Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

TCAS sannar gildi sitt enn á ný

tcas_indicator.jpgÞegar flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum lögðu það til að árekstrarvarar (Traffic Collision Avoidance System) yrðu staðalútbúnaður í öllum flugvélum mætti það mikilli andstöðu frá ýmsum aðilum.  Flugumferðarstjórar mótmætlu harðlega og sögðu kerfið taka stjórnina og ábyrgðina úr sínum höndum og flugmenn voru á báðum áttum því þeir vissu ekki hvort þeir ættu að hlusta á viðvörunarkerfi árekstrarvararns eða flugumferðarstjórann ef þeir fengju misvísandi skilaboð.  Ennfremur voru flugvélögin mjög óhress með að þurfa að borga fyrir þennan dýra útbúnað, en kostnaðurinn við að installa þessu gat hlaupið á $25,000 til $150,000 per unit og því var þetta mjög stór biti fyrir flugfélögin sem bentu á að þessar græjur hefðu ekki einu sinni sannað gildi sitt. 

Það var loks árið 1993 að FAA fyrirksipaði að allar stærri vélar (með fleiri en 30 sæti eða Maximum Takeoff Weight yfir 15 tonn) yrðu að vera útbúnar árekstrarvara.  Enn þann dag í dag eru minni vélar (þ.m.t. einkaþotur) ekki skildaðar til að vera útbúnar TCAS og dregur það verulega úr flugöryggi.

ce018450fg0010.gifTCAS virkar þannig að flugvélar senda frá sér útvarpsmerki úr svokölluðum Mode-S Transponder sem inniheldur upplýsingar um staðsetningu, hæð og hraða og fljúgi vélar of nálægt hvor annari fá flugmenn viðvaranir eða fyrirmæli um að hækka/lækka flugið.  TCAS er reyndar orðið gömul og frekar úreld tækni og bíða menn nú eftir að ADS-B kerfið taki við (Automatic Dependant Surveillance-Broadcast) en það byggir á staðsetningarákvörðunum með hjáp GPS og mun gefa bæði flugumferðarstjórum og flugmönnum mun betri yfirsín yfir traffík á svæðum utan ratsjárþjónustu.

tcas2.gif

 

Svona lítur vinnuaðstaða flugrafeindavirkjans út; gaman að testa TCAS

tcas.jpg

 

 

 

 

 

 


mbl.is Mínútu frá árekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örvæntingarfullt útspil

miss_wasilla_1984_655227.jpgValið á Söruh Palin sem varaforsetaefni McCain virðist vera örvæntingarfull og tækifærissinnuð tilraun til þess að ná til kvenkyns kjósenda (sem samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum einungis 34% ætla að kjósa McCain) og jafnvel er ætlunin að reyna að ná til þeirra kvenna sem studdu Hillary Clinton.  En haldi Repúblikanar að vel gefnar jafréttissinnaðar konur og femínistar komi til með að kjósa þetta bimbó, sem helsta afrek er að hafa lent í öðru sæti í Miss Alaska árið 1984... bara af því að hún er kona...þá skjátlast þeim hrapalega.  Stuðningskonur Hillary hafa meiri sjálfsvirðingu en svo að kjósa afturhalds-grybbu sem er á móti grundvallar kven-réttindum og er lífstíðarmeðlimur í NRA.  

Það er deginum ljósara að Sarah þessi hefur enga reynslu og væri algerlega vanhæf til þess að sinna starfi "Commander in Chief" og með tilliti til þess að McCain er að verða 72 ára og raunverulegur möguleiki á að varaforsetinn gæti orðið að taka við á einhverjum tímapunkti, yrði hann forseti, er það skelfileg tilhugsun fyrir marga, þ.á.m. íhaldssamra Repúblíkana sem hvað mest hafa talað um reynsluleysi Obama, að þessi innihaldslausa fegurðardrottning yrði forseti Bandaríkjanna!

Það eru litlar líkur á að þetta vanhugsaða og áhættusama útspil eigi eftir að skila McCain því sem hann vonast eftir og mér er léttir að hann valdi ekki fylkisstjórann "minn" Tim Pawlenty, því hann hefði allavega getað gert kapphlaupið mjótt á mununum hér í Minnesota þrátt fyrir að hafa staðið sig hörmulega sem fylkisstjóri.


mbl.is Hver er Sarah Palin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostleg ræða! Ameríski draumurinn lifir!

dnc


mbl.is Obama fellst á útnefningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræðusnillingar í Denver

Það hefur verið hrein unun að fylgjast með hverri snilldar ræðunni á fætur annari á flokksþingi Demókrata og hér er þrjár þeirra:  "keynote" ræða Mark Warner fyrrum fylkisstjóra Virginíu, þá innlegg frá John Kerry og loks Billarinn sjálfur.   *Uppfært: var að bæta Joe Biden í hópinn*

Mark Warner

John Kerry

Bill Clinton

Joe Biden - næsti varaforseti Bandaríkjanna


mbl.is Demókratar útnefna Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetafrúin

Hillary hvað???  Michelle Obama hélt kyngimagnaða ræðu á flokksþingi demókrata í Denver í gærkvöldi.  Hlustið og hrífist!

Teddy Kennedy flutti líka hjartnæma ræðu.


Obama-Biden 08

obbi_648943.jpgJoe Biden á eftir að verða glæsilegur varaforseti.  Hann mun örugglega hjálpa til með að sameina demókrata á landsþinginu sem hefst í Denver á mánudaginn og harðir stuðningsmenn Hillary munu eflaust verða ánægðir með Biden...enda er hann nokkurs konar karlkyns útgáfa af Hillary sem höfðar vel til hvítra miðaldra "working class" kjósenda.  Ekki skemmir það fyrir Biden að vera húmoristi mikill og hann á það til að missa út úr sér gullkorn sem stundum hafa reyndar komið honum í vandræði...en hann verður þó ekki jafn þurr og leiðinlegur kandídat og Evan Bayh eða Tim Kaine hefðu sennilega orðið.  Eini alvöru mínusinn í mínum augum við Biden er að hann er kaþólikki...en þrátt fyrir það styður hann rétt kvenna til fóstureyðinga, fær 90% einkun hjá mannréttinda-samtökunum ACLU og 89% einkun hjá HRC réttinda-samtökum samkynhneigðra.  Spurning hvort honum verði neitað um "communion" rétt eins og John Kerry um árið.


mbl.is Varaforsetaefni Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í tilefni dagsins

Getur maður varla annað en flaggað... ef manni leyfist ekki að finna fyrir pínkuponsu þjóðarstolti á svona degi þá veit ég ekki hvenær! Wizard

animated-flag-iceland.gif

Held ég horfi bara á leikinn aftur...og ekki bara á tölvuskjá heldur verður hann sýndur á MSNBC núna í hádeginu...með alveg yndislegum amerískum þulum sem vita ekkert um handbolta en halda samt alltaf með litla Íslandi...sem í dag er "stórasta land í heimi".  Grin


mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Repúblikanarnir á leiðinni

rncEftir rúma viku mæta McCain, Bush, Cheney og allir hinir ansans kjánarnir hingað til Minnesota til að halda flokksþing Repúblíkanaflokksins.  Búist er við um 15 þúsund fjölmiðlamönnum á svæðið hvaðanæfa að, þó svo FOX "news" verði að sjálfsögðu fyrirferðamestir og er meira að segja búist við sjálfum Billo O´Reilly á svæðið.  Það má því með sanni segja að "you will never find a more wretched hive of scum and villainy" á einum stað...utan Mos Eisly! Wink

Þetta pakk setur Minneapolis og St. Paul alveg á annan endan og það má búast við svakalegum umferðarteppum og öryggisgæslu, en stór hluti downtown St. Paul verður girtur af enda er almenningi ekki ætlaður aðgangur.  Þrátt fyrir það er búið að skipuleggja massíf mótmæli fyrir utan XCel Energy Center þar sem þingið verður haldið (sjá www.protestrnc2008.org) og er búist við tugum þúsunda réttsýnna borgara á svæðið og ég er mikið að spá í að mæta til að upplifa stemmninguna.  Slagorðin eru "US Out of Iraq Now!", "Money for human needs, not war!", "Say No to the Republican Agenda!" og "Demand Peace, Justice and Equality!".  

Það var ógleymanleg upplifun að sjá Barack Obama flytja sigurræðu sína yfir Hillary á þessum sama leikvangi fyrr í sumar (heimavelli íshokkí-liðsins Minnesota Wild).   (Sjá myndbönd sem ég tók við það tækifæri hér og hér)

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er Obama nú með 10% forskot á McCain hér í Minnesota og það eina sem ógnar honum hér er sá möguleiki að McCain velji Tim Pawlenty fylkisstjóra Minnesota sem varaforsetaefni sitt.  Þá gæti orðið mjög mjótt á mununum hér því miður.

ncfom


mbl.is Húseignir McCains vatn á myllu Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amerískur handbolti

Kunningi minn spurði mig um daginn hvort ég fylgdist með ólympíuleikunum og ég viðurkenndi að horfa nú með öðru auganu á körfuboltann (USA redeem team), samhæfðar sund-dýfingar karla InLove og svo auðvitað handboltann!

Handbolta???  Honum þótti merkilegt að íslendingar ættu heilt "lið" í þessari tiltölulega óvinsælu einstaklingsíþrótt (hann les greinilega ekki hið geysi-vinsæla og virta fréttablað Christian Science Monitor! LoL  come on Mogga-menn!!!).  Jú, handbolti er jú íþrótt sem líkist veggja-tennis, nema leikmenn nota ekki spaða heldur hendurnar (oftast með hanska) til þess að slá lítinn skopparabolta. 

handballcourt.jpghandball01.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var svolítið snúið að reyna að útskýra fyrir þessum kunningja mínum að "team handball" er allt annað sport...líkist frekar einhverri furðulegri blöndu af hokkí og sund-bolta (water polo) og að þetta væri nú bara þokkalega skemmtilegt áhorfs enda frekar "fast-paced contact sport".  

Það er annars frábært fyrir sjálfstraust smáþjóða eins og okkar að keppt sé í svona óþekktum "jaðar-íþróttum" sem fáir hafa áhuga á svo að við eigum nú séns á að vinna í einhverju! Wink

Annars held ég að gamli ensku-kennarinn minn í Gaggó hafi nú haft rétt fyrir sér þegar hann sagði að "handbolti væri fyrir aumingja sem gætu ekki spilað körfubolta" Tounge

Og talandi um körfubolta...Minnesota Timberwolves fagna 20 ára afmæli sínu um þessar mundir og í tilefni af því voru þeir að kynna nýja búninga fyrir komandi tímabil.

wolves_new_uniforms_292_080818.jpgids_crunch_blow_up_292_646012.jpg


mbl.is Jia-you Is-land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynsluakstur - Vídeóblogg

 

Smá Bonus material Wink


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.