United 93

United 93Ég tók mig loksins til nýlega or horfði á leiknu heimildarmyndina "United 93".  Ég verð að viðurkenna að ég var mjög skeptískur út í þessa mynd og nennti ekki á hana í bíó á sínum tíma.  Ég hélt satt að segja að þetta yrði örugglega einhver væmin ameríkaníséruð hetju-drama-mynd.  Það kom mér því skemmtilega á óvart hversu góð mynd þetta er.  Það besta við hana er hversu raunveruleg hún er.  Þess er gætt að því að hvert einasta smáatriði sé rétt, sem er skemmtileg tilbreyting fyrir flugáhugamann sem fær grænar bólur yfir tæknilegum villum!

Eins og flestir vita fjallar þessi mynd um "fjórðu flugvélina" sem var rænt þann 11. september, 2001.  Farþegar vélarinnar reyndu að yfirbuga flugræningjana og fórnuðu þar með lífi sínu til þess að koma í veg fyrir að þotan næði skotmarki sínu í Washington D.C., en vélin brotlenti sem kunnugt er á korn-akri í Pennsylvaníufylki, 240 km norðan við Washington.  Ennfremur fjallar myndin um flugumferðastjóranna á vakt í Boston og New York þennan dag, sem og starfsmenn FAA (bandarísku flugmálastjórnarinnar) í stjórnstöðinni í Washington D.C. (Air Traffic Control Systems Command Center) og stjórnstöð flughersins (NORAD).  Það var merkilegt að sjá glundroðann sem skapaðist hjá FAA og samskiptaörðugleikana við flugherinn sem var ákaflega seinn til að bregðast við ástandinu.

fyrir og eftirEitt af því sem gerir þessa mynd svo góða að mínu mati er að margar söguhetjurnar leika sjálfa sig í myndinni og hinir leikararnir eru allir óþekktir og líta út eins og "venjulegt fólk".  Það er engin frægur leikari í aðalhlutverki sem bjargar deginum.  Leikstjórinn er breti að nafni Paul Greengrass sem áður hefur t.d. leikstýrt "Bloody Sunday" og "The Bourne Supremacy" og tókst honum afar vel upp í þessu vandasama verkefni, að mínu mati.

Þetta er sannarlega ekki "feel-good" mynd sem maður horfir á sem afþreygingu.  Fyrirsjáanlega ekkert happy ending því miður.  Samt sem áður er þetta mynd sem mér finnst að allir verði að sjá.  Þetta er mynd sem skilur eftir sig margar áleitar spurningar og sterkar tilfinningar. 

MSP TowerÍ fyrrasumar gafst mér kostur á að heimsækja flugturninn og aðflugsstjórnina (TRACON) í Minneapolis sem og flugumerðarmiðstöðina (ARTCC) sem er stödd í Farmington, rétt suður af Twin Cities.  Þar talaði ég m.a. við flugumferðarstjóra sem voru á vakt 11. september 2001 og tóku þátt í að koma öllum vélum á svæðinu niður á jörðina.  Á hverjum tíma eru yfir 5000 vélar á lofti yfir bandaríkjunum.  Að koma þeim öllum niður, slysalaust, á innan við þremur tímum má með sanni segja að hafi verið eitt mesta afrek í flugsögunni og í mínum huga eru flugumferðarstjórarnir ósungnar hetjur dagsins ekki síður en slökkviðliðsmennirnir í Tvíburaturnunum.


We will never forget!

 

 

 

 

  Við munum aldrei gleyma!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm...í heimildamyndinni loose change er ýmislegt dregið í efa um atburðarásina, þennan dag. M.a. þau símtöl, sem eiga að hafa komið frá þessari vél. Var hún skotin niður kannski? Flakið eða skortur á því vekur mann til umhugsunar.

Væri gaman að heyra frá þér um hversu sennileg manúering þessarar stóru þotu að Pentagon lítur út fyrir þér með tilliti til þess að hér var amatör við stýrið.

Ég er mikill 911 sceptic eins og þú veist.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2007 kl. 13:40

2 identicon

Óttalega ertu eitthvað væmin og bandaríkur í þessum pistli þínum. Ég skal nú gera það fyrir þig að horfa einhverntímann á þessa mynd og mun þá ekki skrifa "við munum ekki gleyma" neðst í pistlinum.

ragnhildur (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 17:01

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Jón Steinar:  Hef ekki séð Loose Change ennþá en stefni á að sjá hana fljótlega.

Það var enginn skortur á flaki!  Það verður ekki mikið eftir þegar þota steypist niður nose down á 400 mph hraða!  Flugritinn fannst og hefur NTSB gefið út nákvæma lýsingu á flugi vélarinnar síðustu mínúturnar.

Þessi amatör var nú búinn að fá töluverða þjálfun í flughermi og fynnst mér fátt ótrúlegt við þessa manúeringu.  Ég myndi í það minnsta treysta mér til að framkvæma hana og hef ég þó ekki aðra reynslu af þotuflugi en úr Microsoft Flight Simulator!  

Ég skil ósköp vel að fólk eigi bágt með að trúa mörgu í kringum 9/11 enda núverandi Bandaríkjastórn ekki mjög trúverðug í nokkrum hlut og ég er sammála því að það hefur ekki alveg allt komið fram í dagsljósið.  Hins vegar er ég persónulega mjög skeptískur á flestar þær samsæriskenningar sem ég hef heyrt...þær eru allar mun langsóttari heldur en "the official story".  

Og þó mér finnist Bush og hans hyski vera fífl svo vægt sé til orða tekið, þá á ég nú mjög bágt með að trúa því að þetta hafi verið "inside job".   En það er auðvitað bara gott mál að allt sé rannsakað til hlýtar í þessu máli því fólk á rétt á að vita sannleikann.

Ragnhildur:  God Bless America!

Róbert Björnsson, 16.3.2007 kl. 17:35

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er slóðin á Loose Change.  

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2007 kl. 18:24

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Úff...meiri vitleysan!  Ekkert nema staðreyndarvillur, orð og atburðir rifnir algerlega úr samhengi! Þetta minnir á þáttinn sem átti að afsanna tungl-lendingarnar.

Framleiðendur þessarar myndar hafa greinilega mjög takmarkaða þekkingu á eðlisfræði, en reyna að nýta sér einfeldningslegar útskýringar til þess að blekkja fólk. Það er hvergi rætt við viðurkennda vísindamenn...bara einhverja sjálfskipaða sérfræðinga af götunni.

Ég er satt að segja afskaplega ósáttur við þessa mynd.

Kíkið á þetta: http://www.debunk911myths.org/

Róbert Björnsson, 16.3.2007 kl. 21:07

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekkert skrítið þetta með wtc 7? einu sinni?

Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2007 kl. 01:55

7 Smámynd: Róbert Björnsson

Mér finnst nú flest vera útskýrt ágætlega varðandi byggingu 7 á þessari síðu http://www.debunking911.com/pull.htm  

Hins vegar játa ég það að Larry Silverstein lítur mjög illa út í þessu samhengi og án hans væru þessar kenningar ekki nærri því eins skemmtilegar.  Vissulega er það mjög furðuleg tilviljun að karlinn keypti WTC 7 vikum áður og lét tryggja allt klabbið sérstaklega fyrir hryðjuverkaárás.  Það gefur þessum kenningum vissulega byr undir báða vængi.

Þrátt fyrir það get ég ekki fengið mig til þess að trúa þessum samsæriskenningum enn sem komið er...en ég er reiðubúinn til að skoða nýjar tilgátur og gögn með opnum huga.  Því miður get ég ekki treyst því að það sem núverandi stjórn segir okkur í þessu máli sem öðrum sé að öllu leiti sannleikanum samkvæmt og því er gott að til er fólk sem veitir þeim aðhald og gefur ekkert eftir í leit sinni að sannleikanum.

Hver veit...kannski þetta sé allt satt og rétt... en ég vona svo sannarlega ekki!  Hvers konar heimur væri það sem slíkt gæti gerst í?   Í einfeldni minni vona ég og trúi þangað til annað kemur í ljós,  að hérna hafi í raun og veru bara verið brjálaðir arabar á ferðinni... allt annað væri svo miklu miklu hræðilegra.

Róbert Björnsson, 17.3.2007 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband