Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
Stórsniðugt apparat
25.1.2007 | 08:14
Þetta minnir mig á þegar ég og bekkjarfélagar mínir í avionics deild Spartan School of Aeronautics vorum að fikta í veður-ratsjá og einhver snillingurinn kveikti á apparatinu án þess að gera sér grein fyrir að hann væri að skjóta nokkur þúsund vöttum af örbylgjum inni í skólastofu. Sem betur fer stóð enginn beint fyrir framan loftnetið og engum varð meint af en mig minnir að eitt súkkulaðistykki hafi bráðnað í klessu.
Þessi "geislabyssa" á hins vegar að vera á millimetra-bylgjulengd og á einungis að ná 1/64 úr tommu inn fyrir húðina samkvæmt frétt CNNSniðugri fannst mér samt "hljóð-byssan" (Magnetic Acoustic Device) sem Bandaríski herinn kynnti í fyrra. Fræðast má um þá græju með því að smella hér.
Bandaríkjaher sýnir hitageislabyssu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fresh Air
25.1.2007 | 07:23
Einn vandaðasti útvarpsþátturinn á öldum ljósvakans fyrr og síðar heitir "Fresh Air" og er stjórnað af hinni margverðlaunuðu Terry Gross á bestu útvarpsrás í heimi, National Public Radio. Gross tekur frábær viðtöl þar sem hún fær viðmælendur sína til að sýna á sér aðra hlið en fólk er vant. Þátturinn minnir etv. svolítið á Kvöldgesti Jónasar Jónassonar.
Hægt er að hlusta á þættina á vefsíðu NPR og langar mig til að benda sérstaklega á viðtöl Gross við grínistana Stephen Colbert og Dave Chappelle.
Menning og listir | Breytt 26.1.2007 kl. 02:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjálfarinn rekinn
23.1.2007 | 23:23
Dwayne Casey þjálfari Minnesota Timberwolves var í dag látinn taka pokann sinn. Aðstoðarþjálfarinn Randy Wittman hefur tekið við liðinu og mun stýra því í fyrsta sinn á móti Portland Trailblazers annaðkvöld.
Liðinu hefur gengið svona upp og ofan það sem af er tímabilinu, unnið 20 leiki og tapað 20 og er nú í áttunda sæti vesturdeildarinnar og þar með inni í úrslitakeppninni. Liðið byrjaði janúarmánuð af miklum krafti og unnu 8 af 10 fyrstu leikjum ársins en svo fékk liðið slæman skell gegn Atlanta Hawks og hefur nú tapað 4 leikjum í röð.
Orðrómurinn segir að Casey hafi misst stjórn á liðinu eftir leikinn gegn Detroit Pistons sem tapaðist eftir 2 framlengingar. Ricky Davis fór í fýlu og labbaði beint inní búningsklefa eftir að honum var skipt útaf fyrir Randy Foy í byrjun þriðja leikhluta og hlaut fyrir vikið leikbann í næsta leik sem var á móti Phoenix.
Randy Wittman hefur lengi starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Timberwolves, ásamt því að hafa verið aðalþjálfari Cleveland Cavaliers á árunum 1999-2001. Þar var vinningshlutfallið ekki sérlega glæsilegt, 62 sigrar og 102 töp. Ekki hefur komið fram hvort Wittman verði titlaður bráðabirgðaþjálfari ("interrim coach") eða hvort hann á að stjórna liðinu út tímabilið.
Það verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif þessi umskipti hafa á liðið og spurning hvort Wittman nái að tendra liðið uppúr meðalmennskunni sem hefur einkennt liðið að undanförnu. Eitt er víst að það býr meira í liðinu en þeir hafa náð að sýna og það er heilmikill talent í leikmönnum þess. Haldi liðið hins vegar áfram að tapa vilja margir meina að best væri að láta Kevin Garnett fara og byggja upp nýtt lið frá grunni. Ég held í vonina um að svo fari ekki
Íþróttir | Breytt 26.1.2007 kl. 02:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
State of the Union
23.1.2007 | 17:00
Það verður áhugavert að horfa á hina árlegu "eldhúsdags" ræðu forseta vors í kvöld. Hvaða gullkorn velta nú uppúr honum sem hægt verður að hlægja að næstu daga? Sagan sýnir að fylgi forseta minnkar ávalt um hálft til eitt prósent eftir þessar ræður og má hann nú varla við því karl-greyið enda kominn niður í um 28% samkvæmt CBS
Eitt af því sem búist er við að hann geri að umræðuefni í kvöld (nótt á Fróni) er "global warming" og tillögur að úrbótum í orkubúskap þjóðarinnar, sérstaklega þróun á "alternative fuels". Þetta verður væntanlega tóm sýndarmennska enda ekki búist við að hann leggi til neinar bindandi takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.1.2007 kl. 02:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tímahylki í Tulsa
23.1.2007 | 16:58
Í júní heldur Oklahóma fylki uppá það að þá verða liðin 100 ár frá því að "Indian Territory" var gert að 46. fylki Bandaríkjanna. Nafnið Oklahoma þýðir bókstaflega "rautt fólk" á máli Choctaw indíjánanna, en Oklahoma gengur líka undir nafninu "Native America" til heiðurs frumbyggjunum sem hvergi eru fleiri í Bandaríkjunum fyrir utan Kalíforníu og Arizóna. (frumbyggjar Alaska ekki taldir með).
Í dag má segja að nafnið "rautt fólk" henti álíka vel, en Oklahóma er eitt "rauðasta fylkið" í þeim skilningi að vera eitt höfuðvígi Repúpblikana (red states vs. blue states).
Fyrir 50 árum ákváðu vaskir menn í Tulsa (annari stærstu borg Oklahoma) að grafa niður eitt stykki fólksbíl, árgerð ´57, sem síðan átti að hefja upp 50 árum síðar, eða í júní næstkomandi. Þegar bíllinn var grafinn niður var haldin samkeppni þar sem fólki gafst kostur á að giska á íbúafjölda Tulsa árið 2007 og sá sem næst kemur svarinu hreppir $100 dollara verðlaun. (eitthvað hefur verðgildi verðlaunanna samt rýrnað með árunum).
Fróðlegt verður að sjá í hvernig ástandi bíllinn kemur uppúr jörðinni en menn telja að annaðhvort verði hann í fullkomnu ástandi eða hafi ryðgað upp til agna, en það fer eftir því hvort raki hefur komist inní grafhýsið. Ennþá fróðlegra verður að heyra hvort takist að hafa uppá verðlaunahafanum í samkeppninni og hvort margir hafi giskað á réttan íbúafjölda (sem er nú 889 þús. að meðtöldum úthverfum) Sjá frétt CNN.
Dægurmál | Breytt 26.1.2007 kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vesalings Kaþólikkarnir
23.1.2007 | 16:53
Kaþólikkar hóta að loka ættleiðingaþjónustum vegna laga um samkynhneigða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 26.1.2007 kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
El Niño
20.1.2007 | 21:12
Þann tíma sem ég bjó suður í Oklahoma varð ég aðeins einu sinni vitni að snjókomu. Það var ekki meira en svo að það kæmi smá föl á jörðina en engu að síður fór allt á annan endann og samfélagið lamaðist. Skólum og fyrirtækjum var lokað og vegakerfið fór í kaos. Ókíarnir eru ekkert sérlega lunknir við að keyra á smá hálku og bílahrúgurnar hrönnuðust upp á hverjum gatnamótum.
Nú berast þær fregnir að hundruðir þúsunda séu án rafmagns í Oklahoma og Texas sökum mikilla "ís-storma" sem þar hafa geysað undanfarið. Mikill klaki safnast fyrir á trjám og rafmagnsstaurum (nánast allar rafmagnslínur þarna suðurfrá eru loftlínur) sem brotna undan þunganum. Þetta ástand er mjög óvenjulegt á þessum slóðum en nú ber svo við að veðurfyrirbærið El Niño hefur þau áhrif í miðvesturríkjunum að háloftavindarnir (Jetstream) ná svona langt suður og því mætast kaldur loftmassi og hlýtt og mjög rakt loft suður úr Mexíkó-flóa. Þetta gerist reyndar oft á vorin og haustin en þá myndast oft mjög sterkir stormar með tilheyrandi hvirfilbyljum og djöfulgangi enda er svæðið uppnefnt "Tornado Alley". Þegar þetta gerist hins vegar að vetri til og aðstæður skapast með þeim hætti að lofthitinn er aðeins of hár til að myndist snjókoma geta skapast skilyrði fyrir slíka ís-storma sem geta haft gríðarlegan eyðileggingarmátt.
Á sama tíma og harður vetur geysar þarna suðurfrá og vestur í Kalíforníu þar sem uppskerubrestur á appelsínum hefur kostað bændur yfir einn milljarð dollara nú þegar er aftur á móti blíðskaparveður hér norður í Minnesota sem er nú þekktara fyrir kulda og hret.
Hér þykir ekkert óeðlilegt að hitastig fari niður í 20-30 stiga frost í janúar en það sem af er hefur verið svona í kringum -5°C, sól, logn og nánast enginn snjór. Í lok desember fór sumstaðar að sjást í brum á trjám, ýmis dýr lögðust ekki í hýði og vart var við skordýr sem ekki eiga að sjást á þessum árstíma.Ég er svosem ekkert að kvarta og mikið er ég feginn að vera ekki suður í Oklahoma þar sem flest hús eru nú ekkert sérlega vel einangruð. Spurningin er hins vegar sú hvort þetta sé "global warming" að kenna eða bara El Niño?
54 látnir í vonskuveðri í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Al Franken líklega á leið á þing
19.1.2007 | 00:30
Samkvæmt frétt CNN stefnir allt í að grínistinn Al Franken ætli að bjóða sig fram gegn Norm Coleman (R) sitjandi Öldungardeilarþingmanni Minnesota fylkis á næsta ári. Franken er sennilega þekktastur fyrir fyrir að hafa verið leikari og handritshöfundur í Saturday Night Live hér á árum áður en einnig hefur útvarpsþáttur hans "The O´Franken Factor" notið mikilla vinsælda á Air America Radio útvarpsstöðinni.
Franken er meið eindæmum orðheppin maður og ég mæli eindregið með bókunum hans "Lies and the Lying Liars who tell them - A Fair and Balanced Look at the Right" sem og "Russ Limbaugh is a Big Fat Idiot - And Other Observations"
Sumir spyrja sig hvort grínisti sé líklegur til afreka í pólitík og hvort treystandi sé á svoleiðis lið. En ég spyr á móti: hver segir að einungis lögfræðingar og atvinnupólitíkusar séu hæfir til þingsetu? Það hefur sýnt sig að almenningur kýs "frægt fólk" til valda sbr. Ahnold Swarzenegger í Calí og skemmst er að minnast glímukappans Jesse Ventura sem var óvænt kosinn Governor Minnesota hér um árið. Það sem Franken hefur samt fram yfir Arnold og Ventura er að hann útskrifaðist með B.A. í stjórnmálafræði "Cum Laude" frá Harvard!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.1.2007 kl. 02:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)