Kristnir telja sig ofsóttan minnihlutahóp í Bandaríkjunum

notourkidsKristin samtök sem kalla sig American Family Association keyptu nýlega klukkutíma pláss á helstu kapalstöðvum Bandaríkjanna og eyddu í það milljónum dollara.  Þau ætla sér að sýna þátt sem heitir "Speechless - Silencing Christians in America" sem fjallar um hvernig reynt er að þagga niður í Kristnum gildum og hvernig vegið er að málfrelsi Kristinna nú þegar þeir mega helst ekki hvetja til morða á "kynvillingum".  Ennfremur fjallar þátturinn um hvernig Bandaríkjamenn verða að berjast gegn "the radical homosexual agenda" áður en hommarnir taka yfir völdin í landinu og eyðileggja fjölskylduna og "the moral fabric" þjóðarinnar!  Þess má get að hin stórskemmtilega Ann Coulter kemur fram í þættinum sem horfa á má hér!

mcdonaldswildmon.jpgNýlega ákváðu þessi sömu samtök (sem telur milljónir meðlima) að sniðganga McDonalds fyrir þær sakir að í fyrra ákvað stjórnarformaður McDonalds að styrkja og skipa nefndarmann frá McDonalds í stjórn samtakanna National Gay & Lesbian Chamber of Commerce.  Eftir að AFA hótaði boycottinu ákvað McDonalds að láta undan þeim og draga sig úr stjórn NGLCC.

Ennfremur hótuðu AFA gjafakortaframleiðandanum Hallmark öllu illu og þvinguðu þá til þess að taka úr umferð þetta kort:

jesus-loves-you-small_793937.png

 

Já...það er greinilega ekki tekið út með sældinni að vera ofsóttur Kristlingur í Bandaríkjunum! Joyful

Hér eru tvær klippur úr úvarpi í Oklahoma sem allir þurfa að heyra...please...hlustið á þetta!

Hér er ennfremur góð úttekt á Kristnum gildum í Tulsa:

Og að lokum þetta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristnir eru svo... tsk tsk, sem betur fer eru þetta bara örvæntingarráð hjá þeim... fólk er að vakna upp af hjátrúarbullinu, sem betur fer.

DoctorE (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 14:52

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Amen to that, brother!    Kristnir eru komnir í mikla tilvistarkreppu og farnir að missa kúlið eftir því sem þeir færast sífellt fjær "mainstream" hugsunarhætti.  Nú hrínir þetta pakk eins og göltur í viðtleitni sinni til að fá píslarvættis og samúðar-stimpilinn og það er svolítið gaman að fylgjast með því. 

Róbert Björnsson, 15.2.2009 kl. 16:46

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Sorglegt að menningar og góðnæringarsetrið McDonald's skuli hafa látið undan þessum pöddum. It's all about the Benjamins.

Kristinn Theódórsson, 18.2.2009 kl. 10:51

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe já segðu - það kemur þó ekki beint á óvart...þau eru fá Amerísku stórfyrirtækin sem stjórnast af gildum og samfélagslegri ábyrgð.  Þó verður að taka fram að nokkur fyrirtæki hafa neitað að láta undan Kristna lobbýinu, þar á meðal, merkilegt nokk, Microsoft og Starbucks.

Róbert Björnsson, 18.2.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.