Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Margt smátt gerir eitt stórt

ES_logo_12Ef hvert heimili í Bandaríkjunum myndi skipta út aðeins einni venjulegri ljósaperu fyrir orskusparandi peru myndi tilsvarandi orkusparnaður duga til þess að lýsa upp 2.5 milljónir heimila í heilt ár! 

Ennfremur kæmi þetta í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda (vegna kola-orkuvera) á við mengun 800 þúsund bíla á ári!

Þetta eru tölur sem skipta máli og ég tek því undir heilshugar með þessum þingmanni Kalíforníu.

Sjá umfjöllun um málið á vefsíðu Energy Star, samvinnuverkefni umhverfisráðuneytis og orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna.


mbl.is „Hvað þarf marga þingmenn til að skipta um ljósaperu?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fórnarlömb stríðsins

Semper FidelisJonathan Schulze kom heim til Minnesota með tvö Purpurahjörtu í farteskinu frá Írak.  Þessi 25 ára gamli Landgönguliði var þó ekki hólpinn þó heim væri kominn.  Líf hans varð aldrei samt eftir skelfinguna sem hann varð vitni að í Írak.  Hann þjáðist af stöðugum martröðum og því sem kallast "Post Traumatic Stress Syndrome".  Þann 16. janúar síðastliðinn framdi hann svo sjálfsvíg.

Hann hafði farið á hersjúkrahúsið hér í St. Cloud nokkrum dögum áður og beðið um hjálp, en þar var honum tjáð að hann væri númer 26. í biðröðinni eftir að hitta sálfræðing og var sagt að það yrði nokkurra vikna bið.

Þegar talað er um fórnarlömb stríðsins gleymist stundum að telja þá með sem hlotið hafa varanleg örkuml bæði andlega og líkamlega.  Að minnsta kosti 500 bandarískir hermenn eru taldir hafa framið sjálfsvíg eftir veru sína í Írak...mun fleiri  ná aldrei fullri heilsu.  And for what???

Lesið grein um Schulze í Star Tribune hér.


Timberwolves kæla niður Suns

Go TimberwolvesI Love this Game!   Það var heitt í kolunum í Target Center í kvöld þrátt fyrir að utandyra væri 18 stiga gaddur enda heitasta liðið í NBA komið í heimsókn alla leið frá Arizona. 

Pheonix Suns sem hafði unnið 17 leiki í röð og ekki tapað leik síðan í byrjun desember í fyrra mátti sætta sig við tap gegn heimamönnum, 121-112.  Kevin Garnett skoraði heil 44 stig í leiknum, en það er "einungis" fimmta skiptið sem hann fer yfir 40 stig á ferlinum.  Garnett hefur mest skorað 47 stig í leik en það var einmitt á móti Phoenix Suns árið 2005.  K.G. hefur oft mátt hlusta á þá gagnrýni að hann taki ekki yfir leiki á lokamínútunum eða í "crunch time"...en í kvöld skoraði hann 15 stig í 4. leikhluta og var gersamlega "on fire".

Phoenix var 8 stigum yfir í hálfleik 60-68 og hlutirnir litu ekkert sérstaklega vel út fyrir Minnesota.  Phoenix réð tempóinu í fyrri hálfleik og spiluðu sinn alræmda hraða sóknarbolta og rigndu niður þriggja stiga körfunum...en Minnesota náði að hanga í þeim og í seinni hálfleik náði liðið að hægja á Steve Nash (þökk sé Ricky Davis og Trenton Hassell).  Fjórði leikhluti var svo alveg stórkostlegur...maður leiksins (fyrir utan K.G.) var Mark "Mad Dog" Madsen en hann kom inná með gríðarlega orku í vörnina og ekki síður sóknina þar sem hann var duglegur að hirða sóknarfráköst og skoraði auk þess 6 mikilvæg stig úr 3 skotum.  Ricky Davis, Randy Foye og Marko Jaric áttu líka mjög góðan leik.

Nýji þjálfarinn Randy Wittman (2-2) má heldur betur vera kátur með sína menn í kvöld og vonandi að þetta gefi góð fyrirheit um framhaldið.

Sjá umfjöllun Sports Illustrated um leikinn.


Aumkunarverður hommatittur

Ætli það sé hægt að snúa gagnkynheigðu fólki til betri vegar?Á Íslandi mun nú vera staddur aumkunarverður amerískur hommi í boði samtaka trúfélaga og áhugamanna um "afhommun".  Þessi vesalings ógæfumaður, Alan Chambers, ku víst hafa "frelsast úr viðjum samkynhneigðar" og er nú forseti og "poster child" Exodus International, kristilegrar líknarstofnunar sem hjálpar kynvillingum að snúa baki við syndinni, taka upp "heilbrigðara líferni" og öðlast náð Krists!

Svo merkilegur er þessi Alan að honum var boðið í Hvíta Húsið af sjálfum George W. Bush til að vera viðstaddur blaðamannafundinn þar sem Bush fór fram á að sjálfri Stjórnarskrá Bandaríkjanna yrði breytt til þess að banna hjónabönd samkynhneigðra fyrir fullt og allt.  Þess má geta að viðaukarnir við Stjórnarskrá Bandaríkjanna kallast í daglegu máli "the Bill of Rights" svo það hefði nú verið frekar kaldhæðnislegt ef í hana hefði verið skráð mannréttindabrot.  En þrátt fyrir að nóg hafi verið af fíflum á Bandaríska þinginu á meðan Repúblikanarnir réðu þar lofum og ráðum þarf 3/4 meirihluta til að samþykkja breytingu á Stjórnarskránni.  Tillagan var auðvitað kolfelld enda átti enginn von á öðru.  Þetta var fyrst og fremst tilraun Bush til að friðþægja trúarofstækisliðið og öfgahægrimennina í flokknum sínum.  Þess má geta að báðir líklegustu forsetaframbjóðendur Repúblikana í ´08 kosningunum, þeir Rudy Giuliani og John McCain hafa lýst sig á móti því að bæta slíkri vitleysu í Stjórnarskrána. 

En aftur að afhommurunum í Exodus.  Hér í Bandaríkjunum reka þeir (undir nafni "Love in Action") meðal annars hörmulegar fangabúðir fyrir unglinga þar sem reynt er að heilaþvo og eyðileggja ungt fólk fyrir lífstíð.  New York Times birti árið 2005 sögu af 16 ára dreng sem hafði gert þau mistök að koma útúr skápnum.  Foreldrar hans sendu hann nauðugan í "meðferð" í "Jesus Camp".  Lesa má söguna um Zach með því að smella hér.

Það eru ekki allir svo heppnir að sleppa heilir úr þessum afhommunarbúðum þar sem fólki er kennt (á kristilegan hátt) að hata sjálft sig.  Þeir sem ekki ná að "frelsast úr viðjum samkynhneigðar" sinnar kjósa sumir að fremja sjálfsvíg fremur en að lifa í sátt við sjálfan sig.  Ungu og óhörnuðu fólki (sem fjölskyldan hefur í mörgum tilfellum snúið baki við) er beinlínis sagt að það sé betra að það iðrist, deyji og komist til himna, heldur en að lifa áfram í syndinni og enda í helvíti.
Þetta gerist ekki bara í Bandaríkjunum.  Líka á Íslandi!  Stutt er síðan ungur íslenskur hommi (Örn Washington) framdi sjálfsvíg eftir að hafa lent í hrömmunum á frægum íslenskum ofsatrúarsöfnuði.  Að kalla það sjálfsvíg finnst mér reyndar vera vafamál.  Kannski væri réttara að kalla það morð.  En ljóst er að enginn verður sóttur til saka fyrir þann verknað.

Fólki finnst ljótt að heyra um hvað viðgekkst í Byrginu...en það eru sannarlega fleiri ógæfumenn með óeðlilegar kenndir starfandi innan hinna ýmsustu kristilegu samtaka á Íslandi í dag.  Það er merkilegt hvað þessu liði finnst gaman að upphefja sjálft sig með helgislepjunni og fordæma fólk í nafni Jesú Krists fyrir það eitt að vera til og elska.

Ég vil að lokum hvetja lesendur til að hlusta á þetta áhugaverða útvarpsviðtal við áðurnefndan Alan Chambers.  Viðtalið tók Terry Gross, þáttastjórnandi "Fresh Air" á National Public Radio sem ég hef áður fjallað um á þessu bloggi.

Jafnframt hvet ég fólk til að horfa á þessa hlægilegu/sorglegu frétt CNN um "Ex-Gay Therapista".

 


Sir Charles endurfæddur?

the Cookie MonsterÞrátt fyrir hrillilega svekkjandi tap í Seattle í kvöld (6 í röð Crying ) geta Minnesota Timberwolves aðdáendur þó horft á björtu hliðarnar.  Nýliðinn Craig "Cookie Monster" Smith átti sannkallaðan stórleik í kvöld, 26 stig og 8 fráköst á 22 mínútum.

Craig hefur verið einn af bestu nýliðum ársins og kannski sá sem mest hefur komið á óvart því hann var valinn númer 36 í annari umferð nýliðavalsins.  Þrátt fyrir að vera "aðeins" 201 cm (6´7") er hann að spila sem kraftframherji og jafnvel center.  Hann viktar heil 123 kg (272 lbs) og er því mjög massívur.  Craig er mikill orkubolti og gefur sig í öll fráköst.  Leikstíll hans og líkamsburðir minna einna helst á gamla goðið Chuck Barkley...ekki leiðum að líkjast.

Sjáið "the Big Bad Wolf" troða á Cleveland  http://www.youtube.com/watch?v=c9GghlQIHsg

Það er heldur ekki hægt að kvarta yfir hinum nýliðanum, Randy Foye, sem fer fram með hverjum leik og er efni í stórstjörnu.  Einnig styttist í að nýliðinn efnilegi frá í fyrra, Rashad McCants snúi aftur eftir erfið meiðsli sem hafa haldið honum utanvallar það sem af er tímabilsins.  Rashad hefur víst staðið sig mjög vel á æfingum og ætti að verða leikfær innan tveggja vikna.  Það eru því vonandi bjartari tímar framundan hjá Timberwolves.  Hálft tímabilið eftir og allir möguleikar á að komast í úrlsitakeppnina í vor.


Wi-Fi á ekki heima í flugvélum

notransmitÞað er góð og gild ástæða fyrir því að notkun farsíma og annara rafeindatækja sem senda frá sér útvarpsbylgjur eða örbylgjur er stranglega bönnuð um borð í flugvélum.  Það eru dæmi um að slík tæki geti haft áhrif á fjarskipta og leiðsögubúnað flugvéla.  Þráðlaust internet er því munaður sem flugfarþegar verða án um sinn.

Þar sem ég hef stúderað þetta málefni töluvert langar mig til að benda áhugasömum á góða grein eftir Dr. Peter Larkin, prófessor við Bielefeld háskóla þar sem hann útskýrir málið á aðgengilegan hátt.  Smellið hér til að lesa greinina.


mbl.is Boeing hættir við þráðlaust kerfi í 787
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ítalir á réttri leið

romeprideÞetta hljóta að teljast góðar tölur frá heimavelli Kaþólskunnar.  Bendir til að skynsemin og réttlætið muni sigra að lokum.
mbl.is Mikill meirihluti Ítala styðja aukin lagaleg réttindi samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallbyssa á útsölu

IMG_0751Hvernig toppar maður nágrannann sem á AK-47, M-16 og .357 Magnum?  Jú, maður skreppur í Cabelas sportvöruverslunina og kaupir sér ArmaLite AR-50...50 calibera "armor piercing" fallbyssu á spottprís aðeins $2799.  Hentar víst jafn vel til dádýra og fasanaveiða sem og til að verja landareign sína gegn hippum og Vottum Jehóva! Wink    Lengi lifi Charlton Heston og NRA!


Á æskuslóðum Bob Dylan

bob's house2Vinur minn frá Selfossi er mikill Bob Dylan fan.  Hann kom í heimsókn í haust, í þeim tilgangi að sjá goðið á tónleikum.  Ég er nú ekki sérlegur Dylan aðdáandi en lét mig samt hafa það að mæta með honum í XCel Energy Center í downtown St. Paul, en þangað var Dylan mættur til að prómóta nýjasta diskinn sinn, "Modern Times".  Ég játa að ég hafði lúmskt gaman af tónleikunum en ekki spillti fyrir að Foo Fighters hituðu upp fyrir hetjuna og fannst mér nú mun meira stuð í þeim.

Dylan er einn af frægustu og dáðustu sonum Minnesota (ásamt Prince) og heimtaði vinur minn að við færum og skoðuðum æskuslóðir Dylans.  Þar sem ég er alltaf til í góðan bíltúr rúlluðum við því upp til járn-námu-bæjarins Hibbing, en þar ólst höfðinginn upp fram á unglingsár.  Meðfylgjandi mynd sýnir húsið sem karlinn átti heima í sem krakki og að sjálfsögðu er búið að breyta nafni götunnar í Bob Dylan Drive.  Svo var að sjálfsögðu haldið til Duluth, en þar gekk kappinn í High School.  Deginum lauk svo með skemmtisiglingu á Superior vatni og Barbeque veislu á Famous Dave´s.


Target Center

IMG_1111 (Large)Skrapp í Target Center um daginn til að njóta kvöldstundar í návist Kevins Garnett og félaga.  Fékk ágætis sæti eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.  Það er alltaf ólýsanlegt fjör á NBA leik...ekki bara leikurinn sjálfur heldur andrúmsloftið, skemmtiatriðin og hálfleiks-showið og klappstýrurnar.  Gerist ekki betra.  Og sigur í þokkabót...priceless.

IMG_1081 (Large)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband