Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

NBA rúllar af stað

Í kvöld er Halloween (trick or treat?) og nýtt tímabil loksins hafið í körfuboltanum (það er orðið langt síðan í apríl). Smile  Nú fyrst er haustið byrjað í mínum huga og meira að segja veðurspáin er sammála því þó það hafi verið 15 stiga hiti og sól og blíða undanfarið þá á að kólna verulega í kvöld og frjósa í nótt.

Ég stendst ekki mátið og verða að blogga aðeins um liðið mitt og væntingar vetursins þrátt fyrir að fæstir bloggvina minna hafi nokkurn einasta áhuga á körfubolta og bið ég þá bara forláts.

TimberwolvesMinnesota Timberwolves liðið er gjörbreytt frá síðasta tímabili enda var kannski ekki vanþörf á að stokka hlutina upp eftir hrikalegt gengi liðsins í fyrra.  Það verður erfitt að fylgjast með Kevin Garnett í Boston Celtics treyju í vetur, en ætli maður verði ekki bara að vona að hann vinni titilinn í vor samt sem áður, þar sem að Timberwolves liðið er nú ekki líklegt til að blanda sér í toppbaráttuna þetta árið.  Ég er nú samt ekki alveg sannfærður um að Boston liðið nái alla leið þrátt fyrir að hafa landað K.G. og Ray Allen.  Þeir eru með frábært tríó (K.G., Allen og Pierce) en að öðru leiti virðist liðið ekki sérlega spennandi.  Minnir svolítið á ´05 lið Minnesota þegar við höfðum tríóið K.G., Cassell og Sprewell.  En...þeir eru að vísu í Austurdeildinni þannig að þeir ættu nú að eiga ágæta möguleika.

Timberwolves liðinu er ekki spáð góðu gengi í vetur.  Raunar er talað um að þeir séu með eitt lakasta liðið í deildinni, þannig að væntingarnar eru ekki miklar...EN...ég er einn þeirra sem trúi á þennan unga hóp og held að þeir eigi eftir að koma mörgum á óvart í vetur.  Maður getur svosem ekki gert kröfu um úrslitakeppnina en svo fremi sem þeir leggja sig alla fram í hverjum leik og taka framförum þá er maður sáttur.  Þeir eru jú að ganga í gegnum einn allsherjar "rebuilding phase".

Randy FoyeÞað er ljóst að það er verið að byggja liðið upp í kringum Al Jefferson og Randy Foye.  Randy meiddist reyndar á hné í sumar og verður ekki með fyrsta mánuðinn eða svo.  Jefferson ætti að geta sprungið út í vetur og mun spila bæði kraftframherjastöðuna og miðherjann, eftir því á móti hverjum er spilað.  Aðrir miðherjar eru Theo Ratliff sem stóð sig vel á undirbúningstímabilinu og er einn besti "shotblocker" í deildinni, Chris Richard afar efnilegur rookie frá sigurliði Florida State, Mark "Mad Dog" Madsen og Michael Doleac.

Kraftframherjar aðrir en Jefferson verða Craig "cookie monster" Smith (ég á von á að Smith og Jefferson muni spila mikið saman "down low") og gamla brýnið Antoine Walker sem kom til liðsins núna í síðustu viku frá Miami í skiptum fyrir Ricky Davis og Mark Blount.  Ég veit ekki hvernig Walker á eftir að passa inní liðið eða hvort samningur hans verður keyptur upp, en díllinn var gerður aðallega til að losna við Davis og Blount og fríja upp leiktíma fyrir yngri menn.

Al og K.G. í nýjum búningumÞað er enginn skortur á efnilegum skotbakvörðum og litlum framherjum í liðinu; Rashad McCants fær sennilega tækifæri til að sanna sig í vetur auk þess sem nýliðinn Corey Brewer er gríðarlega efnilegur (sumir telja hann geta orðið næsta Scottie Pippen).  Þá eru ótaldir Gerald Green og Ryan Gomes sem báðir eru ungir og efnilegir.  Green vann troðslukeppnina um síðustu All-Star helgi og Gomes er leikmaður sem gerir "litlu hlutina", varnar-hustler og orkubolti.  Þá kom Greg Buckner til liðsins í sumar frá Dallas í skiptum fyrir Trenton Hassell og ætti að vera traustur á bekknum, ágætur varnarmaður og reynslubolti.

Leikstjórnandinn í vetur verður hinn stórefnilegi Randy Foye en á meðan hann jafnar sig í hnénu munu þeir Marko Jaric og Sebastian Telfair sjá um stoðsendingarnar.  Telfair gæti reyndar komið á óvart í vetur ef hann fær nóg tækifæri.  Hann er mjög snöggur og góður í að stela boltanum, en vantar ennþá uppá skotnýtinguna.

So anyway...fyrsti leikur Timberwolves er á föstudagskvöldið en þá taka þeir á móti Allen Iverson, Carmelo Anthony og félögum í Denver Nuggets.  Ég ætla að reyna að mæta í Target Center en ef það tekst ekki þá verður maður að láta skjávarpan duga en ég næ öllum leikjum liðsins á kaplinum mínum.  Spennandi tímar frammundan. Smile


pínu yfirdrifið?

Ha?  Ég rasisti?Umræðan um endurútgáfu bókarinnar um negrastrákana tíu heldur áfram og áðan birti einn ástsælasti fjölmiðlamaður þjóðarinnar mikinn skammarpistil yfir "fulltrúum góðmennskunnar í samfélaginu" sem í skjóli yfirdrifins félagslegs réttrúnaðar, skipbrota sósíalisma, fjölmenningarhyggju og feminisma, gera atlögu að "litblindum" menningarsögulegum verðmætum sem hafa að hans mati "enga skírskotun" í rasisma þann sem þekkist í útlöndum.

Enga skírskotun???  Er "útlenskur rasismi" ekki til á Íslandi eða er hann í svo allt öðru samhengi að hann er á einhvern hátt bara saklaust og meinlaust grín og barnagælur?  

Það má vel vera að ég hafi lægra tolerance fyrir rasisma en gengur og gerist, enda hef ég undanfarin sjö ár búið í landi þar sem hið ljóta andlit rasismans er tiltakanlega áberandi og yfirþyrmandi.  Ég hef séð rasismann "in action" með eigin augum og kynnst fólki sem hefur orðið fyrir barðinu á honum. 

Ég man raunar að þegar ég var nýkominn hingað þá gerði ég mér í raun enga grein fyrir hvað rasismi væri í raun og veru, því heima á Íslandi var rasismi "ekki til" (eða öllu heldur, ekki vandamál þar sem það voru engir útlendingar né litað fólk til á íslandi - svona eins og það eru engir hommar til í Íran Wink).  Sem "freshman í college" hérna í liberal Minnesota var ég skikkaður til að taka kúrs í "Multicultural & Gender Minority Studies".  Ég var frekar skeptískur á þennan kúrs í byrjun og hundfúll yfir því að vera neyddur til að taka hann því ég taldi mig ekki hafa neina fordóma.  Í dag er ég hins vegar afar þakklátur fyrir að hafa tekið þennan kúrs því ég get með sanni sagt að hann var eftirminnilegri og lærdómsríkari en margir aðrir þeir kúrsar sem ég hef tekið um dagana.  Ég komst að því þarna að ég vissi nákvæmlega ekkert um fordóma, hvorki mína eigin fordóma né annarra.  Lestrarefnið setti efnið í sögulegt samhengi og fyrirlestrarnir og umræðurnar í tímunum gerbreyttu sín minni á rasisma í öllum sínum birtingarmyndum. 

Ég man að í fyrstu tímunum var ég hálf utangátta og hafði ekki mikið gáfulegt til málanna að leggja í umræðunum en áhuginn og skilningurinn óx smám saman og svo fór fyrir rest að prófessorinn (sem var ansi skemmtileg "half hispanic, half jewish" lesbía) heimtaði að ég læsi svarið mitt við ritgerðarspurningunni á lokaprófinu upp fyrir bekkinn. Blush  Svo gaf hún mér A+ þessi elska.

En en...þið sem sjáð ennþá engan rasisma í 10 litlum negrastrákum, endilega kíkið á þennan pistil eftir dr. Gauta B. Eggertsson, hagfræðing hjá seðlabanka bandaríkjanna og bróður borgarstjóra Reykjavíkur.

Það er leitt að vissum feitlögnum hvítum (og rauðhærðum), sannkristnum menningarsnobburum, framsóknaríhaldsplebbum og karlpungum fynnst tilverurétti sínum og lífsskoðunum ógnað af okkur háværa og leiðinlega jafnaðarmannapakkinu.


hita brautirnar með jarðvarma?

Hvernig væri að hitaveita Suðurnesja væri fengin til að leggja smá rör með heitu affallsvatni úr virkjuninni þarna rétt hjá og nokkrum sverum leiðslum væri troðið undir flugbrautirnar til að hita þær upp rétt eins og hverja aðra gangstétt eða bílaplan?

Já, ok...ég veit að það væri svaka dýrt og sennilega eru svona ísíngarskylirði ekki nógu algeng í Keflavík til þess að slíkt myndi nokkurn tíma borga sig...en skyldi þetta vera tæknilega hægt?  Er steypulagið í flugbrautunum of þykkt til þess að þetta gæti gengið?  Myndi þetta valda sprungum og skemmdum á flugbrautunum? 

Ef þetta væri á annaðborð hægt þá væri það nú nokkuð svalt því af-ísingar efnin sem þeir dreifa á flugbrautirnar eru nú ekkert sérstaklega umhverfisvæn og snjó-ruðnings græjurnar menga auðvitað auk þess sem það kostar sitt að manna þær og gera út.   Svo myndi þetta auka flugöryggi og koma í veg fyrir að flugvöllurinn lokist tímabundið sem auðvitað kostar gríðarlegar fjárhæðir fyrir flugfélögin.

Ef svona framkvæmd er einhversstaðar framkvæmanleg þá hlýtur það að vera í Keflavík, ekki satt?


mbl.is Tvær vélar hættu við lendingu í Keflavík vegna ísingar á brautum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svipmyndir úr afmælisveislunni

Jamm...komst víst á fertugsaldurinn í dag Crying og ákvað að skella inn smá vídeói úr partíinu! Wizard


10 litlir negrastrákar

HPIM1741Ég sá í kvöldfréttum RÚV áðan að búið er að gefa út barnabókina "10 litlir negrastrákar" á ný eftir 30 ára dvöl á sorphaugum sögunnar þar sem hún á best heima.  Útgefendurnir tala um að bókin sé "menningar-verðmæti" sem ekki megi glatast og að myndskreitingarnar (sem eru í anda Jim Crow stefnunnar) séu fögur listaverk! Sick

Ég ætla rétt að vona að þessi sori verði geymdur í hilluni við hliðina á Mein Kampf og verði ekki í framtíðinni markaðssettur sem viðurkenndar barnabókmenntir í íslenskum bókabúðum. 

Þetta minnti mig á það að þegar ég var ca. 9 ára var ég þvingaður til að taka þátt í skóla-leikriti byggðu á þessum ósóma.  Gott ef þetta var ekki á litlu jólunum sveimérþá, allavegana var þetta nokkuð stór viðburður, haldinn í sal skólans og allir nemendur viðstaddir auk foreldra.  Ég man að einn kennarinn klíndi framan í mig svartri málningu og sagði svo að ég liti út eins og alvöru halanegri! Jamm, þannig var nú það og enginn hneykslaðist á rasista-boðskapnum. 

Annars var þetta leikrit mér líka minnisstætt fyrir þær sakir að ég lék tíunda negrastrákinn...þennan sem lifði af og kyssti stelpuna og eignaðist 10 nýja negrastráka! Kissing  Þetta var náttúrulega frækinn leiksigur...en ég held svei mér þá ekki að ég hafi kysst stelpu síðan þarna á sviðinu.  Tounge  


REI hvað?

PS. Hér er lengri auglýsing frá Chevron og hér er einhver prakkari búinn að breyta henni aðeins. Grin


Í tilefni af kirkjuþingi

gay_black_jewish_klan2Á yfirstandandi samkomu hempuklæddra er tekist á um hvort þjóðkirkjan skuli gefa saman samkynhneigð pör í hjónaband.  Lítill minnihluti presta er því fylgjandi en flestir eru þó á því að slíkur gjörningur væri hið mesta guðlast og merki um hnignandi siðgæði í þjóðfélaginu.  Nú er Kalli litli biskup búinn að leggja fram málamyndatillögu þess efnis að hið heilaga hjónaband verði áfram eingöngu fyrir einn karl og eina konu, en til þess að koma til móts við kynvillingana er þeim boðið uppá að fá svokallaða "blessun á staðfestri samvist" frá þeim prestum sem samvisku sinnar vegna treysta sér til að bjóða uppá slíkt í guðs húsi.

Einhvern vegin efast ég um að mörg samkynhneigð pör muni í framtíðinni þiggja þessa þýðingarlausu og lítillækkandi "blessun", þ.e.a.s. ef þau hafa einhverja sjálfsvirðingu...en hvað veit ég?  Persónulega myndi ég afþakka slíkt pent...eða með orðunum UP YOURS!  En þar sem ég er nú hvort eð er trúleysingi kemur þetta mál mér í rauninni ekki við, að öðru leiti en því að ég er óhress með að ríkisrekin stofnun komist upp með að mismuna sínum viðskiptavinum og ég kæri mig ekki um að mínir skattpeningar renni til reksturs slíkrar stofnunar.

Ég rakst áðan á þessa einstaklega skemmtilega orðaða grein um þetta mál hjá miklum snillingi sem er nýbyrjaður að blogga hér á moggablogginu.  Ég er hjartanlega sammála hans málflutningi. 

P.S.  Þessi bloggari er líka stórskemmtilegur...á sinn hátt LoL


Slagsmál í beinni hjá Bill Maher!

real_time_052505Það getur margt óvænt gerst í beinni útsendingu og að því varð ég vitni fyrr í kvöld þegar ég settist niður til að horfa á uppáhálds sjónvarpsþáttinn minn Real Time with Bill Maher á HBO.  Fyrir þá sem ekki þekkja Bill Maher þá er hann grínisti sem sérhæfir sig í "pólitískri satíru" og var áður með þætti á ABC sem hétu "Policitally Incorrect".  Ég mæli eindregið með að þið "klikkið hér" og kíkið á myndbrot úr þáttunum hans.

Real Time þættirnir eru sýndir einu sinni í viku í beinni útsendingu og fara fram þannig að Bill fær til sín góða gesti til að ræða málefni vikunnar og í þessu landi vitleysunnar er ætíð af nógu að taka, trust me!  Maher tekst einstaklega vel að snúa alvarlegustu málum á þann veg að hægt er að hlægja að þeim og hafa gaman af og hann er alveg óragur við að segja hlutina eins og þeir eru, á óritskoðuðu mannamáli. Smile 

Í kvöld voru gestir hans John Edwards forsetaframbjóðandi, Joel Stein dálkahöfunur á L.A. Times og Time Magazine, Sheila Jackson Lee, þingmaður frá Texas (D) og Chris Mathews sjónvarpsmaður sem stýrir þáttunum Hardball á MSNBC.  Auk þess bauð Bill uppá feiknagott viðtal við Garry Kasparov skáksnilling og forsetaframbjóðanda í Rússlandi um ástandið þar á bæ.

En en...í miðjum þættinum í kvöld gerðist sá skondni atburður að nokkrir áhorfendur úti í sal fóru að kalla frammí og láta ófriðlega.  Bill var greynilega ekki skemmt og þetta atvik virtist setja hann svolítið útaf laginu og svo fór fyrir rest að hann snappaði og fór að svara fyrir sig.  Það tók töluverðan tíma fyrir öryggisverði að bregðast við og svo fór að Bill stóð upp og hljóp sjálfur út í sal til þess að henda ólátabelgjunum út.  Þetta var auðvitað hálf fyndið allt saman og var farið að minna á Jerry Springer! Joyful  Það kom svo á daginn að ólátabelgirnir voru 9/11 samsærissinnar sem reiddust Maher um daginn þegar hann kallaði þá fífl fyrir að halda að WTC turnarnir hefðu verið sprengdir niður viljandi af Bush og co.

Það vill svo skemmtilega til að upptaka af atvikinu er komin á netið og hana má sjá með að smella hér.  Því miður er þetta ekki komið á youtube ennþá þannig að ég get ekki dembt þessu hérna inná síðuna.

Það sem ég skil ekki í þessu öllu saman er hvernig þeir komust inn í salinn með stærðarinnar mótmælaspjöld því ég hef kynnst öryggisgæslunni í Real Time stúdíóinu af eigin raun.  Ég var svo lánsamur í ferð minni til Hollywood í vor að vera viðstaddur æfingaþátt (kvöldið áður en þátturinn fer í loftið í beinni er haldið "dress rehearsal") og get vitnað um það að áður en manni var hleypt inn fór maður í gegnum vopnaleit eins og á flugvelli og varð maður að skilja myndavélina og farsímann eftir við hliðið.  Ég bloggaði aðeins um þetta ævintýri í vor og má lesa þá færslu hér.


Loksins!

IMG_1641Þar kom loksins að því að meistari Lucas tjáði sig meira um fyrirhugaða sjónvarpsþáttaseríu sína byggða á Star Wars, sem við nördin erum búin að bíða eftir með óþreygju frá því hann sagði okkur fyrst frá fyrirætlunum sínum á Celebration III hátíðinni í Indianapolis árið 2005.  Í millitíðinni er hann náttúrulega búinn að vera upptekinn við Indiana Jones 4 þannig að við verðum víst að fyrirgefa honum seinaganginn...en það er samt honum líkt bévöðum að láta mann bíða svona með öndina í hálsinum í fleiri ár!  En...nú er semsagt loksins kominn skriður á málið, verið að semja við handritshöfunda og byrjað að leita að leikurum.  Tökur hefjast á næsta ári og þættirnir hefja svo göngu sína 2009.

IMG_1637Á Celebration IV hátðiðinni í Los Angeles sem fram fór í maí síðastliðnum, og ég var að sjálfsögðu viðstaddur, mátti heyra á þeim Anthony Daniels (C-3PO), Tamuera Morrison (Jango Fett/Clones), Daniel Logan (Boba Fett) og Peter Mayhew (Chewbacca) að þeir væru allir tilbúnir í að koma fram í sjónvarpsþáttunum.  Einnig hefur heyrst slúðrað um að Frank Oz (Yoda), Ian McDiarmid (Palpatine), Jimmy Smits (Bail Organa), Wayne Pigram (Grand Moff Tarkin) og sjálfur Ewan McGregor (Obi-Wan) séu til í að taka þátt að einhverju leiti.

Hér má sjá fleiri myndir sem ég tók í LA í vor.


mbl.is George Lucas vinnur að gerð Stjörnustríðsþátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Weird Al Yankovic

Fer bara batnandi með árunum. Grin   Ég steig á vigtina áðan og varð barasta minntur á þetta frábæra myndband! 

Svo getur verið snúið að vera "white & nerdy" Joyful


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband