Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Vídeó frá flakkinu til Washington

Þá erum við félagarnir (við Alan Smithee myndatökumaður a.k.a. Skarphéðinn góðvinur minn og nágranni LoL) komnir heim í sveitina eftir vel heppnað road-trip til höfuðborgarinnar og samtals 38 klukkustundir á keyrslu (ca. 2500 mílur).  Auðvitað þýddi ekkert annað en klippa strax saman smá brot af ferðalaginu og skella á youtube, for your viewing pleasure.  (Ath. Mæli eindregið með að þið tvísmellið á myndböndin og farið inn á youtube síðuna og veljið "Watch in High Quality")

Og svona leit bíltúrinn út (38 tímar skornir niður í 10 mínútur) með undirleik Blues Brothers.

Og að lokum svipmyndir frá Smithsonian National Air & Space Museum.


On the Road Again

Manni er víst ekki til setunnar boðið og planið er að keyra eins lengi og maður endist til í kvöld.  Eyddi megninu af gærdeginum á National Air & Space Museum en svo var svolítið súrrealískt að labba heim á hótel í gærkvöldi því það var ekki sála á ferli, enda allir að éta þakkargjörðar kalkúnann sinn.  Það voru ekki einu sinni leigubílar á götunum þannig að mér leið eins og Palla einum í heiminum...í miðborg Washington D.C.!  Fljótlega sá maður þó að maður var ekki alveg einn í heiminum því hér er ótrúlega mikið af heimilislausu fólki...það var átakanlegt að sjá...og nöturlegt til þess að vita að fyrir utan Hvíta Húsið er fjöldi fólks svangt og kalt...og það líka á Þakkargjörðardeginum.  Washington D.C. er borg andstæðnanna...hér sér maður ofur-ríkt fólk og ofur-fátækt fólk búa hlið við hlið...en fáa þar á milli.  En jæja...best að koma sér af stað heim.

Washington DC

Það gengur allt samkvæmt áætlun hér í Washington.  Maður getur varla staðið í lappirnar lengur sökum harðsperra, en ætli manni hafi nú nokkuð veitt af hreyfingunni.  Var búinn að lofa nokkrum myndum og get ekki svikist undan því.  Takið eftir sviðinu sem verið er að reysa á tröppum þinghússins en þar mum Obama verða svarinn inn þann 20. janúar næstkomandi.

cap

 bamaunionstationwashmemwhousebertihotelwindow


Mættur til D.C.

bertiwhouseÞá er maður kominn til höfuðborgar "hins frjálsa heims" þar sem kennir ýmissa grasa á hverju götuhorni.  Gisti rétt við Dupont Circle, um það bil átta blocks norður af Hvíta Húsinu.  Rakst reyndar á W. sjálfan núna áðan...eða a.m.k. einhvern í familíunni...en ég var í mesta sakleysi að ganga framhjá hliðinu á 1600 Pennsylvania Avenue þegar út kemur bílalest all svakaleg...10 mótorhjólalöggur, þrír svartir Cadillac limmar og þrír svartir Suburban jeppar á fleygiferð.  Hér er alls staðar verið að selja varning tengdan Obama, svo sem boli, húfur og þess háttar...en ég hef hvergi séð bol með mynd af aumingja Bush...það er sjálfsagt ekki tekið út með sældinni að vera Lame Duck.

Svo er það sendiráðið á morgun og svo á að kíkja á Capitolið og Supreme Court...já og Smithsonian söfnin...og allt.  Dembi kannski inn einhverjum myndum annað kvöld.

berticapital


Úti að aka - yfir hálfa Ameríku and back

Þakkargjörðar kalkúnninn verður étinn í Washington D.C. þetta árið.  Vegna vegabréfs-vesens neyðist ég til að gera mér ferð í íslenska sendiráðið í höfuðstaðnum.  Þar sem flugvélar eru allar meira og minna uppbókaðar á þessum tíma og fargjöld himinhá var ákveðið að keyra bara, enda bensínið komið niður í $1.69.  Aðra eins vitleysu hefur maður svosem lagt út í en vegalengdin frá Minnesota til D.C. og aftur til baka er um 3760 kílómetrar...sem samsvarar um þremur hringjum í kringum Ísland!  Planið er að ferðalagið taki eina viku með 3-4 daga stoppi í Washington.  Piece of cake.

on the road againEf ekkert heyrist frá mér næstu daga þá sit ég sennilega fastur í snjóskafli einhversstaðar í Appalachia fjöllunum...en veðurspáin er freker leiðinleg fyrir þann hluta leiðarinnar...heavy "Lake Effect" snjókoma frá Ohio og í gegnum Pennsylvaniu...þannig að þetta gæti orðið áhugavert ævintýri.  Pouty  

Svo skemmtilega vill til að í síðasta mánuði voru liðin nákvæmlega 10 ár frá minni fyrstu og einu heimsókn til Washington D.C. og var það sömuleiðis fyrsta ferð mín til Bandaríkjanna.  Það verður áhugavert að sjá hvort eitthvað hafi breyst þar í forsetatíð W.  Ætli ég noti ekki tækifærið og kíki á nokkur söfn og minnisvarða fyrst maður verður þarna á annað borð.

Kannski læt ég vita af mér annað slagið þegar ég kemst í netsamband á leiðinni en ég legg í hann snemma í fyrramálið og ætla mér keyra sem leið liggur í gegnum Wisconsin og Illinois, framhjá Chicago og áætla að gista í South Bend, Indiana fyrstu nóttina.  Svo held ég áfram í gegnum Ohio með viðkomu í Cleveland og þaðan inn í Pennsylvaniu og stefni á að gista í Pittsburgh.  Þaðan er svo ekki nema 4-5 tíma keyrsla inn í Maryland og til D.C. þar sem ég vonast til að vera mættur seinni partinn á þriðjudaginn.  

Wish me luck! Smile


Winona

Þegar leikkonan seinheppna Winona Rider kemst í fréttirnar verður mér ávallt hugsað til heimabæjar hennar, eða öllu heldur staðarins þar sem hún fæddist og er nefnd í höfuðið á, Winona, Minnesota.

Winona er einstaklega fallegur og vinalegur bær með um 27 þúsund íbúa og er staðsettur á nokkurs konar eyju eða skeri í miðju Mississippi fljótinu, um 100 mílur suðaustur af Minneapolis og rétt hjá LaCrosse í Wisconsin.

Winona nafnið er sagt vera nafn konu indíjánahöfðingjans Wabasha sem var af Sioux ættbálkinum.  Síðasta sumar fór ég ásamt föður mínum í kvöldverðar-cruise á gamaldags fljótabáti þarna niðurfrá og var sú ferð ánægjuleg í alla staði þrátt fyrir á þriðja tug moskító-bita.

img_0010_732145.jpg

 

img_0021_732146.jpg


mbl.is Kvikmyndastjarna veiktist í háloftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moral Orel

Frá framleiðendum Family Guy og Robot Chicken:  Fylgist með uppvexti Orel litla, sem er guðhræddur snáði frá Moralton, Statesota.   Meira á vef adult swim.


Whale Wars

Það væri nú synd fyrir Animal Planet og Sea Shepherd ef íslendingar hættu hvalveiðum...hvað verður þá um Season 2 af þessum stórskemmtilegu þáttum með íslandsvininum og hetjunni Paul Watson? Joyful


mbl.is Gætum þurft að hætta hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prince segir Guð hata homma

prince9rp.jpgHver man ekki eftir popparanum glysgjarna Prince...sem einu sinni kallaði sig "The Artist formerly known as Prince" og svo varð hann aftur bara Prince.  Eitthvað virðist hann ennþá vera ruglaður í ríminu eftir þessar nafnabreytingar og sennilega í einhverri tilvistarkreppu grey karlinn.

Prince er sennilega einn af frægari tónlistarmönnum Minnesota (ásamt Bob Dylan) og hann hefur búið í Minneapolis alla sína hunds og kattartíð og troðið upp á First Avenue (Purple Rain) og í Uptown við og við.  Prince flutti þó til Los Angeles í fyrra á fimmtugsafmælinu sínu, að eigin sögn til þess að geta betur "ræktað trúnna".

Aumingja Prince lenti í klónum á költi Votta Jehóva fyrir nokkrum árum og tekur meira að segja þátt í að ganga hús í hús til þess að boða "fagnaðarerindið" og dreifa "Varðturninum", áróðurspésa Vottanna. 

Einhverra hluta vegna gat ég ekki annað en skellt uppúr þegar ég las viðtal við Prince í The New Yorker þar sem hann er meðal annars spurður um pólitík...en trúin bannar honum að kjósa.  Hann sagðist m.a. vera algerlega á móti hjónaböndum samkynhneigðra, benti á biblíuna og sagði “God came to earth and saw people sticking it wherever and doing it with whatever, and he just cleared it all out. He was, like, ‘Enough.’ ” og átti þar væntanlega við Sódómu og Gamorru.  Mjög djúpt hjá listamanninum knáa og kvenlega...og svolítið tragíkómískt.  Joyful  Við óskum honum að sjálfsögðu góðs bata.


Icelandic snake-oil-salesmen

Vaknaði hríðskjálfandi klukkan hálf fjögur í morgun og áttaði mig á því að ég hafði sofnað við galopinn glugga og úti er 12 stiga gaddur.  Eftir að ég hafði náð mér í teppi og örlbylgjað Nestlé kakó kveikti ég á imbanum og vildi ekki betur til en svo að sjónvarpsmarkaðurinn var að auglýsa "the Secret of Icelandic Health and Long Life"... hvorki meira né minna.

320as-seen-on-tv.jpgVaran virðist einfaldlega vera hið rammíslenska Lýsi, þó svo ekki sé notast við það vörumerki.  Þó svo innihaldið virðist aðallega vera Omega-3 fitusýrur tekst þeim að markaðssetja Lýsið sem 9 mismunandi "formúlur" sem hver um sig á að gagnast við liðverkjum, veiku ónæmiskerfi, slæmri húð og minnisleysi auk þess sem sumar formúlurnar eru góðar fyrir hjartað, blöðruhálskirtilinn og góða skapið.

Þriggja mánaða skammtur kostar ekki nema $250 og ef þú finnur ekki fyrir bættu skammtímaminni innan þriggja vikna þá færðu endurgreitt!  100% Money Back Guarantee.

Svo er bara spurningin hvort þetta sé enn eitt Ice-Save Nígeríu-svindlið...og þá hvort íslensku þjóðinni beri að endurgreiða...og gert sé ráð fyrir þessu í lánapakkanum frá IMF. Joyful

Hér er vefsíða icelandhealth.com

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.