Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Handónýt innflytjendalöggjöf
13.6.2007 | 07:08
Mikið hefur verið rætt í fjölmiðlum hér vestra um nýju innflytjendalöggjöfina sem Bushy er að reyna troða í gegn þessa dagana. Það getur verið grátbroslegt að fylgjast með umræðunni því málið er mörgum mikið hitamál og sjónarmiðin býsna ólík eftir flokkslínum. Samt eru allir sammála um að þessi nýja löggjöf er gjörsamlega gagnslaus til að leysa nokkurn vanda.
Repúblikanar vilja leyfa þessum 12 milljónum Mexíkana, sem flestir búa í Kalíforníu eða Texas að vera áfram í landinu, án þess þó að þeir öðlist nein réttindi. Þeir vilja sem sagt óbreytt ástand. Þeir mega halda áfram að tína vínber í Kalíforníu, vaska upp og þrífa klósett í Wal-Mart, en þeir skulu ekki fá mannsæmandi laun né heilbrigðisþjónustu og þeim er eins gott að forðast lögregluna og allar opinberar stofnanir, hvað sem tautar og raular ef þeir vilja fá fyrir guðs náð að búa áfram í þessu yndislega landi sem þrælar. Flestir Repúblikanar vilja ekki að þessir óskráðu innflytjendur, sem þrátt fyrir allt borga í flestum tilfellum skatta af laununum sínum fái ríkisborgararétt, því það væri "amnesty" eða sakaruppgjöf fyrir að hafa brotið lög þegar þeir skriðu yfir eyðimörkina uppá líf og dauða.
Bush hefur samt náð að leggja þessa tillögu fram sem "málamiðlun" en hans eigin flokksmenn eru ósáttir því þeim finnst gert of vel við Mexíkanana. Demókratar eru hins vegar ósáttir við tillöguna af praktískari og mannúðarlegri ástæðum því þeir sjá í gegnum falsið.
Í fyrsta lagi þá mun samkvæmt þessari tillögu fólk ekki fá úthlutað dvalar og atvinnuleyfi fyrr en að það hefur snúið aftur til síns heimalands og komið aftur inní landið í gegnum landamærastöð þar sem það þarf að framvísa pappírum, gangast undir bakrunns-tékk (fólk með sakaskrá fær ekki að koma aftur) og svo þarf það að borga heila 5000 dollara í sekt (rúmar 300 þúsund krónur). Hvar á fólk sem vinnur við að þrífa klósettið í Wal-Mart og þarf að sjá fyrir stórri fjölskyldu og senda peninga heim til Mexíkó þar að auki, að taka 5000 dollara til að borga Bandaríkjastjórn þessa sekt?
Svo er ekki nóg með það heldur fær fólkið svo ríkisborgararéttinn ekki fyrr en eftir dúk og disk því þeirra pappírar og umsóknir verða sett neðst í bunkann og ekki afgreiddar fyrr en búið er að afgreiða allar aðrar umsóknir um Bandarískan ríkisborgararétt, en árlega berast yfir 200 þúsund umsóknir og ég á góðan vin, Íslenskan sem giftist Amerískri stelpu fyrir rúmum 3 árum og hann er ennþá týndur í kerfinu og ekki kominn með sinn ríkisborgararétt. Talað er um að þeir Mexíkanar sem færu þessa nýju "löglegu" leið gætu átt von á að vera orðnir Bandarískir ríkisborgar eftir heil 13 ár!
Einnig er gert ráð fyrir stórauknum fjárútlátum til landamæragæslu við Mexíkó og mun verða beitt enn meira harðræði í aðgerðum þar heldur en áður hefur tíðkast. Árlega deyja hundruðir manna á leið sinni yfir Rio Grande og munu þessar aðgerðir sjálfsagt einungis gera þessu aumingja fólki ferðin ennþá hættulegri og erfiðari. Það er ekki við innflytjendurnar að sakast. Aðstæður þeirra í Mexíkó eru svö ömurlegar að ég held að það sé ekki hægt annað en að skilja þeirra ástæður, reyni maður að setja sig í þeirra spor á annað borð.
Ein aðal ástæðan fyrir hræðslu Repúblikana við því að þessar 12 milljónir Mexíkana fái sinn ríkisborgararétt, fyrir utan rasisma og Xenophobíu, er sú að mikill meirihluti þeirra væri mjög líklegur til að kjósa Demókrata, hefður þeir kosningarétt. Þessi fjöldi nýrra kjósenda gæti því auðveldlega breytt valdahlutfalli stjórnmálanna hér gríðarlega (til hins betra).
Bush reynir að sannfæra öldungadeildarþingmenn um ágæti innflytjendalöggjafar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Brassar í stuði
11.6.2007 | 20:19
Það eru ekki nema 10 ár síðan fyrsta Gay Pride gangan var haldin í Sao Paulo og þá mættu um 2000 hræður. Það verður því að teljast nokkuð magnað að í gær mættu víst hátt í 3 milljónir manna í þessa fjölmennustu Pride göngu í heiminum.
Það áhugaverðasta við þetta er kannski það að Brasilía er fjölmennasta ríki kaþólskra í heiminum og hlýtur þessi fjölmenna ganga því að ergja páfa-skríflið töluvert.
Að vísu verður að taka það fram að fyrir nokkrum dögum söfnuðust saman yfir ein milljón trúaðra vitfirringa á sama stað í Sau Paulo til þess að mótmæla Pride göngunni og líkja henni við djöfladýrkun.
Brasilía á líka sínar skuggahliðar því miður. Mannréttindi í Brasilíu eru ennþá af skornum skammti, ekki bara hvað varðar réttindi samkynhneigðra, heldur almennt. Fátæktin er víða gríðarleg og 15% Brasilíumanna eru ólæsir. Ofbeldi, mannrán og morð eru tíð og lögreglan gengur um á nóttinni og drepur heimilislaus börn á götum úti, sér til skemmtunar og til að grisja stofninn, eins og um villiketti sé að ræða.
Frá árunum 1980 til 2006 voru einnig samkvæmt opinberum tölum 2.680 manns myrtir í Brasilíu fyrir að vera samkynhneigðir. Það þýðir að meðaltali er einhver drepinn þriðja hvern dag í Brasilíu fyrir að vera hommi eða lesbía! Pride gangan í Sau Paulo hefur því kannski enn meiri þýðingu en ella því það veitir ekki af sýnileika og samstöðu gegn kúgun og óréttlæti þar á bæ, frekar en svo víða annarsstaðar.
Svo þarf nú að fara að taka rússana og pólakkana í bakaríið...hver veit nema að milljón kynvillingar marseri niður Rauða torgið í Moskvu eftir 10 ár...það kemur að því fyrr eða seinna. Hvernig segir maður "We´re here, we´re queer, get used to it!" á rússnesku?
Annars er það fyrst Twin Cities Pride eftir 2 vikur. Í fyrra mættu 125 þúsund manns, en það er fjölmennasta gangan í miðvestrinu fyrir utan Chicago.
Heimsins stærsta Gay Pride ganga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bréf frá John Edwards
10.6.2007 | 08:43
Í gær fékk ég bréf frá John Edwards forsetaframbjóðanda, sem raunar á afmæli í dag, 10 júní. Ég veit ekki hvernig ég komst á póstlista Demókrataflokksins en á undanförnum mánuðum hef ég fengið bréf frá Hillary og Barack Obama. Enginn Repúblikani virðist hins vegar kæra sig um að senda mér bréf...þeir reyna ekki einu sinni!
Edwars lofar öllu fögru um að hætta stríðinu í Írak, koma á almennu heilbrigðiskerfi og bæta kjör millistéttarinnar. Allt gott um það að segja...en frekar leiðinlegt að helmingurinn af bréfinu fer í að sníkja pening. Hann þarf að sannfæra mig aðeins betur um ágæti sitt áður en ég fer að senda honum tékka. Reyndar væri ég nokkuð sáttur með John Edwards sem frambjóðanda þótt mér fynnist Obama meira spennandi kostur enn sem komið er. Edwards á hins vegar held ég meiri möguleika á að vinna sjálfar kosningarnar heldur en bæði Obama og Hillary þar sem hann er eini frambjóðandinn sem á möguleika á að ná í atkvæði frá suðurríkjunum og miðvestrinu. Hann á örugglega meiri möguleika á atkvæðum frá miðjunni og þeim sem annars styddu Repúblikana. Það er ennfremur sorgleg staðreynd að Bandaríkin eru sennilega ekki ennþá tilbúin fyrir konu eða blökkumann í forsetastólinn.
Það er líka eftirtektarvert að Edwards virðist vera sá frambjóðandi sem Repúblikanarnir og Fox News virðast vera hræddastir við. Þeir vilja ekkert fremur en að sjá Hillary útnefnda því þeir vita sem er að hún er hötuð og mistreyst af of mörgum til að geta unnið forsetaembættið. Edwards er hins vegar Southern Babtisti frá Norður Karólínu og ég held að líkt og Bill Clinton frá Arkansas forðum, geti náð nógu mörgum atkvæðum frá lágstéttinni, verkafólki og moderate kristnum sveitalubbum og dixíkrötum. Sagan segir okkur að til þess að demókrati vinni forsetaembættið þarf hann helst að vera suðurríkjamaður (Clinton - Arkansas, Carter - Georgia) því frambjóðendunum frá Nýja Englandi og Norðurríkjunum almennt er hafnað (Kerry og Dukakis - Massachusetts, Walter Mondale - Minnesota)
Hafi einhver áhuga þá er hérna nýlegt og áhugavert viðtal við John Edwards sem er unnið fyrir New York Times. (40 mín.)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni!
7.6.2007 | 08:55
Ég vil hafa Reykjavíkurflugvöll áfram þar sem hann er staddur í Vatnsmýrinni. Mig grunar að reiknispekúlantarnir sem halda því fram að það væri þjóðhagslega hagvkæmt að byggja nýjan völl uppá heiði eða úti í sjó séu á villigötum og séu handbendi auðjöfra sem vilja sölsa undir sig landið til að geta byggt þar háhýsi og enn fleiri kaffihús! (By the way...hvenær ætla Íslendingar að uppgötva Starbucks???)
Fyrir utan að þjóna landsbyggðarfólki sem á erindi í höfuðstaðinn, er flugvöllurinn einstaklega vel staddur beint við hliðina á tilvonandi "hátæknisjúkrahúsi", og svo má ekki gleyma því hversu tómlegt það yrði á Austurvelli ef Fokkerinn hætti að skríða yfir þakið á Alþingishúsinu og hinn fagri og rómantíski hljómur tveggja Pratt & Whitney 125B túrbóproppa hætti að óma yfir miðbænum.
En kannski eru það helst hinir nýríku íslendingar, eigendur þessara 8 einkaþotna sem sitja á Reykjavíkurflugvelli, sem eiga hvað mest undir í þessu máli? Ég man þá tíð, svona rétt fyrir aldamótin og um það leiti sem ég fluttist til útlanda að það að vera ríkur á íslandi þýddi að viðkomandi átti nýjan Pajero, LandCruiser eða Grand Cherokee, sumarbústað í Grímsnesinu, gervihnattadisk og kannski eina laxveiðiá.
En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og mikil hagsæld geysað á þessu litla landi. Framsæknir framapotarar sísluðu með kvóta, rússagull og fengu gefins nokkra banka og viti menn nú er maður ekki lengur ríkur maður á íslandi ef maður á ekki hestabúgarð uppá einn og hálfan milljarð og Gulfstream V einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli, svo hægt sé að skjótast í vinnuna í London á morgnana og koma heim til að svæfa börnin á kvöldin.
Það væri hreinlega smáborgaralegt að færa flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og bæta þar með 30-40 mínútum á ferðatíma ríku forstjóranna og láta þá þurfa að geyma Range Roverinn sinn úti á miðri Hólmsheiði þar sem skafrenningurinn fennir bílinn á kaf á skotstundu. Viljum við hafa það á samviskunni að þessir menn komist ekki heim nógu snemma til að geta svæft blessuð börnin sín?
Íslendingar eiga einar átta einkaþotur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Albínóar út um allt
4.6.2007 | 00:31
Áðan rakst ég á hvítan íkorna, svipuðum þessum á myndinni, í garðinum hér fyrir framan íbúðablokkina mína. Svona albínóa-íkornar eru víst fremur sjaldgæfir og aldrei hef ég áður séð einn slíkan. Skemmtilegra hefði þó verið að sjá hvítan einhyrning...en þeir munu víst vera enn sjaldgæfarai.
Það sem gerir þetta þó áhugaverðara er að í blokkinni minni býr mennskur svartur albínói! Það er að segja maður af Afrísku bergi brotinn, talar frönsku og heitir að ég held Bouba. Hann er með ljósa húð og gulhvítt hár, en hefur þó um leið ýmis sérkenni svertingja, svo sem breytt nef og stórar varir. Bróðir hans sem ég sé stundum koma í heimsókn er hins vegar alsvartur.
Ég veit ekki hvort er sjaldgæfari sjón, hvítur svertingi frá Afríku, eða hvítur íkorni...en að sjá hvorutveggja fyrir utan blokkina sína... only in America!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Niles stiginn út úr glerskápnum
2.6.2007 | 08:28
David Hyde Pierce, betur þekktur sem Niles Crane úr Frasier þáttunum kom opinberlega út úr skápnum í gær. Þessar fréttir koma svosem fáum á óvart en þetta hefur verið álíka opinbert leyndarmál eins og hjá þeim Jodie Foster leikkonu og Anderson Cooper fréttaskýranda á CNN.
Þótti við hæfi að bregða upp þessum sketchum með Niles
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heillaráð um umferðina
2.6.2007 | 06:32
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Home Sweet Home
1.6.2007 | 23:30
Gott að vera kominn heim í miðvestrið þar sem fjölskyldugildin eru enn höfð í heiðri, fólk mætir í kirkju og hlustar á hugvekju Bill O´Reilly á Fox News eftir kvöldmatinn. Það er hættulegt fyrir ungt og áhrifagjarnt fólk eins og mig að eyða of miklum tíma á vesturströndinni með öllu þessu siðspillta líberal elítu-pakki!
Annars eru hérna lokaorð Bill Maher´s úr þættinum sem ég var viðstaddur um daginn. Afsakið léleg hljóðgæði.
P.S. Varð að bæta þessu sketchi við
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)