000 vöruflutningabíla, skoðuðum flugturninn og flugumferðarmiðstöðina í Minneapolis sem og viðhaldsstöð og flugumsjónarmiðstöð Northwest Airlines. 

Í Duluth skoðuðum við svo Cirrus flugvélaverksmiðjuna, heimsóttum F-16 flugsveit Air National Guard, skoðum vöruflutningahöfnina og fengum skemmtisiglingu á Lake Superior.  Allt saman ákaflega skemmtilegt.

Í dag heimsóttum við verkfræðideild U of M og prófuðum nýjan og fullkominn ökuhermi, svo og rútu sem keyrir sig sjálf, svokallaður Techno-bus, en hann keyrir um skólasvæði U of M á sjálfstýringu með aðstoð GPS tækni og notar radar og laser-skynjara til að sjá gangandi vegfarendur og önnur ökutæki.  Mjög sérstakur bíltúr.
Þvínæst heimsóttum við "Regional Traffic Management Center" en það er nokkurskonar "umferðar-stjórnstöð" þar sem fylgst er með bílaumferð Minneapolis og St. Paul og reynt að greiða úr flækjum, en á háannatímum eru u.þ.b. 900 þúsund bílar á flakki í borginni.  State Patrol, eða þjóðvegalöggan er einnig með höfuðstöðvar sínar í þessari byggingu og fengum við góðan túr um þeirra stjórnstöð sem og stjórnstöð neyðarlínunnar 911.  Tölvukerfið þeirra í kjallaranum var vægast sagt tilkomumikið.

Þess má geta að í Minnesota látast árlega um 600 manns í umferðarslysum.  Þrátt fyrir það er MN með 5. lægstu slysatíðnina í Bandaríkjunum, en í landinu öllu deyja árlega 42 þúsund manns og þrjár milljónir slasast alvarlega!  Það tekur smá tíma að melta þessar tölur og setja þær í samhengi.

Að lokum kíktum við í áhaldahús Minneapolis en þar var okkur sýndur nýtískulegur snjóruðnings-hefill, en hann er útbúinn "heads-up-display" sem sýnir útlínur vegarins þegar skyggni er ekkert vegna skafrennings.  Einnig er hann útbúinn radar sem sýnir bíla eða aðra hluti sem grafnir eru í fönn og sjást ekki með berum augum bílstjórans.  Svona græja kæmi sér sko vel á Hellisheiðinni.

Hérna má sjá nokkrar myndir frá heimsóknunum í fyrrasumar.


Minneapolis - Gay Pride

IMG_1930Það var góð stemmning í miðborg Minneapolis um helgina og óvenju litskrúðugt um að litast.  Það viðraði vel til gleðigöngu í dag og áætlað er að um 400 þúsund manns hafi tekið þátt í hátíðahöldunum í frábæru veðri, þar af um 150 þúsund í sjálfri göngunni.

Gangan var öll hin glæsilegasta, en það voru yfir 90 atriði (floats) sem tóku þátt í þetta skiptið og tók það hersinguna um fjóra tíma að marsera niður Hennepin Avenue og ofan í Loring Park, bæjargarð Minneapolis, en þar fór fram "festival" þar sem búið var að slá upp tjaldbúðum, sölu- og kynningarbásum, þremur tónlistarsviðum, og ýmis konar afþreyingu.

Það var verulega gaman að upplifa andrúmsloftið, enda geislaði bros af hverri vör og maður fann fyrir gleði, bjartsýni og frelsi.  Það er ómetanlegur styrkur fólginn í sýnileikanum og samtakamættinum og það er ótrúleg tilfinning þegar maður fyllist stolti af "sínu liði".

Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni í dag var sjálfur snillingurinn Al Franken, en hann stefnir á að gerast öldungadeildarþingmaður Minnesota á næsta ári.  Franken virtist afar alþýðlegur og gekk á milli fólksins á götunni til að taka í spaðann á okkur.

Ég smellti af nokkrum myndum sem má nálgast hér...en auðvitað þurfti bévað batteríið svo að klárast í miðjum klíðum. Angry


Myndir frá Calíforníu-ferðinni

Ég hafði mig loksins í að dæla myndunum sem ég tók í Los Angeles um daginn inná vefinn.  Þarna eru meðal annars myndir frá Star Wars afmælishátíðinni miklu, strætum Los Angeles borgar, Hollywood hæða og Beverly Hills, ströndinni í Santa Monica, WB Studios, flugvélasafni og skipamyndir úr höfninni í Long Beach.

Gjörið svo vel http://picasaweb.google.com/robert.bjornsson   Ég mun í framtíðinni notast við þennan myndavef og mun ekki uppfæra Fotki mynda-albúmið frekar.


Vorið er komið

SCSUMinnesota er loksins að vakna úr vetrardvala.  Síðustu snjóskaflarnir horfnir, brum á trjám og vötnin að þiðna.  Íkornarnir komnir á kreik, fuglarnir syngja og fyrstu flugurnar farnar að sveima. 

Árstíðirnar breytast eins og hendi sé veifað.  Í fyrradag voru ennþá íshrönglar á Mississippi fljótinu.  Í dag var hitastigið svo komið uppí 27°C.   Langþreyttir á kulda og vetri, tóku kennarar og nemendur St. Cloud State University sig til og færðu kennslustundir sínar út undir bert loft.  Campusinn iðaði af lífi sem aldrei fyrr.  Smile   En veðrið er fljótt að breytast á þessum árstíma.

Um kvöldmatarleitið sátum við bekkjarsystkinin úti í blíðunni að fara yfir sögu tækniframfara í evrópu á miðöldum.  Þegar umræðan snérist að Galíleó Galilei og ofsóknum kaþólsku kirkjunnar gegn honum dróg allt í einu ský fyrir sólu og kaldur gustur þeytti glósum útum víðan völl.  Á einum klukkutíma lækkaði hitastigið úr 81F (27°C) niður í 55F (12°C).  Almennilegur "cold-front" það!

SCSU Campus 

 

 

 

HuskiesSt. Cloud State University er einn af þessum litlu ríkisháskólum sem fáar sögur fara af.  Þrátt fyrir það eru hér 16 þúsund nemendur, þar af um eitt þúsund útlendingar frá 95 löndum.  Okkur útlendingunum er boðin niðurfelling á stórum hluta skólagjaldanna ef við skilum af okkur 50 klst. per önn í nokkurs konar samfélagsþjónustu (Cultural Service Hours).  Þetta skilar sér í mun fjölbreyttara mannlífi í þessum annars einstaklega hvíta landshluta.  Stolt skólans er íshokkí-liðið okkar, SCSU Huskies en það spilar í efstu deild NCAA og hefur unnið national titla og alið upp nokkrar NHL stjörnur. 

SCSU hockey

Frægasti "alumni" skólans er þó sennilega leikarinn Richard Dean Anderson, sem margir kunna að muna eftir sem spæjarinn MacGyver í samnefndum sjónvarpsþáttum frá 9. áratugnum.  Flottur gæi með sítt að aftan LoL  Hann lék svo síðar aðalhlutverkið í sci-fi þáttunum Stargate SG-1.

Macgyver

 


Sáttmáli um framtíð Íslands

Ég vil hvetja alla sem þetta lesa til þess að kynna sér starfsemi Framtíðarlandsins og skrifa undir nýjan sáttmála um framtíð Íslands.

Komum í veg fyrir frekari losun gróðurhúsalofttegunda og skemmdarverk á Íslenskri náttúru vegna stóriðjuframkvæmda.   Virkjum hugvitið!  Álið er ekki málið!

Grátt eða Grænt?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband