Selfoss

Það tekur mig afar sárt að vita til þess sumir hlutir breytast hægt í mínum ágæta heimabæ. 

Eineltismál eru alltaf flókin og erfitt að vinna bug á þeim og ég hef fulla samúð með kennurum og skólastjórnendum sem eru oft í erfiðri stöðu og hafa kannski færri úrræði til lausnar á þessum málum en þyrfti.  Engu að síður spyr maður sig af hverju Selfoss virðist skera sig úr hvað varðar þessi mál?  Hvað er eiginlega í kranavatninu?

Af gefnu tilefni hef ég ákveðið að birta hér aftur frásögn mína af reynslu minni af einelti í Gaggó.  Þessi myndbönd tók ég upp í fyrrasumar og birti hér á blogginu - síðan þá hafa þau víst ratað víða og m.a. verið sýnd í nokkrum skólum - þökk sé að stórum hluta bekkjarbróður mínum sem starfar sjálfur sem kennari í dag. (Lesa má um þá sögu hér).

Vil sömuleiðis koma því á framfæri að ég man eftir mörgum jafnöldrum mínum sem ég veit að lentu í svipuðum og jafnvel mun verri málum en ég á þessum árum.  Þessi frásögn er sömuleiðis tileinkuð þeim.  Einnig vil ég koma því á framfæri að ég ber engan kala til skólastjórans eða kennara skólans þrátt fyrir að annað megi etv. lesa úr orðum mínum í þessum myndböndum.  Skólastjórinn fyrrverandi er góður maður - það var kerfið sem brást - ekki hann persónulega.


mbl.is Einelti látið viðgangast á Selfossi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér í FUS er barnið mitt nýbyrjað og er kannski ekki hægt að segja barn sem er að verða 19 ára. Hann er búin að reyna tala við samnemendur en þeir svara varla, svo var einn daginn hópverkefni og var hann einn eftir sem ekki var valin í hóp og kennarinn gerði ekkert. Er það ekki kennarans að skipta upp krökkum í hópa og passa að engin einn sé útundan. Minn fór heim og ekkert sagt. Við fluttum hér í fyrra og hef ég alls ekki getað kvartað undan neinu nema þessum skóla og tel ég að það sé stjórnenda skólans að taka á þessu og fá samkennara og nemendur í lið með sér og breyta þessu. Það er hagur fyrir bæjarfélagið og okkur sem búum í því að taka vel á móti fólki.

Gunna (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 12:19

2 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Sæll Róbert. Myndböndin þín voru einmitt sýnd í skólanum þar sem ég kenni, bæði starfsfólki og eldri nemendum. Mjög gott framlag hjá þér í mjög svo þarfa umræðu hér á landi. Gangi þér vel að finna vinnu.

Eysteinn Þór Kristinsson, 24.2.2009 kl. 13:16

3 identicon

Ég er sjálf uppalin á Selfossi. Nú ganga börnin mín í skólum bæjarins og ég er afar ánægð með þá alla. Auðvitað koma upp mál og á þeim er tekið að ég best veit. Nú þegar illa árar hjá okkur og margir eiga um sárt að binda eru það oft börnin sem verða mest fyrir barðinu. Við verðum að passa að það gerist ekki.Ekki kenna síðan skólanum um allt sem miður fer, það er frekar þreytt. Svo þegar foreldrar hittast(foreldrafundir) og vilja spjalla saman þá eru það alltaf foreldrar þeirra barna sem einmitt hefðu þurft að mæta sem láta ekki sjá sig.Óþolandi. Við sem foreldrar berum ábyrgð-þannig hefur það alltaf verið. Sumir vilja kenna öllum öðrum um, þá oft liggur skólinn vel við höggi. Alrangt í flestum tilfellum. En takk fyrir þína sögu Róbert. Gangi þér vel.Sigrún.

Sigrún L. (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 13:29

4 identicon

Hvernig getur það verið að vandamálið liggi hjá foreldrum ef einelti er látið viðgangast í skólum?! Slæleg vinnubrögð og ótti við að takast á við einelti hjá starfsfólki skóla getur ekki verið afsökuð með lélegu uppeldi foreldra fórnarlambsins. Skólinn á að standa sig í þessum málum, alveg sama þó annað bregðist.

Jóna Bríet (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 14:15

5 identicon

Þegar ég var í Gaggó á Selfossi snemma á síðasta áratug, þá var kennt eitthvað sem hét Lion´s Quest, þar var tekið eilítið á einelti. Það vantar menn eins og hann Gylfa, sem kenndi þann bekk, til að taka aðeins til í kerfinu, minna fólk á hvernig á að haga sér í daglegum samskiptum.

Lúlli Laukur (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 17:38

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæll Róbert!

Og takk fyrir að miðla að reynslu þinni sem er ekki ósvipuð og mín þegar ég var í barna og grunnskóla. Ég tek undir það mesta sem þú segir. Ég á 6 börn, sem eru flest uppkomin og ég hef búið í Svíþjóð þar sem tekið öðruvísi á málum enn á Íslandi.

Ég hef unnið við að stöðva einelti á fullorðnum, inni í fangelsum í Svíþjóð og einstaka sinnum smáum og stórum fyrirtækjum. Ég veit að ca. 300 Svíar fremja sjálfsmorð á ári vegna eineltis á vinnustöðum.

Mín skoðun er sú að það beri að vísa tafarlaust barni eða unglingi sem gerir sig sekan um að stofna til eineltis, úr skóla.

Einn skólastjóri sem vísaði úr skóla í Svíþjóð fékk hörð mótmæli frá þ.v. Menntamálaráðherra. Skólastjórinn lokaði skólanum tafarlaust og vildi fá að vita hver stjórnaði skólanum, hann eða ráðherra.

Menntamálaráðherra gaf sig og þó það séu mörg ár liðin þá varð þetta mikil vakning í Svíþjóð um alvarlega eineltis.

Til að taka þetta föstum tökum þarf t.d. í sambandi við Selfoss, á að reka þennan skólastjóra tafarlaust og kanski einhverja kennara líka. Það er löngu búið að finna upp hjólið hvernig á að stoppa einelti.

Þeir síðustu sem á að álasa fyrir svona eru foreldrar, því oftast hafa þau ekkert vitað af þessu í langan tíma.

Enelti á börnum og unglingum er fullorðinsvandamál, oft óhæfir skólastjórar og kennarar. Ef um ítrekað einelti er að ræða í sama skóla eða bekk, þarf að reka kennara sem ekkert gerði, skólstjóra og annað óhæft starfsfólk því einelti þetta sem ég kalla ofbeldi og pyntingar ágerast með árunum.

Það eiga að vera sérþjálfað fólk sem fer í skóla og talar við kennara og alla starfsmenn. Hvetur börn og unglinga að tilkynna ef það verður fyrir áreytni, ofbelbi, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt.

Duglausir skólastjórar og kennarar sem jafnvel taka þátt í þessu, eru til í öllum norðurlöndum.

kv

Óskar Arnórsson, 24.2.2009 kl. 18:20

7 identicon

Já kannski það sé einhverjum foreldrum að kenna skal ekki segja til um það en að kennari taki ekki á því að ný ungmenni sem koma í skólann þekkja engan eru gjörsamlega hundsuð af nemendum samanber þegar valið er í hópaverkefni. Engin velur viðkomandi er það þá líka foreldri að kenna hvað með að kennari velji hann í einhvern hóp á hann ekki að sinna þessu. Vissi ekki að fólk gæti hugsað svona. Einelti er ekki bara að lemja eða eitthvað álíka.

Guðdís (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 23:55

8 Smámynd: Róbert Björnsson

Gunna: kannast við það úr FSu að þar var (og er kannski enn?) svolítið um klíkumyndanir, hrepparíg og svo framvegis.  Maður settist t.d. ekki í hvaða sófa sem var því í einu horninu sátu Hvolsvellingar og annarsstaðar sátu Hvergerðingar og maður var ekki velkominn hvar sem var.  Það er reyndar þannig að í fjölbrautarskólum með áfangakerfi getur verið svolítið erfiðara að kynnast samnemendum sínum því maður er sjaldan með sama fólkinu í fleiri en einu fagi.  Vona að syni þínum vegni vel og að hann finni sig fljótt í skólanum og eignist vini - kennarar geta vissulega haft áhrif með því að velja sjálfir í hópa og passa uppá að rótera og að enginn sé skilinn útundan.

Eysteinn:  Kærar þakkir! :-)

Sigrún:  Sammála þér að það þarf sérstaklega að vera á varðbergi núna í kreppunni - það segir sig sjálft að sú mikla vanlíðan, ótti og kvíði sem ríkir víða í þjóðfélaginu skilar sér til barnanna og unglinganna.  Sömuleiðis er ég sammála því að einelti er ekki eingöngu skóla-mál - foreldrarnir verða að koma að þessum málum líka og leggja skólunum lið og tala við börnin sín um þessi mál.  Svo er það því miður þannig að börnin læra það sem fyrir þeim er haft og í mörgum tilfellum eiga gerendur eineltis við erfiðleika að stríða heima fyrir - alkóhólisma, heimilisofbeldi, skilnaði og svo framvegis.

Jóna Bríet:  Einelti nær út fyrir veggi skólanna - allir verða að vera á varðbergi - líka foreldrar.  Þetta er samfélagsmein - ekki bara vandi skólanna.

Lúlli:  Gylfi var frábær kennari og þetta málefni var honum hugleikið.  Hann var einn þeirra sem reyndust mér hvað best á sínum tíma ásamt Rafni enskukennara.  Lion´s Quest var kennt í 8. bekk ef ég man rétt - man aldrei eftir umræðu um einelti í skólanum fyrir þann tíma enda ekkert til sem hét lífsleikni svo ég muni eftir.  Sem betur fer er nú farið að vinna eftir Olveusar-áætluninni sem á - ef rétt er að staðið - að taka á þessum málum strax í fyrsta bekk.

Óskar: Það er erfitt og umdeilanlegt að vísa gerendum eineltis úr skóla - allir eiga jú rétt á grunnskólamenntun og oft eru þetta jú krakkar sem eiga bágt og eru í mikilli áhættu á að lenda út af hinni beinu braut í lífinu.  Það verður einhvernvegin að hjálpa þessum börnum - koma þeim í sálfræðimeðferð til dæmis.  En einnig verður að fylgja einhversskonar refsing - það er ljóst.  Tímabundin frávísun úr skóla kannski.

Það er hins vegar auðvitað líka mikilvægast að tryggja öryggi og líðan þolendanna - og það er ólíðandi að þolendur þurfi að taka á sig alla refsinguna - að þurfa að flýja skólann og að vera sendur til sálfræðings á meðan gerendurnir sleppa.  Þessu verður að breyta!

Það er að mínu mati hvorki gagnlegt né praktískt að reka alla skólastjóra og kennara eins og þú talar um (þó sumir séu etv. alls ekki starfi sínu vaxnir) - á hinn bóginn þarf að reyna að endurmennta kennara sem starfað hafa lengi og ekki fengið þá fræðslu sem nú er boðið uppá í Kennaraháskólanum.  Held að langflestir kennarar sem útskrifast hafa á síðustu árum séu mun meðvitaðri um þessi mál heldur en þeir gömlu.  Svo tel ég mjög mikilvægt að til séu einhverjar samrændar verklagsreglur og að viðbragðs-teymi séu til staðar í öllum skólum sem taki á svona málum heildstætt. 

Guðdís: Hárrétt - einelti er ekki bara líkamlegt ofbeldi og jú - kennarar geta og eiga að raða í hópa og sjá til þess að enginn sé útundan og að allir fái að taka þátt í verkefnum.  Hver man ekki eftir því úr leikfimitímum í gamla daga þegar krakkar fengu sjálfir að velja í lið - það er alltaf sárt að vera valinn síðastur og er alls ekki til þess fallið að hvetja of þung börn til þess að hreyfa sig - þó svo þau þurfi kannski mest á því að halda.

Róbert Björnsson, 25.2.2009 kl. 04:07

9 identicon

Sæll, þetta finnst mér lögnu tímabær umræða um einelti. 

Ég fékk satt að segja sting í hjartað að hlusta á þessi video. Ég var sjálf lögð í einelti frá 5 ára aldri og fram að 19 ára aldri. Ég var líka á tímabili í FSu og þar eru skýrar klíkur. Þú sest ekkert við hvaða borð sem er.

Það stakk mig líka það sem þú sagðir um "félaga" þinn sem sendi þér tölvupóst og lét sem ekkert væri. Ég veit aldrei almennilega hvernig ég á að vera í þau mjööög fáu skipti sem ég hitti fyrrum skólasystkin. Ég fer alltaf í sama farið. Finnst ég ljót feit og ömurleg. Einskis virði. En ég held að þeim finnist þau ekkert rangt hafa gert.

Ég finn fyrir afleiðingum eineltisins daglega. Sjálfsálit og sjálfstraust mitt er vægast sagt lítið. Og sjálfsmyndin brengluð. Ég reyni þó að vinna í mínum málum. En þetta hefur markað mig fyrir lífstíð.

Ég var dæmd fyrirfram sem aðflutt. Ég fékk aldrei séns. Það er sárast.

Kv Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:25

10 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Sæll Róbert!

Ég er fæddur og uppalinn selfyssingur og kannast við margt sem þú talar um, tek það samt fram að ég var aldrei lagður í einelti en ég fékk þó að kynnast því aðeins þar sem bróðir minn var lagður í einelti, en það er nú önnur saga.  Í FSu var þessi "klíkumyndun", þ.e. Hvolsvellingar voru sér Hellubúar sér Selfyssingar sér og svo frv.  Það má segja að þetta hafi verið að mörgu leyti eðlileg hópmyndun þar sem þetta er stór skóli og krakkar sem þekkjast frá því að þau voru lítil halda sig saman þegar komið er í samfélag þar sem ekki allir þekkja ekki alla, eins og er t.d. í FSu.  Þegar ég var í FSu þá þekkti ég marga ágætis krakka, og var aldrei var við að ég mætti ekki sitja hjá þessum eða hinum af því að ég var Selfyssingur, og ég man eftir því að það voru oft aðrir krakkar sem sátu hjá okkur Selfyssingunum, og ekki fann ég fyrir því að þeir væru eitthvað fyrir mér eða mínum hóp eða við fyrir þeim á einn eða annan hátt.  Ég tek það þó fram að þetta er mín upplifun.  En umfram allt þá vil ég minna á það að aðgát skal höfð í nærveru sálar, það getur verið auðvelt að láta góðlátlegt grín verða að hörðu og ljótu einelti.

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 25.2.2009 kl. 21:39

11 Smámynd: Róbert Björnsson

Sigrún:  takk fyrir innleggið - já það er nauðsynlegt að skapa umræðu um þessi mál og fara að taka á þeim af alvöru.  Tel mig hafa sloppið nokkuð vel frá þessu en því miður veit ég um alltof marga sem hafa skaðast verulega fyrir lífstíð.  Það gengur ekki upp.  Vona að þér takist að vinna í þínum málum og öðlast sjálfstraustið á ný.  You can do it! :-)

Kristján: Flott innleg - alveg sammála þér að þessi hópamyndun er að mörgu leiti "eðlileg" eða a.m.k. skiljanleg þó svo hún sé e.t.v. ekki heppileg.  En ég sé kannski ekki í fljoti bragði hvernig hægt er að taka á henni með raunhæfum hætti.

Það er rétt að öll upplifum við hlutina líka misjafnt og það sem einn tekur nærri sér finnst öðrum bara fyndið.  Það getur verið stutt bil þar á milli.

Vil aftur taka það fram að ég vil ekki vera að "dissa" FSu - 90% nemendanna þar eru frábærir krakkar og sömuleiðis 90% af starfsfólkinu.  Auðvitað eru allsstaðar rotin epli innanum.  Ekki bara í FSu.  Sjálfur var ég aldrei lagður í einelti í FSu - hins vegar var ég sjálfur á þessum tíma kannski ekki í nógu góðu ástandi eftir Gaggó til þess að geta notið mín þar.  Kenni ekki FSu um það.

Róbert Björnsson, 25.2.2009 kl. 22:04

12 identicon

Sæll Róbert minn.

Mig eiginlega skortir orð ... þú segir frá þinni reynslu á svo einlægan og yfirvegaðan hátt.  Þetta er frábært framtak og þarf mikinn kjark til að horfast í augu við hlutina og koma þeim frá þér á þennan hátt.  Mér þykir reyndar erfitt að upplifa þessa sáru reynslu með þér, en það er mér mjög hollt, vonandi get ég forðað einhverjum börnum frá því að þurfa að ganga í gegnum slíkt hið sama!  Ég á örugglega eftir að fá að nota þetta myndskeið í minni vinnu, það er svo miklu sterkara að heyra einhvern segja frá sem hefur reynsluna. 

Ég vona annars að þú hafir það sem best í Ameríkunni og njótir dvalarinnar þar.

 Með bestu kveðjum frá okkur öllum á Rauðalæknum,

Kristín "granni" Sigfúsdóttir

Kristín Sigfúsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 23:03

13 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir þetta elsku Kristín! 

Það jákvæða við slæma lífsreynslu er að maður lærir alltaf eitthvað á henni - ekki síst um sjálfan sig!  Því miður deili ég þessari upplifun með alltof mörgum eins og þú veist - það er von mín að með þessari frásögn geti ég miðlað þessum lærdómi áfram til einhverra sem ekki skilja afleiðingar svona mála.

Það er gott að vita af þér sem kennara - get ekki hugsað mér hæfari manneskju í það starf!

Kærar kveðjur á Rauðalæk!

Róbert Björnsson, 27.2.2009 kl. 20:17

14 identicon

Takk fyrir þetta minn kæri.  Það er gaman að "sjá" hvað þú virðist blómsta í dag og greinilega búinn að leggja mikla vinnu í að "sækja" sjálfan þig aftur... TIL HAMINGJU MEÐ ÁRANGURINN .

Bestu kveðjur aftur héðan úr snjókomunni,

Kristín

Kristín Sigfúsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 18:01

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Róbert!

'islendingar þurfa oftast að "finna upp hjólið" sjálfir í öllum svona málum. Það tók Íslendinga "bara" hálfa öld að klára Breiðavíkurmálið. Og er það með skuggalegustu málum sem upp hafa komiðá Íslandi.

Þú ert mjög hreinn og beinn í þínum málflutningi og með þeim nákvæmari reynslu sögum sem ég hef lesið. Það hefur svo sannarlega áhrif á mig. Það væri nekkert annað hægt.

Ég hneigi mig fyrir fólki eins og þér Róbert! Í alvöru!

Ég er að bera saman vinnubrögð mín í svona málum og skoðun þína. Það eina sem ég sé að við eru ósammála um með hvað mikilli hörku á að taka á eineiltismálum. Þú virðist vera meiri "diplomat" sem ég trúi ekki á.

Að öðruleyti held ég að við séum bara býsna sammála. Ekki rétt?

Óskar Arnórsson, 2.3.2009 kl. 06:53

16 Smámynd: Róbert Björnsson

Sæll Óskar og takk fyrir mig! 

Jú, ég velti því stundum fyrir mér hvort tekið sé öðruvísi og verr á svona málum á Íslandi en annarsstaðar?  Skil ekki af hverju svo er þó svo samfélagið sé auðvitað lítið og þjóðarsálin svolítið spes - var þó að vona að hlutirnir hefðu eitthvað breyst til batnaðar á síðustu 10-15 árum en miðað við umræðuna undanfarið er maður á báðum áttum hvað það varðar.

Held að við hljótum að vera á svipaðri línu hvað þetta varðar en ég viðurkenni að vera kannski töluvert "dipló" í þessum málum sem öðrum - ég vil reyna að trúa á það besta í fólki eins lengi og kostur er - og ég vil trúa því að starfsfólk skólanna sé að gera sitt allra besta og vilji gera enn betur.  Hins vegar verð ég að játa að stundum getur maður ekki annað en efast - ég er t.d. alveg gáttaður og í raun orðlaus eftir að hafa horft á þetta viðtal við skólastjórann í Sandgerði - vækt til orða tekið mjög óheppilega orðað hjá henni. http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/03/02/blodug_slagsmal_skoladrengja/

Róbert Björnsson, 2.3.2009 kl. 22:23

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er ekkert hissa á þessum Sandgerðisskólastjóra! Svo er þetta líklegast eini skólinn sem ég kann eitthvað um. Bjó á Suðurgötu í Sandgerði, beint á móti skólanum.

Systir mín er búin að vera sem kennari þarna í 15 eða fleiri ár. Hætti vegna þess að öll stjórn skólans er í algjöru rugli. Svona mál eru bara þöguð í hel.

Klassískur Íslenskur skóli.

Óskar Arnórsson, 3.3.2009 kl. 01:18

18 Smámynd: Róbert Björnsson

Það er sárt að vita til þess að svona sé þetta enn alltof víða...en það sem fyllir mann von er sú jákvæða þróun að þessi mál eru farin að rata í fjölmiðla og það er augljóst af blogg-umræðu að fólk sættir sig ekki við svona lagað lengur.

Róbert Björnsson, 3.3.2009 kl. 02:05

19 identicon

Sæll Róbert, magnað að heyra þig lýsa hlutunum með þessum hætti.

Ég hef hin síðari ár, þegar umræðan um einelti er orðin opin og uppi á borðum, hvort ég hafi kannski í gamla daga tekið þátt í einelti án þess að hafa haft hugmynd um það. Ég átti náttúrlega heima á Selfossi, eins og þú svosem veist :) en var í gaggó í byrjun níunda áratugarins, þannig að það er langt um liðið. Maður man kannski eftir fáeinum sem voru aðeins svona "undirmáls" og "lágu kannski vel við höggi", en mér er lífsins ómögulegt að muna hvort ég hafi tekið þátt í að leggja í einelti. Það gæti samt alveg verið að maður hafi verið nógu vitlaus til að lufsast með ef einhverjir voru að taka einhvern fyrir, eins og ég segi, ég bara hef ekki hugmynd um það.

Eins hef ég spáð í þessu frá hinni hliðinni: var maður kannski fórnarlamb eineltis sjálfur, án þess að muna eftir því? Tek það fram að ég hef alla tíð verið, að mínu mati, ákaflega dofinn fyrir umhverfinu að ýmsu leyti og því gæti vel verið að maður hafi fengið einhverjar kárínur frá skólafélögunum án þess að fatta það, ég get verið einstaklega "thick" stundum....

Þetta eru bara svona mínar hugleiðingar, kannski eitthvað sem á erindi inn í umræðuna, kannski ekki.....

Hafðu það bara sem allra best, bið að heilsa Dóra og fjölskyldu (töff að fara lengri leiðina með kveðju suður)

Mundi (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 14:54

20 Smámynd: Róbert Björnsson

Gaman að heyra í þér Mundi og takk fyrir innlitið og kveðjurnar!

Jú ég held að sú upplifun sem þú lýsir eigið við um mjög marga - það sem við köllum einelti í dag var að mörgu leiti viðvarandi ástand hér í den - sem flestum fannst bara eðlilegur hluti af skólagöngunni og langflestir hafa á einhverjum tímapunkti tekið þátt í því eða verið þolendur og í mjög mörgum tilfellum hvoru tveggja.  Það er svo auðvitað eins misjanft eins og fólk er margt hvernig það upplifir þetta...og hjá flestum er þetta gleymt og grafið um leið og fólk sleppur úr skólanum...sem betur fer.   En ég er mjög feginn því að það sé aukin umræða um þessi mál á Íslandi í dag og ég vona að fólk sé almennt meðvitaðra og hugsi um þetta frá öllum hliðum.  Það er mjög auðvelt og freistandi að þagga þessi mál niður - en það er ekki mjög uppbyggjandi.

Bestu kveðjur!

Róbert Björnsson, 3.3.2009 kl. 20:12

21 identicon

Hæ Róbert!

Rakst á síðuna þína á mbl og fannst ég eitthvað kannast við kauða. 

Vá ekki vissi ég af þessu einelti, enda löngu flutt frá Selfossi, þegar þetta átti sér stað. Takk fyrir að deila þessu með umheiminum og ég óska þér alls hins besta í framtíðinni:)

Kv.

Sigurveig, Sunnuvegi 14 (1980-1983)

Sigurveig (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 10:57

22 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir innlitið og kveðjurnar Sigurveig!

Man ég rétt að þú hafir stundum fengið mig lánaðan í barnapössun í gamladaga?

Bestu kveðjur

Róbert Björnsson, 5.3.2009 kl. 23:50

23 identicon

Hæ aftur!

Ég á ansi erfitt með að fá það til að passa þar sem ég er ekki nema ári eldri en þú:) 

Þú hefur kannski "passað" systkini mín þegar ég nennti því ekki, hehe, þau eru fædd 1980 og 1982, en voru náttúrulega bara smá kríli þegar fluttum yfir á Engjaveginn (á horninu á Engjav. og Tryggvag.).

En, ég spilaði á flautu alla mína hundstíð á Selfossi og spilaði í lúðrasveitinni síðasta veturinn minn á Selfossi (1988-1989). Ég spilaði í skólasveitinni öll barnaskólaárin hjá Róberti (gott ef Jói Stefáns tók ekki við síðasta veturinn minn) en man ekki hvort þú varst með. 

Ég man aftur á móti að Ásgeir talaði stundum um þig en hvort það var meðan ég bjó á Selfossi eða eftir að ég flutti man ég ómögulega. Hann talaði nefnilega um að þú spilaðir á franskt horn og skiptir svo yfir á trompet og ég man eftir að hafa séð þig á landsmótinu 1997, þá spilaði ég með Svaninum.

Vona að þetta hjálpi minninu:)

kv. frá Köben

Sigurveig

Ó já, ég er rauðhærð og var oft skíthrædd við hrekkjusvínið hann Þórarinn bróður Kristínar og Önnu Þórnýjar! Eftir að ég kynntist Önnu aftur fyrir rúmum tíu árum hér í DK þá erum við mikið búnar að hlæja að því:)

Sigurveig (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 09:36

24 Smámynd: Róbert Björnsson

Duh!  Hvernig læt ég!  Já auðvitað man ég eftir þér núna   Ég var að rugla þér saman við stelpu sem átti minnir mig heima á horninu á Sunnuveginum og Sigtúnunum og kveikti ekki á perunni með Sunnuveg 14.

Jú við vorum örugglega samferða í skólalúðrasveitinni allavega einn vetur - ég byrjaði þar 87 þegar Róbert Darling var enn með sveitina og við fórum á landsmót á Akranesi - sem var mjög eftirminnilegt ævintýri.   

Talandi um lúðrasveit - veit ekki hvort þú vissir af því en í vor stendur til að halda stórtónleika til heiðurs Ásgeiri þar sem hann var að hætta með lúðrasveitina eftir 50 ára starf.  Það er verið að reyna að ná í gamla félaga til að mæta og spila með - það hefði verið gaman að sjá þig þar en við erum augljóslega bæði í útlöndum því miður - mér þykir skelfilegt að missa af þessu eins og mér þykir vænt um Geira.  

Hehe já Þórarinn hrekkjusvín!   Við erum reyndar góðir vinir í dag merkilegt nokk - hann er vissulega ennþá stríðnispúki en undir niðri er hann gull af manni og drengur góður.  Hann hefur meira að segja heimsótt mig hingað til Minnesota.

Hafðu það gott í Köben og passaðu þig á Hells Angels og öllum hinum óargardýrunum! 

Róbert Björnsson, 6.3.2009 kl. 10:16

25 identicon

Hæ aftur!

Ég veit af þessu með lúðrasveitina, leiðinlegt að geta ekki verið með. Ég hitti Ásgeir fyrir tilviljun sumarið 2007 þegar ég var á leið í heimsókn til Önnu Þórnýjar og Stefáns og hann var heillengi að kveikja á perunni um það hver ég væri, hehehe ... og ég sem var í einkatímum hjá honum í 6 ár!!

Ég hef ekki sjálf hitt Þórarinn í rúm 20 ár, en frétti af honum annað slagið gegnum Önnu. Hann var ekki alslæmur, hann gaf mér einu sinni voða flott vinakort sem hann hafði föndrað með glimmeri og glansmyndum handa mér. Anna er samt 100% viss um að Kristín hljóti að hafa átt mestan heiðurinn og hugmyndina að kortinu:) Ég er enn svekkt yfir að eiga það ekki lengur.

Já Akranesferðin var skemmtileg, við höfum þá spilað saman í tvo vetur. Ég man alls ekki eftir öllum sem spiluðu með.

Ég skal passa mig á HA, reyndar eru gengin mun verri í augnablikinu og stór hópur þeirra heldur til akkúrat hinum megin við götuna hjá mér, næs:)

Vona að allt gangi vel hjá þér með atvinnuleitina svo þú neyðist ekki til að byrja á núlli heima! 

Sigurveig (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 12:32

26 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég vil bara þakka þér Róbert fyrir þarfa og óvenju hreinskilingslega færslu, og komment. Það eru ekki margir eins og þú. Því miður...

Óskar Arnórsson, 9.3.2009 kl. 13:50

27 identicon

Jahérna hér, þetta er allt verra en maður hélt.

Maður fékk nú eitthvað að bragða á þessu, enda svolítið spes. En svo gerðist maður svo harður í horn að taka að það var spurning hver lagði hvern í einelti.

Það er best að fylgjast vel með börnum sínum í framtíðinni.

Annars gaman að sjá Munda detta þarna inn. Hehe, mannstu þegar hann stjórnaði Lúðrsveitinni, - það er spurning hvort að hann myndi leyfa þér að segja þá sögu....

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 13:39

28 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe já ég var því miður of mikil rola til að berja frá mér og því fór sem fór - ég var reyndar stundum nálægt því að snappa og rjúka í höfuðpaurinn og lúskra á honum af öllum lífs og sálar kröftum (enda var ég stærri en hann) en ég óttaðist að ég myndi hreinlega ganga frá honum og lenda í miklu klandri í kjölfarið.  Mamma mín heitin kenndi mér líka að sá vægir sem vitið hefur meira og ég reynda að fara eftir þeirri speki.

Já Mundi er stórskemmtilegur og jú ég man vel eftir ferli hans sem stjórnanda hehe   Við náðum reyndar aldrei að spila saman held ég - hann var hættur rétt áður en ég byrjaði því miður.

Róbert Björnsson, 13.3.2009 kl. 19:33

29 identicon

Takk kærlega fyrir þessa þörfu umræðu og ég dáist að hæfni þinni Róbert til að vinna úr eigin vanlíðan og ekki síður hvernig þú kemur viðkvæmu efninu frá þér í þessum tveimur frábæru fyrirlestrum hér að ofan.

Þar sem ég hef unnið við kennslu tel ég mig hafa örlitla innsýn í heim barna og unglinga í bekkjarstofunni og það er allt annað en auðvelt að sjá hvenær fýla eða stríðni er farið að vera einelti. Einelti kemur í mörgum stærðum og gerðum og miserfitt að koma auga á það. Tel þó í þínu tilfelli að eineltið hafi átt að vera það augljóst að grípa átti inn í fyrir löngu.

Það eru margir fletir á hverju máli og í eineltismálum eru fleiri fórnalömb en eingöngu þau sem eru lögð í einelti. Gerendurnir eru oft þeir sem við stærstu vandamálin eiga heima fyrir og líður afskaplega illa og reyna að fá útrás fyrir vanlíðan sinni með því að níðast á öðrum. Það afsakar ekkert en útskýrir margt og til að finna lausn á sérhverju eineltismáli þarf að skoða það niður í kjölinn. Bæði gerendur og þolendur þurfa aðstoð til að bæta sjálfsmyndina. Þar kemur ART (aggression replacement training) sterkt inn en það hefur verið notað í norskum skólum í tvo áratugi með góðum árangri. Núna er verið að mennta íslenska grunnskólakennara í þessum fræðum og hef ég sjálf sótt námskeið og þar með orðin "artari". ART eru þriggja mánaða námskeið fyrir grunnskólanema sem fram fara innan veggja skólanna á skólatíma þar sem 3-7 barna hópar starfa saman í þrjár kennslustundir á viku. Kennslustundunum er skipt upp í reiðistjórnun, siðferðiskennd og félagsfærni og mikið lagt upp úr því að hafa tímana líflega og skemmtilega og að nemendur upplifi sig á jákvæðan hátt. Í þessum tímum er mikil lífsleikni og hver nemandi lærir margt um sjálfan sig, styrkleika sína og siðferðiskennd svo eitthvað sé nefnt. Svona námskeið fyrir alla nemendur skólans þar sem saman eru valdir einstaklingar í hópa sem fara auðveldlega í hár saman myndu laga ástandið mikið. Það hafa víst einhverjar rannsóknir í Noregi sýnt fram á þótt ég geti nú ekki vitnað í neinar beint en við vitum að menntun er máttur. Þetta er ein leið til hjálpar án þess að ég sé að gera lítið úr öðrum eineltisáætlunum en þegar upp er staðið held ég að vandamálið hjá okkur á Íslandi sé og verði því miður áfram fjársvelti til menntamála. Það kostar jú peninga að fylgja þessu eftir.

Vil að lokum taka það fram að það er gríðarlegt álag að starfa við kennslu .... aðallega þó vegna þess að kennarinn þarf að eiga samstarf við allskonar foreldra sem oft vilja kasta ábyrgðinni á barnauppeldinu yfir á aðra. Sem betur fer eru þeir foreldrar þó í miklum minnihluta.

Ég ætla að láta staðar numið hér og bið ykkur vel að lifa.

Nafnlaus :-) (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 08:44

30 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gríðarlegt álag að vera kennari? Þvílík þvæla. Það er bara álag fyrir þá sem ekki kunna að vera kennarar Hr. nafnlaus IPson.

Hættu þá að vera kennari og fáðu þér aðra vinnu. Þú ert greinilega óhæfur.

Óskar Arnórsson, 15.3.2009 kl. 17:04

31 Smámynd: Róbert Björnsson

Nafnlaus:  bestu þakkir fyrir þetta innlegg - lýst mjög vel á þetta ART prógramm - það er um að gera að beita öllum tólum sem til eru í dótakassanum.   Alveg rétt að oft eiga gerendurnir mjög erfitt heima fyrir eða þeim líður illa af einhverjum ástæðum og það brýst út á þennan hátt.  Þess vegna er mikilvægt að reyna að hjálpa þeim ekki síður en þolendunum.

Óskar:  Mér finnst þetta nú frekar ósanngjarnt komment  - kennarastarfinu fylgir mikil ábyrgð og álag - sama hversu hæfur kennarinn er.  Get ekki lesið neitt út úr kommenti nafnlausa kennarans hér að ofan sem bendir til þess að hann/hún sé óhæfur - þvert á móti.  

Róbert Björnsson, 15.3.2009 kl. 17:31

32 identicon

Takk fyrir Róbert :-)

Nafnlaus :-) (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband