Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

B.B. og J. Edgar Hoover

Ríkið skuldar engum afsökunarbeiðni vegna símhleranna á árunum 1949-1968 segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, án þess að blikna.  Hann sér ekkert ósiðlegt við það athæfi sem faðir hans og fyrirrennari í starfi framkvæmdi á tímum McCarthyismans.  Hann sér ekki að símhleranir, persónulegar njósnir og ofsóknir á hendur pólitískum andstæðingum í skjóli ríkisvaldsins var gróf misnotkun á valdi embættisins og gróf undan virðingu þjóðarinnar.  Hann sér ekki að þær aðferðir sem beitt var áttu ekki að eiga sér stað í svokölluðu frjálsu lýðræðisríki, heldur áttu meira skilt við meintar aðfarir óvinarins.  Staðreyndin er kannski sú að þegar menn eltast um of við skottið á sér hitta þeir sjálfan sig fyrir.  Baráttan stóð kannski aldrei á milli góðs og ills, heldur frekar á milli kommúnisma og dulbúins fasisma. 

HooverBjörn er auðvitað steingerfingur kalda stríðsins og stundum minnir hann mig mest á fyrrum kollega hans hér vestra, J. Edgar Hoover, foringja F.B.I. á árunum 1935-1972.  Báðir höfðu þeir gaman af byssum og óþarfa valdbeitingu.  Báðir hötuðu þeir kommúnista og beittu hvaða aðferðum sem var til að halda völdum, án samviskubits.  Hvorugur sá neitt athugavert við að beita leyniþjónustum sínum til að njósna um saklausa borgara.  Annar hræddist Pál Bergþórsson en hinn Charlie Chaplin.  Báðir höfðu þeir sérkennileg áhugamál...annar klæddist kvenmannsfötum, hinn æfði Falun Gong!

Fyrir nokkru átti ég leið um Washington D.C. og þegar ég gekk framhjá höfuðstöðvum F.B.I. sem ber heitið "J. Edgar Hoover F.B.I. Building" varð mér hugsi um hvenær B.B. myndi láta breyta nafni höfuðstöðva Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra í höfuðið á sér!?


mbl.is Dómur sögunnar á einn veg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1. stk. ríkisborgararéttur - kr. 1.300.

flagÞegar ég varð 18 ára fékk ég sent bréf frá dómsmálaráðuneytinu þar sem mér var tjáð að samkvæmt þjóðskrá væri ég ríkisfangslaus og þyrfti að gjöra svo vel að sækja um íslenskan ríkisborgararétt ef ég vildi halda áfram að njóta réttinda sem íslenskur þegn.

Þetta kom mér nokkuð í opna skjöldu því ég fæddist á þessu blessaða skeri, átti íslenska foreldra (nokkurn vegin), íslenska kennitölu og meira að segja íslenskt vegabréf sem ég hafði margsinnis notað til útlandaferða.

Málið var að afi minn, Robert Jensen mjólkurfræðingur, fæddist í danmörku og fluttist til íslands fyrir stríð til að starfa við Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi.  Þar kynntist hann ömmu minni og saman áttu þau pabba gamla...en þar sem hann fæddist fyrir árið 1944 þegar íslendingar sviku kónginn og lýstu yfir sjálfstæði, þá var pabbi (og ég, einhverra hluta vegna sömuleiðis) skildreindur sem svokallaður "fullveldis-dani".  Engu skipti þó ég hefði fæðst árið 1977 og móðir mín væri alíslensk.

Mér þótti þetta nú svo vitlaust að ég beið með að svara þessu og kíkti í danska sendiráðið og spurðist fyrir um hvort þeir vildu taka við ríkisfangslausum landflótta fullveldis-dana...en þeir vildu ekkert með mig hafa bévaðir. 

Svo kom að því að passinn minn var við það að renna út og ég þurfti að komast til útlanda...sýslumaðurinn harðneitaði þá að endurnýja passann og sagði það hafa verið alvarleg mistök að ég hefði yfir höfuð fengið íslenskan passa eins og málum væri háttað.

Þá var ekki annað í stöðunni en að kyngja stoltinu og sækja skriflega um íslenskan ríkisborgararétt.  Sem betur fer nægði mér að senda inn eitt lítið bréf og ég þurfti ekki að ganga í gengum þann langa og mikla prósess sem aðrir "útlendingar" þurfa að ganga í gegnum...senda inn meðmæli (frá flokksgæðingi) og fá alþingi til að samþykkja herlegheitin.  Nei, ég fékk bara tilkynningu um að mæta uppí dómsmálaráðuneyti, þar var ég rukkaður um 1.300 krónur og fékk svo afhent skjal, undirritað af Þorsteini Pálssyni þ.v. dómsmálaráðherra þess efnis að ég væri góður og gildur ríkisborgari, ásamt kvittun sem á stendur "1. stk. ríkisborgararéttur - kr. 1.300." Joyful   Skjalinu er ég löngu búinn að týna...en kvittunina held ég mikið uppá enda ekki á hverjum degi sem maður kaupir sér ríkisborgararétt á svona spottprís!  Hehe...ætli raunvirðið hafi eitthvað hækkað í allri verðbólgunni?


mbl.is 24 fá ríkisborgararétt samkvæmt tillögu Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vor í lofti

Hér gerði hressilegt þrumuveður í gær ásamt því sem nokkrir hvirfilbylir (skýstrokkar) mynduðust og gerðu mikinn óskunda hér í nágrenninu. 

Hvirfilbylur lagði heilu göturnar í rúst í Coon Rapids og Hugo sem eru úthverfi frá Minneapolis og þar lét tveggja ára barn lífið.  Hér í St. Cloud urðu nokkrar skemmdir af völdum haglélja en höglin voru á stærð við tíkall í þvermál.  Þau voru þó enn stærri í nágrannabæjunum Monticello og Albertville þar sem þessar myndir eru teknar...en þar náðu haglélin stærð á við hafnarbolta.  Alltaf sérstakt að sjá haglél í 28 stiga hita.

hagl  éljagangur


mbl.is Mannskæðir skýstrokkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölvupóstar sýna kynþáttahatur innan lífvarðarsveitar forsetans

agentNýleg innanhús-rannsókn hjá lífvarðasveit forsetaembættisins (Secret Service) hefur uppgötvað tölvupósta sem sendir voru milli háttsettra starfsmanna Secret Service sem eru uppfullir af mjög grófum "svertingja-bröndurum" auk þess sem í sumum skeytum er kvartað yfir stöðuhækkunum svartra starfsmanna framyfir hvíta menn og í einu bréfinu talaði starfsmaður um að "reverse racism" og "political correctness" væri að ganga að landinu dauðu.

Maður spyr sig í ljósi ummæla frú Clinton í gær...tæki þessi maður kúlu fyrir Obama?

345579246_2f704d0a31

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjá frétt CNN um málið:


Hillary fer yfir strikið

Nú er kerlingar-skömmin endanlega búin að skíta á sig í þessari kosningabaráttu og í örvæntingu sinni missir hún útúr sér þessa óforskömmuðu og ófyrirgefanlegu setningu þar sem hún rifjar upp morðið á Bobby Kennedy (smekklegt 3 dögum eftir að Teddy Kennedy greinist með heilaæxli) og í því samhengi gefur til kynna að það sé nú of snemmt fyrir sig að draga sig í hlé því það sé nú aldrei að vita nema mótframbjóðandi hennar verði ráðinn af dögum! 

Það er með ólíkindum að jafn reyndur stjórnmálamaður og frú Clinton skuli hafa látið þetta útúr sér (burtséð frá því hvað hún meinti með þessu) en þetta var að öllum líkindum síðasti naglinn í kistu framboðs hennar. 

Kíkið á hvað Keith Olbermann hefur um málið að segja... hann lætur hana sko heyra það...og ég tek undir hvert orð!


mbl.is Clinton vísar til morðsins á Robert Kennedy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Smiley Face" raðmorðingjar á ferðinni í St. Cloud, Minnesota?

smileyFjölmiðlar hér í Minnesota fjalla nú mikið um hugsanleg raðmorð sem hafa fengið nafnið "Smiley Face Murders".   Þannig er að á undanförnum árum hafa hátt í 40 ungir menn, allir háskólanemendur sem "fitta sama prófæl" fundist látnir í ám eða vötnum eftir að hafa horfið sporlaust.  Flestir hurfu eftir að hafa verið úti að skemmta sér og í flestum tilfellum hélt lögregla að um slys hefði verið að ræða, þ.e. að þeir hefðu allir óvart dottið fullir í ánna á leiðinni heim.  En fjöldi þessara mála á afmörkuðum svæðum er farinn að vekja grunsemdir auk þess að nýlega hefur verið greint frá því að nálægt þeim svæðum þar sem líkin fundust, voru í mörgum tilfellum veggjakrot af svipuðum "bros-andlitum".

Tveir fyrrum rannsóknarlögreglumenn frá NYPD ásamt prófessor í afbrotafræði hérna frá skólanum mínum, Dr. Lee Gilbertson telja að hér sé ekki um tilviljun að ræða og FBI rannsakar nú málið.

Þrátt fyrir að þessi 40 mál séu frá 11 fylkjum eru langflest málin héðan frá Minnesota og Wisconsin og fylgja nokkurnveginn I-94 hraðbrautinni frá Fargo/Moorehead niður í gegnum St. Cloud, Minneapolis, Eue Claire og La Crosee, Wisconsin.  Hér á St. Cloud svæðinu hafa 3 piltar horfið og tveir af þeim fundist í Mississippi ánni.

Hér er frétt MSNBC um málið:

 

P.S. ef flash-embeddið birtist ekki hér að ofan er hægt að smella á þennan link http://www.msnbc.msn.com/id/21134540/vp/24366287#24366287


Saklaus húmor eða ódulbúinn rasismi?

460644Mynd Sigmunds af þeim Obama og Hillary hefur vakið nokkra athygli hér vestra og ég ákvað að taka þátt í umræðunni á þessum spjallvef: http://contexts.org/socimages/2008/05/16/icelandic-obamahillary-ad-obama-as-savage-cannibal/

Nenni ekki að þýða þetta innlegg mitt en ákvað að skella því hérna inn samt sem áður.

"Sadly, racism and nationalism has always thrived in Iceland.  Don't be fooled by the fake "cute and cuddly" image Iceland has enjoyed in recent years in the media.  Sure, if you grow up there, like I did, as a part of the homogenous (inbred) blond, blue eyed population, you don't notice a thing.  Heck, I literally didn't even see a colored person in my town until I was a teenager, and then everyone just kinda stared at him!  It's easy for people to say that racism doesn't exist, when there are no colored people around!  In a way I guess that's a valid excuse of sorts... Icelanders don't see anything wrong with racist jokes and remarks because they live in a society that has never had to deal with the impacts of racial tensions and injustice.  Icelanders have absolutely no sense of what African-Americans have had to endure in the U.S. and know next to nothing about their struggle for social equality.  I admit, I myself had no idea about the true meaning of racism until I moved to the U.S. to go to college and witnessed it first hand.

This cartoon may not be such a serious evidence of racism in Iceland, but to my fellow countrymen who try to deny that racism exists in Iceland, I ask them to take a look back on history.  Going back to WWII, Iceland's many aryan Hitler sympathizers in the government turned back Jewish refugees and sent them to their death in Germany.  During the cold war, an American airbase was located in Iceland and as a part of the deal, it was explicitly written that NO COLORED PEOPLE would be allowed to serve at the Keflavik airbase and under no circumstances allowed to leave the base to mingle with the locals (I believe this agreement was in effect until the late 70's/early 80's). 

Even today many Icelanders, including members of parliament, are opposed to allowing temporary foreign workers to enter the country and Iceland's immigration laws are already some of the toughest in the world.  It is almost impossible for anyone outside of the European Union to get permanent residency in Iceland. 

Just this week, a backwards town in western Iceland, population ca. 6000 is up in arms due to a decision to invite 30 Red Cross refugees from Iraq (all single moms and their children who have lived in camps in Palestine for years) to move to the town.  Claiming it would be an "unfair burden on the town's welfare system" (Remember Iceland is still one of the richest countries in the world).  The asshole responsible for the "uproar" and who has started to collect signatures from the townspeople to reject the refugees is a former member of parliament and is currently a  member of the township council.  His political party is moving ever closer to blatant national extremism and one of their slogans has been "Iceland for Icelanders".

The truth is that way too many Icelanders really suffer from their continous isolation and inbreeding on this tiny and insignificant island full of insecure megalomaniacs suffering from low self esteem.

Oh I almost forgot to mention the Anti-Americanism that is so pervasive up there... while most Icelanders suck up American culture through their flatscreen tv's and their favorite resturants are McDonalds and KFC, these pathetic hippocrites never cease to curse America and all that it stands for.  Americans are in their view fat, ignorant clowns who are the root of all evil in the world...and yet these same Icelanders can't get enough of watching American Idol and flying once a year to Minneapolis to do their Christmas shopping at Mall of America!!!  Maybe it's jealousy or just their low self esteem disguised as misguided feelings of superiority? 

Seriously, I've had friends and relatives sneer at my decision to go to school in America...some have even concluded that I must be a keen admirer of George Bush and his regime (I'm an Obama supporter btw) and I've even had potential employers in Iceland tell me to my face that an American education was not held in particularly high regard in Iceland and that I'd be better off getting my degree in Europe at a "serious institution"!!!

As an Icelandic expatriot, living in the US for the past 8 years, I will be hard pressed to ever move back there...heh, especially after they read this...I'd probably be tarred and feathered at the airport!" 


mbl.is Myndasaga Sigmunds gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Coaster season

Texas GiantNú þegar sumarið er loksins skollið á, geta rússíbana-enthusiasts tekið gleði sína á ný og farið að skipuleggja ferðir í helstu skemmtigarðana í nærlyggjandi fylkjum!  Hér í Minnesota er svosem ekki sérlega mikið um góða rússíbana þó svo "The Corkscrew" í Valleyfair í Shakopee sé alveg þess virði að keyra þangað.  Minn uppáhalds skemmtigarður er Six Flags Over Texas í Arlington, TX (mitt á milli Dallas og Ft. Worth) en þar er t.d. að finna einn stærsta tré-rússíbana í heimi en sá heitir "Texas Giant" og er að öllum ólöstuðum minn uppáhalds coaster.  Þó svo þessir nýmóðins coasterar séu hraðskreiðari og meira acrobatic en gömlu tré-coasterarnir þá er engu að síður miklu skemmtilegri tilfinning að fara í þessa gömlu og heyra brakið í viðnum! Smile

Um daginn tók ég smá forskot á sæluna þegar ég fór með Gauta frænda mínum í glænýjan innanhús-rússíbana í Mall of America sem heitir SpongeBob Squarepants Rock Bottom Plunge og er hannaður af hinum virtu þýsku verkfræðingum Gerstlauer GmbH .  Hann byrjar á 20 metra 97° falli og fer svo beint í fjögurra g loop og svo í slow barrel-roll.  Miðað við að vera innanhús-tæki í lægri kantinum kom hann mér skemmtilega á óvart og ég gef honum 3 stjörnur.  Pabbi náði þessum myndum af okkur Gauta í prufu-ferðinni um daginn. Wink


As California goes, so goes the Nation

caliÞau gleðitíðindi bárust frá Kalíforníu í dag að Hæstiréttur Kalíforníu úrskurðaði að bann við giftingum samkynhneigðra stangaðist á við stjórnarskrá Kalíforníu og stjórnarskrárvarinn rétt einstaklinga til að velja sér maka og stofna fjölskyldubönd, óháð kynhneigð.  Frétt mbl.is um málið virðist ranglega gefa til kynna að eingöngu sé um að ræða San Francisco en hið rétta er að úrskurðurinn gildir fyrir allt Kalíforníu-ríki sem er fjölmennasta fylki Bandaríkjanna.  Kalífornía er því hér með orðið annað fylkið í Bandaríkjunum, á eftir Massachusetts, sem heimilar hjónabönd samkynheigðra.

Athygli vekur að 6 af 7 dómurum Hæstaréttar Kalíforníu voru skipaðir af repúblikönum og taldir nokkuð íhaldssamir en dómurinn féll engu að síður 4-3 og það ber einungis vitni um að óháð flokkslínum verða menn að virða stjórnarskrána og þá staðreynd að hún er skrifuð til að verja réttindi fólks en ekki til að viðhalda óréttlæti og misrétti.

Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri (R) hefur gefið út þá yfirlýsingu að hann ætli að una dóminum og ekki beita sér fyrir breytingu á stjórnarskrá Kalíforníu sem myndi útiloka giftingar samkynhneigðra.  Þrátt fyrir að þessi úrskurður sé mikill sigur fyrir mannréttindabaráttu samkynhneigðra hefur hann þó enn sem komið er, ekki áhrif á landsvísu en þó er talið að þetta muni með tímanum hafa mikil áhrif á þróun mála í öðrum fylkjum og vekur sömuleiðis upp vonir um að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki málið upp með tíð og tíma.  George Bush og hans lið hefur barist fyrir því lengi að sjálfri stjórnarskrá Bandaríkjanna verði breytt til þess að útiloka hjónabönd samkynhneigðra.  Það er útilokað að slíkt næði fram að ganga enda þyrfti 2/3 meirihluta á þingi til að samþykkja viðbót við stjórnarskrána, en slíkar viðbætur eru í daglegu tali kallaðar "Bill of Rights"...en ekki "Bill of Discrimination".

Það eru nú rúm 40 ár síðan Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í máli Loving vs. Virginia sem felldi úr gildi bann við giftingum svartra og hvítra.  Þá, líkt og nú, þurfti Hæstaréttarúrskurð til þess að réttlætið næði fram að ganga, þvert gegn almenningsálitinu á þeim tíma.

Það eru aðeins 11 ár síðan Bill Clinton gerði þau mistök að skrifa undir (ó)lög sem kallast "Federal Defense of Marriage Act" (F-DoMA) sem koma í veg fyrir að Bandaríska alríkið (Federal Government) þurfi að viðurkenna hjónabönd samkynhneigðra, óháð því hvort þau séu lögleg í einstökum fylkjum (eins og CA og MA) og kemur einnig í veg fyrir að önnur fylki þurfi að viðurkenna slík hjónabönd.  Þetta þýðir að samkynhneigð hjón (í MA og nú CA) geta t.d. ekki sótt um sömu federal skattafríðindi og "social security" fríðindi eins og hver önnur hjón, sem getur þýtt árlegt tekjutap uppá allt að 23 þúsund dollara.  Þetta óréttlæti stenst engan vegin klásúlur í stjórnarskránni en Hæstirétturinn neitar sífellt að taka málið upp.  Þess ber þó að geta að Barack Obama hefur heitið því að berjast fyrir afnámi þessara laga þegar hann verður forseti.

Nú er boltinn farinn að rúlla og í raun bara tímaspursmál hvenær réttlætið sigrar í Bandaríkjunum, eða eins og máltækið segir:  "As California goes, so goes the Nation". Smile


mbl.is Giftingar samkynhneigðra heimilaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Proud to be an Okie from Muskogee!

Við óskum hinum nýja 19 ára borgarstjóra Muskogee velfarnaðar í starfi og vonum að þessi litla og vinalega borg haldi áfram að vaxa og dafna.  Það er ekki á hverjum degi sem Muskogee kemst í alheimsfréttirnar, enda hálfgerður Hvolsvöllur þeirra Bandaríkjamanna, meira segja á Oklahoma mælikvarða.  Mér þótti þó alltaf gaman að koma við í Muskogee í gamla daga þegar ég fór í sunnudagsbíltúrinn og hlustaði ég þá gjarnan á kántrístjörnuna Merle Haggard sem gerði bæinn ódauðlegan með þessu lagi sínu.

We don't smoke marijuana in Muskogee;
We don't take our trips on LSD
We don't burn our draft cards down on Main Street;
We like livin' right, and bein' free.

We don't make a party out of lovin';
We like holdin' hands and pitchin' woo;
We don't let our hair grow long and shaggy,
Like the hippies out in San Francisco do.

And I'm proud to be an Okie from Muskogee,
A place where even squares can have a ball.
We still wave Old Glory down at the courthouse,
And white lightnin's still the biggest thrill of all.

Leather boots are still in style for manly footwear;
Beads and Roman sandals won't be seen.
Football's still the roughest thing on campus,
And the kids here still respect the college dean.

I'm proud to be an Okie from Muskogee,
A place where even squares can have a ball
We still wave Old Glory down at the courthouse,
And white lightnin's still the biggest thrill of all

We still wave Old Glory down at the courthouse,
In Muskogee, Oklahoma, USA.


mbl.is 19 ára bæjarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband