Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Bong hits 4 Jesus!

Bong hits 4 JesusÞað er margt skrítið hérna í landi hinna frjálsu.  Nú á að banna fólki að borða sælgæti með vissum bragðefnum! 

mbl.isVilja banna sölu á kannabissælgæti
  Ég á hreint ekki til orð!  Hvað næst...á að banna sælgæti sem er með of miklu lakkrísbragði eða of mikilli piparmyntu?   Það er ekki eins og þetta nammi innihaldi THC...hvað gefur ríkinu leyfi til að ráðskast með bragðlauka fólks???   Bévaðir afturhaldskommatittir!

Svo er Hæstiréttur bandaríkjanna að taka fyrir mál fyrrverandi menntskæbuddy Jebus-420lings frá Alaska sem var rekinn úr skóla fyrir að halda á borða sem sagði "Bong hits 4 Jesus".  Nemandinn var 18 ára gamall og við það að útskrifast frá Juneau High School þegar kyndilberi vetrar-Ólympíluleikanna hljóp í gegnum bæinn og framhjá skólanum hans.  Sjónvarpið var á staðnum og til þess að vekja á sér smá athygli með prakkaraskap ákvað nemandinn að útbúa borðann og hélt á honum hinum megin við götuna frá skólanum, þannig að hann var ekki einu sinni á skólalóðinni.  Þrátt fyrir það var hann umsvifalaust rekinn úr skólanum fyrir að brjóta "anti-drug policy" skólans.   Að sjálfsögðu fór nemandinn í mál með aðstoð ACLU þar sem þetta var klárlega brot á málfrelsi hans sem er varið í fyrstu viðbót bandarísku stjórnarskrárinnar.

God Hates FagsÞað er svolítið kaldhæðnislegt að verjandi skólans í þessu máli er enginn annar en lögfræðingurinn Kenneth Starr sem er frægastur fyrir að vera aðalsaksóknarinn í Moniku-hneykslismáli Bills Clinton um árið.  Starr tók þetta mál meira að segja að sér "pro bono" enda segir hann þetta vera prinsipp-mál.  Það eigi ekki að líðast að unga fólkið láti hvað sem útúr sér, og það nálægt skólanum sínum!

Queer Fetus for JesusÞess má geta að Hæstirétturinn hefur varið rétt meðlima Westboro Baptista-kirkjunnar til þess að mótmæla í jarðarförum hermanna með skiltum sem á stendur "God Hates Fags" og fleiru í þeim dúr.  Auk þess sem Ku Klux Klan hefur fullan rétt til þess að marsera um götur og breyða út sinn ófögnuð í skjóli þeirra "First Amendment Rights"

Jesus ChronicEn "Bong hits 4 Jesus" er sennilega mun skaðlegri boðskapur og hættulegri þjóðfélaginu!  

 


mbl.is Vilja banna sölu á kannabissælgæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr Benz

Benz BionicFréttir herma að Mercedes-Benz sé að íhuga að hefja framleiðslu á "concept" bílnum "Bionic" sem þeir kynntu sumarið 2005.  Það er margt merkilegt við þennan bíl og þó svo ég ætli ekkert að dæma um útlitið þá má hann eiga það að hann er í það minnsta mjög umhverfisvænn.

Útlitið er tilkomið vegna þess að hann er hannaður til þess að líkja eftir útlínum fiskitegundar, Ostracion cubicus ("boxfish") sem finnst á kóral-rifum í suðurhöfum.  Fiskur þessi er einstaklega straumlínulagaður og hefur nær fullkominn loftmótstöðu-stuðul (drag coefficient), einungis 0.06 en regndropi hefur stuðulinn 0.04.

boxfishNýji Benzinn hefur loftmótstöðu-stuðul 0.19 sem er mun lægra en nokkur annar bíll á götunni í dag.  Bíllinn er fjögurra sæta og er búinn 2 lítra, fjögurra strokka dísel vél sem gefur 140 hestöfl en eyðir einungis um 3 lítrum á hundraðið.  Hann er 8 sekúndur í hundraðið og hámarks-hraði er 190 km.  Ennfremur er vélin búinn nýjum útblástursbúnaði sem minnkar losun nituroxíðs um 80%.

