Færsluflokkur: Dægurmál

The Right Stuff

vert_nowak_bookingÞað er erfitt að trúa svona löguðu uppá manneskju sem hefur náð að klifra svo hátt upp metorðastigann í Sjóhernum (Kapteinn í sjóhernum jafngildir tign Colonel í landher og flugher) og þar að auki náð glæsilegum frama innan NASA.  Maður hefði haldið að í "The Right Stuff" væru eingöngu óbrigðul ofurmenni.  

Kannski álagið hafi fært hana yfir um... en það er eitthvað mikið að í kollinum á manneskju sem klæðist bleyju svo hún geti keyrt non-stop frá Houston, TX til Orlando, FL!   Hún hefur þó væntanlega þurft að stoppa nokkrum sinnum til að taka bensín (þetta eru jú 1500 km vegalengd...ca. 14 tíma keyrsla).

Hvað sem þessari harmsögu líður þá er merkilegt að sjá "mug-shottið" hennar... það gefur ekkert eftir þeim bestu á The Smoking Gun dot com.


mbl.is Átök um ástir geimfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wangari Maathai

Dr. MaathaiAnnar góður gestur hélt hér fyrirlestur fyrir troðfullum sal í gærkvöldi.  Þar var mætt Dr. Wangari Maathai, Friðar-Nóbelsverðlaunahafi frá Kenýa.

Dr. Maathai er líffræðingur sem hefur barist ötullega fyrir náttúruvernd, mannréttindum, lýðræði og friði í Afríku.  Hún var fyrst kvenna frá austur og mið Afríku til að öðlast PhD gráðu og sömuleiðis fyrsta konan frá Afríku til að öðlast Nóbelsverðlaun (árið 2004).

Hún hélt frábæra ræðu um áhrif náttúruverndar og vistvænnar náttúruauðlindastjórnunar á þróun lýðræðis og friðar í heiminum.  Boðskapur hennar var að hvert og eitt okkar getur lagt lóð á vogarskálirnar þegar kemur að náttúruvernd og lýðræði.  Þrátt fyrir að stundum virðist fjöllin ókleif megum við ekki leyfa okkur þann munað að gefast upp þótt á móti blási.

Í Kenýa barðist Dr. Maathai við einræðisherra og alþjóðleg stórfyrirtæki sem græddu á tá og fingri á skógarhöggi í regnskógunum með þeim afleiðingum að heilu vistkerfin eyðilöggðust og vatnsból og ár menguðust.  Hún hjálpaði líka allslausum konum að mennta sig og brjótast undan oki karlaveldisins.

Íslendingar gætu lært mikið af því starfi sem Dr. Maathai sinnti í Kenýa.  Hún sagði eins og Ómar, að þegar mörg lítil sandkorn koma saman getur myndast óstöðvandi bylgja.  Þannig getur fólk haft áhrif, til dæmis með því að kjósa gegn umhverfisspjöllum og eyðileggingu náttúruauðlinda.

Ég bendi áhugasömum á vefsíðu samtaka Dr. Maathai sem nefnist Green Belt Movement - www.greenbeltmovement.org

Einnig hvet ég fólk til að kynna sér ævisögu þessarar merkiskonu, sem nefnist Unbowed.

 


Cindy Sheehan

sheehanFriðar-aktívistinn Cindy Sheehan hélt fyrirlestur í skólanum mínum í gærkvöldi.  Cindy sem missti son sinn í Írak og hlekkjaði sig í framhaldinu við grindverkið á búgarði G.W. Bush í Crawford, Texas, var eins og við var að búast afar harðorð í garð forsetans. 

Hún lagði til að Bush yrði tafarlaust "impeached", tekinn úr embætti og ákærður fyrir stríðsglæpi.  Hún tók þó fram að ekki ætti að hengja karlpunginn því dauðarefsingar séu óréttlætanlegar...jafnvel þegar "vitfirrtir fjöldamorðingjar" eiga í hlut, eins og hún orðaði það. Tounge

Cindy er ein mest hataðasta kona veraldar í augum Repúblikana (á eftir Nancy Pelosi og Hillary) fyrir það hvað hún er dugleg að benda á lygarnar í Bush/Cheney.  En Cindy gaf demókrötunum engan grið heldur og gagnrýndi aðgerðarleysi þeirra á þinginu harðlega. 

Cindy var líka harðorð í garð Hillary Clinton sem hún sagði hafa verið fylgjandi stríðinu í Írak frá upphafi og væri peacemomekki líkleg til að tryggja frið í heiminum næði hún kjöri ´08.

Cindy er afar góður ræðumaður og fékk salinn til að hrífast með sér og mikið var um klapp og stuðningsöskur, en öryggisverðir þurftu líka að fjarlægja nokkra einstaklinga úr salnum sem létu ófriðlega með frammíköllum og ókvæðisorðum í garð Cindy sem þeir sögðu vera að "aiding and embedding the enemy". 

Cindy benti á eina áhugaverða staðreynd.  Stríðið í Írak kostar 10 milljónir dollara á KLUKKUSTUND og miðað við það tæki það einungis um 7 klukkustundir að borga upp skólagjöld allra nemenda í skólanum mínum (15 þús. talsins) í heilt ár ef peningunum væri varið í menntamál.

Ég vil benda áhugasömum á bók Cindýjar "Peace Mom - A Mother´s Journey through Heartache to Activism" og hér er linkur á vef samtaka hennar Gold Star Families for Peace.

 


Vísindamaður reynir að afhomma hrúta

GaySheep2Fyrir tveimur árum var birt rannsókn Dr. Charles Roselli, líffræðiprófessors við Oregon State University þess efnis að heil 8% hrúta væru samkynhneigðir (og ekki bara uppi á Brokeback Mountain).  Þessir hrútar kusu sem sagt frekar náin samneyti með kynbræðrum sínum og litu ekki á verslings kindurnar.  Rannsókn þessi var unnin í samvinnu við Bandaríska landbúnaðarráðuneytið (USDA) og lesa má um hana hér á vef wikinews.

En Roselli lét ekki við þetta staðarnumið heldur var ákveðið að reyna að komast að ástæðum "kynvillunnar" og ef mögulegt væri...að "lækna" hana eða útrýma með einhverjum ráðum svo sauðfjárbændur gætu haft betri not af hrútum sínum til undaneldis.

Eftir að hafa krufið mikið magn hrúta-heila komst Roselli að því að hugsanlega réðist kynhneigð hrútanna í svæði í heilanum sem kallast "hypothalamus" sem stjórnar meðal annars hormónaframleiðslu.  Þá tóku við umfangsmiklar og umdeildar tilraunir með hormónagjafir sem og genatilraunir til þess að reyna að rækta út þessa "ónáttúru" úr hrútunum.  Þessar tilraunir hafa enn ekki borið mikinn árángur (kannski þeir þurfi bara að fá Alan Chambers í lið með sér) en dýraverndunarsamtök sem og baráttuhópar samkynhneigðra hafa laggst harkalega gegn þessum tilraunum eins og lesa má í þessari frétt New York Times.  Dýraverndunarsamtökin (PETA) segja að hér sé á ferðinni grimmdarlegar og ónauðsynlegar tilraunir á dýrum og samtök samkynhneigðra segja að hér sé verið að reyna að leggja grunn að því að útrýma samkynhneigð hjá mannfólki með einum eða öðrum hætti. 

Þetta gæti skapað verulegt siðferðis-vandamál fyrir trúarofstækisrugludalla...ef hægt verður að sjá hvort fóstur ber "hommagenið"...er fóstureyðing þá réttlætanleg í því tilfelli?


Margt smátt gerir eitt stórt

ES_logo_12Ef hvert heimili í Bandaríkjunum myndi skipta út aðeins einni venjulegri ljósaperu fyrir orskusparandi peru myndi tilsvarandi orkusparnaður duga til þess að lýsa upp 2.5 milljónir heimila í heilt ár! 

Ennfremur kæmi þetta í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda (vegna kola-orkuvera) á við mengun 800 þúsund bíla á ári!

Þetta eru tölur sem skipta máli og ég tek því undir heilshugar með þessum þingmanni Kalíforníu.

Sjá umfjöllun um málið á vefsíðu Energy Star, samvinnuverkefni umhverfisráðuneytis og orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna.


mbl.is „Hvað þarf marga þingmenn til að skipta um ljósaperu?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fórnarlömb stríðsins

Semper FidelisJonathan Schulze kom heim til Minnesota með tvö Purpurahjörtu í farteskinu frá Írak.  Þessi 25 ára gamli Landgönguliði var þó ekki hólpinn þó heim væri kominn.  Líf hans varð aldrei samt eftir skelfinguna sem hann varð vitni að í Írak.  Hann þjáðist af stöðugum martröðum og því sem kallast "Post Traumatic Stress Syndrome".  Þann 16. janúar síðastliðinn framdi hann svo sjálfsvíg.

Hann hafði farið á hersjúkrahúsið hér í St. Cloud nokkrum dögum áður og beðið um hjálp, en þar var honum tjáð að hann væri númer 26. í biðröðinni eftir að hitta sálfræðing og var sagt að það yrði nokkurra vikna bið.

Þegar talað er um fórnarlömb stríðsins gleymist stundum að telja þá með sem hlotið hafa varanleg örkuml bæði andlega og líkamlega.  Að minnsta kosti 500 bandarískir hermenn eru taldir hafa framið sjálfsvíg eftir veru sína í Írak...mun fleiri  ná aldrei fullri heilsu.  And for what???

Lesið grein um Schulze í Star Tribune hér.


Aumkunarverður hommatittur

Ætli það sé hægt að snúa gagnkynheigðu fólki til betri vegar?Á Íslandi mun nú vera staddur aumkunarverður amerískur hommi í boði samtaka trúfélaga og áhugamanna um "afhommun".  Þessi vesalings ógæfumaður, Alan Chambers, ku víst hafa "frelsast úr viðjum samkynhneigðar" og er nú forseti og "poster child" Exodus International, kristilegrar líknarstofnunar sem hjálpar kynvillingum að snúa baki við syndinni, taka upp "heilbrigðara líferni" og öðlast náð Krists!

Svo merkilegur er þessi Alan að honum var boðið í Hvíta Húsið af sjálfum George W. Bush til að vera viðstaddur blaðamannafundinn þar sem Bush fór fram á að sjálfri Stjórnarskrá Bandaríkjanna yrði breytt til þess að banna hjónabönd samkynhneigðra fyrir fullt og allt.  Þess má geta að viðaukarnir við Stjórnarskrá Bandaríkjanna kallast í daglegu máli "the Bill of Rights" svo það hefði nú verið frekar kaldhæðnislegt ef í hana hefði verið skráð mannréttindabrot.  En þrátt fyrir að nóg hafi verið af fíflum á Bandaríska þinginu á meðan Repúblikanarnir réðu þar lofum og ráðum þarf 3/4 meirihluta til að samþykkja breytingu á Stjórnarskránni.  Tillagan var auðvitað kolfelld enda átti enginn von á öðru.  Þetta var fyrst og fremst tilraun Bush til að friðþægja trúarofstækisliðið og öfgahægrimennina í flokknum sínum.  Þess má geta að báðir líklegustu forsetaframbjóðendur Repúblikana í ´08 kosningunum, þeir Rudy Giuliani og John McCain hafa lýst sig á móti því að bæta slíkri vitleysu í Stjórnarskrána. 

En aftur að afhommurunum í Exodus.  Hér í Bandaríkjunum reka þeir (undir nafni "Love in Action") meðal annars hörmulegar fangabúðir fyrir unglinga þar sem reynt er að heilaþvo og eyðileggja ungt fólk fyrir lífstíð.  New York Times birti árið 2005 sögu af 16 ára dreng sem hafði gert þau mistök að koma útúr skápnum.  Foreldrar hans sendu hann nauðugan í "meðferð" í "Jesus Camp".  Lesa má söguna um Zach með því að smella hér.

Það eru ekki allir svo heppnir að sleppa heilir úr þessum afhommunarbúðum þar sem fólki er kennt (á kristilegan hátt) að hata sjálft sig.  Þeir sem ekki ná að "frelsast úr viðjum samkynhneigðar" sinnar kjósa sumir að fremja sjálfsvíg fremur en að lifa í sátt við sjálfan sig.  Ungu og óhörnuðu fólki (sem fjölskyldan hefur í mörgum tilfellum snúið baki við) er beinlínis sagt að það sé betra að það iðrist, deyji og komist til himna, heldur en að lifa áfram í syndinni og enda í helvíti.
Þetta gerist ekki bara í Bandaríkjunum.  Líka á Íslandi!  Stutt er síðan ungur íslenskur hommi (Örn Washington) framdi sjálfsvíg eftir að hafa lent í hrömmunum á frægum íslenskum ofsatrúarsöfnuði.  Að kalla það sjálfsvíg finnst mér reyndar vera vafamál.  Kannski væri réttara að kalla það morð.  En ljóst er að enginn verður sóttur til saka fyrir þann verknað.

Fólki finnst ljótt að heyra um hvað viðgekkst í Byrginu...en það eru sannarlega fleiri ógæfumenn með óeðlilegar kenndir starfandi innan hinna ýmsustu kristilegu samtaka á Íslandi í dag.  Það er merkilegt hvað þessu liði finnst gaman að upphefja sjálft sig með helgislepjunni og fordæma fólk í nafni Jesú Krists fyrir það eitt að vera til og elska.

Ég vil að lokum hvetja lesendur til að hlusta á þetta áhugaverða útvarpsviðtal við áðurnefndan Alan Chambers.  Viðtalið tók Terry Gross, þáttastjórnandi "Fresh Air" á National Public Radio sem ég hef áður fjallað um á þessu bloggi.

Jafnframt hvet ég fólk til að horfa á þessa hlægilegu/sorglegu frétt CNN um "Ex-Gay Therapista".

 


Tímahylki í Tulsa

OK-TulsaSkylineÍ júní heldur Oklahóma fylki uppá það að þá verða liðin 100 ár frá því að "Indian Territory" var gert að 46. fylki Bandaríkjanna.  Nafnið Oklahoma þýðir bókstaflega "rautt fólk" á máli Choctaw indíjánanna, en Oklahoma gengur líka undir nafninu "Native America" til heiðurs frumbyggjunum sem hvergi eru fleiri í Bandaríkjunum fyrir utan Kalíforníu og Arizóna. (frumbyggjar Alaska ekki taldir með). 
Í dag má segja að nafnið "rautt fólk" henti álíka vel, en Oklahóma er eitt "rauðasta fylkið" í þeim skilningi að vera eitt höfuðvígi Repúpblikana (red states vs. blue states).

Fyrir 50 árum ákváðu vaskir menn í Tulsa (annari stærstu borg Oklahoma) að grafa niður eitt stykki fólksbíl, árgerð ´57, sem síðan átti að hefja upp 50 árum síðar, eða í júní næstkomandi.  Þegar bíllinn var grafinn niður var haldin samkeppni þar sem fólki gafst kostur á að giska á íbúafjölda Tulsa árið 2007 og sá sem næst kemur svarinu hreppir $100 dollara verðlaun. (eitthvað hefur verðgildi verðlaunanna samt rýrnað með árunum).

Fróðlegt verður að sjá í hvernig ástandi bíllinn kemur uppúr jörðinni en menn telja að annaðhvort verði hann í fullkomnu ástandi eða hafi ryðgað upp til agna, en það fer eftir því hvort raki hefur komist inní grafhýsið.  Ennþá fróðlegra verður að heyra hvort takist að hafa uppá verðlaunahafanum í samkeppninni og hvort margir hafi giskað á réttan íbúafjölda (sem er nú 889 þús. að meðtöldum úthverfum)    Sjá frétt CNN.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.