Aumkunarverður hommatittur
28.1.2007 | 08:22
Á Íslandi mun nú vera staddur aumkunarverður amerískur hommi í boði samtaka trúfélaga og áhugamanna um "afhommun". Þessi vesalings ógæfumaður, Alan Chambers, ku víst hafa "frelsast úr viðjum samkynhneigðar" og er nú forseti og "poster child" Exodus International, kristilegrar líknarstofnunar sem hjálpar kynvillingum að snúa baki við syndinni, taka upp "heilbrigðara líferni" og öðlast náð Krists!
Svo merkilegur er þessi Alan að honum var boðið í Hvíta Húsið af sjálfum George W. Bush til að vera viðstaddur blaðamannafundinn þar sem Bush fór fram á að sjálfri Stjórnarskrá Bandaríkjanna yrði breytt til þess að banna hjónabönd samkynhneigðra fyrir fullt og allt. Þess má geta að viðaukarnir við Stjórnarskrá Bandaríkjanna kallast í daglegu máli "the Bill of Rights" svo það hefði nú verið frekar kaldhæðnislegt ef í hana hefði verið skráð mannréttindabrot. En þrátt fyrir að nóg hafi verið af fíflum á Bandaríska þinginu á meðan Repúblikanarnir réðu þar lofum og ráðum þarf 3/4 meirihluta til að samþykkja breytingu á Stjórnarskránni. Tillagan var auðvitað kolfelld enda átti enginn von á öðru. Þetta var fyrst og fremst tilraun Bush til að friðþægja trúarofstækisliðið og öfgahægrimennina í flokknum sínum. Þess má geta að báðir líklegustu forsetaframbjóðendur Repúblikana í ´08 kosningunum, þeir Rudy Giuliani og John McCain hafa lýst sig á móti því að bæta slíkri vitleysu í Stjórnarskrána.
En aftur að afhommurunum í Exodus. Hér í Bandaríkjunum reka þeir (undir nafni "Love in Action") meðal annars hörmulegar fangabúðir fyrir unglinga þar sem reynt er að heilaþvo og eyðileggja ungt fólk fyrir lífstíð. New York Times birti árið 2005 sögu af 16 ára dreng sem hafði gert þau mistök að koma útúr skápnum. Foreldrar hans sendu hann nauðugan í "meðferð" í "Jesus Camp". Lesa má söguna um Zach með því að smella hér.
Það eru ekki allir svo heppnir að sleppa heilir úr þessum afhommunarbúðum þar sem fólki er kennt (á kristilegan hátt) að hata sjálft sig. Þeir sem ekki ná að "frelsast úr viðjum samkynhneigðar" sinnar kjósa sumir að fremja sjálfsvíg fremur en að lifa í sátt við sjálfan sig. Ungu og óhörnuðu fólki (sem fjölskyldan hefur í mörgum tilfellum snúið baki við) er beinlínis sagt að það sé betra að það iðrist, deyji og komist til himna, heldur en að lifa áfram í syndinni og enda í helvíti.
Þetta gerist ekki bara í Bandaríkjunum. Líka á Íslandi! Stutt er síðan ungur íslenskur hommi (Örn Washington) framdi sjálfsvíg eftir að hafa lent í hrömmunum á frægum íslenskum ofsatrúarsöfnuði. Að kalla það sjálfsvíg finnst mér reyndar vera vafamál. Kannski væri réttara að kalla það morð. En ljóst er að enginn verður sóttur til saka fyrir þann verknað.
Ég vil að lokum hvetja lesendur til að hlusta á þetta áhugaverða útvarpsviðtal við áðurnefndan Alan Chambers. Viðtalið tók Terry Gross, þáttastjórnandi "Fresh Air" á National Public Radio sem ég hef áður fjallað um á þessu bloggi.
Jafnframt hvet ég fólk til að horfa á þessa hlægilegu/sorglegu frétt CNN um "Ex-Gay Therapista".
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Bloggar, Lífstíll | Breytt 29.1.2007 kl. 03:20 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er glæsileg færsla hjá þér Róbert. Ég horfði bæði á CNN fréttaþáttin og hlustaði á Terry Gross tala við Alan Chambers. Þetta kom hugsunum af stað hjá mér og eftir að hafa lesið þetta kemst ég að þessari niðurstöðu: Sem hommi hef ég aldrei orðið fyrir fordómum fólks í fjöldskyldu minni, í mínum vinahóp, eða hvar sem maður hefur annarsstaðar hitt fyrir fólk, s.s. á vinnustöðum eða í skólum. Hinsvegar finnst mér ég verða fyrir fordómum frá þeim sem eiga að vera umburðalindir og sætta sig við mig eins og ég er, en er það ekki það sem bíblían biður trúaða fólkið um að vera? Þeir trúuðu, eins og t.d. Gunnar í Krossinum, víla sér ekki við það að fordæma og lýsa því yfir andúð Guðs á okkur. Það sem er verst í þessu er að þetta fólk er með fórdóma gegn mér, og öðrum eins og mér, í gegnum fjölmiðla. Fjölmiðlar eru vopn þessa fólk, sem getur ekki fundið frið í hjarta sínu vegna þess hvað ég geri í svefnherberginu. Sorglegt.
Ögmundur, 29.1.2007 kl. 03:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.