Það væri gaman að sjá þetta tryllitæki á götunni einhverntíma í framtíðinni, í það minnsta eitthvað í líkingu við þetta.  Dagar stóru bensínhákanna eru taldir.

Varðandi útlitið...þetta er varla svo mikið verra en A-línan frá Benz, hvílík hörmung!  Sjálfur smitaðist ég af Benz dellunni fyrir 2 árum eftir að hafa verið fastur í Amerísku bílunum fram af því.  Ég hef keyrt um á Chrysler, Oldsmobile, Lincoln og Ford...en ekkert kemst með tærnar þar sem Benzinn hefur hælana.

Me and my E420

 

 

 

Minn ágæti E-420 árg. 94.

4.2L V8 - 275 HP

Fleiri myndir fyrir Benz aðdáendur hér.


Sáttmáli um framtíð Íslands

Ég vil hvetja alla sem þetta lesa til þess að kynna sér starfsemi Framtíðarlandsins og skrifa undir nýjan sáttmála um framtíð Íslands.

Komum í veg fyrir frekari losun gróðurhúsalofttegunda og skemmdarverk á Íslenskri náttúru vegna stóriðjuframkvæmda.   Virkjum hugvitið!  Álið er ekki málið!

Grátt eða Grænt?


Afmælishátíð!

Celebration IVÍ tilefni 30 ára afmælis fyrstu Stjörnustríðsmyndarinnar verður haldin mikil hátíð/ráðstefna í Los Angeles dagana 24-28 maí.  Hátíðin nefnist "Celebration IV" og er skipulögð af LucasFilm, Gen Con og "The Official Star Wars fan club".  Mikið verður um dýrðir fyrir okkur Star Wars nördana, okkur gefst meðal annars tækifæri til að hitta leikara úr myndunum, skoða leikmuni og búninga, kaupa og selja safngripi/minjagripi og margt fleira.  Á síðustu Gen Con ráðstefnu sem haldin var í Indianapolis árið 2005 í tilefni Episode III mættu yfir 35 þúsund gestir.

Sjálfur ætla ég að mæta að sjálfsögðu og hef verið að skipuleggja ferðina um nokkurt skeið.   Hafi einhver íslenskur die hard Star Wars nörd áhuga á að kíkja út er viðkomandi frjálst að hafa samand og fá aðstoð/góð ráð við skipulagningu á ferðinni...nú eða verið okkur félögunum samferða héðan frá Minnesota.  Þetta verður mikið ævintýri...því get ég lofað!

May the Force be with you!


mbl.is R2-D2 úr Stjörnustríði tekur við póstinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

United 93

United 93Ég tók mig loksins til nýlega or horfði á leiknu heimildarmyndina "United 93".  Ég verð að viðurkenna að ég var mjög skeptískur út í þessa mynd og nennti ekki á hana í bíó á sínum tíma.  Ég hélt satt að segja að þetta yrði örugglega einhver væmin ameríkaníséruð hetju-drama-mynd.  Það kom mér því skemmtilega á óvart hversu góð mynd þetta er.  Það besta við hana er hversu raunveruleg hún er.  Þess er gætt að því að hvert einasta smáatriði sé rétt, sem er skemmtileg tilbreyting fyrir flugáhugamann sem fær grænar bólur yfir tæknilegum villum!

Eins og flestir vita fjallar þessi mynd um "fjórðu flugvélina" sem var rænt þann 11. september, 2001.  Farþegar vélarinnar reyndu að yfirbuga flugræningjana og fórnuðu þar með lífi sínu til þess að koma í veg fyrir að þotan næði skotmarki sínu í Washington D.C., en vélin brotlenti sem kunnugt er á korn-akri í Pennsylvaníufylki, 240 km norðan við Washington.  Ennfremur fjallar myndin um flugumferðastjóranna á vakt í Boston og New York þennan dag, sem og starfsmenn FAA (bandarísku flugmálastjórnarinnar) í stjórnstöðinni í Washington D.C. (Air Traffic Control Systems Command Center) og stjórnstöð flughersins (NORAD).  Það var merkilegt að sjá glundroðann sem skapaðist hjá FAA og samskiptaörðugleikana við flugherinn sem var ákaflega seinn til að bregðast við ástandinu.

fyrir og eftirEitt af því sem gerir þessa mynd svo góða að mínu mati er að margar söguhetjurnar leika sjálfa sig í myndinni og hinir leikararnir eru allir óþekktir og líta út eins og "venjulegt fólk".  Það er engin frægur leikari í aðalhlutverki sem bjargar deginum.  Leikstjórinn er breti að nafni Paul Greengrass sem áður hefur t.d. leikstýrt "Bloody Sunday" og "The Bourne Supremacy" og tókst honum afar vel upp í þessu vandasama verkefni, að mínu mati.

Þetta er sannarlega ekki "feel-good" mynd sem maður horfir á sem afþreygingu.  Fyrirsjáanlega ekkert happy ending því miður.  Samt sem áður er þetta mynd sem mér finnst að allir verði að sjá.  Þetta er mynd sem skilur eftir sig margar áleitar spurningar og sterkar tilfinningar. 

MSP TowerÍ fyrrasumar gafst mér kostur á að heimsækja flugturninn og aðflugsstjórnina (TRACON) í Minneapolis sem og flugumerðarmiðstöðina (ARTCC) sem er stödd í Farmington, rétt suður af Twin Cities.  Þar talaði ég m.a. við flugumferðarstjóra sem voru á vakt 11. september 2001 og tóku þátt í að koma öllum vélum á svæðinu niður á jörðina.  Á hverjum tíma eru yfir 5000 vélar á lofti yfir bandaríkjunum.  Að koma þeim öllum niður, slysalaust, á innan við þremur tímum má með sanni segja að hafi verið eitt mesta afrek í flugsögunni og í mínum huga eru flugumferðarstjórarnir ósungnar hetjur dagsins ekki síður en slökkviðliðsmennirnir í Tvíburaturnunum.


We will never forget!

 

 

 

 

  Við munum aldrei gleyma!


Rudy Giuliani

Dame Edna???Má eiga það að hann hefur ágætt skopskyn enda ekta New Yorker.  Hann leiðir nú í skoðanakönnunum um hver verður næsti forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, sem verður að teljast mjög merkilegt í ljósi þess að Rudy er ekki beint "poster child" fyrir sósíal conservatisma!

Rudy er þrígiftur og eftir að önnur konan hans rak hann út eftir framhjáhald flutti hann inn til vina sinna sem eru hommar og bjó hjá þeim í mánuð.  Rudy finnst líka gaman að klæða sig upp í drag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og mætti meira að segja í Gay Pride gönguna í New York þegar hann var borgarstjóri (þó ekki í dragi).

Margir trúaðir Repúblikanar á hægri kantinum hafa lýst því yfir að þeir geti alls ekki stutt Rudy vegna hans "moral shortcomings".

 

Rudy í stuðiRudy fékk á sig hetjuljóma í kjölfar 9/11 þar sem mörgum þótti standa sig vel sem borgarstjóri New York á þessum erfiðu tímum.  Þó var það hann sem fékk þá "snjöllu hugmynd" á sínum tíma (1997) að staðsetja skrifstofu almannavarna borgarinnar í World Trade Center þrátt fyrir að þar hefði verið framið sprengutilræði árið 1993 og augljóst að turnarnir yrðu alltaf djúsí skortmark fyrir terrorista! 

Rudy hefur líka verið harðlega gagnrýndur fyrir að útvega ekki björgunarfólki í rústum WTC öndunargrímur heldur lét hann starfsmenn sína anda að sér asbest-rykinu á meðan hann sjálfur var alltaf með grímu fyrir nefinu.  Í þokkabót lét hann fólk flytjast aftur til síns heima sem bjó nálægt WTC löngu áður en það var búið að gera útekt á því hvort það væri í raun óhætt.

Í borgarstjóraembættinu réðist Rudy í að hreinsa Manhattan af dópistum og mellum.  Hann lét loka öllum klámbúllunum á Times Square og fyrirskipaði lögreglunni að sýna "zero tolerance" í stríðinu gegn vímuefnum.  Handtökum vegna vörslu á marijuana fjölgaði úr 5.116 árið 1990 í yfir 50.000 árið 2002 (yfir 882% fjölgun). Þess má líka geta að kærum vegna "police brutality" fjölgaði um heil 60% á meðan Rudy var Mayor. 

Rudy er harður stuðningsmaður stríðsins í Írak og hefur látið út úr sér: "I think George W. Bush is the greatest president we have ever had"(!).  Shocking

...

Nei, þó Rudy sé flottur í draginu þá yrði hann ömurlegur forseti...enda Repúblikani. Sick 

 

Sjáið Rudy í dragi og Donald Trump í góðum gír!


General Peter Pace

Rummy og Peter Pace eru best buddiesÆðsti strumpur í Pentagon komst í fréttirnar í dag fyrir að segja blaðamanni Chicago Tribune að samkynhneigð væri "ósiðleg" (immoral) og þess vegna ætti ekki að breyta "don´t ask, don´t tell" lögunum sem bannar samkynheigðum að gegna herþjónustu nema þeir séu kyrfilega inni í skápnum.

Hann sagði orðrétt: "I believe that homosexual acts between individuals are immoral and that we should not condone immoral acts" 

og svo "I do not believe that the armed forces of the United States are well served by a saying through our policies that it's OK to be immoral in any way.  As an individual, I would not want (acceptance of gay behavior) to be our policy, just like I would not want it to be our policy that if we were to find out that so-and-so was sleeping with somebody else's wife, that we would just look the other way, which we do not. We prosecute that kind of immoral behavior."

Talið er að hin umdeildu "don´t ask, don´t tell" lög verði brátt endurskoðuð í ljósi manneklu í bandaríska hernum sem nú hefur slakað á reglum um húðflúr og er farinn að taka við fólki með óhreina sakaskrá - sjá bloggfærslu Magnúsar FreedomFries.

Hillary Clinton hefur lýst sig fylgjandi því að samkynhneigðir fái að þjóna landi sínu eins og hverjir aðrir og segir það fáránlegt að á stríðstímum sé búið að reka nærri 11 þúsund manns úr hernum fyrir að vera samkynhneigt.  Þar á meðal fólk sem gegndi mikilvægum störfum sem mikill skortur er á, svo sem þýðendur á arabísku, læknar og hjúkrunarfólk og ýmsir sérfræðingar.

Þessi ummæli Péturs generáls hafa vakið töluverða reiði og orðið til þess að umræðan um þetta mál hefur vaxið í fjölmiðlum og mun það sennilega hafa þau áhrif að lögunum verði breytt fyrr en ella.


Sacrébleu...merde on France!

oohlala!Liberté, Égalité, Fraternité ???  Hah!

Héðan í frá borðar maður frelsis-kartöflur! Wink

 


mbl.is Hjónaband samkynhneigðra karlmanna dæmt ógilt í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilviljun eða draugagangur?

Ég er ekki hjátrúarfullur að eðlisfari og ekki trúi ég á yfirnáttúruleg fyrirbæri.  Hins vegar geta tilviljanir verið svo ótrúlegar að maður hreinlega skilur ekki hvernig þær geta átt sér stað.

Big Bertha in ChicagoEin slík furðuleg tilviljun rifjaðist upp fyrir mér í gær þegar ég mætti gamla bílnum mínum sem ég seldi fyrir tveimur árum.  Forsaga málsins er sú að ég fór einu sinni í smá bíltúr á gamla jálkinum mínum, Ford Crown Victoria árgerð 1991, sem var "affectionately" kölluð "Big Bertha" af vinum mínum. Smile

Eitt af því sem ég elska við Ameríkuna er að geta sest upp í bíl og keyrt af stað eitthvað út í óvissuna.  Stundum þegar ég hef átt frí og peninga fyrir bensíni hef ég bara lagt af stað og keyrt og keyrt...þess vegna dögum saman, því þetta er svo stórt land og alls staðar eitthvað nýtt að sjá.  Fullkomið frelsi og töluvert ólíkt því að vera fastur á lítilli eyju án vegakerfis.  Mér telst til að ég hafi heimsótt 38 af 50 fylkjum bandaríkjanna á þessu flakki mínu.

Einu sinni ákvað ég að skreppa niður til Oklahoma og heimsækja fornar slóðir, kíkja á gamla skólann minn og etv. hitta einhverja gamla félaga.  Vegalengdin niður til Tulsa er ekki nema ca. 800 mílur (tæplega 1300 km).  Maður hefur þetta á svona 11 tímum ef maður nennir að keyra allan daginn.  Annars er langtum skemmtilegra að stoppa í Kansas City á leiðinni.

Á heimleiðinni varð ég hins vegar fyrir því óláni að bíllinn bilaði.  Þetta var heitur sumardagur, vel yfir 100°F (ca. 40°C).  Ég var staddur á I-44 á norðurleið svona miðja vegu frá Tulsa og Joplin, Missouri.  Það voru vegaframkvæmdir í gangi og það hafði þess vegna myndast töluverð umferðarteppa.  Eftir u.þ.b. klukkustundar "stop & go" akstur fór loksins að losast um teppuna en þá vildi ekki betur til en svo að sjálfskiptingin gafst upp.  Ég var fastur í fyrsta og öðrum gír og rétt gat staulast áfram á svona 30-40 mph á hraðbrautinni.  Loksins komst ég út á einhvern sveitaveg og eftir ca. 20 mílur komast ég í næsta þorp.

Ég hafði hitt á algert krummaskuð, jafnvel á Oklahoma mælikvarða!  Pryor Creek, 8000 íbúar, 1 Wal-Mart, 1 McDonalds, 10 kirkjur og merkilegt nokk 3 bílaverkstæði.  Ég valdi verkstæðið sem mér leist skást á og þar tók á móti mér ekta "Okie" japplandi á munntóbaki...ég get svarið að hann hét Cletus!  Hann tjáði mér að það væri ekkert annað í stöðunni en að henda skiptingunni.  Hann sagðist geta útvegað uppgerða skiptingu en að þetta tæki svona 3-4 daga!  Ég átti ekki annara kosta völ...bíllinn var of góður til að henda honum og ég hafði heldur ekki efni á að kaupa annan bíl.

En hér kemur loksins þessi skrýtna tilviljun.  Þegar Cletus skráði verksmiðjunúmerið á bílnum (VIN númer) inní tölvuna sína (já, merkilegt nokk hann var með tölvu) kom í ljós að bíllinn minn hafði verið þarna áður á þessu sama verkstæði í þessum sama litla ómerkilega smábæ í Oklahoma!!!  Hverjar eru líkurnar á því að A) bíll sem hefur alltaf verið skráður í Minnesota hafi í fyrsta lagi komið áður til Oklahoma, B) bilað í Oklahoma, C) í nákvæmlega þessu krummaskuði D) og hafi lent á návkæmlega sama verkstæði!!!   I still don´t get it!  Það er varla að ég þori að keyra þarna framhjá aftur...eitthvað spúkí við þetta!

En "Big Bertha" hafði ekki alveg sungið sitt síðasta með nýju skiptingunni og sama sumar keyrði ég á henni "smá hring" yfir Klettafjöllin og til Kalíforníu með honum pabba gamla Smile  Samtals 4,593 mílur (7,349 km) á 14 dögum!  Hafi einhver áhuga á að lesa ferðasöguna í máli og myndum þá má nálgast hana hér að neðan í meðfylgjandi word skjali.

Big Bertha býr í nágrenninu og ég sé að hún er enn í fullu fjöri þó hún sé kannski afbrýðisöm út í hana "Mary Jane" mína sem er Benz E420 árgerð ´94.  Wink

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Klámhundar athugið!

kisi liggur á gægjum

Það er fylgst með ykkur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband