Færsluflokkur: Dægurmál

John Edwards er heitur

Það er í raun fáránlegt að velta sér um of mikið uppúr skoðanakönnunum um fylgi forsetaframbjóðendanna núna því það eru jú enn næstum tvö ár í kosningar.  Ég vil minna á að Bill Clinton mældist varla með nokkurt fylgi á þessum tímapunkti áður en hann svo var kjörinn 1992.  Fyrir síðustu kosningar var Howard Dean talinn lang sigurstranglegastur Demókrata áður en hann missti sig aðeins eftir fyrsta prófkjörið í Iowa.  Það getur því allt gerst ennþá...enginn er öruggur og allir eiga séns.

Á þessum tímapunkti get ég varla gert upp á milli Barack Obama og John Edwards fyrrum varaforsetaefnis.  Báðir eru þeir einkar vel máli farnir og glæsilegir frambjóðendur og athyglisvert er að sjá að Edwards er orðinn mun beittari en hann var 2003-4 og virðist núna leita meira til liberal arms flokksins heldur en miðjunnar.  

Meðfylgjandi er skemmtilegt mynband af John Edwards að gera sig kláran fyrir sjónvarpsviðtal...hárið verður að vera fullkomið!  LoL

 


mbl.is Barack Obama saxar á forskot Hillary Clintons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættulegir flugdrekar

flugdrekar geta verið varasamirSamkvæmt frétt Seattle Post létust 11 manns og yfir 100 særðust í Pakistan s.l. sunnudag, sökum flugdrekakeppni sem fór úr böndunum.  Keppnin gengur m.a. út á það að "skjóta niður" flugdreka andstæðinganna og til þess húða menn hvössu gleri utan á strenginn eða nota stálvíra í stað venjulegs bands í flugdreka sína or reyna svo að klippa á strengi hinna flugdrekanna.

Ennfremur tíðkast í þessari keppni að skjóta af byssum uppí loftið í fagnaðarskyni og létust 5 af þessum 11 (þar á meðal 6 ára drengur) vegna voðaskota. Tvö hinna látnu, 12 ára drengur og 16 ára stúlka létust þegar þau urðu fyrir beittum flugdrekavír sem skar þau á háls. Tveir létust úr rafstuði þegar þeir reyndu að leysa flugdreka sem flæktist í rafmagnsstaur og aðrir tveir létust þegar þeir duttu ofan af þaki.

Lögreglan í Pakistan lagði hald á 300 ólögleg skotvopn og bannaði allt frekara flugdrekaflug um óákveðinn tíma.


Bandarískt lýðræði in action

Þetta mál sýnir í hnotskurn eitt það versta við Bandarískt stjórnskipulag.  Þingið hefur í raun og veru engin völd því forsetinn getur alltaf beitt neitunarvaldinu (veto power).  Það er því alveg sama hvaða ályktanir þingið ákveður að endurskoða, það hefur ekkert að segja annað en sýndarmennsku og ákveðið skemmtanagildi.

Forsetinn hefur í rauninni alveg óskorðað vald og er allt tal um þrískitpingu ríkisvaldsins í raun bara brandari í dag.  Hæstiréttur er jú skipaður af forsetanum og þessi klausa sem heimilaði forsetanum m.a. að nota Bandaríkjaher „líkt og hann telur að nauðsynlegt sé og viðeigandi svo vernda megi þjóðaröryggi Bandaríkjanna gegn hinni stöðugu vá sem stafar af Írak" sem og framlengingin á "the Patriot Act" minnir mann helst á það þegar Palpatine hrifsaði til sín öll völd og breytti "the Galactic Senate" í the evil Empire á einni kvöldstund.  Oh when life imitates art.

Mér finnst alltaf jafn vandræðalegt að hlusta á Kanann tala um að "dreifa lýðræðinu út um heiminn" á meðan þeir vita ekki við hversu verulega skert lýðræði þeir búa sjálfir.

 


mbl.is Bandaríkjastjórn mótfallin því að ályktun sem heimilaði Íraksstríðið verði endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréf frá Obama

Obama '08Ég fékk bréf í póstinum í dag, sem væri svosem ekki í frásögu færandi nema hvað það var frá forsetaframbjóðandanum Barack Obama.   Ekki veit ég nákvæmlega hvernig ég komst inná póstlistann hans en hann hóf bréfið á persónulegu nótunum með orðunum "Dear Friend,  I am running for President of the United States".  Svo heldur hann áfram á fjórum blaðsíðum og talar til mín um orkuvandann og náttúruvernd, stríðið í Írak, heilsutryggingar fyrir almenning og jafnrétti. 

Hann endaði svo bréfið á þessum orðum: 

"As I embark on this jouney -- as I invite you to join me -- I recall the words of Dr. Martin Luther King Jr.: "The arc of the moral universe is long, but it bends toward justice."

Dr. King was right.  But his words are a challenge, not a prophecy, for justice is not a self-fulfilling creed.  It is up to each of us to place our hands on that arc, to bend it toward the promise and possibilities of our moment in history -- and toward the America we know in our hearts we can achieve.

Today, that arc beckons for our hands.  Please reach for it -- and join me in reclaiming the America we dream of.

Sincerely,  Barack Obama."

Nú bíð ég bara spenntur eftir bréfi frá Hillary og John Edwards áður en ég tek endanlega ákvörðun um að endorsa Obama.

 


Risa-kanínur til bjargar Norður-Kóreu

Robert the RabbitKarl Szmolinsky, 67 ára gamall Þjóðverji og fyrrverandi vörubílsstjóri, hefur tekið að sér að bjarga Norður-Kóreu frá hungursneið.  Karl hefur undanfarin 40 ár, ræktað heimsins stærstu kanínur.  Í fyrra sigraði Karl í samkeppni um stærstu kanínu Þýskalands, þegar stoltið hans sem hann kallar Robert, vigtaði heil 10.5 kg.

Þetta vakti athygli sendinefndar frá Norður-Kóreu sem setti sig í samband við Karl í von um að geta keypt nokkrar kanínur og tekið með sér heim til undaneldis.  Ekki er langt síðan almenningur í Norður-Kóreu hafði ekki annað að bíta og brenna en gras...en nú sjá þeir fyrir sér að kanínurnar nærist á grasinu og mannfólkið á kanínunum.

Karl sem á heima í bænum Eberswalde í gamla Austur-Þýskalandi er fyrrverandi kommúnisti og varð því mjög glaður með að geta hjálpað alþýðunni í Norður Kóreu.  Markaðsvirði risa-kanína er á bilinu 200-250 evrur en Karl ákvað að taka tilboði Kóreumannana í 80 evrur stykkið. 

Robert risa-kanína var meðal þerra sem sendar voru til Norður Kóreu en hvert kanínupar er fært eiga um 60 afkvæmi á ári.  Karl Szmolinsky tók fram að hægt væri að nýta nánast hvert einasta kíló af kanínunni til manneldis.  Úrvals rúllupylsa og liverwurst fengjust úr innyflunum.

Sjá umfjöllun NPR.

 


Er Selfosskirkja kaþólsk?

Þýska gæðablóðið Benedikt XVIÞessari spurningu velti ég ekki upp sökum þess óvenjulega siðar sem tíðkast hefur í Selfosskirkju undanfarin ár, að halda altarisgöngu með tilheyrandi synda-aflausn í lok hverrar einustu messu.  Það kemur mér trúleysingjanum og efnishyggjumanninum svosem ekkert við, enda nokkuð síðan ég náði andlegum þroska og sagði skilið við kirkjuna.

Nei, ástæða spuringarinnar er sú að heimasíða Selfosskirkju er vistuð sem undirsíða á léni Kaþólska kirkjunetsins, www.kirkju.net.  Þar á bæ, rita öfgafullir kaþólikkar ýmiskonar pólitískan og menningarlegan áróður.  Í nafni trúar sinnar fordæma þeir fóstureyðingar og samkynhneigð og líkja vinstri-sinnuðu fólki sem og baráttufólki fyrir mannréttindum við nasista! (þeir ættu að líta sér nær)

Pseudo-scientistinn Jón Valur Jensson hefur þarna verið hvað duglegastur við að boða sín fagnaðar-erindi í formi meiðandi ummæla og lyga um samkynhneigða.  Oftar en ekki vitnar hann í erlendar "rannsóknir" máli sínu til stuðnings og snýr allskonar tölfræði á haus, en taki fólk tíma til að skoða heimildir hans kemur dellan í "fræðunum" fljótt í ljós. 

Nú þykist ég vita að skoðanir þær sem birtast á www.kirkju.net endurspegla ekki skoðanir flestra sóknarbarna Selfosskirkju né þess ágæta fólks sem starfar innan Selfosskirkju.  Þess vegna þætti mér við hæfi að A) það kæmi skýrt fram á vefsíðu Selfosskirkju að engin tengls séu á milli Selfosskirkju og aðstandenda Kaþólska kirkjunetsins, eða B) að vef Selfosskirkju yrði komið fyrir á öðru léni.  Eða hvað finnst ykkur?

 


Bölvað klink

dollarNú á að gera enn eina tilraunina til þess að koma dollara-klinkinu í umferð. 

Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér þá er það klink.  Mér fynnst ég vera miklu ríkari með troðið seðlaveski af einsdollaraseðlum heldur en með fulla vasa af íþyngjandi klinki sem er öllum til vansa. 

Verðgildi dollarsins í augum almennings (perceived value) myndi örugglega stórlækka ef dollaraseðillinn yrði tekinn úr umferð.  Fólki finnst minna mál að eyða klinki heldur en seðli.  Kannski væri það gott fyrir hagkerfið...ég skal ekki segja.  Mikið hefur verið rætt um að úrelda Penný-íð (eins centa klinkið) og þó ég hati klinkið þá er ljóst að það myndi þýða að það yrði að rounda upp öll verð uppí næsta tug.  99 centa borgarinn yrði 1 dollara borgari...en síðan legst reyndar söluskatturinn ofan á þannig að í staðinn fyrir að 99 centa borgarinn kosti á endanum $1.07 þá færi hann upp í $1.10...það myndi þýða stórhækkað verðlag og aukna verðbólgu.

Hvað svo með alla sjálfsalana?  Það myndi kosta gríðarlegar fjárhæðir að uppfæra alla sjálfsala svo þeir tækju við dollara klinkinu.  Flestir nýjir sjálfsalar í dag taka reyndar líka bæði $1 og $5 seðla.

Ég hélt að ég væri nú ekki svona svakalega íhaldssamur...en mér þykir vænt um gamla græna George Washington og kæri mig ekkert um að hafa gulli slegna Richard Nixon og Ronald Reagan í vasanum.

 


mbl.is Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum andvígir dollaramynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hulunni svift af SAIC

saicÉg hlustaði á athyglisverða umfjöllun á NPR úvarpsstöðinni í dag um fyrirtæki sem heitir Science Application International Corporation eða SAIC.  SAIC er leynilegur verktaki fyrir Bandaríkjastjórn sem velti $8 billjónum á síðasta ári.  Hjá fyrirtækinu starfa nú um 44 þúsund manns, þar af flestir við svokölluð "svört verkefni" sem er haldið algerlega leynilegum fyrir almenningi.  Helstu "viðskiptavinir" SAIC eru CIA og NSA. 

Það merkilega er að hjá þessu fyrirtæki starfa margir háttsettir aðilar innan ríkisstjórnarinnar, þar af nánir samstarfsmenn Dick Cheney varaforsteta.  Einnig hefa komið í ljós eignartengsl við Halliburton.   Hafi einhver grætt á stríðinu í Írak þá eru það mennirnir á bak við þetta fyrirtæki og jafnvel er sagt að SAIC hafi haft hugmyndina að stríðinu og komið því í framkvæmd enda sé fyrirtækið svo valdamikið að það sé í raun og veru við stjórnvölinn í Washington á bak við tjöldin.

Í mjög ítarlegri grein í Vanity Fair er hulunni loksins svift af þessu dubious "skugga-fyrirtæki" og hvet ég áhugasama um að kíkja á þessa áhugaverðu lesningu.

 


NBA leikmaður út úr skápnum

AmaechiJohn Amaechi fyrrverandi miðherji í NBA deildinni hefur nú ákveðið að koma út úr skápnum, fyrstur allra NBA leikmanna. 

Amaechi lék með Cleveland Cavaliers, Orlando Magic og Utah Jazz en lét skóna á hilluna fyrir þremur árum.  Besta tímabil hans var árin 99/00 þegar hann lék með Orlando en þá skoraði hann að meðaltali rúm 10 stig í leik en mest skoraði hann 31 stig í leik á móti Denver Nuggets árið 2000.

Amaechi er ættaður frá Manchester á Englandi og er breskur ríkisborgari.  Hann hafði orðspor á sér um að vera frekar sérlundaður, þurfti alltaf að drekka Earl Gray te fyrir leiki og spjallaði við blaðamenn um heimsspeki.  Á meðan félagar hans spiluðu tölvuleiki í frístundum sínum stundaði John doktors-nám í sálfræði í gegnum fjarnám á milli leikja! 

Viðtal verður við John á ESPN sjónvarpsstöðinni á Sunnudagskvöld en í ævisögu hans sem kemur út í næstu viku, og ber nafnið "Man in the Middle" segir hann m.a. frá andrúmsloftinu í NBA deildinni og viðhorfum leikmanna og þjálfara í garð samkynheigðra.  Ennfremur fjallar hann um samskipti sín við Jerry Sloan, þjálfara Utah Jazz, en hann mun m.a. margsinnis hafa kallað John "faggot".

John Amaechi er einungis sjötti íþróttamaðurinn úr atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum (NFL, NHL, MLB og NBA) sem kemur út úr skápnum og enginn hefur gert það fyrr en eftir að ferlinum lýkur.  Fyrir nokkrum árum kom NFL fótboltamaðurinn Esera Tuaolo úr skápnum og sagði hann þetta um John:

 "What John did is amazing. He does not know how many young kids he has saved. He does not know how many lives he's saved by speaking the truth."

David Stern framkæmdastjóri NBA deildarinnar sagði svo þetta í dag: 

"A player's sexuality is not important.  We have a very diverse league. The question at the NBA is always 'have you got game?' That's it, end of inquiry."

Sjá umfjöllun Sports Illustrated.


Klanið eflist

snemma beygist krókurinnÞað eru ekki bara meðlimir Frjálslynda flokksins og Nýs afls sem hafa áhyggjur af innflytjendamálum þessa dagana.


CNN hefur nýverið fjallað um mikinn uppgang Ku Klux Klan hér í Bandaríkjunum að undanförnu.  Fjöldi meðlima í Klaninu fjölgaði um 63% á milli áranna 2000 til 2005.  Ennfremur hefur fjölgað um 33% í öðrum öfgasamtökum svo sem hjá Ný-Nasistum en þessi samtök eru farin að vinna saman í auknu mæli og nota nú netið til að breiða út hatursáróður sinn.

Það vekur athygli að í dag leggur Klanið mestu áhersluna á að útrýma innflytjendum frá Mexíkó og Rómönsku Ameríku.  Það þarf svosem ekki að koma á óvart enda eru flestir meðlimir KKK ómenntað og óupplýst "White Trash" sem þarf að keppa við Mexíkanana um að fá störf við að þrífa klósettin í Wal-Mart.

Hinn dæmigerði Klansmaður er atvinnulaus alkóhólisti sem býr í hjólhýsi einhversstaðar í Suðurríkjunum, hefur lent í jailinu oftar en einu sinni fyrir að berja konuna sína, les biblíuna og mætir í messu á hverjum Sunnudegi á gamla pallbílnum sínum.  Horfir svo á Fox-"News" og kýs Repúblikanaflokkinn (sem outsourcaði verksmiðju-djobbið hans til Mexíkó).

Og hver ætli sé svo staðalímynd hins Íslenska rasista?  Æ...það er sennilega best að sitja á sér með það... en hvort þeir eru staddir í Grímsnesinu eða Alabama eru þeir báðir ekkert annað en aumkunarvert "White Trash"!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.