Religulous frumsýnd í kvöld

Ég hef beðið eftir þessari stund með þónokkurri eftirvæntingu enda fátt skemmtilegra en að hlægja að trúarnötturum.  Þó svo trúarbrögð séu yfir höfuð reglulega sorgleg fyrirbæri og mannskemmandi þá nær minn Messías, Bill Maher, yfirleitt að sýna okkur fyndnu og fáránlegu hliðarnar á trúarbrögðunum...í bland við hræsnina og ógeðið.   Ég er viss um að þessi mynd á eftir að slá í gegn og vonandi "frelsa" einhverja úr viðjum trúar sinnar...þrátt fyrir að á þessum erfiðu tímum sé örugglega fró í að eiga ýmindaðan vin á himnum sem segir þeim að hafa nú ekki áhyggjur af lánunum sínum því heimsendir sé hvort eð er handan við hornið og Guddi veitir öllum lán í himnaríki á 2.25% vöxtum til 1000 ára! Wink 

Það kom mér ekki á óvart að Religulous er ekki sýnd hér í litla sæta kaþólska háskólaþorpinu mínu og verð ég því að gera mér ferð til Minneapolis þar sem einungis eitt bíó (Landmark í Edina) þorir að sýna myndina...geri þó ráð fyrir að hún fari í stærri dreifingu á næstu vikum...en ég get ekki beðið eftir því.  Býst við húsfylli í kvöld svo ég er búinn að panta miðana á netinu og er að leggja í hann niðureftir í stórborgina.  Svo verður maður að vera kominn heim fyrir miðnætti til að ná nýjasta þætti Real Time with Bill Maher...sem sé double dose af Maher í kvöld. Smile  (sem minnir mig á þegar ég mætti í stúdíóið og horfði á karlinn í eigin persónu í fyrra, sjá hér og hér og hér)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HA, ertu bara farinn?! Ég hélt við ætluðum að horfa á nýju Star Wars seríuna í sjónvarpinu, gá hvort hún væri þess virði.

Þú átt að vera fanatískur á Star Wars en ekki trúarmál annara :-P 

Skarphedinn (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 00:49

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Dude...ég bauð þér með en þú afþakkaðir pent jesúskopparinn þinn!   þú misstir af algerri gargandi snilld!  Besta mynd ársins...og mynd sem þú verður að sjá.

Og vinsamlegast ekki líkja þessari asnalegu teiknimyndaseríu og Siro the Hutt við STAR WARS!

Þar fyrir utan eru trúarmál annara "my business" þegar þau hafa áhrif á mitt "life, liberty and pursuit of happiness" og á meðan skipulögð trúarbrögð hafa áhrif á stjórnmál og stjórnarskrána og á meðan ríki og kirkja eru ekki kyrfilega aðskilin.  Sorry dude...en trúarbrögð eru alheims plága á mannkyninu sem verður að útrýma áður en þau útrýma okkur.

Róbert Björnsson, 4.10.2008 kl. 06:30

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vona að þessi mynd hristi upp í liðinu, svona fyrir kosningar, svo þroskahefti varaforsetinn fái eitthvað annað við hæfi að gera, eins og að kalla upp tilkynningar í stórmörkuðum.

Ég ætla að fylgjast með og svo vona ég að maður geti strímað þetta fljótlega.

Trúarbrögð hafa tekið á sig einhliða mynd í dag. Það er að vera uppi í rúmi hjá öðru fólki og með nefið niðri í naríunum þeirra. Um það virðist þetta snúast fyrst og fremst. Það er öll göfgin.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2008 kl. 10:40

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig fór annars Palin-Biden debattinn í gær?

Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2008 kl. 10:41

5 identicon

Ég setti þetta komment bara til að fá viðbrögð hjá þér, veit hvað þú ert eldheitur í trúarmálum ;-)

Var nú reyndar búinn að afþakka áður, fíla ekki svona "cringe-inducing" myndir eins og Borat etc.  En þú veist það svosem og þess vegna spyrð þú hvort maður fari ekki með vel vitandi svarið.  Maður ullar bara á þig! ;-)

Þú misstir annars af alveg sæmilegri space-óperu, nú er bara að sjá hvort að uppáhaldið þitt ( :-P ) hann Ziro komi aftur við sögu.  Veit ekki alveg hvað hann Lucas var að spá með honum né Jar Jar Stinks >-[ 

Skarphedinn (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 11:57

6 identicon

En heyrðu, hvernig er það komstu ekki við í IKEA. Sænskar "köttbullar" og brúnsósa á eftir? Ég skal matreiða ef þú sérð um uppvaskið á eftir :-)))

Skarphedinn (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 16:44

7 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe...ok díll    lingonsyltan var meira að segja á 2 fyrir 1 og grænlensku rækjurnar á sínum stað líka.  IKEA bregst ekki í kreppunni.   BTW...þú verður nú að fara að horfa á Borat...ég meina come on!!!  Annars er þessi mynd ekkert lík Borat þannig séð...þó svo leikstjórinn sé sá sami. 

Og talandi um leikstjóra...Lucas er orðinn elliær!

Jón Steinar:  McCain fær aðeins að heyra það í myndinni þannig að vonandi hefur hún einhver áhrif...já og nafn íslands var birt efst á lista yfir "minnst trúuðu" þjóðir heims...við erum ekki alslæm eftir allt saman. :)   Þetta hlýtur að verða komið á torrentana eftir einhverja daga.

Varðandi Palin-Biden showið þá orðaði hann Kristinn þetta ansi vel http://andmenning.blog.is/blog/andmenning/entry/660024/ 

Róbert Björnsson, 4.10.2008 kl. 16:58

8 identicon

Sæll Róbert.   Ég er að velta fyrir mér hvort þú hafir nokkuð dottið á höfuðið síðustu daga ??   Hvernig datt þér í hug að láta frá þér ummælin:"... trúarbrögð eru alheims plága á mannkyninu sem verður að útrýma áður en þau útrýma okkur".  ? 

Með virðingu og vinsemd.

Steini (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 18:56

9 Smámynd: Róbert Björnsson

Steini minn...horfðu á Religulous and then get back to me!

Róbert Björnsson, 5.10.2008 kl. 19:33

10 Smámynd: Róbert Björnsson

Ok Steini...ég skil hvernig þú gætir hafa misskilið mig... ég er ekki að tala um að banna fólki að trúa því sem það vill...enda ekki hægt...   en við trúleysingjar verðum að standa upp og láta rödd okkar heyrast og neita að láta kúga okkur til þess að segja bara já og amen við öllu þessu rugli!  

Hver er hinn raunverulegi munur á sanntrúuðum Kristnum mönnum, Múslimum og Gyðingum?   Allir vilja þeir drepa þá sem ekki eru þeim sammála og það má ekki teikna skopmynd af Múhammeð né Jesús!?   

Þetta er svo mikil sturlun...  af hverju trúir fullorðið fólk á Jesús en ekki Jólasveininn???

Róbert Björnsson, 5.10.2008 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.