Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
John Edwards er heitur
28.2.2007 | 23:12
Það er í raun fáránlegt að velta sér um of mikið uppúr skoðanakönnunum um fylgi forsetaframbjóðendanna núna því það eru jú enn næstum tvö ár í kosningar. Ég vil minna á að Bill Clinton mældist varla með nokkurt fylgi á þessum tímapunkti áður en hann svo var kjörinn 1992. Fyrir síðustu kosningar var Howard Dean talinn lang sigurstranglegastur Demókrata áður en hann missti sig aðeins eftir fyrsta prófkjörið í Iowa. Það getur því allt gerst ennþá...enginn er öruggur og allir eiga séns.
Á þessum tímapunkti get ég varla gert upp á milli Barack Obama og John Edwards fyrrum varaforsetaefnis. Báðir eru þeir einkar vel máli farnir og glæsilegir frambjóðendur og athyglisvert er að sjá að Edwards er orðinn mun beittari en hann var 2003-4 og virðist núna leita meira til liberal arms flokksins heldur en miðjunnar.
Meðfylgjandi er skemmtilegt mynband af John Edwards að gera sig kláran fyrir sjónvarpsviðtal...hárið verður að vera fullkomið!
Barack Obama saxar á forskot Hillary Clintons | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ströndin við brautarendann - St. Marteen
28.2.2007 | 05:29
Nú þegar Spring Break er á næsta leiti og skólafélagarnir að undirbúa partí-ferðir til Cancún í Mexíkó eða Daytona Beach er ekki að undra þótt hugurinn leiti suður á bóginn í öllu snjófarganinu (17 tommur féllu um helgina og annað fet á leiðinni á morgun ).
Drauma sólarlandaferð flugáhugamannsins hlýtur að vera til hollensk/frönsku paradísar-eyjarinnar St. Marteen í Karabíska hafinu. Þar er að finna fræga sólbaðsströnd við brautarendann á Princess Juiliana flugvellinum, þar sem auk veðurblíðunnar er hægt að njóta þess að fylgjast með lendingum júmbó-þotna í verulegu návígi eins og sjá má á meðfylgjandi mynbands-klippum. Það er kannski óþægilegra með flugtökin en þá er eins gott að halda sér í eitthvað og hafa tappa í eyrunum.
En ætli maður verði ekki að láta sér það lynda að sitja hér í fríinu og kannski gera skurk í lokaritgerðinni svo maður klári þetta nú einhverntíman og geti farið að safna sér fyrir ferð til St. Marteen.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 05:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Macintosh fyrir ketti?
28.2.2007 | 04:34
Þessum Makka-eiganda virðist hins vegar ekki vera meira sama um dýru græjuna sína en svo að hann notar hana sem þroskaleikfang fyrir ketlinginn sinn. Sjálfur elska ég kettlinga og hef átt þá marga um ævina en fjandakornið er þetta nú ekki einum of???
Stórhættulegir flugdrekar
28.2.2007 | 00:26
Samkvæmt frétt Seattle Post létust 11 manns og yfir 100 særðust í Pakistan s.l. sunnudag, sökum flugdrekakeppni sem fór úr böndunum. Keppnin gengur m.a. út á það að "skjóta niður" flugdreka andstæðinganna og til þess húða menn hvössu gleri utan á strenginn eða nota stálvíra í stað venjulegs bands í flugdreka sína or reyna svo að klippa á strengi hinna flugdrekanna.
Ennfremur tíðkast í þessari keppni að skjóta af byssum uppí loftið í fagnaðarskyni og létust 5 af þessum 11 (þar á meðal 6 ára drengur) vegna voðaskota. Tvö hinna látnu, 12 ára drengur og 16 ára stúlka létust þegar þau urðu fyrir beittum flugdrekavír sem skar þau á háls. Tveir létust úr rafstuði þegar þeir reyndu að leysa flugdreka sem flæktist í rafmagnsstaur og aðrir tveir létust þegar þeir duttu ofan af þaki.
Lögreglan í Pakistan lagði hald á 300 ólögleg skotvopn og bannaði allt frekara flugdrekaflug um óákveðinn tíma.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
MS Windows 1.0 árgerð 1985
27.2.2007 | 23:10
Nú þegar maður er búinn að uppfæra í Windows Vista Ultimate er ekki úr vegi að líta aðeins um öxl og minnast fyrstu útgáfu þessa annars ágæta stýrikerfis.
Ég rakst á þessa sprenghlægilegu Microsoft auglýsingu frá árinu 1985 en brjálæðingurinn sem talar er enginn annar en meðstofnandi og núverandi CEO Microsoft, Steve Ballmer.
P.S. ætlaði að birta þessa vídeóklippu hér beint á síðunni en flash kóðinn virkaði ekki vinsamlegast smellið því á linkinn að ofan.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Loksins snjór
24.2.2007 | 23:47
Það hlaut að koma að því...það hefur ekki snjóað mikið það sem af er vetri í Minnesota. Það er búið að vera kalt og þurrt í allan vetur og úrkoman langt undir meðalári. En loksins gefst færi á að búa til snjókarl og moka af svölunum.
Mikið er ég annars feginn núna að vera með upphitaðan bílskúr með sjálfvirkum hurðaopnara. Lúxus.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Airbus í vandræðum
24.2.2007 | 08:53
Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus á í miklum vandræðum með nýjustu afurð sína, risaflykkið A-380. Eftir miklar tafir á framleiðslu vélarinnar bendir nú allt til að ekkert verði úr fyrirhugaðri flutninga (cargo) útgáfu vélarinnar. FedEx hætti við pantanir á 10 vélum í nóvember s.l. og pöntuðu í staðinn 15 Boeing 777. Nú herma fregnir að UPS (United Parcel Service) ætli sömuleiðis að draga til baka sína pöntun í 10 vélar og eru þá engar pantanir eftir í A380-F.
Til þessa hefur Airbus einungis selt 159 stykki af A380 en til þess að ná "break even point" þurfa þeir að selja 420 stykki ef koma á í veg fyrir stórt tap. Nú telja margir að það sé endanlega komið í ljós að Airbus hafi veðjað á rangan hest og að A380 muni verða fyrirtækinu endanlega að falli. Synd og skömm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bandarískt lýðræði in action
23.2.2007 | 21:22
Þetta mál sýnir í hnotskurn eitt það versta við Bandarískt stjórnskipulag. Þingið hefur í raun og veru engin völd því forsetinn getur alltaf beitt neitunarvaldinu (veto power). Það er því alveg sama hvaða ályktanir þingið ákveður að endurskoða, það hefur ekkert að segja annað en sýndarmennsku og ákveðið skemmtanagildi.
Forsetinn hefur í rauninni alveg óskorðað vald og er allt tal um þrískitpingu ríkisvaldsins í raun bara brandari í dag. Hæstiréttur er jú skipaður af forsetanum og þessi klausa sem heimilaði forsetanum m.a. að nota Bandaríkjaher líkt og hann telur að nauðsynlegt sé og viðeigandi svo vernda megi þjóðaröryggi Bandaríkjanna gegn hinni stöðugu vá sem stafar af Írak" sem og framlengingin á "the Patriot Act" minnir mann helst á það þegar Palpatine hrifsaði til sín öll völd og breytti "the Galactic Senate" í the evil Empire á einni kvöldstund. Oh when life imitates art.
Mér finnst alltaf jafn vandræðalegt að hlusta á Kanann tala um að "dreifa lýðræðinu út um heiminn" á meðan þeir vita ekki við hversu verulega skert lýðræði þeir búa sjálfir.
Bandaríkjastjórn mótfallin því að ályktun sem heimilaði Íraksstríðið verði endurskoðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bréf frá Obama
20.2.2007 | 23:17
Ég fékk bréf í póstinum í dag, sem væri svosem ekki í frásögu færandi nema hvað það var frá forsetaframbjóðandanum Barack Obama. Ekki veit ég nákvæmlega hvernig ég komst inná póstlistann hans en hann hóf bréfið á persónulegu nótunum með orðunum "Dear Friend, I am running for President of the United States". Svo heldur hann áfram á fjórum blaðsíðum og talar til mín um orkuvandann og náttúruvernd, stríðið í Írak, heilsutryggingar fyrir almenning og jafnrétti.
Hann endaði svo bréfið á þessum orðum:
"As I embark on this jouney -- as I invite you to join me -- I recall the words of Dr. Martin Luther King Jr.: "The arc of the moral universe is long, but it bends toward justice."
Dr. King was right. But his words are a challenge, not a prophecy, for justice is not a self-fulfilling creed. It is up to each of us to place our hands on that arc, to bend it toward the promise and possibilities of our moment in history -- and toward the America we know in our hearts we can achieve.
Today, that arc beckons for our hands. Please reach for it -- and join me in reclaiming the America we dream of.
Sincerely, Barack Obama."
Nú bíð ég bara spenntur eftir bréfi frá Hillary og John Edwards áður en ég tek endanlega ákvörðun um að endorsa Obama.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Skref í rétta átt
19.2.2007 | 22:59
Enn einn áfangasigurinn í baráttunni fyrir jafnrétti vannst í New Jersey í dag. Baráttan er hörð hér í Bandaríkjunum en aukinn vindur berst í seglin með hverjum sigrinum sem vinnst. Það er enn staðreynd að í 33 fylkjum BNA er löglegt að reka fólk úr vinnu sinni fyrir það eitt að vera samkynhneigt og sömuleiðis er löglegt að neita fólki um húsaleigu af sömu ástæðu.
Ég vil benda áhugasömum á vefsíðu Human Rights Campaign, www.hrc.org, en þar er hægt að lesa sér til um baráttumálin, sigrana og töpin. Ég hvet líka alla sem geta til að sýna samhug í verki og styðja samtökin eða gerast meðlimur.
New Jersey þriðja bandaríska ríkið sem leyfir samkynhneigðum að staðfesta samvist sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)