Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Kuldaboli mættur
30.11.2007 | 18:25
Brrrr....18 stiga frost í morgun og fyrsti alvöru snjóstormurinn væntanlegur á morgun. Ekki von á góðu þegar hlýtt loft frá Mexíkóflóa nær að brjóta sér leið hingað uppeftir þar sem það skellur á ísköldum heimskautaloftmassa. Veðurspáin gerir ráð fyrir heilu feti af snjó hér í central Minnesota á morgun. Vélsleða eigendur kætast...(svosem engin tilviljun að bæði Artic Cat og Polaris eru Minnesota kompaní). Mér er hins vegar ekkert skemmt...ég gæti verið suður á Flórída akkúrat núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Margt er skrítið í kýrhausnum
29.11.2007 | 20:53
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Youtube kappræður Repúblíkana
29.11.2007 | 07:24
Aldrei þessu vant sleppti ég að horfa á Timberwolves spila í kvöld (þeir töpuðu hvort eð er enn einu sinni ). Ástæðan var nefnilega sú að það er eitt Amerískt "spectator sport" (eins og sveitungi minn Magnús á FreedomFries orðar það) sem er jafnvel skemmtilegra en NBA körfuboltinn og það er Amerísk pólitík, eins fáránleg og hún getur verið...góðar kappræður geta oft skákað WWF Wrestling (fjölbragðaglímu) hvað tilþrif og leiktilburði varðar!
Ég ákvað því að horfa á kappræður Repúblíkanana sem haldnar voru á CNN í kvöld í boði Youtube, en spurningarnar komu frá venjulegu fólki sem sent hafði inn vídeó með spurningum til frambjóðendanna. Þetta var hin ágætasta skemmtun að mörgu leiti og það var fróðlegt að sjá hversu misvel frambjóðendunum tókst að halda andlitinu og bregðast við erfiðum spurningum áhorfenda og árásum frá hinum frambjóðendunum.
Ég þarf svosem ekki að taka fram að ég á mér engan uppáhalds Repúblíkana, enda stangast þeirra lífsskoðanir á við mínar í öllum grundvallaratriðum. Samt sem áður verður að viðurkennast að þeir eru mis-slæmir og þessar kappræður gáfu mér ágæta hugmynd um hver er "slæmur, slæmari, slæmastur" í þessum hópi kandídata.
Ótvíræður lúser kvöldsins var að mínu mati Mitt Romney sem átti mjög erfitt uppdráttar og var í raun kjöldreginn hvað eftir annað af andstæðingum sínum. Hann kom mjög klaufalega fyrir og virtist flip-floppa hvað eftir annað í nánast öllum málefnum...enda er hann allt í einu að þykjast vera hinn mesti pro-life, anti-gay family values, biblíu-mongari af þeim öllum þrátt fyrir að hafa talað og kosið eins og demókrati þegar hann vann ríkisstjórastól Massachusetts fyrir nokkrum árum. Þar fyrir utan lítur aumingja maðurinn út eins og hinn versti "used car salesman" og hann virkar einstaklega ótraustvekjandi.
Fred Thompson var næst-mesti lúser kvöldsins en hann virtist vera úti á þekju allan tímann og virkaði jafn áhuglaus og daufur eins og hann hefur gert í baráttunni hingað til...ég spái því að hann hellist úr lestinni eftir forkosningarnar í Iowa.
Það tekur því varla að minnast á Duncan Hunter og Tom Tancredo sannaði það enn einu sinni að hann er snar-geðveikur! Rudy Giuliani virkaði frekar litlaus og óáhugaverður eins og alltaf nema þegar hann kemur fram í dragi! Hann hélt sínar hefðbundu 9/11 borgarstjóra og NY Yankees ræður og kom fátt gáfulegt uppúr honum eins og fyrri daginn. Ég stórefast um að hann haldi út í Iowa (sjá Huckabee).
John McCain átti nokkrar sæmilegar rispur, aðallega þegar hann tók Romney í kennslustund um pyntingar á stríðsföngum...sem hann hefur jú first hand reynslu af. Ég veit ekki hvað það er við McCain en þrátt fyrir að mér líki ekki við hans pólitísku stefnur þá ber ég alltaf ákveðna virðingu fyrir manninum...hann virkar tiltölulega "heill á geði"...for a Republican! Samt held ég að McCain sé á síðustu dropunum í þessari baráttu og muni hellast úr lestinni í Iowa.
Ron Paul, sem allir virðast elska þessa dagana, náði sér ekki sérstaklega á strik í þessum kappræðum en náði þó stundum að standa uppí hárinu á Rudy og uppskar bæði mikið klapp og baul þegar hann talaði um stríðsreksturinn í Írak. Það kæmi mér ekki á óvart að hann byði sig fram sem óháður kandídat þegar yfir líkur...og gæti reynst Repúblikönunum skeinuhættur í aðal-kosningunum líkt og Ralph Nader eyðilagði fyrir Demókrötunum árið 2000 og varð þess valdur að Bush "vann".
Sigurvegari kvöldsins og að mínu mati líklegasti kandídatinn til að sigra í Iowa var fyrrum fylkisstjórinn í Arkansas, Mike Huckabee. Hann hefur verið að koma rosalega sterkur inn núna á síðustu metrunum þrátt fyrir að hafa verið afskrifaður í byrjun. Ég verð að játa að þrátt fyrir að maðurinn sé einn mesti íhalds-seggurinn af þeim öllum, guðfræðingur og "evangelical christian", þá er eitthvað við karlinn sem gerir hann "almost likeable"...hann er hógvær og vel máli farinn, virkar mjög einlægur og eins og hann sé jarðbundnari en flestir andstæðingar hans. Svo spillir ekki fyrir að hann hefur fengið sjálfan Chuck Norris til liðs við sig! Ég spái honum alltént góðu gengi í Iowa...hvað sem síðar verður.
En...að lokum...ákvað að skella inn þessu myndbandi af spurningu fyrrum hershöfðingja sem eftir 43 ára þjónustu í landhernum fékk baul frá áhorfendum og háðugleg svör frá frambjóðendunum þegar hann spurði þá út í "Don´t Ask - Don´t Tell" stefnu hersins.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Chicago er staðurinn!
27.11.2007 | 06:04
Það er eitthvað sem heillar mig uppúr skónum í hvert skipti sem ég kem til Chicago. Ég á erfitt með að útskýra hvað það er nákvæmlega, en mér finnst borgin einfaldlega bjóða uppá allt það besta sem prýðir góða heimsborg og hvergi á ferðum mínum í Ameríku hef ég fundið þessa hárréttu blöndu af krafti og sjarma sem einkennir Chicago. Vissulega eru New York, LA og San Fran frábærar líka á sinn hátt...en ég fell betur inní Miðvestrið!
Ég notaði því tækifærið núna um helgina sem leið (Thanksgiving helgin) og skrapp í smá bíltúr til þessarar uppáhaldsborgar minnar. Þetta eru sko ekki nema 1000 mílur (1.600 km) fram og til baka...alveg passlegur túr! Merkilegt hvað það er fljótfarið yfir endilangt Wisconsin að næturlagi þegar vegalöggan sér ekki til og hestöflin 275 fá að njóta sín.
Vinur minn var með í för og létum við það eftir okkur að gista á Hyatt Regency hótelinu á Magnificent Mile rétt við Millennium Park. Útum hótelgluggann (á 19. hæð) blöstu við Hancock Tower, Tribune Tower og Wrigley byggingin, og Navy Pier og Lakefront ströndin (við Lake Michican) voru í göngufæri.
Á laugardaginn byrjuðum við daginn á Art Institute of Chicago þar sem við virtum fyrir okkur verk eftir ekki ómerkari listamenn en Monet, Renoir, Seurat, Caillebotte, Van Gogh og Picasso...to name a few. Hápunktur ferðarinnar voru svo tónleikar simfóníuhljómsveitar Chicago undir stjórn maestro John Williams og sunnudagurinn fór í að skoða sig um hið stórmerkilega Chicago Museum of Science and Industry.
Afskaplega vel heppnaður túr í alla staði og maður kemur heim í sveitina sæll og glaður með endurnærða lífsorku og kraft úr stórborgarinni sem vonandi nýtist nú þegar önnin er komin á lokasprettinn.
Millennium Park og Symphony Hall
Glápt á imbann á Hyatt Regency.
Og eitt filet mignon fyrir svefninn til að toppa daginn!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Gobble Gobble
22.11.2007 | 20:39
Í dag er kalkúnadagurinn mikli og ég er á leiðinni í fjölskylduboð hjá einum prófessornum mínum. Ég var nú búinn að gera önnur plön...en maður getur bara ekki afþakkað svona gott boð rétt sí svona. Þar að auki slæ ég sjaldan hendinni við ókeypis heimalöguðum kalkún með stöffing og gravy og sweet potatoes og pumpkin pæ!
En svo verður keyrt til Chicago í fyrramálið með fullan maga.
Happy Thanksgiving to ya'all!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mr. Scruff
20.11.2007 | 00:29
Er búinn að vera með þetta leiðindarlag á heilanum í allan dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lynch them little porch monkeys!
19.11.2007 | 16:30
Af hverju kæmi mér ekki á óvart að stelpan væri hvít og hinir meintu 8 ára nauðgarar "litlir negrastrákar". Að öllum líkindum verða þessir drengir geymdir í tugthúsi til 21 árs aldurs og verða síðan merktir sem stórhættulegir kynferðisbrotamenn til æviloka...nema þeir verði dæmdir sem fullorðnir...þá þarf sennilega aldrei að sleppa þeim út.
Líf þessara barna er að öllum líkindum hér með búið...og vonandi að Georgíu-búar séu happy.
God Bless Dixie!
8 og 9 ára piltar í haldi grunaðir um aðild að nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Let's go kill Bambi!
17.11.2007 | 00:07
Sumar 6 ára stelpur láta sér nægja að horfa á Disney myndir um Bamba á DVD...en aðrar njóta þess að fara út í skóg með pabba sínum og murrka lífið úr alvöru Bamba með bros á vör! Dæmi svo hver fyrir sig hvort sé eðlilegra. Sjálfum fynnst mér þetta myndband nú vera svolítið scary!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Húsnæðisleigan hækkar
14.11.2007 | 06:26
Í dag fékk ég bréf frá landlordinum þess efnis að sökum hækkanna á leigumarkaðinum sé hún tilneydd til að hækka hjá mér leiguna frá og með 1. janúar næstkomandi. Ég svitnaði upp og ætlaði nú varla að þora að fletta fylgiskjalinu til að sjá hversu mikil hækkunin yrði. Ég var strax farinn að sjá fyrir mér verulega lífskjaraskerðingu og aukin yfirdráttarlán.
Ég andaði hins vegar töluvert léttar þegar ég sá að hækkunin nemur heilum $10 á mánuði! Jamm...600 kall...bévað...nú eru það bara núðlur í hvert mál!
Þess má geta að ég leigi blokkaríbúð sem er 900 sq.ft. (ca. 83 m2) að stærð sem inniheldur tvö rúmgóð herbergi (myndi þá væntanlega flokkast sem 3ja herbergja íbúð samkvæmt íslenskum stöðlum) og fyrir herlegheitin greiði ég heila $570 ($580 frá og með 1. jan.) sem gerir um 35 þúsund krónur miðað við núverandi gengi dals og krónu.
Nú er hins vegar farið að styttast í að ég klári loksins námið og þá vakna verulega óþægilegar spurningar um framtíðina og þann kalda veruleika sem blasir við ef/þegar maður kýs/neyðist til að flytja aftur til Íslands.
Samkvæmt fréttum RÚV í kvöld er húsaleigumarkaðurinn í Reykjavík þannig í dag að fermetraverð er á bilinu 2-5 þúsund krónur!!! Þetta þýðir að herbergiskitra eða stúdíó-íbúð getur kostað allt að 100 þúsund krónum á mánuði og íbúð sambærileg þeirri sem ég leigi hér á 35 þús. getur kostað á bilinu 160-250 þúsund krónur! Ma..ma...ma...mabbbara áttar sig ekki á svona ruggli! Hvernig í ósköpunum fær fólk þetta til að ganga upp??? Að ég tali nú ekki um ósköpin, að ætla sér að kaupa húsnæði...á þessum svívirðilegu okur-lána glæpa-vöxtum sem viðgangast og fólk lætur bjóða sér.
Nei...fjandakornið...
Nú verður held ég bara farið á fullt í að redda sér græna kortinu með öllum tiltækum ráðum... nema kannski... nei andskotinn, ætli ég færi nú að giftast kellingu???
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Jesus Camp í Reykjavík?
11.11.2007 | 20:05
Í gær fór fram svokölluð "Bænaganga" þar sem harðvítugustu ésú-skopparar landsins komu saman og gengu fylgtu liði niður að Alþingishúsi þar sem kröfur þeirra um aukna Kristinfræðikennslu í grunnskólum landsins voru básúnaðar. Sumir þátttakendur ógöngunnar héldu því fram að gangan væri eins konar andsvar kristinna við Gay Pride göngunni og fékk gangan því hið óformlega vinnuheiti Pray Pride.
Það sem vakti sérstaka athygli margra varðandi þessa samkomu var það að forsprakki hennar og aðal-skipuleggjandi er dæmdur morðingi, sem árið 2002 barði mann til bana á hrottafenginn hátt fyrir framan skemmtistað sem var fjölsóttur af samkynhneigðum (tilviljun?). Eftir einungis 3ja ára dóm er maðurinn nú "frelsaður" þó svo iðrunin skíni nú ekki beint útúr skælbrosandi fésinu á honum þegar hann kemur svo fram á Omega TV og kallar samkynhneigða "sora". (sjá þessa færslu) Engin furða að Jóni Val Jenssyni hafi þótt gaman í göngunni, enda segir einhversstaðar: af félagsskapnum skulið þér þekkja þá.
Þegar ég sá þessa mynd frá samkomunni á Austurvelli, rann mér satt að segja kallt vatn milli skinns og hörunds og mér varð óglatt. Börn í hermanna-göllum veifandi fánum...er það bara ég...eða minnir þetta einhvern á söfnuðinn í Norður-Dakóta úr heimildarmyndinni Jesus Camp?
P.S. Rakst á þessa frábæru mynd af morðingjanum og Geir Jóni lögreglustjóra trúbróður hans "í trylltum dansi"!
Trúmál og siðferði | Breytt 12.11.2007 kl. 03:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)