Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Af hverju gamlir Benzar?

benz E280Hvernig týmdu þessir asnar að sprengja upp tvo klassíska Mercedes Benz bila?  Hefði ekki verið nær að nota Rover eða Vauxhall?

Svo þurftu þeir endilega að velja gamla 124 boddíið...þannig að héðan í frá á maður eftir að vekja grunsemdir á sínum heittelskaða ´94 E-420 hvar sem maður fer og eflaust er maður nú kominn á watch-lista FBI yfir útlendinga sem keyra um á gömlum Benzum. Woundering

IMG_0096


mbl.is Önnur sprengja fannst í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NBA nýliðavalið

Corey BrewerÉg er í skýjunum eftir að Timberwolves kræktu í Corey Brewer með sjöunda valréttinum í nýliðavalinu í gærkvöldi.  Brewer var einn af lykilmönnum Florida Gators sem sigruðu háskólaboltann síðastliðin tvo ár, en þess má geta að félagar hans úr Gators liðinu Al Horford var valinn þriðji af Atlanta Hawks og Joakin Noah níundi af Chicago Bulls.

Brewer er 6´9 (2.06m) á hæð og getur spilað bæði skotbakvörð og lítinn framherja.  Hann er frábær varnarmaður en getur líka skorað og höndlað boltann í sókn.  Margir spá honum glæstri framtíð í NBA, en bæði Michael Jordan og Kobe Bryant hafa spáð því að hann verði fljótt einn af bestu leikmönnum deildarinnar.  Þá sagði Dwayne Wade eftir draftið í gær að "The teams that could have had the chance to draft him blew it in their girddlefolds.  Teams like Seattle and Milwaukee took a machete to the head by passing on him". 

brewer_draftVonandi eru því bjartari tímar framundan hjá Minnesota Timberwolves, með þá Corey Brewer, Randy Foye, Rashad McCants og Craig Smith innanborðs.  Svo á eftir að koma í ljós hvað gerist með Kevin Garnett.  Þrátt fyrir að ekkert hafi orðið af treidi fyrir nýliðavalið, halda kjaftasögurnar áfram og maður fylgist spenntur með.

 

Hér er að lokum myndband sem sýnir Corey Brewer "ökklabrjóta" andstæðing sinn í vor.


Transportation Academy

schoolbusÞessa dagana sit ég sumarkúrs sem fjallar um samgöngutækni, í lofti, láði og legi.  Þetta námskeið er samvinnuverkefni skólans míns (SCSU) og University of Minnesota og er kostað af miklu leiti af samgönguráðuneyti Minnesota (MN Department of Transportation).

Mér gafst reyndar kostur á að sitja svipaðan kúrs síðasta sumar en þetta er framhald af honum og byggist aðallega á heimsóknum og skoðunarferðum þar sem samgöngutækni er skoðuð frá ýmsum hliðum.  Meðal annars fengum við siglingu á Mississippi ánni með pramma-togbát, skoðuðum flutningalestar-kerfið og sporvagnakerfið ýtarlega, fórum í heimsókn í vöruflutninga-fyrirtæki sem rekur yfir 1000 vöruflutningabíla, skoðuðum flugturninn og flugumferðarmiðstöðina í Minneapolis sem og viðhaldsstöð og flugumsjónarmiðstöð Northwest Airlines. 

Í Duluth skoðuðum við svo Cirrus flugvélaverksmiðjuna, heimsóttum F-16 flugsveit Air National Guard, skoðum vöruflutningahöfnina og fengum skemmtisiglingu á Lake Superior.  Allt saman ákaflega skemmtilegt.

Í dag heimsóttum við verkfræðideild U of M og prófuðum nýjan og fullkominn ökuhermi, svo og rútu sem keyrir sig sjálf, svokallaður Techno-bus, en hann keyrir um skólasvæði U of M á sjálfstýringu með aðstoð GPS tækni og notar radar og laser-skynjara til að sjá gangandi vegfarendur og önnur ökutæki.  Mjög sérstakur bíltúr.
Þvínæst heimsóttum við "Regional Traffic Management Center" en það er nokkurskonar "umferðar-stjórnstöð" þar sem fylgst er með bílaumferð Minneapolis og St. Paul og reynt að greiða úr flækjum, en á háannatímum eru u.þ.b. 900 þúsund bílar á flakki í borginni.  State Patrol, eða þjóðvegalöggan er einnig með höfuðstöðvar sínar í þessari byggingu og fengum við góðan túr um þeirra stjórnstöð sem og stjórnstöð neyðarlínunnar 911.  Tölvukerfið þeirra í kjallaranum var vægast sagt tilkomumikið.

Þess má geta að í Minnesota látast árlega um 600 manns í umferðarslysum.  Þrátt fyrir það er MN með 5. lægstu slysatíðnina í Bandaríkjunum, en í landinu öllu deyja árlega 42 þúsund manns og þrjár milljónir slasast alvarlega!  Það tekur smá tíma að melta þessar tölur og setja þær í samhengi.

Að lokum kíktum við í áhaldahús Minneapolis en þar var okkur sýndur nýtískulegur snjóruðnings-hefill, en hann er útbúinn "heads-up-display" sem sýnir útlínur vegarins þegar skyggni er ekkert vegna skafrennings.  Einnig er hann útbúinn radar sem sýnir bíla eða aðra hluti sem grafnir eru í fönn og sjást ekki með berum augum bílstjórans.  Svona græja kæmi sér sko vel á Hellisheiðinni.

Hérna má sjá nokkrar myndir frá heimsóknunum í fyrrasumar.


Hæstiréttur Repúblikanaflokksins

Þá er úrskurðurinn kominn í þessu fordæmisgefandi máli.  Ég hef fylgst með þessu í nokkurn tíma og endurbirti hér fyrir neðan blogg mitt frá 3. mars síðastliðnum.  Dómurinn fór 6-3 og er nokkuð augljóst að þeir þrír hæstaréttardómarar sem skipaðir hafa verið af George W. Bush valda kristnum öfgahægri-mönnum ekki vonbrigðum og stjórnarskráin virðist þeim ekki lengur nokkur hindrun.  Nú er sem sagt málfrelsið orðið "limited" í þessu landi ef þú ert nemandi (þó þú sért ekki inná skólalóðinni).  

Endurbirt efni frá 3. mars:

Bong hits 4 JesusÞað er margt skrítið hérna í landi hinna frjálsu.  Nú á að banna fólki að borða sælgæti með vissum bragðefnum! 

mbl.isVilja banna sölu á kannabissælgæti
  Ég á hreint ekki til orð!  Hvað næst...á að banna sælgæti sem er með of miklu lakkrísbragði eða of mikilli piparmyntu?   Það er ekki eins og þetta nammi innihaldi THC...hvað gefur ríkinu leyfi til að ráðskast með bragðlauka fólks???   Bévaðir afturhaldskommatittir!

Svo er Hæstiréttur bandaríkjanna að taka fyrir mál fyrrverandi menntskæbuddy Jebus-420lings frá Alaska sem var rekinn úr skóla fyrir að halda á borða sem sagði "Bong hits 4 Jesus".  Nemandinn var 18 ára gamall og við það að útskrifast frá Juneau High School þegar kyndilberi vetrar-Ólympíluleikanna hljóp í gegnum bæinn og framhjá skólanum hans.  Sjónvarpið var á staðnum og til þess að vekja á sér smá athygli með prakkaraskap ákvað nemandinn að útbúa borðann og hélt á honum hinum megin við götuna frá skólanum, þannig að hann var ekki einu sinni á skólalóðinni.  Þrátt fyrir það var hann umsvifalaust rekinn úr skólanum fyrir að brjóta "anti-drug policy" skólans.   Að sjálfsögðu fór nemandinn í mál með aðstoð ACLU þar sem þetta var klárlega brot á málfrelsi hans sem er varið í fyrstu viðbót bandarísku stjórnarskrárinnar.

God Hates FagsÞað er svolítið kaldhæðnislegt að verjandi skólans í þessu máli er enginn annar en lögfræðingurinn Kenneth Starr sem er frægastur fyrir að vera aðalsaksóknarinn í Moniku-hneykslismáli Bills Clinton um árið.  Starr tók þetta mál meira að segja að sér "pro bono" enda segir hann þetta vera prinsipp-mál.  Það eigi ekki að líðast að unga fólkið láti hvað sem útúr sér, og það nálægt skólanum sínum!

Queer Fetus for JesusÞess má geta að Hæstirétturinn hefur varið rétt meðlima Westboro Baptista-kirkjunnar til þess að mótmæla í jarðarförum hermanna með skiltum sem á stendur "God Hates Fags" og fleiru í þeim dúr.  Auk þess sem Ku Klux Klan hefur fullan rétt til þess að marsera um götur og breyða út sinn ófögnuð í skjóli þeirra "First Amendment Rights"

Jesus ChronicEn "Bong hits 4 Jesus" er sennilega mun skaðlegri boðskapur og hættulegri þjóðfélaginu!  


mbl.is Umdeildu máli um málfrelsi og kannabisboðskap lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minneapolis - Gay Pride

IMG_1930Það var góð stemmning í miðborg Minneapolis um helgina og óvenju litskrúðugt um að litast.  Það viðraði vel til gleðigöngu í dag og áætlað er að um 400 þúsund manns hafi tekið þátt í hátíðahöldunum í frábæru veðri, þar af um 150 þúsund í sjálfri göngunni.

Gangan var öll hin glæsilegasta, en það voru yfir 90 atriði (floats) sem tóku þátt í þetta skiptið og tók það hersinguna um fjóra tíma að marsera niður Hennepin Avenue og ofan í Loring Park, bæjargarð Minneapolis, en þar fór fram "festival" þar sem búið var að slá upp tjaldbúðum, sölu- og kynningarbásum, þremur tónlistarsviðum, og ýmis konar afþreyingu.

Það var verulega gaman að upplifa andrúmsloftið, enda geislaði bros af hverri vör og maður fann fyrir gleði, bjartsýni og frelsi.  Það er ómetanlegur styrkur fólginn í sýnileikanum og samtakamættinum og það er ótrúleg tilfinning þegar maður fyllist stolti af "sínu liði".

Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni í dag var sjálfur snillingurinn Al Franken, en hann stefnir á að gerast öldungadeildarþingmaður Minnesota á næsta ári.  Franken virtist afar alþýðlegur og gekk á milli fólksins á götunni til að taka í spaðann á okkur.

Ég smellti af nokkrum myndum sem má nálgast hér...en auðvitað þurfti bévað batteríið svo að klárast í miðjum klíðum. Angry


Þar fór hann nú alveg með það...

Tek bara undir með George Michael í þessu frábæra tónlistarmyndbandi - Shoot the Dog!


mbl.is Blair gerist kaþólskur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nostalgíukast from the 80´s

Mikið var nú gaman að alast upp við þessar dásamlegu Amerísku teiknimyndir!  Hvað horfa krakkar á í dag?  Latabæ og Teletubbies??? Undecided

GI Joe - A Real American Hero (a.k.a. Action Force - International Heroes)

He-Man and the Masters of the Universe

Centurions!

Thundercats!


Erfitt að opna neyðarútgang á flugi

US Air A320Eitthvað hefur þessi æsti flugdólgur misreiknað eigin krafta fyrst honum datt í hug að reyna að opna neyðarútgang flugvélarinnar á flugi.  Meira að segja sterkasti maður heims ætti lítinn séns í að opna hurð sem opnast innávið inn í rými útbúið jafnþrýstibúnaði.  Loftþrýstingurinn inni í vélinni er einfaldlega of mikill til þess að það sé mögulegt.  Hélt að allir vissu þetta...en það sakar þó ekki að reyna!

Ég skil reyndar að maðurinn skuli hafa verið orðinn pirraður því ég flaug með US Airways fyrir þremur vikum síðan og sat einmitt við neyðarútganginn í Airbus A320.  Þjónustan um borð hjá US Airways er sú lélegasta sem ég hef orðið vitni að hjá Bandarísku flugfélagi og þá er nú mikið sagt en ég hef áður ferðast með Northwest, TWA, American Airlines, Delta, Midwest Express, Southwest og Sun Country Airlines en þau tvö síðastnefndu komu mér reyndar skemmtilega á óvart þrátt fyrir að vera lággjaldaflugfélög.


mbl.is Óður farþegi reyndi að opna neyðarútgang á flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Kevin Garnett áfram í Minnesota?

K.G. #21Nú er ekki nema vika í nýliðavalið í NBA og spennan farin að magnast.  Eftir enn eitt hrikalegt tímabil hjá mínum eru komnar upp háværar sögusagnir um að Kevin McHale framkvæmdastjóri Timberwolves sé farinn að taka við tilboðum í K.G. sem fram að þessu hefur verið ósnertanlegur þrátt fyrir lélegt gengi liðsins undanfarin þrjú ár.

Það væri vissulega skrítið að mæta í Target Center og sjá engann K.G., en hann hefur verið andlit klúbbsins og stórstjarna síðustu 12 ár og margir vonast til þess að hann verði um kyrrt og að treyja hans verði að lokum hífð upp í rjáfur Target Center.

En það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að K.G. er orðinn 31 árs gamall og eftir næsta tímabil getur hann sagt upp samningum sínum og farið frjáls ferða sinna án þess að T'Wolves fái nokkuð fyrir hann.  Það hefur ekki tekist að byggja gott lið í kringum hann, enda er K.G. launahæsti leikmaður deildarinnar og því erfitt að fá góða leikmenn til viðbótar án þess að fara langt yfir launaþakið.
Sumir segja því að það sé best að láta hann fara núna á meðan eitthvað fæst fyrir hann og byggja upp nýtt lið.

Víst er að mörg lið munu bjóða í kappann.  Heyrst hefur að Knicks, Hawks, Warriors og Bulls séu meðal þeirra liða sem sýnt hafa áhuga.  Nú síðast bættist Boston Celtics í hópinn en þeir munu hafa boðið 5. valréttinn í nýliðavalinu ásamt hinum efnilega Al Jefferson og nokkra minni spámenn. Víst er að fyrrum Boston hetjan McHale væri vís með að gera bisness við vin sinn Danny Ainge framkvæmdastjóra Celtics. Einnig eru uppi sögur um að K.G. lendi hjá Phoenix Suns, en þeir myndu senda Shawn Marion til Boston og Minnesota fengi valréttinn plús Al Jefferson.  Það væri vissulega mjög áhugavert að sjá K.G. og Steve Nash spila saman.

kevin-garnettÞá eru LA Lakers líka nefndir til sögunnar, en þá bráðvantar að hræra uppí liðinu sínu til þess að halda Kobe Bryant góðum.  Hugsanlega myndu þeir láta Lamar Odom og hinn efnilega miðherja Andrew Bynum í skiptum. 

Draumastaðan væri hins vegar sú að Kobe standi við orð sín og heimti að fá að fara frá Lakers.  Hann væri svo sannarlega velkominn til Minnesota til þess að spila með K.G. Smile  Við gætum látið þá hafa nýliðavalið (nr. 7) og Ricky Davis í staðinn.

Nýliðavalið í ár er annars mjög spennandi og með sjöunda valrétt (plús hugsanlega 5. valrétt Boston ef út í það fer) er líklegt að við löndum mjög góðum leikmanni.  Þeir sem ég hef helst augastað á núna eru framherjarnir Corey Brewer og Joakim Noah frá Flórída og leikstjórnandinn Mike Conley Jr. frá Ohio State.

Það er sem sagt mikil spenna í boltanum núna þetta offseason og maður er við öllu búinn.

P.S. Timberwolves voru um daginn að senda Mike James til Houston fyrir gamla brýnið Juwan Howard.  James olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabili þannig að þetta hljóta að teljast góð skipti því okkur sárvantar einhvern hávaxinn vinnuþjark til að hjálpa K.G. down low með fráköst og annað.


Flugumferðar-hermir

ARTS-IIIa Radar TerminalFlestir eiga sér einhver skrítin áhugamál og nýlega dustaði ég rykið af einu slíku, en það er forritið ATC Simulator 2 frá AeroSoft.  Það var alltof heitt úti í gær til útiveru þannig að ég dró fyrir alla glugga, slökkti öll ljós og settist fyrir framan ratsjána í nokkra klukkutíma.

Þessi hugbúnaður, sem varla er hægt að kalla tölvuleik enda notaður til kennslu, hermir á mjög raunverulegan hátt eftir aðflugsstjórn flugvalla eða TRACON (Terminal Radar Approach Control).  Flugumferðarstjórn skiptist í þrjú grunn-svið: flugturninn sem stjórnar flugtaki og lendingum sem og flugi í næsta nágrenni við flugvöllinn (venjulega 5 mílna radíus uppí 3 þús. feta hæð); aðflugsstjórnin (TRACON) stýrir aðflugssvæðinu sem nær oftast uppí 30-50 mílna radíus og 10 þús. feta hæð; og svo loks flugumferðarmiðstöð (Area Control Center) sem sér um allt annað flug.

Þessi hugbúnaður býður uppá aðflugsstjórn á 120 flugvöllum í Bandaríkjunum og maður getur stillt traffíkina allt frá því að hafa kannski 10 vélar í einu uppí 50-60...sem er mjög erfitt.  Ef maður vill hafa þetta sem raunverulegast getur maður líka stjórnað ALVÖRU traffík, þ.e.a.s. tölvan sækir þá upplýsingar um raunverulega flugumferð á viðkomandi svæði (með ca. 15 mínútna seinkun).  Einnig er hægt að tengja forritið við Microsoft Flight Simulator og stjórna vinum sínum í "multiplayer mode".

Það sem gerir þetta forrit svo frábært að mínu mati er að það býður uppá raddstýringu (speech recognition - MS SAPI staðall) sem þýðir að maður getur stýrt flugvélunum munnlega án þess að nota mús eða takka.  Það tekur tíma að ná "língóinu" en þegar það er komið þá er þetta rosalega skemmtilegt..."NorthWest 327 descend and maintain 3000, turn left heading 330, expect ILS runway 27 left"..."Continental 28-niner heavy, cleared for visual approach rwy 27 left, contact tower on 122.4" ;-)

MSP-tower2Anywho...áhugi minn á þessu forriti kviknaði fyrir tveimur árum en þá tók ég tvo kúrsa í flugumferðarstjórn hérna í skólanum mínum hjá Dr. Mattson en hann starfaði sem flugumferðarstjóri hjá flughernum í um 20 ár og hefur tekið þátt í að hanna þennan hugbúnað og var að prófa hann á okkur í bekknum.  Karlinn breytti einni skólastofunni í ansi skemmtilegt "simulation" herbergi þar sem honum tókst að skapa mjög raunverulegt umhverfi.  Þá þurftum við líka að skrifa allar upplýsingar á sérstakar pappírsræmur og skipta niður "sectorum" á milli okkar.  Þetta var alveg stórskemmtilegt.

Seinna komst ég svo í heimsókn í flugturninn og aðflugsstjórnina í Minneapolis og þá kannaðist maður heldur betur við kerfið. 

Það er örugglega ágætis jobb að vera flugumferðarstjóri, en það er alls ekki fyrir alla.  Mig dreymdi á sínum tíma um að komast í flugumferðastjóranám, en það er hægara sagt en gert að komast inn í slíkt.  Ég sótti einu sinni um hjá Flugumferðarstjórn Íslands og komst í 20 manna úrtak eftir inntökupróf, en það voru um 150 manns sem þreyttu fyrsta prófið.  Þá tók við sálfræðiviðtal og svokallað "taxi-test" þar sem maður stýrir leikfangaflugvélum á bílabraut á meðan prófdómarar reyna að taka mann á taugum.  Þeir tóku svo aðeins 4 inn í þetta skiptið og ég var því miður ekki einn af þeim heppnu.  En svo maður líti á björtu hliðarnar þá væri maður ekki staddur hér hefði maður komist inn...þannig að kannski var það bara eins gott eftir allt saman.
Ekki þýðir svo að ætla sér að læra flugumferðarstjórn hérna því í Bandaríkjunum þarf maður að vera US ríkisborgari til að fá vinnu hjá FAA. Woundering

En...ein kvöldstund fyrir framan ATC Simulator 2 svalar þessari dellu ágætlega! Wink


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband