Star Wars og stjörnurnar

Það greip um mig þægileg nostalgíu tilfinning um helgina þegar ég datt inní endursýningar á orginal Star Wars trílógíunni á HBO kapalstöðinni.  Þessar kvikmyndir hafa fylgt manni allt frá barnæsku og minningarnar sem tengjast þeim á einn eða annan hátt streyma fram í hvert skipti sem maður horfir á þær.  Þrátt fyrir að maður sé sennilega búinn að sjá þær vel yfir þúsund sinnum fæ ég aldrei leið á þeim.  Eitt uppáhalds atriðið mitt er þegar Luke horfir á sólirnar tvær setjast á Tatooine í byrjun "A New Hope".  Það sem gerir þetta atriði svo stórkostlegt í mínum huga er hið tregafulla en vongóða horn-sóló sem meistari John Williams samdi svo snilldarlega við þessa senu.

Fyrir mér er Star Wars reyndar svo mikið meira en bara kvikmyndir.  Nánast lífsstíll.  Það er satt best að segja óhætt að fullyrða að þetta fyrirbæri hafi haft ótrúlega mikil og djúpstæð áhrif á líf mitt.  Svo mjög að það má etv. deila um hvort það geti talist eðlilegt.  Blush  En ég ber titilinn "Star Wars Nörd" með stolti og er þakklátur fyrir allt sem það hefur gefið mér í gegnum tíðina.

Maestro Williams & Geoerge LucasEitt það mikilvægasta sem Star Wars gaf mér var áhuginn fyrir klassískri tónlist.  Tónlist John Williams varð þess valdandi að ég hóf að læra á ýmis málmblásturshljóðfæri og byrjaði í lúðrasveit 9 ára gamall.  Ég tók ástfóstri við franska hornið og naut þess í botn að reyna að klóra mig í gegnum hornkonserta Mozarts með misgóðum árangri í mörg ár.  Það var lengi vel minn æðsti draumur að gerast atvinnu músíkant og komast í simfóníuhljómsveit, en því miður (?) toguðu önnur áhugamál í mig auk þess sem hæfileikarnir voru nú sennilega ekki nógu miklir til þess að ég hefði átt raunhæfa möguleika á tónlistarsviðinu.  Engu að síður var og er tónlistin nærandi fyrir sálina og reynslan og félagsskapurinn úr lúðrasveitarstarfinu er ómetanlegur.

Fyrir tæpum þremur árum hitti ég svo loksins átrúnaðargoðið mitt hann John Williams.  Ég keyrði til Chicago (ca. 8 tíma keyrsla) til þess eins að mæta á tónleika Chicago Symphony Orchestra.  Á efnisskránni voru frægustu verk Williams úr kvikmyndunum (t.d. Schindler´s List, ET, Indiana Jones, Jaws, Superman, Jurassic Park, Saving Private Ryan, Close Encounters of the Third Kind og að sjálfsögðu Star Wars W00t)  Rúsínan í pylsuendanum var svo nýr horn-konsert sem Williams samdi sérstaklega fyrir hinn fræga einleikara og fyrsta hornleikara CSO, Dale Clevenger.  Magnað!  Ég nældi í sæti í þriðju sætaröð, svona kannski 10 metra frá Williams.  Eins og nærri má geta voru flestir í salnum miklir John Williams/Star Wars nördar og til að koma til móts við okkur hélt karlinn smá fyrirlestur um samstarf sitt við George Lucas og Steven Spielberg áður en tónleikarnir hófust og tók við spurningum úr salnum.   Mér fannst satt að segja að ég væri dáinn og kominn í himnaríki!

Ég og YodaSennilega hefur Star Wars nördisminn náð hámarki hjá mér árin 1998 og 1999.  Haustið ´98 fór ég í helgarferð til Washington D.C, aðallega til þess að verða vitni að sérstakri sýningu á leikmunum og búningum úr Star Wars myndnunum í tilefni af 20 ára afmæli fyrstu Star Wars myndarinnar.  Sýningin hét "Magic of the Myth" og fór fram á Smithsonian Air & Space Museum.  Þetta var fyrsta ferðin mín hingað til Bandaríkjanna en átti ekki eftir að verða sú síðasta.

Vorið ´99 gekk ég svo langt að segja upp vinnunni (starfaði hjá internetþjónustunni Margmiðlun hf.) og straujaði Visa kortið í botn til þess að komast til Ameríku á frumsýningu Episode I og sérstaka Star Wars fan club ráðstefnu þar sem mættir voru leikarar úr myndunum til að gleðja okkur og græða nokkra dollara í leiðinni. Cool

Þarna hitti ég m.a. Billy Dee Williams (Lando Calrissian), Peter Mayhew (Chewbacca), Jeremy Bulloch (Boba Fett), Kenny Baker (dvergurinn inní R2-D2) og Gary Kurtz (producer).  Mikið upplifelsi og árituðu plakötin eru ekki til sölu!  Reyndar væri áhugavert að sjá hvað allt draslið sem ég hef safnað í gegnum tíðina væri virði á E-Bay.  Leikföng (orginal Kenner fígúrurnar), bækur, blöð, tölvuleikir, styttur, eldhúsáhöld, glös, bollar, bolir og ég veit ekki hvað.

Þessar Star Wars Ameríkuferðir urðu svo óbeint til þess að ég fluttist hingað og settist á skólabekk því í seinni ferðinni heimsótti ég frænda minn sem þá var í flugvirkjanámi í Tulsa.  Ég varð stórhrifinn af skólanum og umhverfinu, spjallaði við námsráðgjafa og hálfu ári síðar var ég svo mættur aftur og byrjaður í skólanum. Sennilega væri ég ennþá fastur í grútleiðinlegu djobbi í tölvubransanum á Íslandi, ef Star Wars hefði ekki komið mér til bjargar! Smile

Er þetta heilbrigt???   Tja...ég skal ekki segja.  Star Wars var sannarlega mitt "escape" á unglingsárunum.  Auðvitað var ég ekki talinn alveg "normal" Errm   En ég var það ekki hvort eð var...feitlaginn og gat ekkert í íþróttum, með engan áhuga á stelpum (en því skotnari í Harrison Ford InLove), drakk ekki áfengi, mætti ekki í partí og var ekki mjög cool.  Ekkert hissa á eineltinu í skólanum í gamla daga...en það er löngu fyrirgefið.  (Hef þó lúmskt gaman af því að fæstir hafa þeir náð mjög langt í lífinu blessaðir bekkjarbræðurnir mínir Tounge)

Umfram allt hefur Star Wars leyft mér að eiga mér drauma og kennt mér að eltast við þá.  "Do, or do not...there is no try!"  (Yoda, Empire Strikes Back)

Ætli það sé svo ekki við hæfi að slútta þessari færslu bara á:  May the Force be with you...always! Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja það hlaut að koma að því að Star Wars fengi almennilegt pláss á þessari bloggíðu! Ég var satt að segja farinn að undrast Star Wars-leysið, en kannski hefur eitthvað farið framhjá mér?

Við lesturinn rifjaðist eitt og annað upp: Blessaður Fálkinn, mikilfenglegasta leikfangið á Selfossi og þótt víðar væri leitað um miðjann níunda áratuginn; X-wing flaugin sem fylgdi fast á hæla Fálkans; Jaba the Hut dralsið með hljómsveit og alles; Logarnir og Hansoloarnir og óteljandi ævintýri sem allar þessar fígúrur lentu í hjá okkur; að ógleymdum blessuðum Star-Wars bauknum.

Good old times hehe.

Kveðja,

Ingi 

Ingi Björn (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 00:26

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe já auðvitað varð ég að koma þessu að fyrr eða síðar Ingi minn.   Klinkið úr Star Wars bauknum góða hélt Suðurlands-vídeó gangangdi á tímabili þótt Sigga vídéó hafi leiðst að telja það. 

Svo var náttúrulega frábært þegar mamma gamla kallaði hann Svein Óla vin okkar alltaf Hans Óla...svosem ekkert skrítið að hún hafi ruglast aðeins í ríminu.

Ahhh...those were the days!

Róbert Björnsson, 6.3.2007 kl. 03:23

3 identicon

Mannstu þegar klósettið stíflaðist á Hotel La Quinta ... hvurn fjárann varstu búinn að troða í magann á þér gamli minn í það sinnið ;-)

Ha! 'Eg??? 'Eg hafði bara ekkert með það að gera ;-) 

Vona bara að allt SW stöffið sem við fengum í þessari ferð hækki all verulaga í verði svo maður geti loksins borgað skólanum ... hehehe, bara grínast.  Veit svosem að börn og barnabörn manns fá þetta þegar manni verður troðið sex fet undir.

Ahhh, hvenær er næsta SW convention?  Við verðum að fara aftur svona til að endurlifa stemmninguna.  Reyni að grafa upp myndirnar úr ferðinni svo þú getir sett þær hérna.

*!!!ROADTRIP!!!*

Skratthéðinn

Minns (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 04:44

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Ekki veit ég hverju þú varst að reyna að sturta niður þarna suðrí Texas...flæddi bara útum öll gólf!  Hvað ætli mexíkaninn með skúringarfötuna hafi haldið að gengið hafi á? 

Stöffið seljum við ekki...þetta verða "heirlooms".

Það er kominn tími á nýtt roadtrip   "Celebration IV" verður haldið í Los Angeles í lok maí í tilefni 30th Anniversary!!!   Við þangað!  http://www.gencon.com/2007/swciv/     -  Og já sendu mér myndirnar...ég á engar frá þessari ferð

Róbert Björnsson, 7.3.2007 kl. 07:47

5 identicon

Ég sé reyndar að við getum boðist til að vera svona "volunteers" og þeir biðja fólk um að segja frá qualifications ... við getum sagst vita allt um crowd control og rakið upp "Hey, Reagan!" brandarann úr áramótaskaupinu ´86 :-) Nei, segi bara svona.

 Mér skilst að volunteers fái allt frítt og hótelið með! En þá kemur hitt á móti að maður getur ekki ráfað eins mikið um svæðið ... en þá er kannski hægt að vera nær þessum frægu ... þó við reyndar getum í raun ekki verið nær þeim en við vorum vorið ´99.

Ég held ég endurtaki orðin þín: Ahhh...those were the days!

Skrapphéðinn

Minns (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband