Bréf frá John Edwards

John Edwards for PresidentÍ gćr fékk ég bréf frá John Edwards forsetaframbjóđanda, sem raunar á afmćli í dag, 10 júní.  Ég veit ekki hvernig ég komst á póstlista Demókrataflokksins en á undanförnum mánuđum hef ég fengiđ bréf frá Hillary og Barack Obama.  Enginn Repúblikani virđist hins vegar kćra sig um ađ senda mér bréf...ţeir reyna ekki einu sinni! GetLost

Edwars lofar öllu fögru um ađ hćtta stríđinu í Írak, koma á almennu heilbrigđiskerfi og bćta kjör millistéttarinnar.  Allt gott um ţađ ađ segja...en frekar leiđinlegt ađ helmingurinn af bréfinu fer í ađ sníkja pening.  Hann ţarf ađ sannfćra mig ađeins betur um ágćti sitt áđur en ég fer ađ senda honum tékka.  Reyndar vćri ég nokkuđ sáttur međ John Edwards sem frambjóđanda ţótt mér fynnist Obama meira spennandi kostur enn sem komiđ er.  Edwards á hins vegar held ég meiri möguleika á ađ vinna sjálfar kosningarnar heldur en bćđi Obama og Hillary ţar sem hann er eini frambjóđandinn sem á möguleika á ađ ná í atkvćđi frá suđurríkjunum og miđvestrinu.  Hann á örugglega meiri möguleika á atkvćđum frá miđjunni og ţeim sem annars styddu Repúblikana.  Ţađ er ennfremur sorgleg stađreynd ađ Bandaríkin eru sennilega ekki ennţá tilbúin fyrir konu eđa blökkumann í forsetastólinn.

Ţađ er líka eftirtektarvert ađ Edwards virđist vera sá frambjóđandi sem Repúblikanarnir og Fox News virđast vera hrćddastir viđ.  Ţeir vilja ekkert fremur en ađ sjá Hillary útnefnda ţví ţeir vita sem er ađ hún er hötuđ og mistreyst af of mörgum til ađ geta unniđ forsetaembćttiđ.  Edwards er hins vegar Southern Babtisti frá Norđur Karólínu og ég held ađ líkt og Bill Clinton frá Arkansas forđum, geti náđ nógu mörgum atkvćđum frá lágstéttinni, verkafólki og moderate kristnum sveitalubbum og dixíkrötum.  Sagan segir okkur ađ til ţess ađ demókrati vinni forsetaembćttiđ ţarf hann helst ađ vera suđurríkjamađur (Clinton - Arkansas, Carter - Georgia) ţví frambjóđendunum frá Nýja Englandi og Norđurríkjunum almennt er hafnađ (Kerry og Dukakis - Massachusetts, Walter Mondale - Minnesota)

Hafi einhver áhuga ţá er hérna nýlegt og áhugavert viđtal viđ John Edwards sem er unniđ fyrir New York Times. (40 mín.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.