Færsluflokkur: Lífstíll

John Philip Sousa - Independence Day

SousaÞann fjórða júlí er tilvalið að minnast eins merkilegasta tónskálds Bandaríkjanna, John Philip Sousa (1854-1932).  Sousa þarf ekki að kynna fyrir áhugafólki um her-marsa og lúðrasveita-tónlist almennt, en hann hefur oft verið uppnefndur "konungur marsanna".  Meðal frægustu marsanna hans má nefna Stars and Stripes Forever, Washington Post og Semper Fidelis.

Þess má geta að þar sem hefðbundnar túbur eru of stórar og þungar til að bera með góðu móti í skrúðgöngum var fundið upp nýtt hljóðfæri sem hvílir á öxl hljóðfæraleikarans og bjallan kemur upp yfir höfuðið og snýr fram.  Þetta hljóðfæri var að sjálfsögðu nefnt Sousa-fónn til heiðurs meistaranum.

Ég hlóð nokkrum völdum mörsum inní tónlistarspilarann hér til hliðar og vona að einhver gefi sér tíma til að hlusta á eitt eða tvö lög.  Þetta USAF Sousakemur manni alltaf í þrusu-stuð sko! Wink

 

Í dag er svo ómissandi að mæta í skrúðgöngu, veifa Old Glory, sprengja kínverja og skella nokkrum borgurum og heitum hundum á barbeque-ið. 

 

FreedomFlagO say, can you see, by the dawn’s early light,
What so proudly we hailed at the twilight's last gleaming,
Whose broad stripes and bright stars, through the perilous fight
O’er the ramparts we watched, were so gallantly streaming?
And the rockets’ red glare, the bombs bursting in air
Gave proof through the night that our flag was still there;

O say, does that star-spangled banner yet wave
O’er the land of the free and the home of the brave?


Minneapolis - Gay Pride

IMG_1930Það var góð stemmning í miðborg Minneapolis um helgina og óvenju litskrúðugt um að litast.  Það viðraði vel til gleðigöngu í dag og áætlað er að um 400 þúsund manns hafi tekið þátt í hátíðahöldunum í frábæru veðri, þar af um 150 þúsund í sjálfri göngunni.

Gangan var öll hin glæsilegasta, en það voru yfir 90 atriði (floats) sem tóku þátt í þetta skiptið og tók það hersinguna um fjóra tíma að marsera niður Hennepin Avenue og ofan í Loring Park, bæjargarð Minneapolis, en þar fór fram "festival" þar sem búið var að slá upp tjaldbúðum, sölu- og kynningarbásum, þremur tónlistarsviðum, og ýmis konar afþreyingu.

Það var verulega gaman að upplifa andrúmsloftið, enda geislaði bros af hverri vör og maður fann fyrir gleði, bjartsýni og frelsi.  Það er ómetanlegur styrkur fólginn í sýnileikanum og samtakamættinum og það er ótrúleg tilfinning þegar maður fyllist stolti af "sínu liði".

Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni í dag var sjálfur snillingurinn Al Franken, en hann stefnir á að gerast öldungadeildarþingmaður Minnesota á næsta ári.  Franken virtist afar alþýðlegur og gekk á milli fólksins á götunni til að taka í spaðann á okkur.

Ég smellti af nokkrum myndum sem má nálgast hér...en auðvitað þurfti bévað batteríið svo að klárast í miðjum klíðum. Angry


Mitt Romney the Fudgepacker!

Rakst áðan á þessa skemmtilegu mynd af forsetaframbjóðandanum, Mormónanum og Repúblikananum Mitt Romney.  Sennilega er hann þarna á fundi hjá "Log Cabin Republicans" og gæti verið að segja: “Best to play safe when packin’ fudge.” LoL

romneyfudge

 

 

 

P.S.   Obama for President!  Obama Lincoln

 

 

 

 

 

 

 

 


Andvökunótt í Wal-Mart

Stundum skiptir ekki máli hversu margar kindur maður reynir að telja í huganum eða hversu oft maður byltir sér í bælinu...allt kemur fyrir ekki og maður er glaðvakandi, pirraður og fúll yfir því að geta ekki sofið.

Klukkan er hálf-fjögur, það er heitt og rakt og allir gluggar opnir uppá gátt (með pödduskerma) en það dugar ekki til...hávaðinn í loftkæli-maskínunni er slíkur að ógjörningur er að reyna að sofna með hana í gangi auk þess sem maður fær alltaf kvef í kvert skipti sem kveikt er á gripnum.

Ég gefst upp á rúminu og sest út á svalir og hlusta á engisspretturnar tísta í grasinu og verð var við leðurblöku sveima um á milli trjánna veiðandi moskítóflugur...kem mér þó inn aftur áður en flugurnar byrja að veiða mig.  Fyndið hvernig fæðuhringurinn virkar.  Hver étur leðurblökurnar?

Ég kveiki svo á sjónvarpinu...eða öllu heldur skjávarpanum, því ég á ekkert venjulegt sjónvarp.  Ég er með digital kapal-box sem ég tengi beint við skjávarpa og horfi svo á herlegheitin á 80" tjaldi.  En núna fær maður bara ofbirtu í augun og þrátt fyrir að surfa í gegnum einhverjar 120 rásir virðist vera sami sjónvarpsmarkaðurinn alls-staðar.  Það á að koma inná mann Dysan ryksugu, Foreman grilli, blandara og Bowflex heima-gymmi allt í einum pakka...for only three amazing low payments of $79.99 and thats not all!  Act now and get a free Bonus with your order...call the number on your screen now...our telephone operators are standing by!  *Click*

Ég stend upp og opna ísskápinn.  Ég veit ekki af hverju ég geri það því ég veit að hann er alltaf jafn tómur.  Tómatssósa, smjör, tóm ferna af appelsínusafa og egg sem eru komin nokkrar vikur fram yfir síðasta söludag.  Þetta gengur ekki...ég þarf annaðhvort að fá mér butler eða kærasta sem nennir að elda.  Ég velti því fyrir mér að opna dós af ORA grænum baunum sem er það eina sem ég sé ætilegt í eldhússkápnum, en nei fjandakornið...ég verð að geyma þær til betri tíma.  Hins vegar er ég kominn með slæmt tilfelli af the munchies og ákveð að fara í verslunarleiðangur um miðja nótt.

Það eru ekki margir á ferli á þessum tíma sólarhringsins, mæti tveimur löggubílum á leiðinni útí Wal-Mart.  Venjulega versla ég ekki í Wal-Mart ef ég mögulega kemst hjá því, af pólitískum ástæðum, en það er ekki margt opið 24-hours.  Að vísu er Cub-Foods opið líka, en í dag læt ég mig hafa það og strunsa inní Wal-Mart.  Það er ágætt að koma inní kuldann, en loftkælingin er á full blast innandyra en samt perlar svitinn af áfyllingafólkinu sem rífur uppúr pappakössum og raðar í hillurnar af mikilli lagni.

Það er alltaf svolítið skemmtilegt en spúkí að fara í Wal-Mart að nóttu til því þá sér maður fólkið sem lætur ekki sjá sig meðal fólks á daginn.  Þarna sér maður 400 kílóa fólkið hreinsa upp nammi-deildina, sem og fólk sem er...skulum við segja öðruvísi...í útliti og klæðaburði heldur en gengur og gerist.  Það væri örugglega verðugt verkefni fyrir mannfræðinga og félagsfræðinga að skoða "næturlífið" í Wal-Mart nánar.

Á heimleiðinni kveiki ég á útvarpinu og hlusta á Minnesota Public Radio...gömlu góðu gufuna...og það færist yfir mann ákveðin ró...það verður gott að sofa út í dag.


Seperate but equal

marriageÞað hefur mikið verið rætt og rifist um málefni þjóðkirkjunnar og samkynhneigðra á bloggvefjum að undanförnu.  Vegna anna hef ég ekki getað tekinn mikinn þátt í þeirri umræðu en get þó ekki annað en lagt smá orð í belg nú þegar tími gefst til.  Ég hef nokkrum sinnum átt í orðaskiptum við hinn sjálfskipaða vörð kristinna gilda, Jón Val Jensson, og haft gaman af (hann er svo sexy þegar hann æsir sig þessi elska LoL) en hann fékk leið á mér og mínum óþægilegu kommentum og lokaði fyrir fleiri færslur frá mér.  Fýlupúki.

Varðandi blessuðu þjóðkirkjuna og þá krísu sem hún á í þessa dagana, þá held ég að hennar aðal-vandamál sé það að hún er ríkisrekin.  Það dettur engum í hug að þvinga Gunnar í Krossinum til að gefa saman homma og lesbíur.  En samkvæmt stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins er ríkisreknum stofnunum (sem og öðrum) óheimilt að mismuna fólki (og neita um þjónustu) á grundvelli kynhneigðar.  Í eðli sínu er þjóðkirkjan stofnun sem ber skylda til að veita borgurum ýmsa þjónustu.  (því allir landsmenn borga brúsann...hvort sem þeir eru trúaðir eður ey...gay eða straight)  Flestir landsmenn leita þangað til að gleðjast yfir hefðbundnum tímamótum í lífi barna sinna, svo og giftingum og loks til að minnast látinna ættingja og vina...ekki bara vegna trúarinnar, heldur vegna hefðarinnar og þess að kirkjurnar eru hentugir samkomustaðir fyrir fjölskyldur og vini, sem og samfélagið allt.  Það geta því fáir sloppið við það að þurfa að mæta í kirkju, nokkrum sinnum á lífsleiðinni, hvort sem þeim líkar það betur eða verr.

marriage1Auðvitað á ekki að þvinga trúfélög til þess að gera neitt sem þeim er á móti skapi og þau eiga að ráða sínum málum sjálf.  Að sama skapi á Alþingi að sjálfsögðu að leyfa trúfélögum að gefa saman samkynhneigða.  Þá geta þau trúfélög sem það kjósa (t.d. Fríkirkjan í Reykjavík og Ásatrúarfélagið) gert það en jafnframt væru hin trúfélögin á engann hátt þvinguð til þess.  Vissulega myndi skapast veruleg pressa á þjóðkirkjuna, því innan hennar starfa margir skynsamir og velviljaðir prestar, sem ekki túlka biblíuna á jafn þröngan hátt og Svartstakkarnir, og mikill meirihluti sóknarbarna þjóðkirkjunnar er fylgjandi því að samkynhneigðir fái þar notið sömu þjónustu og aðrir. 

Nú er ég ekki trúaður og myndi ekki kæra mig um kirkju-giftingu ef ég skyldi nú einhverntíma finna hinn eina rétta, en svo lengi sem ríkið er að borga ótalda milljarða á ári til að halda uppi kirkju-batteríinu, finnst mér að allir ættu þar heimtingu á sömu þjónustu. 

gay marriageMargir hafa velt því fyrir sér hvort hugtakið "staðfest samvist" sé í raun það sama og "gifting".  Svarið er nei, ekki á meðan orðalagið er svona og ekki á meðan trúfélög hafa ekki rétt til að gefa saman samkynheigð pör.  Krafa samkynhneigðra hér í bandaríkjunum er ekki "domestic partnership" eða "civil union"...heldur "marriage".  No more, no less.  Á meðan það er kallað eitthvað annað, þá er það "seperate but equal".  Frasi sem táknar "jafnrétti en aðskilnað"...líka þekkt sem "Apartheit". 

Einhver bloggari spurði um daginn af hverju samkynhneigðir væru alltaf að troða sér þangað sem þeir væru óvelkomnir, og nú meira að segja inn í heilaga kirkju.   Svarið er kannski það að það er ekki svo langt síðan samkynhneigðir voru óvelkomnir alls staðar.  Þau mannréttindi sem samkynhneigðir búa við í dag á Íslandi, komu alls ekki af sjálfu sér og víða þurfti að troða sér inn þar sem fólk var ekki velkomið áður.  Hér í bandaríkjunum sér maður ekki lengur skilti á veitingahúsum, skemmtistöðum, skólum, opinberum byggingum og kirkjum sem segja "Whites Only".  Það er ekki vegna þess að svertingjar hafi allt í einu verið velkomnir (eru það reyndar víða ekki enn í dag), heldur vegna þess að fólk neitaði að láta koma fram við sig eins og annars flokks borgara vegna fordóma.

bush-gay-marriage"Kristnir" menn hafa í gegnum aldirnar reynt að réttlæta misrétti, kvennakúgun og þrælahald með tilvitnunum í biblíuna.  Á síðustu öld risu konur upp og kröfðust jafnréttis og frelsis.  Sama gerðu blökkumenn.  Í dag eru það samkynhneigðir.   Það er sorglegt að fólk reyni enn þann dag í dag að fela fáfræði sína og mannhatur í skjóli biblíunnar.  Þó ég sé ekki trúaður hef ég þó lesið biblíuna og fékk ekki betur séð en að skilaboð Jésús Krists hefðu verið ást og umburðarlyndi til handa öllum mönnum (og konum).  Eru þessir "sann-kristnu" því ekki að misskilja frelsara sinn all verulega?

Hér er að lokum áhugavert myndband um stöðu mála í baráttunni fyrir "hinsegin hjónaböndum" hér í bandaríkjunum.


Ofurhetjur og bæjarfífl

St. Cloud SupermanFátt er Amerískara en ofurhetjur sem hvað eftir annað bjarga heiminum (eða að minnsta kosti Bandaríkjunum) frá glötun með einstaklingsframtakinu einu saman þótt þær eigi jafnan við ofurefli að etja.  Með óbilandi hugrekki sigrast þær á glæpónum, kommum og guðleysingjum og sjá til þess að réttlætið, frelsið og Amerísk gildi séu ætíð varin.
Allar betri borgir eiga sína hetju, svo sem Gotham, Smallville og Metropolis.

Ég er svo heppinn að eiga heima í borg sem á sína eigin ofurhetju sem birtist jafnan á vorin eins og Lóan og berst gegn illum öflum á sinn sérstaka hátt.  Á veturna heitir hann John Fillah og vinnur sem verkamaður.  John er rúmlega fertugur, yfir 190 á hæð og um 130 kg.  Sagan segir að hann sé fyrrverandi landgönguliði (US Marine) sem barðist í flóabardaga I.
Á sumrin birtist hann svo sem "St. Cloud Superman".  Hann stendur allan daginn á fjölförnum gatnamótum víðs vegar um bæinn, íklæddur súperman-búning, með stóran Amerískan fána og stereógræjur sem hann notar til að spila Súperman lagið og önnur ættjarðarlög.  Hann veifar til allra bílanna sem keyra framhjá og uppsker að launum annaðhvort létt flaut eða miðfingurinn.  Hann býður svo vegfarendum uppá að taka mynd af sér með honum gegn $5 gjaldi.

superman6Aðspurður í útvarpsviðtali hjá Minnesota Public Radio sagðist hann hafa byrjað á þessu eftir 11. september 2001 vegna þess að... "I'd say my first purpose is to represent truth, justice, and the American way, which is what Superman basically stands for. And because of the terrorist attack and because of all the corruption in our society and so forth, I think that it's very important that we revitalize that image, and I think it's very important that we all unite, all Americans who love justice and truth."

Ekki eru allir þó jafn ánægðir með St. Cloud Superman.  Hann á það víst til að brjúka kjaft við vegfarendur sem gera grín að honum og hefur margsinnis verið kærður fyrir kynferðislegt áreiti.  Lögreglan hefur margsinnis þurft að hafa afskipti af honum fyrir "disorderly conduct" og "civil disturbance".  Þá hefur Dairy Queen skyndibitastaðurinn fengið úrskurðað lögbann á hann og má hann ekki standa á gatnamótum Division Street og 25th Avenue því hann ónáðar og fælir frá viðskiptavinina.

Hvað svo sem því líður er alltaf gaman að sjá að hann sé kominn á kreik, því það táknar jú að það er komið vor.  Svona furðufuglar lífga líka alltaf svolítið uppá tilveruna og hversdagsleikann.

Að lokum er hér smá vídeó frá St. Cloud...enginn Superman sjáanlegur samt.  Tounge 


Bong hits 4 Jesus!

Bong hits 4 JesusÞað er margt skrítið hérna í landi hinna frjálsu.  Nú á að banna fólki að borða sælgæti með vissum bragðefnum! 

mbl.isVilja banna sölu á kannabissælgæti
  Ég á hreint ekki til orð!  Hvað næst...á að banna sælgæti sem er með of miklu lakkrísbragði eða of mikilli piparmyntu?   Það er ekki eins og þetta nammi innihaldi THC...hvað gefur ríkinu leyfi til að ráðskast með bragðlauka fólks???   Bévaðir afturhaldskommatittir!

Svo er Hæstiréttur bandaríkjanna að taka fyrir mál fyrrverandi menntskæbuddy Jebus-420lings frá Alaska sem var rekinn úr skóla fyrir að halda á borða sem sagði "Bong hits 4 Jesus".  Nemandinn var 18 ára gamall og við það að útskrifast frá Juneau High School þegar kyndilberi vetrar-Ólympíluleikanna hljóp í gegnum bæinn og framhjá skólanum hans.  Sjónvarpið var á staðnum og til þess að vekja á sér smá athygli með prakkaraskap ákvað nemandinn að útbúa borðann og hélt á honum hinum megin við götuna frá skólanum, þannig að hann var ekki einu sinni á skólalóðinni.  Þrátt fyrir það var hann umsvifalaust rekinn úr skólanum fyrir að brjóta "anti-drug policy" skólans.   Að sjálfsögðu fór nemandinn í mál með aðstoð ACLU þar sem þetta var klárlega brot á málfrelsi hans sem er varið í fyrstu viðbót bandarísku stjórnarskrárinnar.

God Hates FagsÞað er svolítið kaldhæðnislegt að verjandi skólans í þessu máli er enginn annar en lögfræðingurinn Kenneth Starr sem er frægastur fyrir að vera aðalsaksóknarinn í Moniku-hneykslismáli Bills Clinton um árið.  Starr tók þetta mál meira að segja að sér "pro bono" enda segir hann þetta vera prinsipp-mál.  Það eigi ekki að líðast að unga fólkið láti hvað sem útúr sér, og það nálægt skólanum sínum!

Queer Fetus for JesusÞess má geta að Hæstirétturinn hefur varið rétt meðlima Westboro Baptista-kirkjunnar til þess að mótmæla í jarðarförum hermanna með skiltum sem á stendur "God Hates Fags" og fleiru í þeim dúr.  Auk þess sem Ku Klux Klan hefur fullan rétt til þess að marsera um götur og breyða út sinn ófögnuð í skjóli þeirra "First Amendment Rights"

Jesus ChronicEn "Bong hits 4 Jesus" er sennilega mun skaðlegri boðskapur og hættulegri þjóðfélaginu!  

 


mbl.is Vilja banna sölu á kannabissælgæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr Benz

Benz BionicFréttir herma að Mercedes-Benz sé að íhuga að hefja framleiðslu á "concept" bílnum "Bionic" sem þeir kynntu sumarið 2005.  Það er margt merkilegt við þennan bíl og þó svo ég ætli ekkert að dæma um útlitið þá má hann eiga það að hann er í það minnsta mjög umhverfisvænn.

Útlitið er tilkomið vegna þess að hann er hannaður til þess að líkja eftir útlínum fiskitegundar, Ostracion cubicus ("boxfish") sem finnst á kóral-rifum í suðurhöfum.  Fiskur þessi er einstaklega straumlínulagaður og hefur nær fullkominn loftmótstöðu-stuðul (drag coefficient), einungis 0.06 en regndropi hefur stuðulinn 0.04.

boxfishNýji Benzinn hefur loftmótstöðu-stuðul 0.19 sem er mun lægra en nokkur annar bíll á götunni í dag.  Bíllinn er fjögurra sæta og er búinn 2 lítra, fjögurra strokka dísel vél sem gefur 140 hestöfl en eyðir einungis um 3 lítrum á hundraðið.  Hann er 8 sekúndur í hundraðið og hámarks-hraði er 190 km.  Ennfremur er vélin búinn nýjum útblástursbúnaði sem minnkar losun nituroxíðs um 80%.

Það væri gaman að sjá þetta tryllitæki á götunni einhverntíma í framtíðinni, í það minnsta eitthvað í líkingu við þetta.  Dagar stóru bensínhákanna eru taldir.

Varðandi útlitið...þetta er varla svo mikið verra en A-línan frá Benz, hvílík hörmung!  Sjálfur smitaðist ég af Benz dellunni fyrir 2 árum eftir að hafa verið fastur í Amerísku bílunum fram af því.  Ég hef keyrt um á Chrysler, Oldsmobile, Lincoln og Ford...en ekkert kemst með tærnar þar sem Benzinn hefur hælana.

Me and my E420

 

 

 

Minn ágæti E-420 árg. 94.

4.2L V8 - 275 HP

Fleiri myndir fyrir Benz aðdáendur hér.


Sáttmáli um framtíð Íslands

Ég vil hvetja alla sem þetta lesa til þess að kynna sér starfsemi Framtíðarlandsins og skrifa undir nýjan sáttmála um framtíð Íslands.

Komum í veg fyrir frekari losun gróðurhúsalofttegunda og skemmdarverk á Íslenskri náttúru vegna stóriðjuframkvæmda.   Virkjum hugvitið!  Álið er ekki málið!

Grátt eða Grænt?


Rudy Giuliani

Dame Edna???Má eiga það að hann hefur ágætt skopskyn enda ekta New Yorker.  Hann leiðir nú í skoðanakönnunum um hver verður næsti forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, sem verður að teljast mjög merkilegt í ljósi þess að Rudy er ekki beint "poster child" fyrir sósíal conservatisma!

Rudy er þrígiftur og eftir að önnur konan hans rak hann út eftir framhjáhald flutti hann inn til vina sinna sem eru hommar og bjó hjá þeim í mánuð.  Rudy finnst líka gaman að klæða sig upp í drag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og mætti meira að segja í Gay Pride gönguna í New York þegar hann var borgarstjóri (þó ekki í dragi).

Margir trúaðir Repúblikanar á hægri kantinum hafa lýst því yfir að þeir geti alls ekki stutt Rudy vegna hans "moral shortcomings".

 

Rudy í stuðiRudy fékk á sig hetjuljóma í kjölfar 9/11 þar sem mörgum þótti standa sig vel sem borgarstjóri New York á þessum erfiðu tímum.  Þó var það hann sem fékk þá "snjöllu hugmynd" á sínum tíma (1997) að staðsetja skrifstofu almannavarna borgarinnar í World Trade Center þrátt fyrir að þar hefði verið framið sprengutilræði árið 1993 og augljóst að turnarnir yrðu alltaf djúsí skortmark fyrir terrorista! 

Rudy hefur líka verið harðlega gagnrýndur fyrir að útvega ekki björgunarfólki í rústum WTC öndunargrímur heldur lét hann starfsmenn sína anda að sér asbest-rykinu á meðan hann sjálfur var alltaf með grímu fyrir nefinu.  Í þokkabót lét hann fólk flytjast aftur til síns heima sem bjó nálægt WTC löngu áður en það var búið að gera útekt á því hvort það væri í raun óhætt.

Í borgarstjóraembættinu réðist Rudy í að hreinsa Manhattan af dópistum og mellum.  Hann lét loka öllum klámbúllunum á Times Square og fyrirskipaði lögreglunni að sýna "zero tolerance" í stríðinu gegn vímuefnum.  Handtökum vegna vörslu á marijuana fjölgaði úr 5.116 árið 1990 í yfir 50.000 árið 2002 (yfir 882% fjölgun). Þess má líka geta að kærum vegna "police brutality" fjölgaði um heil 60% á meðan Rudy var Mayor. 

Rudy er harður stuðningsmaður stríðsins í Írak og hefur látið út úr sér: "I think George W. Bush is the greatest president we have ever had"(!).  Shocking

...

Nei, þó Rudy sé flottur í draginu þá yrði hann ömurlegur forseti...enda Repúblikani. Sick 

 

Sjáið Rudy í dragi og Donald Trump í góðum gír!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband