Gore Vidal

Merkiskallinn Gore Vidal mætti í fantagott viðtal til Bill Maher í gær og ég má til með að deila því með ykkur.

Fyrir þau ykkar sem ekki þekkið til Vidal er hann einn af áhugaverðustu hugsuðum tuttugustu aldarinnar að mínu mati og án efa einn af skarpgreindustu rithöfundum og þjóðfélagsgagnrýnendum sem uppi hafa verið á seinni tímum.  Það er gaman að sjá hvað kallinn er ennþá ern og beittur þrátt fyrir að vera orðinn 83 ára og bundinn hjólastól.  Það er óhætt að segja að kallinn sé maður að mínu skapi hvað varðar pólitískar skoðanir, húmor, póstmódernískar pælingar, skoðanir á trúarbrögðum o.fl.  Ein af fyrirmyndum og hetjum okkar Bills Maher. 

Já og gleðilega páska til ykkar sem haldið uppá slíkt. Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Gore Vidal er flottur á þessum videóum .....takk.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 12.4.2009 kl. 11:00

2 identicon

Kommi hjá öðrum komma í viðtali.

LS.

LogicSociety (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 18:21

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Sóldís: takk sömuleiðis fyrir innlitið og áhorfið

LS:  Það hlýtur að vera erfitt fyrir þig að eiga heima í veröld fullri af "kommum" í hverju horni!   Síðast þegar ég vissi var Bill Maher samt Libertarian og stuðningsmaður Ron Paul...but whatever dude!

Róbert Björnsson, 12.4.2009 kl. 19:02

4 identicon

Gaman að sjá hvað karlinn er ern. Hef verið að lesa hann í aldarfjórðung, síðan ég komst yfir bókina Pink Triangle and Yellow Star sem var gefin út 1983.

Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 08:34

5 identicon

Því miður er ekki hægt að sjá vidoin lengur :( 

Hann er minn uppáhalds :)

Vala

vala (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 10:43

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Sæl Vala - takk fyrir ábendinguna - búinn að laga þetta   Já kallinn er flottur.

Róbert Björnsson, 30.4.2009 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.