Trúarbrögð á undanhaldi í Bandaríkjunum

atheism3.jpgIn God we Trust no more! Wink  Samkvæmt nýrri rannsókn Trinity College sem sagt var frá á CNN í fyrradag eru Bandaríkjamenn ekki eins svakalega trúaðir og þeir voru - sem hljóta að teljast mikil gleðitíðindi.

Nú telja 75% bandaríkjamanna sig vera Kristna (niður úr 86% árið 1990) og einn af hverjum fimm tilheyrir nú engu trúfélagi.  Ennfremur segjast 27% aðspurða ekki kjósa trúarlega útför.  Þá hefur okkur sem skilgreinum okkur opinberlega sem trúleysingja (atheists) fjölgað um helming frá árinu 2001 og erum við nú 12% íbúa Bandaríkjanna.  Batnandi mönnum er best að lifa og við skulum vona að þetta trend haldi áfram og verði til þess að minnka enn-frekar skaðleg áhrif trúarbragða á þjóðlíf og menningu Bandaríkjanna sem og að stuðla að vitrænnari og frjálslyndari viðhorfum til lífsins og tilverunnar - byggðum á rökvísi, þekkingu og almennri skynsemi.

Come Out, Come Out - wherever you are! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þróun félagi, trúaðir eru einfaldlega vanþróaðir ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 22:36

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Halelúja!

Heimir Tómasson, 11.3.2009 kl. 22:51

3 identicon

Trú þarf ekki að byggjast á því að þú tilheyrir einhverju trúfélagi.  Þú getur verið mjög trúaður þó svo útförin þín fari ekki fram, til dæmis kirkju.  Ég hef alla mína tíð sett ? við trúleysingja.  Sem sagt trúa þeir á "       " og ekki einu sinni á sig sjálfa, sína getu til að fá starf við hæfi, sína getu til að vinna sitt starf vel, sinn kraft til að framkvæmda, sína getur til að lifa af í veröldinni og svona mætti lengi telja. 

Mörg stórmenni í veraldarsögunni hafa ekki óttast að tala um trú sína á "æðri mátt" en samt tekist að færa okkur margt af því sem við gætum varla verið án í "nútímaþjóðfélagi".  

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 22:52

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Sæll Páll - því fer víðs fjarri að trúleysingjar trúi ekki á sjálfa sig!  Þvert á móti höfum við engan annan til að kenna um okkar um eigin ófarir eða velgengni.  Hver er sinnar gæfu smiður.    Annars þykir mér svolítið spaugilegt að sjá þig reyna að tengja saman trúleysi mitt og þá staðreynd að ég er soddan lúser að vera atvinnulaus!  Kýs að móðgast ekki við þig þó svo þú hafir eflaust ætlað þér að espa mig upp með þessu hálfgerða neðanbeltis-skoti. 

Annars er ég sammála þér að vissulega hafa mörg stórmenni í veraldarsögunni trúað á sinn æðri mátt án þess að láta það eyðileggja fyrir sér fjróa og sjálfstæða hugsun.  Það fer lítið í taugarnar á mér að fólki trúi á einhvern óskilgreinanlegan "æðri mátt" (eins órökrétt og það nú er) svo lengi sem það blandar ekki við það alls kyns Dogma og vilteysu.

Róbert Björnsson, 11.3.2009 kl. 23:23

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Merkileg þróun.

Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 00:10

6 identicon

Mörg þessi stórmenni sögunnar hafa þurft að játa trú eða verða úti í kuldanum, hugsanlega fangelsaðir eða verra.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 07:53

7 Smámynd: Róbert Björnsson

Jamm - t.d. Galileo Galilei, Copernicus, Michaelangelo, Leonardo Da Vinci etc..

Róbert Björnsson, 12.3.2009 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband