Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Hypergraphia

skrift er göfugt fag

Flestir kannast við að fá einhverntíma svokallað "writer´s block" (antithesis).  Þá starir maður á tómt blaðið eða skjáinn og getur ekki fyrir sitt litla líf skrifað eina setningu.  Sérstaklega er það bagalegt þegar maður glímir við masters lokaritgerðir. Errm

En það er líka til andstæða þess að vera haldinn "writer´s block" og getur slíkt ástand orðið sjúklegt.  Þetta fyrirbæri kallast "Hypergraphia" eða "The Midnight Disease".  Fólk sem er haldið þessum kvilla ræður engan vegin við þörfina til að skrifa.  Fólk getur skrifað endalaust um allt eða ekkert.  Þetta getur gengið svo langt að fólk (sem ekki bloggar) fer að skrifa á veggi eða hvar sem það finnur hentugt pláss.

Taugasérfræðingar hafa uppgötvað að Hypergraphia tengist truflunum á taugaboðum í svæði í heilanum sem nefnist randbörkur í Hjarni (Stóra heila) - á ensku "Limbic Cortex" sem er hluti af "temporal lobes" í "the Cerebrum". 
Orsökin er að mestu ókunn, en þetta virðist geta tengst flogaveiki og eins er þetta þekktur fylgifiskur "maníu" og "bi-polar disorder" auk þess sem geðklofar (schizophrenics) fá stundum einkenni Hypergraphíu.  Þá er líka þekkt að heilaæxli á þessu svæði í heilanum getur orsakað svona "skrif-æði".

Nokkrir af helstu meisturum bókmenntanna eru taldir hafa þjáðst af Hypergraphíu, enda vel þekkt að sumir þeirra voru satt að segja "hálf skrítnir".  Dæmi um rithöfunda sem talið er víst að hafi verið haldnir þessum kvilla, sem þó kann að hafa orsakað frægð þeirra, eru Dostoevsky, Joseph Conrad, Sylvia Plath, Vincent van Gogh (sem skrifaði líka mikið auk þess að mála) og svo enginn annar en sjálfur Stephen King!

Midnight DiseaseFyrir þá sem vilja kynna sér þennan sjúkdóm eða heilkenni eða hvað svosem þetta nú er, bendi ég á bókina "The Midnight Disease: The Drive to Write, Writer´s Block, and the Creative Brain" eftir taugasérfræðinginn og rithöfundinn Alice Flaherty, sem þjáist sjálf af Hypergraphíu.

Í bókinni er meðal annars fjallað um konu að nafni Virginia Ridley frá Georgíu-fylki sem fór ekki út úr húsi síðustu 27 ár ævi sinnar.  Yfirvöld í Georgíu óttuðust að eiginmaður hennar hefði haldið henni fanginni og myrt hana og var hann því handtekinn.  Við réttarhöldin kom í ljós að hún hafði þjáðst af flogaveiki, víðáttufælni og Hypergraphíu.  Hún skildi eftir sig 10 þúsund blaðsíðna dagbók (!) sem varð til þess að eiginmaðurinn var sýknaður af öllum ákærum.

Ég hef stundum undrast afköst ýmsra ágætra bloggara.  Sumt fólk virðist þurfa að tjá sig um hverja einustu frétt sem birtist á moggavefnum, þó þeir hafi í fæstum tilfellum mikið gáfulegt til málanna að leggja.  Aðrir skrifa heilu ritgerðirnar, sumar stórkostlegar og vel skrifaðar en aðrar fremur innihaldssnauðar og sundurtættar.  Sumt er mjög áhugavert og á erindi við heiminn, annað kannski hálf ómerkilegt.  Margir skrifa bara til þess að skrifa.

Kannski útskýrir þetta afköst sumra íslenskra bloggara?  Hver veit.


Ömmur og kornabörn reykjandi gras

Willie Nelson...ósköp mellow náungiÍ vikunni birtust tvær fremur óvenjulegar fréttir í fjölmiðlunum um kannabis neytendur.  Í öðru tilfellinu var um að ræða 2ja og 5 ára gömul börn og í hinu tilfellinu 68 ára gamla konu.

Fyrra tilfellið vakti skiljanlega mikið fjaðrafok, enda málið með hreinum ólíkindum.  Börnin voru í pössun hjá 17 ára frændum þeirra sem þóttu ekkert sjálfsagðra en að kenna þeim að reykja gras.  Það varð þeim hins vegar að falli að þeir tóku athæfið upp á myndband. (sem má nálgast hér)  Yfirvöldum í Texas þótti þetta athæfi hins vegar ekki eins fyndið og piltunum skökku og sitja þeir nú í fangelsi fyrir ofbeldi gegn börnum og eiga þeir væntanlega þungann dóm yfir höfði sér...Texas style.  Ennfremur hafa börnin verið tekin af fjölskyldunni og sett í fóstur.

Seinna tilfellið var svo 68 ára gömul amma frá Bretlandi, sem dæmd var í skilorðsbundið fangelsi og samfélagsþjónustu fyrir ræktun og neyslu á kannabis.  Amman var þó kokhraust og sagðist ætla að halda áfram að bæta marijuana í te-ið sitt, súpur og pottrétti sér til hressingar og sagðist óhrædd við að lenda í fangelsi.  (Sjá frétt og viðtal við ömmuna hér)

420Samkvæmt tölfræði-upplýsingum "National Survey on Drug Use and Health" frá árinu 2004, hafa 40% bandaríkjamanna, 12 ára og eldri, prófað að neyta kannabis a.m.k. einu sinni á lífsleiðinni (þar með taldir Bill Clinton og Barack Obama).  Samkvæmt sömu könnun höfðu þriðjungur nemenda í 10. bekk grunnskólanna prófað Marijuana a.m.k. einu sinni.  Nokkur fylki hafa þegar slakað á banni á Marijuana, t.d. Kalífornía og Washington og mörg önnur fylki þ.m.t. Minnesota eru að íhuga að leyfa kannabis-neyslu í lækningaskyni.  Reynslan í löndum þar sem kannabis-neysla er að miklu leiti leyfileg, t.d. Holland og Kanada, sýnir að ávinningurinn af lögleiðingu kannabis-efna er töluverður.  Kostnaður við dómskerfið hefur snarminnkað, færri sitja í fangelsum fyrir "glæp án fórnarlambs", og allir virðast ánægðir. 

Persónulega fynnst mér sjálfsagt að lögleiða kannabis.  Rökin eru margvísleg.  Í fyrsta lagi er það frjálshyggjusjónarmiðið og frelsi einstaklingsins til að velja án afskipta forsjárhyggju-afla.  Í annan stað er það staðreynd að bæði alkóhól og tóbak eru mun skaðlegri efni en kannabis.  Ekki er vitað til kannabis-neysla hafi dregið neinn til dauða, ólíkt áfengi og tóbaki. 

Ég vil að lokum taka það fram að ég er ekki að halda því fram að kannabis sé hollt og ég hvet engann til þess að neyta þess, en í mínum augum er notkun áfengis síst æskilegri.  Mér þykir furðu sæta að ríkið skuli selja áfengi og tóbak og að á sama tíma sé litið á kannabis sem eitthvert tabú sem samfélagið viðurkennir ekki. 


mbl.is 15 fíkniefnamál komu upp á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Your trial period is over

OopsPlease register to continue using this software!

Sem avionics technician get ég ekki mælt með reynslu-útgáfum þegar mikið liggur við.


Smá húmor

Hver hefur ekki séð fræðslumyndbönd um kjarnafjölskylduna frá sjötta áratugnum? Wink

Ef myndbandið hleðst ekki upp hér fyrir neðan...smellið þá á þennan link: http://emuse.ebaumsworld.com/video/watch/728


Sjóherinn til Bagdad

Anchors Aweigh!Þeð er kaldhæðnislegt að flestir af þessum 2.200 herlögreglumönnum (MP´s) sem senda á til Íraks koma úr Sjóhernum og Flughernum.  Hvað ætli mörgum ungum tilvonandi sjóliða-efnum hafi verið sagt á recruiting-skrifstofum sjóhersins að þeir yrðu sendir til Bagdad?  Þeir verða þó allavega ekki sjóveikir á meðan!

Er ekki bara málið hjá þeim að gera eins og Jimi Hendrix gerði forðum til að sleppa við að fara til Víetnam.  Jimi þóttist vera hommi og var umsvifalaust rekinn úr hernum.  Frá því 1991 hafa 11.000 hermenn fengið "dishonorbable discharge" fyrir að koma út úr skápnum.

Annars held ég að ég setji bara "In the Navy" með Village People á fóninn Police og láti mig dreyma um lífið um borð í kafbát...3ja mánaða túr...100 sveittir strákar lokaðir inní litlu röri...ekkert "Don´t Ask Don´t Tell" kjaftæði!  W00t

In the Navy


mbl.is 2.200 bandarískir herlögreglumenn verða sendir til Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærri borgari hjá McDonalds

Supersize MeJá, BigMakkinn og "Double Quarter-pounderinn" eru ekki lengur nógu stórir fyrir stóra Ameríkana.  Nú hefur McDonalds ákveðið að hefja sölu á "Third Pounder" sem mun verða stærri en nokkur annar borgari á matseðlinum.  Samkvæmt talsmanni McDonalds eru þeir með þessu að bregðast við samkeppninni, en Burger King, Carl´s Jr. og Hardee´s bjóða víst allir uppá stærri borgara en McDonalds og eftirspurnin virðist vera næg.

Nýji borgarinn, sem gerður verður úr Angus-kjöti og þykkara brauði mun innihalda heilar 860 hitaeiningar en til samanburðar er BigMac "aðeins" 540 hitaeiningar.  Spurning hvað Manneldisráðið hefur um þetta að segja.

Stutt er síðan Kalli Bretaprins lagði til að McDonalds veitingahús yrðu bönnuð með lögum vegna hins gríðarlega offitu- og heilsufars faraldurs sem nú herjar á Vesturlönd.  Það virðist ekki vera að McDonalds hafi miklar áhyggjur af því.

En æ...maður verður svangur af þessari frétt...spurning um að fara bara og fá sér Supersized Double-Qourterpounder með stórum skammti af transfitumettuðum frelsiskartöflum og einn líter af kók.  Ég er hvort eð er svo grannur (á Amerískan mælikvarða) að ég má alveg við því! Wink


Bréf til jólasveinsins

scsu-aviation-logoÉg rakst á gamla prófessorinn minn úr flugrekstrarfræðinni um daginn, hann Dr. Aceves.  Hann var einn af mínum uppáhalds kennurum í flugdeildinni og er mikill húmoristi.  Í fyrsta kúrsinum sem ég tók hjá honum setti hann okkur fyrir að skrifa "scholarship application" eða beyðni um námsstyrk sem við áttum síðan að senda á nokkra staði og snýkja peninga.  Þetta var hugsað sem æfing í að skrifa umsóknir og í að koma sér á framfæri.  Ég átti hins vegar í mesta basli með þetta verkefni því flestir styrkveitendurnir gera alls kyns kröfur um að maður verði að vera innfæddur, jafnvel frá tilteknu bæjarfélagi eða hafi gengið í þessa eða hina kirkjuna.  Þar fyrir utan þótti mér afar erfitt að skrifa ritgerð um af hverju ég ætti skilið að hljóta styrkinn og hvað ég væri nú frábær, enda er ég fremur hógvær maður að eðlisfari.

Að lokum ákvað ég að slá þessu bara upp í létt grín og skrifa bréf til jólasveinsins.  Það yrði bara að hafa það þó ég fengi F fyrir þetta verkefni.  En mér til mikillar undrunar fékk ég mikið hrós frá prófessornum og A+ fyrir verkefnið! Smile   Þar að auki sagði hann mér um daginn að hann haldi ennþá uppá þetta verkefni mitt og sýni það öllum nýnemunum sem dæmi um vel skrifað "scholarship application".   Ég læt þetta þess vegna bara flakka hérna og hver veit nema það skili sér til Santa? Wink

To:  Mr. Rudolph Reindeer, director of public relations

North Pole Enterprises, Inc.

1024 Santa Clause Plaza – Suite 127

Artic Icecap  -  99’99’’N   00’01’’W  International Waters 

Subject:  Financial assistance request.                                       

                                                           

Saint Cloud, Minnesota – December 12th 2002  

Dear mr. Reindeer, 

My name is Róbert Björnsson and I am an Aviation student at Saint Cloud State University in Minnesota.   I have decided to come to you with a request for financial assistance in the hope that your renowned organization is continuing to reach out to the world community in the generous spirit of your founder, Mr. Santa Clause.

I was born in Iceland in 1977 and ever since I was a child I have been a great admirer of your company’s positive image and I must say your philosophies have had a strong impact on my life.  Your company’s strategies and ability to keep strong in today’s marketplace is ever so inspiring.   My parents have been loyal customers of yours for decades. 

In a way it was your founder’s incredible feats in aviation that made me fascinated with aviation at a very young age.    I remember building model kits of his graceful sleigh and dreaming about one day flying around the globe at three-hundred times the speed of sound, covering the entire globe in under 30 hours.  The amazing physics defying stunts caught my imagination and I knew I would devote my life to aeronautical technologies.  

But it wasn’t just the incredible aspect of Santa’s aviation accomplishments that made an impact on my life.  Even more so was the unselfish nature of his work and the undevided devotion to his customers throughout his career. Santa Clause’s passion for the wellbeing of children throughout the world, even in evil communist countries and lesser developed countries where lack of profit might have pushed other CEO’s to back out and focus on more profitable areas shows that Santa’s sense of humanitarian responsibility did not dwindle even after the Coca-Cola Company aquired 49 % of North Pole Enterprises’ stock in the 1931 hostile takeover attempt.

I have tried to live my life in accordance to Santa’s philosophies.   I have made every effort to be a productive and responisble citizen and made sure to do whatever I can to help people in need and help uphold that special holiday spirit all year long.    Wether it has been through my unselfish work of teaching priviledged children how to play video games or my tireless efforts to explain the internet to the elderly I believe I have shown an exampliary postconventional attitude even if I do say so myself.   I established myself on Santa’s list of good children and remained on his list through most of the Nineteen-Eighties.  

Right now I am studying Aviation Maintenance Management at the prestigeous Saint Cloud State University and my goal is to have a positive impact on the aviation industry upon graduation and help keep aviation the world’s safest and most efficient mode of transportation.    I ask you to consider aiding me in reaching my goals and in doing so also make the world a better, safer, more enjoyable place by donating an amount of your descretion towards payment of my tuition.  

With best regards and holiday greetings,

Róbert Björnsson. 

1821 15th Ave. SE #211

St. Cloud, MN 56304

USA


Spjallrásir eru hættulegar

Rakst á þessa stórkostlegu stuttmynd á youtube.  Hrein snilld! LoL


Star Wars og stjörnurnar

Það greip um mig þægileg nostalgíu tilfinning um helgina þegar ég datt inní endursýningar á orginal Star Wars trílógíunni á HBO kapalstöðinni.  Þessar kvikmyndir hafa fylgt manni allt frá barnæsku og minningarnar sem tengjast þeim á einn eða annan hátt streyma fram í hvert skipti sem maður horfir á þær.  Þrátt fyrir að maður sé sennilega búinn að sjá þær vel yfir þúsund sinnum fæ ég aldrei leið á þeim.  Eitt uppáhalds atriðið mitt er þegar Luke horfir á sólirnar tvær setjast á Tatooine í byrjun "A New Hope".  Það sem gerir þetta atriði svo stórkostlegt í mínum huga er hið tregafulla en vongóða horn-sóló sem meistari John Williams samdi svo snilldarlega við þessa senu.

Fyrir mér er Star Wars reyndar svo mikið meira en bara kvikmyndir.  Nánast lífsstíll.  Það er satt best að segja óhætt að fullyrða að þetta fyrirbæri hafi haft ótrúlega mikil og djúpstæð áhrif á líf mitt.  Svo mjög að það má etv. deila um hvort það geti talist eðlilegt.  Blush  En ég ber titilinn "Star Wars Nörd" með stolti og er þakklátur fyrir allt sem það hefur gefið mér í gegnum tíðina.

Maestro Williams & Geoerge LucasEitt það mikilvægasta sem Star Wars gaf mér var áhuginn fyrir klassískri tónlist.  Tónlist John Williams varð þess valdandi að ég hóf að læra á ýmis málmblásturshljóðfæri og byrjaði í lúðrasveit 9 ára gamall.  Ég tók ástfóstri við franska hornið og naut þess í botn að reyna að klóra mig í gegnum hornkonserta Mozarts með misgóðum árangri í mörg ár.  Það var lengi vel minn æðsti draumur að gerast atvinnu músíkant og komast í simfóníuhljómsveit, en því miður (?) toguðu önnur áhugamál í mig auk þess sem hæfileikarnir voru nú sennilega ekki nógu miklir til þess að ég hefði átt raunhæfa möguleika á tónlistarsviðinu.  Engu að síður var og er tónlistin nærandi fyrir sálina og reynslan og félagsskapurinn úr lúðrasveitarstarfinu er ómetanlegur.

Fyrir tæpum þremur árum hitti ég svo loksins átrúnaðargoðið mitt hann John Williams.  Ég keyrði til Chicago (ca. 8 tíma keyrsla) til þess eins að mæta á tónleika Chicago Symphony Orchestra.  Á efnisskránni voru frægustu verk Williams úr kvikmyndunum (t.d. Schindler´s List, ET, Indiana Jones, Jaws, Superman, Jurassic Park, Saving Private Ryan, Close Encounters of the Third Kind og að sjálfsögðu Star Wars W00t)  Rúsínan í pylsuendanum var svo nýr horn-konsert sem Williams samdi sérstaklega fyrir hinn fræga einleikara og fyrsta hornleikara CSO, Dale Clevenger.  Magnað!  Ég nældi í sæti í þriðju sætaröð, svona kannski 10 metra frá Williams.  Eins og nærri má geta voru flestir í salnum miklir John Williams/Star Wars nördar og til að koma til móts við okkur hélt karlinn smá fyrirlestur um samstarf sitt við George Lucas og Steven Spielberg áður en tónleikarnir hófust og tók við spurningum úr salnum.   Mér fannst satt að segja að ég væri dáinn og kominn í himnaríki!

Ég og YodaSennilega hefur Star Wars nördisminn náð hámarki hjá mér árin 1998 og 1999.  Haustið ´98 fór ég í helgarferð til Washington D.C, aðallega til þess að verða vitni að sérstakri sýningu á leikmunum og búningum úr Star Wars myndnunum í tilefni af 20 ára afmæli fyrstu Star Wars myndarinnar.  Sýningin hét "Magic of the Myth" og fór fram á Smithsonian Air & Space Museum.  Þetta var fyrsta ferðin mín hingað til Bandaríkjanna en átti ekki eftir að verða sú síðasta.

Vorið ´99 gekk ég svo langt að segja upp vinnunni (starfaði hjá internetþjónustunni Margmiðlun hf.) og straujaði Visa kortið í botn til þess að komast til Ameríku á frumsýningu Episode I og sérstaka Star Wars fan club ráðstefnu þar sem mættir voru leikarar úr myndunum til að gleðja okkur og græða nokkra dollara í leiðinni. Cool

Þarna hitti ég m.a. Billy Dee Williams (Lando Calrissian), Peter Mayhew (Chewbacca), Jeremy Bulloch (Boba Fett), Kenny Baker (dvergurinn inní R2-D2) og Gary Kurtz (producer).  Mikið upplifelsi og árituðu plakötin eru ekki til sölu!  Reyndar væri áhugavert að sjá hvað allt draslið sem ég hef safnað í gegnum tíðina væri virði á E-Bay.  Leikföng (orginal Kenner fígúrurnar), bækur, blöð, tölvuleikir, styttur, eldhúsáhöld, glös, bollar, bolir og ég veit ekki hvað.

Þessar Star Wars Ameríkuferðir urðu svo óbeint til þess að ég fluttist hingað og settist á skólabekk því í seinni ferðinni heimsótti ég frænda minn sem þá var í flugvirkjanámi í Tulsa.  Ég varð stórhrifinn af skólanum og umhverfinu, spjallaði við námsráðgjafa og hálfu ári síðar var ég svo mættur aftur og byrjaður í skólanum. Sennilega væri ég ennþá fastur í grútleiðinlegu djobbi í tölvubransanum á Íslandi, ef Star Wars hefði ekki komið mér til bjargar! Smile

Er þetta heilbrigt???   Tja...ég skal ekki segja.  Star Wars var sannarlega mitt "escape" á unglingsárunum.  Auðvitað var ég ekki talinn alveg "normal" Errm   En ég var það ekki hvort eð var...feitlaginn og gat ekkert í íþróttum, með engan áhuga á stelpum (en því skotnari í Harrison Ford InLove), drakk ekki áfengi, mætti ekki í partí og var ekki mjög cool.  Ekkert hissa á eineltinu í skólanum í gamla daga...en það er löngu fyrirgefið.  (Hef þó lúmskt gaman af því að fæstir hafa þeir náð mjög langt í lífinu blessaðir bekkjarbræðurnir mínir Tounge)

Umfram allt hefur Star Wars leyft mér að eiga mér drauma og kennt mér að eltast við þá.  "Do, or do not...there is no try!"  (Yoda, Empire Strikes Back)

Ætli það sé svo ekki við hæfi að slútta þessari færslu bara á:  May the Force be with you...always! Wink


Spirit of Strom Thurmond

Cheney gengur frá borði Dick Cheney var nýlega á ferðalagi í Kabúl til þess að hitta strengjabrúðuna sína hann Hamid Karzai.  Eins og kunnugt er slapp karlinn "naumlega" með skrekkinn (því miður?) þegar Talibani sprengdi sjálfan sig upp við hliðið á herstöðinni þar sem Cheney gisti um nóttina.  Aumingja Cheney ku víst hafa vaknað við lætin og heyrt kvellinn.  Vonandi að hann hafi fengið áfallahjálp blessaður.

Það vakti hins vegar athygli nokkurra spekúlanta hér vestra að Cheney notaði ekki sinn vanalega farkost, "Air Force Two" til fararinnar, sem er Boeing 757 þota máluð í litum forsetaembættisins.  Menn hafa sennilega talið að það væri ekki óhætt að lenda svo áberandi skotmarki í Kabúl.  Þess í stað flaug varaforsetinn með C-17 herflutningavél til þess að vekja minni athygli.

Það merkilega við þessa tilteknu C-17 vél sem hlaut að sjálfsögðu kallmerkið "Air Force Two" til bráðabirgða, er að hún ber annars hið kostulega nafn "The Spirit of Strom Thurmond". 

Fyrir þá sem ekki þekkja til Strom Thurmond þá var hann öldungardeildarmaður frá Suður-Karólínu sem var þekktastur fyrir að berjast harkalega gegn auknum réttindum blökkumanna á sjötta áratugnum.  Hann sat á þingi lengst allra bandaríkjamanna, frá 1954 til 2003 þegar hann settist loksins í helgan stein skömmu fyrir andlát sitt, 100 ára gamall.  Hann setti metið í málþófi þegar hann talaði stanslaust í 24 tíma og 18 mínútur árið 1957 þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að svertingjar fengju kosningarétt (Civil Rights Act of 1957).  Það var svo ekki fyrr en eftir andlát Thurmonds að í ljós kom að hann átti dóttir á laun með svartri stúlku sem starfaði sem húshjálp (kynlífsþræll?) á heimili Thurmonds.

Ein frægustu orð Thurmonds voru: "I wanna tell you, ladies and gentlemen, that there's not enough troops in the army to force the Southern people to break down segregation and admit the negro race into our theaters, into our swimming pools, into our homes, and into our churches."

Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvort það hafi verið með vilja gert hjá Cheney að velja þessa tilteknu flugvél, eða hvort um tilviljun hafi verið að ræða.  Hvað sem því líður er ljóst að þetta er ekki gott "PR" fyrir Cheney, sérstaklega í augum svartra, en kannski var hann að kæta vini sína í Suðurríkjunum með þessu.  Svo er náttúrulega spurning hvort ímynd Cheneys skipti hann nokkru máli lengur.  Hún er hvort eð er svo ónýt að þetta litla stunt skiptir svosem engu máli.  Þar að auki stefnir hann ekki á frekari kosningaframboð sem betur fer.

En aðeins meira um flugvélina.  Svona C-17 vélar eru ekki innréttaðar fyrir farþega (hvað þá tigna farþega) enda hannaðar til þess að flytja heilu skriðdrekana milli heimsálfa.  Til að redda því var ákveðið að koma fyrir sérstöku hjólhýsi (!) innan í fraktrými vélarinnar þar sem varaforsetinn gat hreiðrað um sig í mestu þægindum.  (talandi um "trailer trash"! LoL)

Hér er mynd af þessu fyrirbæri sem birtist á vef Chicago Tribune. (smellið tvisvar á myndirnar til að sjá stærri útgáfu - á efri myndinni má sjá nafn vélarinnar beint fyrir ofan útganginn)

Trailerinn hans Cheney


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband