Bílarnir mínir í Tulsa
19.6.2007 | 01:10
Það er ekki oft sem landinn fær fréttir frá Tulsa, Oklahoma, enda má þessi annars vinalega borg kannski muna fífil sinn fegurri eftir að olíu-bransinn hrundi. Ég bjó í Tulsa í tæp tvö ár, 2000-2001 og á margar ljúfar minningar þaðan eins og svo margir Íslendingar sem stunduðu nám við hinn fornfræga Spartan School of Aeronautics. Varðandi tímahylkið þá bloggaði ég reyndar aðeins um þetta í janúar þegar fjallað var um hvað stæði til í sumar.
Tulsa er mikil bílaborg og mér varð auðvitað hugsað til bílanna sem ég átti í Tulsa og velti því fyrir mér hvar þeir væru niðurkomnir núna og í hvernig ástandi.
Svona litu þeir út - '88 Oldsmobile NinetyEight og '94 Lincoln Continental. Miklir gæðingar hvorutveggja.
Drossía geymd í jörðu í hálfa öld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.