Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Escape from L.A.

IMG_1693Í dag keyrði ég yfir til Burbank og heimsótti Warner Brothers Studios.  Þar fór ég í ágætis túr um kvikmyndaverin, back-lotið, leikmunadeildina og búningadeildina.  Það var mikil saga í loftinu, en þarna hafa verið teknar upp kvikmyndir frá árinu 1922, allt frá Casablanca til Matrix.  Þarna er líka   byggingin þar sem Looney Tunes teiknimyndirnar voru framleiddar, Buggs Bunny og allt það lið.  Það var svo verið að taka upp kvikmynd í dag sem mun bera nafnið "Get Smart" og kemur út næsta sumar.  Þar sá ég glitta í leikkonuna Anne Hathaway en Steve Carell og The Rock voru inní trailerunum sínum :(  Ég komst líka inná settin í sjónvarpsþáttunum ER, Smallville og Two and a Half Men, ásamt því að sviðsmyndin úr Friends þáttunum var til sýnis í leikmunadeildinni. 

IMG_1734Eftir þetta fór ég niður á Santa Monica Pier og sat og horfði á Kyrrahafið það sem eftir lifði dags.

Á morgun ætla ég niður á Long Beach og skoða rússneskan Foxtrot kafbát og Planes of Fame flugvélasafnið í Anaheim, en þar eru til sýnis gamlar og fallegar flugvélar úr seinni heimsstyrjöldinni.  Svo lýkur þessu flakki annaðkvöld en þá flýg ég heim til Minnesota með stuttu stoppi í Las Vegas.

Kalífornía er yndæl á sinn hátt...en ekki vildi ég samt búa hérna og er hálf feginn að komast aftur í hversdagsleikann í Miðvestrinu.

 

IMG_1747     IMG_1742


Star Wars, strönd og smorgasbord

IMG_1683Gærdagurinn fór í enn meira Star Wars.  Skoðaði leikmuni og búninga úr myndunum, fylgdist með fyrirlestrum frá snillingunum úr LucasFilm og Industrial Light & Magic, svo sem Ben Burt sem bjó til alla hljóð-effecta í myndirar (svo sem hummið í geislasverðunum, bípið í R2-D2, geltið í Chewbacca og hljóðin frá geimskipunum.  Einnig Dennis Muren sem var maðurinn á bakvið tæknibrellurnar og visual effectana.   Ennfremur hlustaði ég á Gary Kurtz sem var framleiðandinn (producer) að fyrstu myndunum og sagði hann margar skemmtilegar sögur af George Lucas vini sínum.  Svo gafst færi á að prófa nýjan tölvuleik sem er væntanlegur á markaðinn í haust frá LucasArts og einnig fengum við að sjá forsmekkinn af nýrri teiknimyndaseríu sem verið er að gera fyrir sjónvarp.

Ég má til með að segja frá því að þegar ég tékkaði mig inn á annað hótel í gærkvöldi þá afgreiddi mig ungur maður sem mér sýndist vera af Mexíkönskum uppruna.  Hann spurði mig hvaðan ég væri og þegar ég sagðist vera frá Íslandi þá varð hann hugsi og sagði upphátt..."hmmm...who do I know from Iceland?  Oh yes...Halldór Laxness!"  Gasp  Ekki Björk...ekki SigurRós...heldur Halldór Laxness!!!  Hann sagðist hafa lesið Atómstöðina og þótti hún skemmtileg en hann var ekki eins hrifinn af Sjálfstæðu fólki sem honum fannst full erfið aflestrar.  Hann kvartaði líka yfir því að það væri erfitt að nálgast bækur eftir nóbelskáldið okkar og að þær væru dýrar.  

IMG_1691Í dag byrjaði ég á að kíkja aðeins á ströndina í Malibu en sá hvergi Pamelu Andreson né David Hasselhoff.  Svo keyrði ég Hwy 101 meðfram kyrrahafsströndinni upp til Santa Barbara og inní San Ynez dalinn þar sem má finna bæinn Solvang, sem er danskari en allt sem danskt er.  Þar eru öll hús byggð í dönskum bindingsverks-stíl og í miðju bæjarins er stærðarinnar gömul vindmylla.  Bærinn var byggður árið 1912 af dönskum innflytjendum og í dag er þetta ferðamannabær sem gerir út á danskt smörrebröð (sem þeir kalla smorgasbord uppá sænsku), vínarbrauð, fríkadellur og medisterpylsur!  Þar sem ég er nú kvart-bauni stoppaði ég góða stund í þessum annars vinalega bæ og horfði á lúðrasveit bæjarinns flytja nokkur lög en í dag var haldið uppá Memorial Day til þess að IMG_1689minnast fallinna hermanna.  Svo kíkti ég inn í bakarí/konditori og fékk mér eitt sérbakað og æbleskiver og viti menn...þegar ég stóð þar í biðröðinni í mesta sakleysi mínu gengur inn hópur fólks sem byrjar að blaðra saman á íslensku!  Það sannar sig enn og aftur að hvergi er maður óhulltur fyrir þessum íslendingum Pinch  Ég kunni ekki við annað en að heilsa uppá blessað fólkið en því var álíka brugðið og mér.  Þetta reyndust annars vera hjón sem búa uppí Napa Valley rétt við San Fransisco og með þeim í för var hópur af vinafólki frá Íslandi.  Svona er þetta... 

Morgundagurinn er næstsíðasti dagurinn minn hér í Calíforníunni og ég er ekki búinn að ákveða hvað ég geri... núna á eftir ætla ég hins vegar að horfa á standup hérna niðrá hótel-barnum, Club 1160...einhver grínisti sem ég kannast ekki við en hefur víst performað á Improv með Jon Lovitz og komið fram hjá Jay Leno.   Laterz folks!


Mögnuð stemmning hér í L.A. Convention Center á Star Wars afmælishátíð!

IMG_1645Þetta er búinn að vera hreint magnaður dagur hér á Star Wars Celebration IV.  Umfangið er miklu miklu meira en ég hafði gert mér í hugarlund...það eru einhverjir tugir þúsunda Star Wars nörda samankomnir hér frá öllum heimshornum.  Ég hef séð stóra hópa fólks frá Ástralíu, Japan, Frakklandi, Mexíkó og ég var að spjalla við hjón í einni biðröðinni sem keyrðu húsbílinn sinn alla leið frá Flórída.  Þannig að ég get andað léttar...mér fannst á tímabili að það væri geðveiki í mér að fara alla leið frá Minnesota...en ég er greinilega ekki sá allra ruglaðasti.

við Chewbacca (Peter Mayhew)Meira Star Wars á morgun...en núna er best að hvíla lúin bein eftir erfiðan en hreint ótrúlega skemmtilegan dag.  Ég læt hérna fylgja nokkrar myndir og sennilega bætast við fleiri á morgun.  Ég er annars búinn að hitta Carrie Fisher (Leia), Billy Dee Williams (Lando), Anthony Daniels (3PO), Kenny Baker (R2D2), Jeremy Bullock (orginal Boba Fett), Peter Mayhew (Chewie), Dave Prowse (Darth Vader), Jake Lloyd (Anakin Epi. I), Temuera Morrison (Jango Fett), Daniel Logan (young Boba Ep. II) og enn fleiri aukaleikarar...m.a. flesta "imperial officerana" , Greedo og Bib Fortuna... og auðvitað fá áritaðar myndir hjá þeim flestum.

IMG_1630   

 

    Jango Fett (Temuera Morrison) er ágætis náungi!









                                           

 Hér erum við Anthony Daniels (C3PO)  IMG_1641

 

 

 Og hinn ungi Boba Fett (Daniel Logan)

 IMG_1637

 

 

 

 

 

     This thing is HUGE!!! IMG_1622





IMG_1644










IMG_1646






The Saga continues...

mbl.is Aðdáendur fagna 30 ára afmæli Stjörnustríðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin hliðin á L.A.

IMG_1619Þá er ég búinn að færa mig um set frá Hollywood og niður í downtown L.A., en ég var að tékka mig inn á Whilshire Grand hótelið sem er staðsett við hliðina á Staples Center, heimavelli L.A. Lakers, og L.A. Convention Center en þar hófst Star Wars Celebration IV "ráðstefnan" í dag.

Ég byrjaði daginn reyndar á því að fara uppá Hollywood Boulevard og fór í "VIP Tour" um Kodak Theater og Graumann´s Chineese Theater.  Kodak Theater er þekktast fyrir að þar fer fram hin árlega Óskarsverðlaunahátíð.   Húsið er auðvitað allt hið glæsilegasta og það var svolítið sérstakt að fá að labba uppá sviðið en þar var verið að fjarlægja sviðsmyndina frá úrslitaþætti American Idol sem fram fór þar í fyrradag.  

IMG_1597Ekki var síður skemmtilegt að koma í Graumann´s Chineese Theater en það er "aðal" bíóhúsið í Hollywood þar sem stjörnurnar mæta á frumsýningar.  Fyrir nákvæmlega 30 árum í dag (25. maí) var frumsýnd þar bíómynd sem átti aldeilis eftir að breyta kvikmyndasögunni.  Star Wars. Smile   Innandyra er bíóið ennþá í sinni upprunalegu mynd frá þriðja áratugnum og innréttað í kínverskum stíl.  Það er bara einn stór salur sem tekur 1200 manns í sæti, mjög stórt tjald og alvöru 35 þúsund watta hljóðkerfi.  Ég komst svo inní VIP stúkuna og meig í "stjörnu salernið". Cool

IMG_1582Það kennir ýmissa grasa á Hollywood Boulevard.  Það sem er kannski athyglisverðast eru hinar miklu andstæður.  Annars vegar sér maður fína fólkið keyrandi um á Ferrari bílunum sínum og svo á gangstéttinni sér maður heimilislaust fólk með aleiguna í verslunarkerru.  Maður fær hálfgert óbragð í munninn og þakkar fyrir að vera frá skandínavísku velferðarþjóðfélagi þar sem engann líður skort...erhem...ja eða er það nokkuð? 

IMG_1584Ég gangi mínum rakst ég svo á sérstakt safn tileinkað L. Ron Hubbard stofnanda "vísindakirkjunnar" (Church of Scientology).  Ég labbaði inn og var umsvifalaust færð bók um Scientology og það átti bara að heilaþvo mig á staðnum.  Mér þótti svo gaman að þessum vitleysingum að ég samþykkti að taka sérstakt "IQ" próf hjá þeim og útfrá því átti að vera hægt að segja til um hvort ég væri "einn af þeim" eða ekki.  Þegar þeir fóru að segja mér að ég væri geimvera þá skáldaði ég upp addressu og símanúmer og bað þá endilega um að senda mér nánari upplýsingar en nú væri ég að flýta mér.

IMG_1583Þegar ég slapp út úr Scientologíinu þá vatt sér að mér kona ein ansi ýturvaxin og spurði hvort ég væri að leita að "company tonight".  Ég afþakkaði pent og þá sagði hún að ef mér snérist hugur væri nóg úrval innandyra.  Ég afþakkaði aftur en smellti af mynd af staðnum - sjá hægri.

Nokkrum blokkum neðar varð ég svo var við mjög sterkan fnyk í loftinu.  Þegar ég nálgaðist götuhornið magnaðist lyktin og þar sá ég svo hóp fólks fyrir utan að vefja saman marijuana vindlingum, en lög í Kalíforníu leyfa gras-reykingar í lækningaskyni svo lengi sem fólk sé með vottorð frá lækninum sínum.  Það var ekki laust við að mér liði aðeins betur í bakinu eftir að hafa gengið í gengum mökkinn.  Joyful

IMG_1612En nú er ég að fara að glápa á Real Time þáttinn sem er að byrja á HBO (sjá síðustu færslu) og svo er það Star Wars conventionið á morgun og hinn!  W00t    To be continued...


Góður dagur í Hollywood

IMG_1479Það er búið að vera gaman hér í Hollywood í dag.  Ég tók daginn snemma og labbaði um Melrose Avenue og Rodeo Drive í Beverly Hills þar sem blessaðar stjörnurnar versla.  Mér sýndist ég sjá frú Victoriu Beckham, en er þó ekki viss...þær eru allar með anorexíu hérna.  Það fór ekki svo að ég fataði mig upp...ekkert í mínum númerum hérna...og maður hefur ekki alveg efni á $500 vasaklút!

Því næst fór ég á Farmers Market og rölti um þar þangað til það var tími til kominn að mæta í CBS Television City til að sjá Real Time with Bill Maher.  Þetta var að vísu ekki sjálf útsendingin heldur bara "dress rehearsal".  Þannig er að þátturinn er sendur út einu sinni í viku á föstudagskvöldum í beinni útsendingu.  Á fimmtudögum er hins vegar haldin æfing þar sem Bill rúllar í gegnum þáttinn og testar brandarana á okkur í áhorfendahópnum.  Það er svo heill her af handritshöfundum og þáttastjórnendum sem fylgdust með viðbrögðum okkar og ákveða svo hvað verður klippt út og hvað lagfært. 

IMG_1542Þátturinn er tekinn upp í stúdíó 33 hjá CBS þó hann sé sendur út á HBO kapalstöðinni.  Það kom mér í opna skjöldu þegar ég gekk inn í stúdíóið að ég var allt í einu kominn inn í settið í "The Price is Right" og sá glitta í gamla brýnið Bob Barker, sem hefur stjórnað þessum vinsæla getraunaleik síðan 1972.  Real Time er sem sagt tekið upp á sama sviði og ég fylgdist með sviðsmönnum rífa niður Price is Right sviðsmyndina og koma Real Time sviðsmyndinni fyrir á nokkrum mínútum.

Svo birtist Bill...og allt varð vitlaust í salnum.  Ég mætti snemma og fékk því gott sæti, á öðrum bekk fyrir miðju og var svona 4 metra frá hr. Maher á meðan hann flutti inngangsorðin.  Það sem kom næst kom mér svolítið á óvart...það voru fengnir einhverjir óþekktir leikarar til að leika gesti þáttarins og fara með þeirra texta...sem virðist vera fyrirfram skriptaður.  Gestir þáttarins voru Michael Moore, leikstjóri, Ben Affleck stjarna með meiru, og Ron Paul forsetaframbjóðandi frá Texas.  

Bob BarkerReal TimeBesti hluti þáttarins er alltaf New Rules í lokin og fengum við góðan og óklipptan skammt af honum.  Það var gert gott grín að Wikipedia, Jimmy Carter og Gogga Búsh.  Þegar þátturinn kláraðist þá strunsaði Bill af sviðinu án þess svo mikið sem að vinka eða segja takk við okkur áhorfendurnar og var svo keyrt í burt á litlum golf-bíl.

Eftir þessa upplifun þá keyrði ég niður í miðbæ Los Angeles og inní Chinatown.  Þvínæst asnaðist ég uppá hraðbraut (I-5) og keyrði til Glendale og Van Nuys áður en ég komst uppá I-405 suður og Hwy 101 aftur til Hollywood.  Þessi óplanaði rúntur tók einn og hálfan tíma, en það getur verið tímafrekt að villast í LA.  Los Angeles stórsvæðið (með öllum úthverfum og nágrannasveitafélgugum) er að flatarmáli 2x stærra en Sviss! (já, landið Sviss) og hérna búa um 20 milljónir íbúa.

Í sólsetrinu keyrði ég upp Mulholland Drive en það er vegur sem liggur uppá sjálfa Hollywood hæðina, en þaðan er virkilega flott útsýni yfir borgina og meðal íbúa við götuna eru Jack Nicholson, Tom Hanks og Johnny Depp.  Ég var að pæla í að kíkja í kvöldkaffi hjá þeim en ég kunni nú ekki við að banka svona óboðinn. Tounge    Þangað til næst... bestu kveðjur!

IMG_1520IMG_1496

 


Kveðja frá Sunset Boulevard

IMG_1476Jæja þá... meiri andskotans traffíkin hérna í L.A.,  það tók mig rúma 4 tíma að komast frá flugvellinum og hingað upp í Hollywood-hæðir.  Fór að vísu ekki fljótlegustu leiðina, asnaðist uppá I-405 upp til Santa Monica og þaðan upp Santa Monica Blvd. uppí gegnum Beverly Hills og West Hollyood.

Er svo búinn að tékka mig inná eitthvert rottubæli á Sunset Boulevard til bráðabirgða...frekar lélegt herbergi þótt það sé fjandi dýrt... en er á góðum stað og býður uppá wi-fi og pálmatré.  Cool

Fékk svo ekki Dodge Charger eftir allt saman heldur litla bróður, Dodge Avenger.  Sæmilegasta drusla svosem og orange litaður eins og sjá má hér fyrir neðan.   En hvað um það... best að fara í smá labbitúr fyrir svefninn og svo er það Bill Maher á morgun.  Læt vita af mér við tækifæri.  (og Tóti...nýja cell númerið er 320-492-8273) 

IMG_1474

Stutt stopp í eyðimörkinni

CRJTil að spara nokkra dollara ákvað ég að leggja á mig klukkutímastopp í Phoenix, Arizona eftir rúmlega þriggja tíma flug um borð í Airbus A320 frá US Airways.  Ég sit því hér á Sky Harbor flugvellinum í Phoenix og bíð eftir því að komast um borð í Bombardier RJ-9 frá Mesa Airlines fyrir klukkutímahopp til LAX.

Arizona virðist vera frekar ömurlegur staður úr lofti...ekki stingandi strá nema einstaka kaktus á stangli, fjöll og sól.

En þá er farið að hleypa um borð og Kalífornía bíður. 


Farinn til Tinseltown

celebrationÞá er loksins komið að því...önnin búin og í fyrramálið flýg ég til Los Angeles til þess að njóta lífsins næstu vikuna.  Smile 

Aðal tilgangur ferðarinnar er að vera viðstaddur þrítugs-afmælisveislu Stjörnustríðsmyndanna á "Star Wars Celebration IV" sem fram fer í L.A. Convention Center en Þarna verður að sjálfsögðu mikið um dýrðir fyrir okkur Star Wars ofur-nördana.  Hvað get ég sagt?  Nei, ég mæti þó ekki í búning sveiflandi geislasverði! Whistling 

Þar að auki er ég búinn að tryggja mér miða á upptöku á uppáhalds sjónvarpsþættinum mínum, Real Time with Bill Maher.  (Sjá brot úr þættinum í færslunni hér fyrir neðan)  Er líka á biðlista hjá CBS um að komast á upptöku Late Late Show með Craig Ferguson á mánudagskvöldið.

ticketÉg leigði mér forláta Dodge Charger sem ég mun nota til að rúnta um götur Hollywood og nágrennis og stefni svo á að finna gamla mótelið sem ég gisti á fyrir nokkrum árum rétt við bryggjuna í Santa Monica svo maður gæti aðeins slappað af við ströndina.  Gamli lappinn og myndavélin verða meðferðis þannig að komist ég í wi-fi einhversstaðar er ekki ósennilegt að maður skelli inn einni og einni færslu og myndum ef maður sér eitthvað merkilegt. 

Það er ansi margt að sjá og gera í Los Angeles og geri ég því ráð fyrir að vikan verði fljót að líða þó ég sé ekki búinn að skipuleggja hvern dag út í hörgul.  Kannski ég kíki á standup á Improv eða Laugh Factory og hlusti á smá blús í House of Blues á Sunset Strip í WeHo.  En endilega kommentið með uppástungum um hvað maður ætti alls ekki að láta framhjá sér fara...annað en Jay Leno og Universal Studios! Wink   Hvað mynduð þið gera í LA?  Og ef eitthvert ykkar hefur komið til Tinseltown, með hverju mælið þið? 

Kærar kveðjur!


Bill Maher og Jerry Falwell

Eins og við var að búast tjáði meistari Bill Maher sig aðeins um Jerry Falwell, heitinn, í lok þáttar síns á HBO nú á föstudagskvöldið.  Njótið vel! Smile


Skjaldbökur eru skaðræðisskeppnur!

Eftir að hafa horft á þetta myndband ber ég allt í einu miklu meiri virðingu fyrir skjaldbökum.  Tounge


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.